Munu gera allt sem þau geta til að stöðva Kristján Loftsson Lovísa Arnardóttir skrifar 31. ágúst 2023 19:01 Valgerður og hundurinn hennar Júní. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir dýravelferðarsinna ekki sátta við ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar aftur á ný. Þau muni halda áfram að mótmæla og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir veiðar Kristjáns Loftssonar. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, segist hafa orðið fyrir svolitlu áfalli þegar matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að leyfa hvalveiðar á ný en samkvæmt henni verða veiðar leyfðar aftur á morgun samkvæmt ákveðnum skilyrðum sem tilgreind eru í nýrri reglugerð. „Ég vildi hafa trú á því að Svandís myndi nota þau tækifæri sem hún hefur til að stöðva þetta og ég trúði því alveg þangað til ég sá hana í beinni útsendingu kynna að hún ætlaði að leyfa honum að veiða aftur,“ segir Valgerður og á þá við Kristján. Samtök grænkera ásamt öðrum samtökum stóðu að mótmælum sem hófust klukkan 17 en Valgerður segir marga verulega svekkta og reiða yfir þessari ákvörðun. „Mér finnst ótrúlegt að hafa gefið þetta leyfi út frá skýrslu starfshóps sem viðurkennir sjálfur að vera ekki sérfræðingur í þessu og að þau hefðu gjarnan viljað fá lengri tíma til að ræða við sérfræðinga,“ segir Valgerður. Engin viðurlög í reglugerð Hvað varðar nýja reglugerð ráðherra segir Valgerður afar mörgum spurningum ósvarað í henni. „Það sem stingur mig fyrst er að það eru engin viðurlög við að brjóta á henni,“ segir Valgerður og nefnir sem dæmi ef Kristján myndi skjóta langreyði með kálfi en það er bannað samkvæmt henni. Þá segir hún að talað sé um ýmis námskeið sem starfsmenn þurfi að fara á og ekki sé ljóst hvort starfsmenn séu búnir að því eða hvort það sé skilyrði að fara á þau áður en veiðar hefjast að nýju. Hvernig líður þér? „Ekki vel. Ég er bjartsýn manneskja að eðlisfari þrátt fyrir að margir gætu haldið það gagnstæða því ég er mótmælandi. En ég myndi gjarnan vilja að við gætum treyst á stjórnvöld að fara eftir vilja þjóðarinnar. Að við gætum treyst á það þegar það er eitthvað sem er jafn borðleggjandi og að hætta að veiða hvali. Það er allt sem stríðir á móti því og nánast ekkert sem styður það. Við þessar aðstæður hefði mér þótt það skynsamlegt hjá stjórnvöldum að sjá að tíminn er kominn til að hætta og Svandís hefði átt að grípa það tækifæri í dag.“ Valgerður telur réttast að á þingi fari nú fram umræða um málið en Píratar, sem hún tilheyrir, hafa óskað eftir samvinnu allra flokka á þingi um að leggja fram frumvarp í þingbyrjun, eftir tvær vikur, um bann við hvalveiðum. „Vonandi verður í kjölfarið veiðibann og ekki gefinn út frekari kvóti. En hversu marga hvali til viðbótar á að drepa og fyrir hvað? Mér finnst ekki réttlætanlegt að drepa einn hval til viðbótar.“ Ætlið þið að veita Kristjáni Loftssyni einhvers konar aðhald á meðan hann veiðir? „Við munum gera flestallt sem við getum. Við erum friðsamlegt og höfum aldrei skemmt neitt eða notað ofbeldi á neinn hátt og munum ekki gera það en við munum gera allt annað sem við getum til að stöðva Kristján Loftsson.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 „Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur. 31. ágúst 2023 12:35 Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, segist hafa orðið fyrir svolitlu áfalli þegar matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að leyfa hvalveiðar á ný en samkvæmt henni verða veiðar leyfðar aftur á morgun samkvæmt ákveðnum skilyrðum sem tilgreind eru í nýrri reglugerð. „Ég vildi hafa trú á því að Svandís myndi nota þau tækifæri sem hún hefur til að stöðva þetta og ég trúði því alveg þangað til ég sá hana í beinni útsendingu kynna að hún ætlaði að leyfa honum að veiða aftur,“ segir Valgerður og á þá við Kristján. Samtök grænkera ásamt öðrum samtökum stóðu að mótmælum sem hófust klukkan 17 en Valgerður segir marga verulega svekkta og reiða yfir þessari ákvörðun. „Mér finnst ótrúlegt að hafa gefið þetta leyfi út frá skýrslu starfshóps sem viðurkennir sjálfur að vera ekki sérfræðingur í þessu og að þau hefðu gjarnan viljað fá lengri tíma til að ræða við sérfræðinga,“ segir Valgerður. Engin viðurlög í reglugerð Hvað varðar nýja reglugerð ráðherra segir Valgerður afar mörgum spurningum ósvarað í henni. „Það sem stingur mig fyrst er að það eru engin viðurlög við að brjóta á henni,“ segir Valgerður og nefnir sem dæmi ef Kristján myndi skjóta langreyði með kálfi en það er bannað samkvæmt henni. Þá segir hún að talað sé um ýmis námskeið sem starfsmenn þurfi að fara á og ekki sé ljóst hvort starfsmenn séu búnir að því eða hvort það sé skilyrði að fara á þau áður en veiðar hefjast að nýju. Hvernig líður þér? „Ekki vel. Ég er bjartsýn manneskja að eðlisfari þrátt fyrir að margir gætu haldið það gagnstæða því ég er mótmælandi. En ég myndi gjarnan vilja að við gætum treyst á stjórnvöld að fara eftir vilja þjóðarinnar. Að við gætum treyst á það þegar það er eitthvað sem er jafn borðleggjandi og að hætta að veiða hvali. Það er allt sem stríðir á móti því og nánast ekkert sem styður það. Við þessar aðstæður hefði mér þótt það skynsamlegt hjá stjórnvöldum að sjá að tíminn er kominn til að hætta og Svandís hefði átt að grípa það tækifæri í dag.“ Valgerður telur réttast að á þingi fari nú fram umræða um málið en Píratar, sem hún tilheyrir, hafa óskað eftir samvinnu allra flokka á þingi um að leggja fram frumvarp í þingbyrjun, eftir tvær vikur, um bann við hvalveiðum. „Vonandi verður í kjölfarið veiðibann og ekki gefinn út frekari kvóti. En hversu marga hvali til viðbótar á að drepa og fyrir hvað? Mér finnst ekki réttlætanlegt að drepa einn hval til viðbótar.“ Ætlið þið að veita Kristjáni Loftssyni einhvers konar aðhald á meðan hann veiðir? „Við munum gera flestallt sem við getum. Við erum friðsamlegt og höfum aldrei skemmt neitt eða notað ofbeldi á neinn hátt og munum ekki gera það en við munum gera allt annað sem við getum til að stöðva Kristján Loftsson.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 „Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur. 31. ágúst 2023 12:35 Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35
„Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur. 31. ágúst 2023 12:35
Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54