„Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2023 15:13 Donald Trump vill að málið verði fellt niður. AP/Alex Brandon Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. Trump mun þurfa að mæta í dómsal í New York í október þar sem James ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Trump eða börn hans geti leitt Trump Organization, fyrirtæki forsetans fyrrverandi, og fara fram á að honum verði gert að greiða um 250 milljónir dala í sekt. Hún hefur sakað fjölskylduna um að ofmeta virði eigna þeirra til að fá betri lán og tryggingasamninga. Hún hefur áður einnig sakað þau um að draga úr virði eigna þeirra í öðrum gögnum, til að borga lægri skatta og opinber gjöld. Málið tengist ekki þeim fjórum ákærum sem Trump stendur frammi fyrir. Samkvæmt New York Times lagði James fram kröfu í gær um að dómari myndi skoða gögn málsins og komast að niðurstöðu án réttarhalda. Í kröfunni segir hún að á einum áratug hafi Trump ofmetið eignir sínar um allt frá 812 milljónum í 2,2 milljarða dala. Hún segir gögn málsins svo skýr að réttarhöld séu óþörf. Lögmenn Trumps krefjast þess þó að málið verði fellt niður. Byggja þeir kröfu sína á því að forsvarsmenn umræddra fyrirtækja og stofnana hafi aldrei kvartað og James hafi ekki ástæðu til að höfða mál gegn Trump og börnum hans. Við lokaða málsmeðferð í dómsal í apríl hélt Trump því meðal annars fram að fyrirtæki hans ætti nóg af peningum og að hann hefði bjargað milljónum mannslífa með því að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld þegar hann var forseti. Sagði eigin gögn ómarktæk Vitnisburður Trumps frá því í apríl var gerður opinber í gær en Trump hélt því þá fram að James hefði ekkert mál í höndunum og ætti að hætta. Það væri miður að hann þyrfti að mæta henni og réttlæta sig. Er hann var spurður um hvort hann hefði sagt í umsóknum sínum til banka og gögnum til stofnana sagði Trump ítrekað, samkvæmt AP fréttaveitunni, að það skipti ekki máli, lagalega séð hvort umrædd gögn væru sönn eða ekki. „Það eru klausa þarna sem segir: „Ef þú trúir ekki þessari yfirlýsingu, farðu þá og framkvæmdu þína eigin greiningu“. Þessi yfirlýsing er virðislaus,“ sagði Trump. Hann sagði að þessi klausa sem hann væri að tala um þýddi í raun að yfirlýsingar hans um virði eigna hans væru ómarktækar. Hann segir yfirlitin hafa verið gerð svo hann hefði betri yfirsýn yfir eigur sínar og verðmat þeirra væri oft byggt á ágiskunum. Þá sagðist hann ekki hafa átt von á því að fjármálastofnanir myndu nota þessi yfirlit en reglulega hafi verið beðið um þau. Sagði málið galið Þá hélt Trump því fram að fyrirtæki hans ætti rúmlega 400 milljónir dala í lausafé og að Mar-a-Lago, sveitaklúbbur hans og heimili í Flórída, væri metið á einn og hálfan milljarð. Hann staðhæfði einnig að golfvöllur hans nærri Miami væri metinn á allt að tvo og hálfan milljarð dala. „Vissir þú að bankarnir fengu greitt að fullu? Vissir þú að bankarnir græddu mikið af peningum?“ sagði Trump við James við áðurnefndar vitnaleiðslur. „Vissir þú að ég held að ég hafi ekki einu sinni fengið vanskilatilkynningu, og það jafnvel í covid, bankarnir fengu allir greitt? Samt ert þú að höfða mál fyrir bankana. Það er galið. Allt þetta mál er galið.“ Þá sagðist Trump hafa fylgst minna með rekstri fyrirtækisins eftir að hann varð forseti. Hann hefði þurft að einbeita sér að heimsmálunum. Hann hélt því fram að kjarnorkustyrjöld hefði skollið á ef hann hefði ekki tekið á málefnum Norður-Kóreu, ef hann hefði ekki verið kosinn forseti, og sagðist hann telja að mögulega væri kjarnorkustyrjöld í gangi núna. Dómari mun taka ákvörðun um það hvort réttarhöldin fara fram þann 22. september. Ákveði hann að réttarhöld þurfa og að hann ætli ekki að fella málið niður eiga réttarhöldin að hefjast í október. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 „Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Réttarhöldin í máli sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, munu hefjast þann 4. mars á næsta ári. Þetta er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og tveimur sem Jack Smith, áðurnefndur saksóknari, hefur höfðað gegn honum. 28. ágúst 2023 16:06 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Trump mun þurfa að mæta í dómsal í New York í október þar sem James ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Trump eða börn hans geti leitt Trump Organization, fyrirtæki forsetans fyrrverandi, og fara fram á að honum verði gert að greiða um 250 milljónir dala í sekt. Hún hefur sakað fjölskylduna um að ofmeta virði eigna þeirra til að fá betri lán og tryggingasamninga. Hún hefur áður einnig sakað þau um að draga úr virði eigna þeirra í öðrum gögnum, til að borga lægri skatta og opinber gjöld. Málið tengist ekki þeim fjórum ákærum sem Trump stendur frammi fyrir. Samkvæmt New York Times lagði James fram kröfu í gær um að dómari myndi skoða gögn málsins og komast að niðurstöðu án réttarhalda. Í kröfunni segir hún að á einum áratug hafi Trump ofmetið eignir sínar um allt frá 812 milljónum í 2,2 milljarða dala. Hún segir gögn málsins svo skýr að réttarhöld séu óþörf. Lögmenn Trumps krefjast þess þó að málið verði fellt niður. Byggja þeir kröfu sína á því að forsvarsmenn umræddra fyrirtækja og stofnana hafi aldrei kvartað og James hafi ekki ástæðu til að höfða mál gegn Trump og börnum hans. Við lokaða málsmeðferð í dómsal í apríl hélt Trump því meðal annars fram að fyrirtæki hans ætti nóg af peningum og að hann hefði bjargað milljónum mannslífa með því að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld þegar hann var forseti. Sagði eigin gögn ómarktæk Vitnisburður Trumps frá því í apríl var gerður opinber í gær en Trump hélt því þá fram að James hefði ekkert mál í höndunum og ætti að hætta. Það væri miður að hann þyrfti að mæta henni og réttlæta sig. Er hann var spurður um hvort hann hefði sagt í umsóknum sínum til banka og gögnum til stofnana sagði Trump ítrekað, samkvæmt AP fréttaveitunni, að það skipti ekki máli, lagalega séð hvort umrædd gögn væru sönn eða ekki. „Það eru klausa þarna sem segir: „Ef þú trúir ekki þessari yfirlýsingu, farðu þá og framkvæmdu þína eigin greiningu“. Þessi yfirlýsing er virðislaus,“ sagði Trump. Hann sagði að þessi klausa sem hann væri að tala um þýddi í raun að yfirlýsingar hans um virði eigna hans væru ómarktækar. Hann segir yfirlitin hafa verið gerð svo hann hefði betri yfirsýn yfir eigur sínar og verðmat þeirra væri oft byggt á ágiskunum. Þá sagðist hann ekki hafa átt von á því að fjármálastofnanir myndu nota þessi yfirlit en reglulega hafi verið beðið um þau. Sagði málið galið Þá hélt Trump því fram að fyrirtæki hans ætti rúmlega 400 milljónir dala í lausafé og að Mar-a-Lago, sveitaklúbbur hans og heimili í Flórída, væri metið á einn og hálfan milljarð. Hann staðhæfði einnig að golfvöllur hans nærri Miami væri metinn á allt að tvo og hálfan milljarð dala. „Vissir þú að bankarnir fengu greitt að fullu? Vissir þú að bankarnir græddu mikið af peningum?“ sagði Trump við James við áðurnefndar vitnaleiðslur. „Vissir þú að ég held að ég hafi ekki einu sinni fengið vanskilatilkynningu, og það jafnvel í covid, bankarnir fengu allir greitt? Samt ert þú að höfða mál fyrir bankana. Það er galið. Allt þetta mál er galið.“ Þá sagðist Trump hafa fylgst minna með rekstri fyrirtækisins eftir að hann varð forseti. Hann hefði þurft að einbeita sér að heimsmálunum. Hann hélt því fram að kjarnorkustyrjöld hefði skollið á ef hann hefði ekki tekið á málefnum Norður-Kóreu, ef hann hefði ekki verið kosinn forseti, og sagðist hann telja að mögulega væri kjarnorkustyrjöld í gangi núna. Dómari mun taka ákvörðun um það hvort réttarhöldin fara fram þann 22. september. Ákveði hann að réttarhöld þurfa og að hann ætli ekki að fella málið niður eiga réttarhöldin að hefjast í október.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 „Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Réttarhöldin í máli sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, munu hefjast þann 4. mars á næsta ári. Þetta er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og tveimur sem Jack Smith, áðurnefndur saksóknari, hefur höfðað gegn honum. 28. ágúst 2023 16:06 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49
„Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Réttarhöldin í máli sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, munu hefjast þann 4. mars á næsta ári. Þetta er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og tveimur sem Jack Smith, áðurnefndur saksóknari, hefur höfðað gegn honum. 28. ágúst 2023 16:06
Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39
Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02
Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38
Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38