Óljóst hversu margir fórust í eldunum á Maui Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 12:07 Brunarústir Lahaina á Maui, tveimur vikum eftir mannskæðustu gróðurelda Bandaríkjanna í meira en öld. AP/Jae C. Hong Leit að fórnarlömbum gróðureldanna á Maui á Havaí er við það að ljúka. Enn er þó óljóst hversu margir fórust. Leitarflokkar eru taldir hafa fundið allar þær líkamsleifar sem hægt er að finna. Staðfest er að 115 manns hafi farist í eldunum sem brenndu meðal annars Lahaina, sögufrægan ferðamannastað, til kaldra kola. Ekki er vitað með vissu hversu marga er enn saknað. Lögreglan á Maui er með 110 tilkynningar um fólk sem er saknað en fleiri en fimmtíu eru í virkri rannsókn, að sögn AP-fréttastofunnar. Búið er að bera kennsla á 45 þeirra látnu. Rannsakendur hafa safnað erfðaefni úr 120 manns til þess að bera kennsl á fleiri líkamsleifar. Leit að líkamsleifum er að mestu leyti lokið. Búið er að leita á öllu leitarsvæðinu á landi. Leit stendur enn yfir í sjónum fyrir utan Lahaina. Vitað er að fólk stakk sér út í Kyrrahafið til þess að komast undan eldinum og reyknum. „Við höfum nærri því lokið leitar- og söfnunarverkefninu alveg og snúum okkur að næsta skrefi,“ segir Darryl Oliveira, starfandi yfirmaður almannavarna Maui. Næstu skref er að fjarlægja hættulegan úrgang á hamfarasvæðinu svo íbúar geti snúið aftur til síns heima. Bandaríska umhverfisstofnunin telur að það gæti tekið fleiri mánuði. Á meðal eiturefna á svæðinu eru málning, skordýraeitur og rafhlöður. Sérfræðingar stofnunarinnar ætla að fara með fjölda sólarrafhlaða í Lahaina eins og ósprungnar sprengjur. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32 Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17 Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Staðfest er að 115 manns hafi farist í eldunum sem brenndu meðal annars Lahaina, sögufrægan ferðamannastað, til kaldra kola. Ekki er vitað með vissu hversu marga er enn saknað. Lögreglan á Maui er með 110 tilkynningar um fólk sem er saknað en fleiri en fimmtíu eru í virkri rannsókn, að sögn AP-fréttastofunnar. Búið er að bera kennsla á 45 þeirra látnu. Rannsakendur hafa safnað erfðaefni úr 120 manns til þess að bera kennsl á fleiri líkamsleifar. Leit að líkamsleifum er að mestu leyti lokið. Búið er að leita á öllu leitarsvæðinu á landi. Leit stendur enn yfir í sjónum fyrir utan Lahaina. Vitað er að fólk stakk sér út í Kyrrahafið til þess að komast undan eldinum og reyknum. „Við höfum nærri því lokið leitar- og söfnunarverkefninu alveg og snúum okkur að næsta skrefi,“ segir Darryl Oliveira, starfandi yfirmaður almannavarna Maui. Næstu skref er að fjarlægja hættulegan úrgang á hamfarasvæðinu svo íbúar geti snúið aftur til síns heima. Bandaríska umhverfisstofnunin telur að það gæti tekið fleiri mánuði. Á meðal eiturefna á svæðinu eru málning, skordýraeitur og rafhlöður. Sérfræðingar stofnunarinnar ætla að fara með fjölda sólarrafhlaða í Lahaina eins og ósprungnar sprengjur.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32 Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17 Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32
Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17
Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23