Húsfyllir í Hörpu þegar vinsælustu hlaðvarpstjörnur landsins stigu á svið Íris Hauksdóttir skrifar 29. ágúst 2023 20:11 Vinirnir og hlaðvarpsstjörnurnar Tryggvi, Tinna og Ingó troðfylltu Eldborgarsal Hörpu. Hrefna Dís Pálsdóttir Hlaðvarpsstjörnurnar Tinna Björk Kristinsdóttir, Tryggvi Freyr Torfason og Ingólfur Grétarsson hafa síðastliðin fimm ár haldið úti hlaðvarpinu Þarf alltaf að vera grín? Í tilefni tímamótanna efndu þau til viðburðar í Hörpu sem seldist upp á mettíma. Óhætt er að segja að um eitt vinsælasta hlaðvarp landsins sé að ræða enda fáheyrt að hlaðvarpsstjörnur fylli heila tónleikahöll af áhorfendum. Þetta er í áttunda sinn sem hópurinn heldur svokallað Lifandi hlaðvarp en þessi viðburður er sá langstærsti til þessa og verður sennilega seint toppaður, nema hópurinn haldi utan landsteinanna. Fylltu Eldborgarsal Hörpu á hálftíma Alls seldust 1.600 miðar á viðburðinn sem haldinn var í Eldborgarsal Hörpu. Þrjátíu og fimm mínútum eftir að forsala hófst voru allir miðarnir seldir. Það voru því margir svekktir hlustendur þáttanna sem náðu ekki í miða. Þríeykið segist ekki hafa búist við svona gríðarlegum undirtektum. Tinna Björk segir tilfinninguna ólýsanlega að stíga á svið í Hörpu.Helgi S. Guðjónsson Spurð hvernig tilfinningin hafi verið að stíga inn í stútfullan salinn segir Tinna Björk það hafa verið ólýsanlegt. „Það er erfitt að lýsa því í fáum orðum hvað þetta var stórkostleg upplifun. Stemningin og krafturinn frá áhorfendum var eitthvað sem við munum aldrei gleyma. Sýningin sjálf gekk framar vonum. Það getur ekki mikið klikkað með svona áhorfendur í salnum.“ Skemmtilegasta vinna í heimi Tinna ítrekar þakklæti þríeykisins gagnvart öllum þeim sem lögðu hönd á plóg. „Við erum svo botnlaust þakklát öllum sem hafa komið að þessarri vegferð með okkur og langar af öllu hjarta að þakka gestunum okkar Unnsteini Manuel, Huginn og Vilhelm Neto sérstaklega fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Að okkar mati er ekki til betri leið til að fagna fimm árum saman í skemmtilegustu vinnu í heimi.“ Hér fyrir neðan má sjá myndir af dyggum aðdáendum hlaðvarpsins mæta í Hörpu. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum.Vísir/Hulda Margrét Vinirnir og grínistarnir fjalla um misalvarlega hluti í hlaðvarpsþættinum.Vísir/Hulda Margrét Viðburðurinn var að sögn Tinnu afskaplega vel heppnaður enda erfitt annað með svo góða áhorfendur í salnum.Vísir/Hulda Margrét Myndaveggurinn naut mikilla vinsælda gesta. Vísir/Hulda Margrét Aðdáendahópur ÞAFG er risastór og margir sem tengja við þríeykið í gríni sínu.Vísir/Hulda Margrét Rakel, Bryndís, Anna Sara, Ólöf, Diljá,og Kristín Ása.Vísir/Hulda Margrét Oddný og Emelía.Vísir/Hulda Margrét Rúna, Bryndís og Eva.Vísir/Hulda Margrét Aníta og Guðríður.Vísir/Hulda Margrét Karlotta og Ásgerður Diljá.Vísir/Hulda Margrét Þórunn, Dóra og Tinna Jóhanns.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristinn og Hjördís Helga.Vísir/Hulda Margrét Kristín Ósk og Diljá Björt.Vísir/Hulda Margrét Jenný, Hafdís, Friðþóra og Kristín.Vísir/Hulda Margrét Margrét, Sigurlaug og Katrín.Vísir/Hulda Margrét Petra og Ragga.Vísir/Hulda Margrét Guðrún og Jóhanna.Vísir/Hulda Margrét Grín og gaman Uppistand Samkvæmislífið Harpa Reykjavík Tengdar fréttir Seldu upp Eldborg á hálftíma Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. 6. júlí 2023 17:21 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira
Óhætt er að segja að um eitt vinsælasta hlaðvarp landsins sé að ræða enda fáheyrt að hlaðvarpsstjörnur fylli heila tónleikahöll af áhorfendum. Þetta er í áttunda sinn sem hópurinn heldur svokallað Lifandi hlaðvarp en þessi viðburður er sá langstærsti til þessa og verður sennilega seint toppaður, nema hópurinn haldi utan landsteinanna. Fylltu Eldborgarsal Hörpu á hálftíma Alls seldust 1.600 miðar á viðburðinn sem haldinn var í Eldborgarsal Hörpu. Þrjátíu og fimm mínútum eftir að forsala hófst voru allir miðarnir seldir. Það voru því margir svekktir hlustendur þáttanna sem náðu ekki í miða. Þríeykið segist ekki hafa búist við svona gríðarlegum undirtektum. Tinna Björk segir tilfinninguna ólýsanlega að stíga á svið í Hörpu.Helgi S. Guðjónsson Spurð hvernig tilfinningin hafi verið að stíga inn í stútfullan salinn segir Tinna Björk það hafa verið ólýsanlegt. „Það er erfitt að lýsa því í fáum orðum hvað þetta var stórkostleg upplifun. Stemningin og krafturinn frá áhorfendum var eitthvað sem við munum aldrei gleyma. Sýningin sjálf gekk framar vonum. Það getur ekki mikið klikkað með svona áhorfendur í salnum.“ Skemmtilegasta vinna í heimi Tinna ítrekar þakklæti þríeykisins gagnvart öllum þeim sem lögðu hönd á plóg. „Við erum svo botnlaust þakklát öllum sem hafa komið að þessarri vegferð með okkur og langar af öllu hjarta að þakka gestunum okkar Unnsteini Manuel, Huginn og Vilhelm Neto sérstaklega fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Að okkar mati er ekki til betri leið til að fagna fimm árum saman í skemmtilegustu vinnu í heimi.“ Hér fyrir neðan má sjá myndir af dyggum aðdáendum hlaðvarpsins mæta í Hörpu. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum.Vísir/Hulda Margrét Vinirnir og grínistarnir fjalla um misalvarlega hluti í hlaðvarpsþættinum.Vísir/Hulda Margrét Viðburðurinn var að sögn Tinnu afskaplega vel heppnaður enda erfitt annað með svo góða áhorfendur í salnum.Vísir/Hulda Margrét Myndaveggurinn naut mikilla vinsælda gesta. Vísir/Hulda Margrét Aðdáendahópur ÞAFG er risastór og margir sem tengja við þríeykið í gríni sínu.Vísir/Hulda Margrét Rakel, Bryndís, Anna Sara, Ólöf, Diljá,og Kristín Ása.Vísir/Hulda Margrét Oddný og Emelía.Vísir/Hulda Margrét Rúna, Bryndís og Eva.Vísir/Hulda Margrét Aníta og Guðríður.Vísir/Hulda Margrét Karlotta og Ásgerður Diljá.Vísir/Hulda Margrét Þórunn, Dóra og Tinna Jóhanns.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristinn og Hjördís Helga.Vísir/Hulda Margrét Kristín Ósk og Diljá Björt.Vísir/Hulda Margrét Jenný, Hafdís, Friðþóra og Kristín.Vísir/Hulda Margrét Margrét, Sigurlaug og Katrín.Vísir/Hulda Margrét Petra og Ragga.Vísir/Hulda Margrét Guðrún og Jóhanna.Vísir/Hulda Margrét
Grín og gaman Uppistand Samkvæmislífið Harpa Reykjavík Tengdar fréttir Seldu upp Eldborg á hálftíma Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. 6. júlí 2023 17:21 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira
Seldu upp Eldborg á hálftíma Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. 6. júlí 2023 17:21