Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2023 07:00 Dæmin sanna að það er hættulegt að setja sig upp á móti Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Réttsælis frá eftir myndinni vinstra megin: Jevgeníj Prigozhin, Alexander Litvinenko, Alexei Navalní og Boris Nemtsov. Vísir Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. Prigozhin er talinn af eftir að flugvél sem hann er sagður hafa verið um borð í hrapaði úr tug þúsund feta hæð ekki fjarri Moskvu á miðvikudag. Bandaríska leyniþjónustan telur að sprengja hafi sprungið um borð í flugvélinni. Þrátt fyrir Prigozhin hafi ekki gagnrýnt Pútín forseta beint leiddi hann uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum í sumar sem virtist jafnvel geta steypt stjórn forsetans af stóli. Pútín hafði lýst Prigozhin, bandamanni sínum til áratuga, sem „svikara“. Yfirmaður Wagner-málaliðahópsins alræmda er fjarri því fyrsti maðurinn sem fellur sviplega frá eftir að hafa lent í ónáð hjá Pútín og stjórn hans. Fyrir sumum hefur verið eitrað, aðrir skotnir til bana og enn aðrir hrapað fram af svölum. Prigozhin er hins vegar sá fyrsti sem ferst í meintu flugslysi. Þrátt fyrir að andstæðingar Pútín hafi sterka tilhneigingu til þess að deyja við grunsamlegar kringumstæður hefur forsetinn og kumpánar hans alltaf svarið af sér hvers kyns aðild að dauða þeirra. Hér fyrir neðan er farið yfir nokkra af þeim helstu sem hafa verið myrtir eða orðið fyrir tilræði á undanförnum árum sem sagt er frá í samantekt AP-fréttastofunnar. Pólitískir andstæðingar Nýlegasta dæmið voru veikindi Alexei Navalníj, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar. Hann veiktist heiftarlega um borð í flugvél sem var á leið frá Síberíu til Moskvu í ágúst árið 2020. Stuðningsmenn Navalníj fullyrtu frá upphafi að eitrað hefði verið fyrir honum. Franskir, þýskir og sænskir rannsakendur staðfestu síðar að Navalníj hefði komist í snertingu við sovéska taugaeitrið novichok. Navalníj lá í dái á sjúkrahúsi í Berlín um skeið en lifði af. Rússnesk yfirvöld töldu að með því hefði Navalníj rofið skilmála reynslulausnar sem hann hlaut á sínum tíma í sakamáli. Honum var því stungið í fangelsi þegar hann sneri aftur til Rússlansd í byrjun árs 2021. Yfirvöld hafa síðan dæmt hann í áralangt fangelsi fyrir alls kyns meint brot. Alexei Navalníj afplánar nú langa fangelsisdóma. Vestræn ríki telja að sovéskt taugaeitur hafi verið notað til þess að eitra fyrir honum árið 2020.AP/Pavel Golovkin Þekktasta dæmið um tilræði við þekktan andstæðing Pútíns var þó morðið á Boris Nemtsov sem skók Rússland í febrúar árið 2015. Hann var skotinn til bana á brú nærri Kreml þegar hann var á göngu með kærustu sinni. Fimm Tsjetsjenar voru sakfelldir fyrir morðið en bandamenn Nemtsov saka stjórnvöld um að bera ábyrgð á því. Tveir aðrir áberandi stjórnarandstæðingar telja að eitrað hafi verið fyrir þeim á síðustu árum. Pjotr Verzilov, einn stofnenda Pussy Riot, veiktist hastarlega árið 2018, sama ár og hann hljóp inn á völlinn á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Moskvu til þess að mótmæla lögregluofbeldi. Vladímír Kara-Murza telur að eitrað hafi verið fyrir sér bæði árið 2015 og 2017. Í fyrra skipti lét hann næstum lífið úr nýrnabilun. Í seinna skipti var honum komið í dá en lifði af. Hann sakaði lögregluna um að neita að rannsaka málið. Dómstóll dæmdi hann í aldarfjórðungslangt fangelsi fyrir meint landráð fyrr á þessu ári. Eitrað fyrir njósnurum Meintir svikarar hafa verið skotmark rússneskra stjórnvalda í gegnum tíðina. Heimsathygli vakti þegar Alexander Litvinenko, fyrrverandi útsendari rússnesku leyniþjónustunnar KGB, veiktist alvarlega í London ári 2006. Útsendarar Kremlar höfðu þá eitrað fyrir honum með geislavirka efninu póloni-120. Litvinenko lést þremur vikum eftir að eitrað fyrir honum. Hann hafði verið afar gagnrýninn á Pútín og spillingu í Rússlandi. Fyrir andlátið hafði Litvinenko meðal annars rannsakað morðið á Önnu Politkovskaju, rússnesku blaðakonunni. Fjallað er nánar um dauða hennar hér neðar. Bresk stjórnvöld komust að þeirri niðurstöðu að útsendarar Rússa hefðu drepið Litvinenko, að öllum líkindum að skipan Pútíns. Kreml neitaði allri aðild að morðinu. Mynd frá réttarhöldum yfir Sergei Skripal þegar hann var sakfelldur fyrir gagnnjósnir fyrir Breta árið 2006. Eitrað var fyrir honum á Englandi árið 2018.AP/Misha Japaridze Kremlverjar könnuðust heldur ekkert við að hafa notað novichok til þess að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skripal var rússneskur njósnari en var handtekinn og fangelsaður fyrir gagnnjósnir í þágu Breta á sínum tíma. Rússnesk stjórnvöld höfðu leyft honum að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Skripal-feðginin lifðu tilræðið af. Svo lánsöm var þó ekki bresk kona sem komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir. Gagnrýnir blaðamenn Það hefur verið varasamt fyrir blaðamenn að fjalla um Pútín og stjórn hans með gagnrýnum hætti. Fyrrnefnd Politovskaja var skotin til bana í lyftu í íbúðarblokk sinni á afmælisdegi Pútín 7. október 2006. Hún hafði vakið heimsathygli með umfjöllun sinni um mannréttindabrot rússneska hersins í Tsjetsjeníu. Fimm Tsjetsjenar voru sakfelldir fyrir morðið á blaðakonunni. Byssumaðurinn hlaut tuttugu ára fangelsisdóm. Kona leggur blóm við mynd af Önnu Politovskaju sem var myrt árið 2006.AP/Pavel Golovkin Júrí Shtsjekotjsikhin, kollegi Politokovskaju af dagblaðinu Novaja Gazeta, lést eftir skyndileg og heiftarleg veikindi árið 2003. Hann hafði rannsakað spillingu og möguleg tengsl rússneskra öryggissveita við sprengingar í íbúðarhúsum sem stjórnvöld kenndum tsjetsjenskum uppreisnarmönnum um árið 1999. Sprengingarnar voru meðal annars notaðar sem rökstuðingur fyrir hernaðaríhlutun Pútín í Tsjetsjeníu. Félagar Shtsjekotjsikhin telja að eitrað hafi verið fyrir honum og yfirvöld komið í veg fyrir að andlát hans væri rannsakað. Sjálfsmorð eða morð? Þá er ótalinn fjöldi kaupsýslu- og athafnamanna sem hafa dáið fyrir aldur fram í Rússlandi á undanförnum árum og misserum. Þeir hafa meðal annars fallið út um glugga en erfitt er segja til um vissu hvort að þeir hafi svipt sig lífi eða þeir ráðnir af dögum. CNN sagði frá því í september fyrra að í það minnsta fimm kaupsýslumenn hefðu stytt sér aldur frá byrjun ársins. Þar á meðal voru tveir stjórnendur Lukoil, stærsta olíufélags landsins í einkaeigu. Það hafði áður gagnrýnt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Ravil Maganov, stjórnarformaður Lukoil, lést eftir að hann féll út um glugga á sjúkrahúsi. Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mál Alexei Navalní Innrás Rússa í Úkraínu Fréttaskýringar Tengdar fréttir Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36 Fylgdist með ferðum Nemtsovs í heilt ár fyrir banatilræðið Útsendari með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB fylgdist með ferðum stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov í nærri heilt ár áður en hann var skotinn til bana í Moskvu árið 2015. 28. mars 2022 08:05 Verzilov braggast á þýsku sjúkrahúsi Rússneskur stjórnarandstæðingur tapaði sjón og getur hvorki talað né gengið eftir að hann veiktist hastarlega í síðustu viku. Eiginkona hans er þess fullviss að eitrað hafi verið fyrir honum. 16. september 2018 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Prigozhin er talinn af eftir að flugvél sem hann er sagður hafa verið um borð í hrapaði úr tug þúsund feta hæð ekki fjarri Moskvu á miðvikudag. Bandaríska leyniþjónustan telur að sprengja hafi sprungið um borð í flugvélinni. Þrátt fyrir Prigozhin hafi ekki gagnrýnt Pútín forseta beint leiddi hann uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum í sumar sem virtist jafnvel geta steypt stjórn forsetans af stóli. Pútín hafði lýst Prigozhin, bandamanni sínum til áratuga, sem „svikara“. Yfirmaður Wagner-málaliðahópsins alræmda er fjarri því fyrsti maðurinn sem fellur sviplega frá eftir að hafa lent í ónáð hjá Pútín og stjórn hans. Fyrir sumum hefur verið eitrað, aðrir skotnir til bana og enn aðrir hrapað fram af svölum. Prigozhin er hins vegar sá fyrsti sem ferst í meintu flugslysi. Þrátt fyrir að andstæðingar Pútín hafi sterka tilhneigingu til þess að deyja við grunsamlegar kringumstæður hefur forsetinn og kumpánar hans alltaf svarið af sér hvers kyns aðild að dauða þeirra. Hér fyrir neðan er farið yfir nokkra af þeim helstu sem hafa verið myrtir eða orðið fyrir tilræði á undanförnum árum sem sagt er frá í samantekt AP-fréttastofunnar. Pólitískir andstæðingar Nýlegasta dæmið voru veikindi Alexei Navalníj, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar. Hann veiktist heiftarlega um borð í flugvél sem var á leið frá Síberíu til Moskvu í ágúst árið 2020. Stuðningsmenn Navalníj fullyrtu frá upphafi að eitrað hefði verið fyrir honum. Franskir, þýskir og sænskir rannsakendur staðfestu síðar að Navalníj hefði komist í snertingu við sovéska taugaeitrið novichok. Navalníj lá í dái á sjúkrahúsi í Berlín um skeið en lifði af. Rússnesk yfirvöld töldu að með því hefði Navalníj rofið skilmála reynslulausnar sem hann hlaut á sínum tíma í sakamáli. Honum var því stungið í fangelsi þegar hann sneri aftur til Rússlansd í byrjun árs 2021. Yfirvöld hafa síðan dæmt hann í áralangt fangelsi fyrir alls kyns meint brot. Alexei Navalníj afplánar nú langa fangelsisdóma. Vestræn ríki telja að sovéskt taugaeitur hafi verið notað til þess að eitra fyrir honum árið 2020.AP/Pavel Golovkin Þekktasta dæmið um tilræði við þekktan andstæðing Pútíns var þó morðið á Boris Nemtsov sem skók Rússland í febrúar árið 2015. Hann var skotinn til bana á brú nærri Kreml þegar hann var á göngu með kærustu sinni. Fimm Tsjetsjenar voru sakfelldir fyrir morðið en bandamenn Nemtsov saka stjórnvöld um að bera ábyrgð á því. Tveir aðrir áberandi stjórnarandstæðingar telja að eitrað hafi verið fyrir þeim á síðustu árum. Pjotr Verzilov, einn stofnenda Pussy Riot, veiktist hastarlega árið 2018, sama ár og hann hljóp inn á völlinn á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Moskvu til þess að mótmæla lögregluofbeldi. Vladímír Kara-Murza telur að eitrað hafi verið fyrir sér bæði árið 2015 og 2017. Í fyrra skipti lét hann næstum lífið úr nýrnabilun. Í seinna skipti var honum komið í dá en lifði af. Hann sakaði lögregluna um að neita að rannsaka málið. Dómstóll dæmdi hann í aldarfjórðungslangt fangelsi fyrir meint landráð fyrr á þessu ári. Eitrað fyrir njósnurum Meintir svikarar hafa verið skotmark rússneskra stjórnvalda í gegnum tíðina. Heimsathygli vakti þegar Alexander Litvinenko, fyrrverandi útsendari rússnesku leyniþjónustunnar KGB, veiktist alvarlega í London ári 2006. Útsendarar Kremlar höfðu þá eitrað fyrir honum með geislavirka efninu póloni-120. Litvinenko lést þremur vikum eftir að eitrað fyrir honum. Hann hafði verið afar gagnrýninn á Pútín og spillingu í Rússlandi. Fyrir andlátið hafði Litvinenko meðal annars rannsakað morðið á Önnu Politkovskaju, rússnesku blaðakonunni. Fjallað er nánar um dauða hennar hér neðar. Bresk stjórnvöld komust að þeirri niðurstöðu að útsendarar Rússa hefðu drepið Litvinenko, að öllum líkindum að skipan Pútíns. Kreml neitaði allri aðild að morðinu. Mynd frá réttarhöldum yfir Sergei Skripal þegar hann var sakfelldur fyrir gagnnjósnir fyrir Breta árið 2006. Eitrað var fyrir honum á Englandi árið 2018.AP/Misha Japaridze Kremlverjar könnuðust heldur ekkert við að hafa notað novichok til þess að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skripal var rússneskur njósnari en var handtekinn og fangelsaður fyrir gagnnjósnir í þágu Breta á sínum tíma. Rússnesk stjórnvöld höfðu leyft honum að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Skripal-feðginin lifðu tilræðið af. Svo lánsöm var þó ekki bresk kona sem komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir. Gagnrýnir blaðamenn Það hefur verið varasamt fyrir blaðamenn að fjalla um Pútín og stjórn hans með gagnrýnum hætti. Fyrrnefnd Politovskaja var skotin til bana í lyftu í íbúðarblokk sinni á afmælisdegi Pútín 7. október 2006. Hún hafði vakið heimsathygli með umfjöllun sinni um mannréttindabrot rússneska hersins í Tsjetsjeníu. Fimm Tsjetsjenar voru sakfelldir fyrir morðið á blaðakonunni. Byssumaðurinn hlaut tuttugu ára fangelsisdóm. Kona leggur blóm við mynd af Önnu Politovskaju sem var myrt árið 2006.AP/Pavel Golovkin Júrí Shtsjekotjsikhin, kollegi Politokovskaju af dagblaðinu Novaja Gazeta, lést eftir skyndileg og heiftarleg veikindi árið 2003. Hann hafði rannsakað spillingu og möguleg tengsl rússneskra öryggissveita við sprengingar í íbúðarhúsum sem stjórnvöld kenndum tsjetsjenskum uppreisnarmönnum um árið 1999. Sprengingarnar voru meðal annars notaðar sem rökstuðingur fyrir hernaðaríhlutun Pútín í Tsjetsjeníu. Félagar Shtsjekotjsikhin telja að eitrað hafi verið fyrir honum og yfirvöld komið í veg fyrir að andlát hans væri rannsakað. Sjálfsmorð eða morð? Þá er ótalinn fjöldi kaupsýslu- og athafnamanna sem hafa dáið fyrir aldur fram í Rússlandi á undanförnum árum og misserum. Þeir hafa meðal annars fallið út um glugga en erfitt er segja til um vissu hvort að þeir hafi svipt sig lífi eða þeir ráðnir af dögum. CNN sagði frá því í september fyrra að í það minnsta fimm kaupsýslumenn hefðu stytt sér aldur frá byrjun ársins. Þar á meðal voru tveir stjórnendur Lukoil, stærsta olíufélags landsins í einkaeigu. Það hafði áður gagnrýnt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Ravil Maganov, stjórnarformaður Lukoil, lést eftir að hann féll út um glugga á sjúkrahúsi.
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mál Alexei Navalní Innrás Rússa í Úkraínu Fréttaskýringar Tengdar fréttir Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36 Fylgdist með ferðum Nemtsovs í heilt ár fyrir banatilræðið Útsendari með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB fylgdist með ferðum stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov í nærri heilt ár áður en hann var skotinn til bana í Moskvu árið 2015. 28. mars 2022 08:05 Verzilov braggast á þýsku sjúkrahúsi Rússneskur stjórnarandstæðingur tapaði sjón og getur hvorki talað né gengið eftir að hann veiktist hastarlega í síðustu viku. Eiginkona hans er þess fullviss að eitrað hafi verið fyrir honum. 16. september 2018 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46
Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36
Fylgdist með ferðum Nemtsovs í heilt ár fyrir banatilræðið Útsendari með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB fylgdist með ferðum stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov í nærri heilt ár áður en hann var skotinn til bana í Moskvu árið 2015. 28. mars 2022 08:05
Verzilov braggast á þýsku sjúkrahúsi Rússneskur stjórnarandstæðingur tapaði sjón og getur hvorki talað né gengið eftir að hann veiktist hastarlega í síðustu viku. Eiginkona hans er þess fullviss að eitrað hafi verið fyrir honum. 16. september 2018 19:02