Réttlæti hins sterka. Dómarar og dómar Jörgen Ingimar Hansson skrifar 25. ágúst 2023 07:30 Furðulega algengt er að í dómsforsendum í dómum hér á landi tilgreini dómari fyrst og fremst þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalli lítt um meginrök þess sem hann dæmir í mót og sleppi þeim jafnvel alveg. Dómarinn á þá miklu auðveldara með að velja sér sannanir og röksemdir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum. Það auðveldar það mjög að unnt sé að dæma hverjum sem er í vil innan víðra marka.Með dómsforsendum er verið að vísa til skýringa dómara á því að dómurinn féll svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Ég lenti í dómsmáli sem er notað sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Í tveimur dómum og þremur úrskurðum sem féllu mér í mót voru meginröksemdir mínar og sannanir aldrei teknar fyrir í dómsforsendum og útskýrt hvers vegna þær hefðu fallið í grýttan jarðveg. Þeim var bara einfaldlega sleppt. Hinn aðili málsins var dæmdur sýkn saka á þeim forsendum að ég hefði ekki getað sannað að hann skuldaði mér það fé sem ég hafði stefnt honum fyrir. Mér fannst hins vegar að dómarinn hefði komið í veg fyrir að ég gæti það. Þess var alls ekki getið í dómsforsendum að bókað hefði verið í þinghaldi og réttarfarsleg áskorun sett fram um að hinn aðili málsins sýndi fram á raunverulegar greiðslur til lúkningar á skuldinni sem málið snérist um. Hann hafnaði að gera það sem þýddi að ég gat ekki sannað neitt. Dómarinn leiddi það hjá sér í dómi sínum. Eftir því sem ég get best séð er svo auðvelt að nálgast bankagreiðslur að það að neita að leggja þær fram í dómi jafngildi því að viðurkenna að þær hafi ekki farið fram. Enginn getur sannað að hann hafi ekki fengið greiðslu. Hann hefur ekkert í sínum fórum til þess. Skuldarinn er sá eini sem hefur sönnunina undir höndum, það er kvittunina fyrir því að greiðslan hafi farið fram sem núna er fólgin í einni bankafærslu. Í öllum innheimtum, sem snúa að borgurum landsins hefur sá, sem segist hafa greitt sannanlega kröfu, sönnunarbyrðina fyrir því hvort, hvenær og hvernig hún var greidd. Dómskerfið og þar með Hæstiréttur virðist hins vegar geta hundsað þá meginreglu. Það var að minnsta kosti gert í ofangreindu máli. Mér fannst dómarar allan tímann sem dómsmálið stóð yfir geta með einni aðgerð eða spurningu sett ofangreindan dóm í uppnám. Mér fannst þeir forðast það eftir bestu getu. Mér virtist þeir velja sér sönnunargögnin sem þeim hugnaðist best en önnur voru ekki einu sinni könnuð. Eftir því sem ég best get séð gerir þetta það að verkum að auðvelt er að hagræða dómum, hverjum sem er í vil, innan víðra marka. Hefði dómarinn í héraði í mínu máli orðið að greina frá öllum meginatriðum málsins, með og móti, get ég ekki betur séð en að hann hefði þurft að fara betur í saumana á málinu. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Hann gerði það ekki með sérstakri blessun Hæstaréttar. Mér finnst að þetta sé dæmi um það hvernig unnt sé að beita lögunum gegn réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Það sem ég óttast er að þetta komi oft fyrir í svipuðum málum. Eins og segir í máltækinu. Sjaldan er ein báran stök. Og þá er eftir að spyrja hvort þetta sé boðlegt í dómskerfi landsins. Svarið er: Auðvitað ekki. Ekki í lýðræðisríki en sjálfsagt mjög hentugt í alræðisríki þar sem ég geri ráð fyrir að þessi aðferð sé jafn algeng og hér á landi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Furðulega algengt er að í dómsforsendum í dómum hér á landi tilgreini dómari fyrst og fremst þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalli lítt um meginrök þess sem hann dæmir í mót og sleppi þeim jafnvel alveg. Dómarinn á þá miklu auðveldara með að velja sér sannanir og röksemdir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum. Það auðveldar það mjög að unnt sé að dæma hverjum sem er í vil innan víðra marka.Með dómsforsendum er verið að vísa til skýringa dómara á því að dómurinn féll svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Ég lenti í dómsmáli sem er notað sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Í tveimur dómum og þremur úrskurðum sem féllu mér í mót voru meginröksemdir mínar og sannanir aldrei teknar fyrir í dómsforsendum og útskýrt hvers vegna þær hefðu fallið í grýttan jarðveg. Þeim var bara einfaldlega sleppt. Hinn aðili málsins var dæmdur sýkn saka á þeim forsendum að ég hefði ekki getað sannað að hann skuldaði mér það fé sem ég hafði stefnt honum fyrir. Mér fannst hins vegar að dómarinn hefði komið í veg fyrir að ég gæti það. Þess var alls ekki getið í dómsforsendum að bókað hefði verið í þinghaldi og réttarfarsleg áskorun sett fram um að hinn aðili málsins sýndi fram á raunverulegar greiðslur til lúkningar á skuldinni sem málið snérist um. Hann hafnaði að gera það sem þýddi að ég gat ekki sannað neitt. Dómarinn leiddi það hjá sér í dómi sínum. Eftir því sem ég get best séð er svo auðvelt að nálgast bankagreiðslur að það að neita að leggja þær fram í dómi jafngildi því að viðurkenna að þær hafi ekki farið fram. Enginn getur sannað að hann hafi ekki fengið greiðslu. Hann hefur ekkert í sínum fórum til þess. Skuldarinn er sá eini sem hefur sönnunina undir höndum, það er kvittunina fyrir því að greiðslan hafi farið fram sem núna er fólgin í einni bankafærslu. Í öllum innheimtum, sem snúa að borgurum landsins hefur sá, sem segist hafa greitt sannanlega kröfu, sönnunarbyrðina fyrir því hvort, hvenær og hvernig hún var greidd. Dómskerfið og þar með Hæstiréttur virðist hins vegar geta hundsað þá meginreglu. Það var að minnsta kosti gert í ofangreindu máli. Mér fannst dómarar allan tímann sem dómsmálið stóð yfir geta með einni aðgerð eða spurningu sett ofangreindan dóm í uppnám. Mér fannst þeir forðast það eftir bestu getu. Mér virtist þeir velja sér sönnunargögnin sem þeim hugnaðist best en önnur voru ekki einu sinni könnuð. Eftir því sem ég best get séð gerir þetta það að verkum að auðvelt er að hagræða dómum, hverjum sem er í vil, innan víðra marka. Hefði dómarinn í héraði í mínu máli orðið að greina frá öllum meginatriðum málsins, með og móti, get ég ekki betur séð en að hann hefði þurft að fara betur í saumana á málinu. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Hann gerði það ekki með sérstakri blessun Hæstaréttar. Mér finnst að þetta sé dæmi um það hvernig unnt sé að beita lögunum gegn réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Það sem ég óttast er að þetta komi oft fyrir í svipuðum málum. Eins og segir í máltækinu. Sjaldan er ein báran stök. Og þá er eftir að spyrja hvort þetta sé boðlegt í dómskerfi landsins. Svarið er: Auðvitað ekki. Ekki í lýðræðisríki en sjálfsagt mjög hentugt í alræðisríki þar sem ég geri ráð fyrir að þessi aðferð sé jafn algeng og hér á landi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar