Fjölbreytt leikár í Þjóðleikhúsinu og ný byltingarkennd áskriftarleið Þjóðleikhúsið 23. ágúst 2023 13:00 Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri segir Þjóðleikhúsið vilja standa undir nafni sem leikhús allrar þjóðarinnar, nýja áskriftarleiðin stuðli að því hlutverki. Þjóðleikhúsið hefur bætt við nýrri áskriftarleið í anda Spotify fyrir 15 til 25 ára sem veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sýningum leikhússins fyrir aðeins 1450 krónur á mánuði. Nýtt leikár rennur nú af stað, stútfullt af mögnuðum sögum, átökum, klassík, gleði og gamansýningum. Sýningar Þjóðleikhússins sópuðu að sér öllum helstu verðlaununum á Grímunni og öðrum verðlaunahátíðum í vor. „Leikárið verður afar litríkt, fjölbreytt og spennandi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. „Áskriftarkort í leikhúsið hafa ávallt notið mikilla vinsælda og Opna kortið er ný viðbót til að til að standa enn betur undir nafni sem alvöru leikhús allrar þjóðarinnar. Nýja áskriftarkortið er ætlað leikhúsunnendum á aldrinum 15 til 25 ára. Við vitum að þessi hópur hefur mikinn leikhúsáhuga en oft ekki mikið milli handanna. Við sérsniðum því áskriftarleið í anda Spotify og Netflix og fyrir 1450 krónur á mánuði getur þessi hópur séð allar sýningar, eins oft og það kýs og bókað miða með stuttum fyrirvara. Þetta er algjör nýung í leikhúsi hér og ég veit ekki til þess að opið kort með föstu mánaðargjaldi sé í boði í leikhúsum erlendis,“ segir Magnús Geir. Þess ber þó að geta að eftir sem áður eru almenn áskriftarkort í boði fyrir alla en þau hafa notið gríðarlegra vinsælda. Þau tryggja gestum þær sýningar sem hver og einn vill sjá á besta verði sem völ er á og leikhúsið sendir áminningu tímanlega fyrir hverja sýningu, þannig að enginn ætti að missa af eftirsóttustu sýningunum. Metnaðarfull dagskrá „Síðasta leikár gekk einstaklega vel, áhorfendur flykktust í leikhúsið og hrifust með og sýningarnar hlutu afar góða dóma. Nýtt leikár er ótrúlega fjölbreytt og metnaðarfullt, boðið er upp á verk af öllu tagi, spennandi glæný verk, innlend og erlend, nóg af gleði og gríni og sjaldan hefur meira verið í boði fyrir fjölskyldur. Við erum mjög spennt og stolt af því sem við bjóðum upp á,“ segir Magnús. Þjóðleikhúsið sópaði til sín verðlaunum á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum og Sögum, verðlaunahátíð barnanna. Á dagskránni er meðal annars heimsfrumsýning á þriðja verkinu í Mayenburg-þríleiknum, Ekki málið. Verkið er bæði eitursnjallt og eldfimt þar sem samskipti kynjanna, tærandi afbrýðisemi og hin hála framabraut eru tekin fyrir af næmni og húmor. Fyrri tvö verkin, Ellen B og Ex, voru sigurvegarar Grímuhátíðarinnar í ár og verða aftur á fjölunum svo allur þríleikurinn verður í sýningu í október og nóvember. Það er Mayenburg sjálfur sem leikstýrir Ekki málið. Stórsýningin Mútta Courage eftir Bertholt Brecht verður frumsýnd í október, sótsvartur gamanleikur og vægðarlaust ádeiluverk. Mútta Courage hefur verið sögð ein magnaðasta kvenpersóna leikbókmenntanna, hörkutól, kjaftfor og fyndin. Sögusviðið er stríðshrjáð Evrópa þar sem Mútta Courage ferðast um og selur varning til að komast af. Una Þorleifsdóttir leikstýrir stórum leikhópi þar sem Steinunn Ólína fer með hlutverk Múttu. Edda í uppsetningu Þorleifs Arnar Arnarssonar verður frumsýnd í desember og er nýstárleg og ögrandi nálgun á hugmyndaheim Eddukvæðanna. Þorleifur nálgast sagnaarfinn á einstakan hátt, líkt og hann gerði við uppsetningu sína á verkunum Rómeó og Júlíu, Njálu og Englum alheimsins. Saknaðarilmur er glænýtt verk eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem byggir á rómuðum bókum Elísabetar Jökulsdóttir. Þetta er verk sem lætur engan ósnortinn en Björn Thors mun leiða sama listræna teymi og skapaði tímamótasýninguna Vertu úlfur. Tvö erlend, flugbeitt verk verða frumsýnd í haust sem taka á málum ofarlega í umræðunni. Orð gegn orði eftir Suzie Miller tekur á kynferðisafbrotamálum og fjallar um ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkefið siðgæði, sekt og sönnunarbyrði. Verkið fer nú sem eldur í sinu um heiminn og hlaut t.d. verðlaun sem besta nýja verkið á Olivier-verðlaunahátíðinni í vor. Verkið Ást Fedru eftir Söru Kane tekur einnig á ágengum spurningum um ofbeldi og mörk. Báðum þessum verkum leikstýra ungir leikstjórar, Kolfinna Nikulásdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir. Íslenski söngleikurinn Draumaþjófurinn sló í gegn á síðasta ári og heldur áfram á fjölunum. Æsispennandi sjónarspil með grípandi lögum og óviðjafnanlegum dansatriðum þar sem fjallað er um hugrekki í hættulegum heimi. Verkið hlaut bæði viðurkenningu sem sýning ársins á Sögum og Grímunni. Söngleikurinn Frost verður frumsýndur í mars 2024 og þar fer sannkölluð stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu og nýtir töfra leikhússins til fulls, líkt og hann hefur áður gert í verkum eins og Í hjarta Hróa hattar og Rómeó og Júlíu. Við þekkjum teiknimyndina Frozen sem þetta verk byggir á og munum heyra þekkt og vinsæl lög en einnig ný lög sem samin eru sérstaklega fyrir þetta verk. Einn þekktasti leikhópur heims mun sýna Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu í leikstjórn hins goðsagnakennda leikstjóra Simon McBurney en hann kom hingað til lands við undirbúningsvinnu fyrir sýninguna og vann með leikhópi Þjóðleikhússins. Sýningin hefur hlotið fimm stjörnu dóma í mörgum fremstu fjölmiðlum Evrópu. Að lokum má nefna sprellfjörugan gamanleik, Eltum veðrið en þar er fjallað um aðstæður sem Íslendingar þekkja vel. Sýningin er byggð á sönnum reynslusögum af útlegum og ferðalögum landsmanna í íslensku sumri. Menning Leikhús Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
„Leikárið verður afar litríkt, fjölbreytt og spennandi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. „Áskriftarkort í leikhúsið hafa ávallt notið mikilla vinsælda og Opna kortið er ný viðbót til að til að standa enn betur undir nafni sem alvöru leikhús allrar þjóðarinnar. Nýja áskriftarkortið er ætlað leikhúsunnendum á aldrinum 15 til 25 ára. Við vitum að þessi hópur hefur mikinn leikhúsáhuga en oft ekki mikið milli handanna. Við sérsniðum því áskriftarleið í anda Spotify og Netflix og fyrir 1450 krónur á mánuði getur þessi hópur séð allar sýningar, eins oft og það kýs og bókað miða með stuttum fyrirvara. Þetta er algjör nýung í leikhúsi hér og ég veit ekki til þess að opið kort með föstu mánaðargjaldi sé í boði í leikhúsum erlendis,“ segir Magnús Geir. Þess ber þó að geta að eftir sem áður eru almenn áskriftarkort í boði fyrir alla en þau hafa notið gríðarlegra vinsælda. Þau tryggja gestum þær sýningar sem hver og einn vill sjá á besta verði sem völ er á og leikhúsið sendir áminningu tímanlega fyrir hverja sýningu, þannig að enginn ætti að missa af eftirsóttustu sýningunum. Metnaðarfull dagskrá „Síðasta leikár gekk einstaklega vel, áhorfendur flykktust í leikhúsið og hrifust með og sýningarnar hlutu afar góða dóma. Nýtt leikár er ótrúlega fjölbreytt og metnaðarfullt, boðið er upp á verk af öllu tagi, spennandi glæný verk, innlend og erlend, nóg af gleði og gríni og sjaldan hefur meira verið í boði fyrir fjölskyldur. Við erum mjög spennt og stolt af því sem við bjóðum upp á,“ segir Magnús. Þjóðleikhúsið sópaði til sín verðlaunum á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum og Sögum, verðlaunahátíð barnanna. Á dagskránni er meðal annars heimsfrumsýning á þriðja verkinu í Mayenburg-þríleiknum, Ekki málið. Verkið er bæði eitursnjallt og eldfimt þar sem samskipti kynjanna, tærandi afbrýðisemi og hin hála framabraut eru tekin fyrir af næmni og húmor. Fyrri tvö verkin, Ellen B og Ex, voru sigurvegarar Grímuhátíðarinnar í ár og verða aftur á fjölunum svo allur þríleikurinn verður í sýningu í október og nóvember. Það er Mayenburg sjálfur sem leikstýrir Ekki málið. Stórsýningin Mútta Courage eftir Bertholt Brecht verður frumsýnd í október, sótsvartur gamanleikur og vægðarlaust ádeiluverk. Mútta Courage hefur verið sögð ein magnaðasta kvenpersóna leikbókmenntanna, hörkutól, kjaftfor og fyndin. Sögusviðið er stríðshrjáð Evrópa þar sem Mútta Courage ferðast um og selur varning til að komast af. Una Þorleifsdóttir leikstýrir stórum leikhópi þar sem Steinunn Ólína fer með hlutverk Múttu. Edda í uppsetningu Þorleifs Arnar Arnarssonar verður frumsýnd í desember og er nýstárleg og ögrandi nálgun á hugmyndaheim Eddukvæðanna. Þorleifur nálgast sagnaarfinn á einstakan hátt, líkt og hann gerði við uppsetningu sína á verkunum Rómeó og Júlíu, Njálu og Englum alheimsins. Saknaðarilmur er glænýtt verk eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem byggir á rómuðum bókum Elísabetar Jökulsdóttir. Þetta er verk sem lætur engan ósnortinn en Björn Thors mun leiða sama listræna teymi og skapaði tímamótasýninguna Vertu úlfur. Tvö erlend, flugbeitt verk verða frumsýnd í haust sem taka á málum ofarlega í umræðunni. Orð gegn orði eftir Suzie Miller tekur á kynferðisafbrotamálum og fjallar um ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkefið siðgæði, sekt og sönnunarbyrði. Verkið fer nú sem eldur í sinu um heiminn og hlaut t.d. verðlaun sem besta nýja verkið á Olivier-verðlaunahátíðinni í vor. Verkið Ást Fedru eftir Söru Kane tekur einnig á ágengum spurningum um ofbeldi og mörk. Báðum þessum verkum leikstýra ungir leikstjórar, Kolfinna Nikulásdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir. Íslenski söngleikurinn Draumaþjófurinn sló í gegn á síðasta ári og heldur áfram á fjölunum. Æsispennandi sjónarspil með grípandi lögum og óviðjafnanlegum dansatriðum þar sem fjallað er um hugrekki í hættulegum heimi. Verkið hlaut bæði viðurkenningu sem sýning ársins á Sögum og Grímunni. Söngleikurinn Frost verður frumsýndur í mars 2024 og þar fer sannkölluð stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu og nýtir töfra leikhússins til fulls, líkt og hann hefur áður gert í verkum eins og Í hjarta Hróa hattar og Rómeó og Júlíu. Við þekkjum teiknimyndina Frozen sem þetta verk byggir á og munum heyra þekkt og vinsæl lög en einnig ný lög sem samin eru sérstaklega fyrir þetta verk. Einn þekktasti leikhópur heims mun sýna Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu í leikstjórn hins goðsagnakennda leikstjóra Simon McBurney en hann kom hingað til lands við undirbúningsvinnu fyrir sýninguna og vann með leikhópi Þjóðleikhússins. Sýningin hefur hlotið fimm stjörnu dóma í mörgum fremstu fjölmiðlum Evrópu. Að lokum má nefna sprellfjörugan gamanleik, Eltum veðrið en þar er fjallað um aðstæður sem Íslendingar þekkja vel. Sýningin er byggð á sönnum reynslusögum af útlegum og ferðalögum landsmanna í íslensku sumri.
Menning Leikhús Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið