Vilja að Úkraínumenn einbeiti sér að suðrinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 22:30 Úkraínskir hermenn á ferðinni í Dónetskhéraði. AP/Libkos Bandamenn Úkraínu telja forsvarsmenn úkraínska hersins hafa dreift of mikið úr hermönnum sínum. Úkraínumenn þurfi að einbeita sér frekar að því að sækja fram í suðurhluta Úkraínu heldur en í austri. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum og annars staðar á Vesturlöndum. Í frétt miðilsins segir að Bandaríkjamenn hafi lagt til við Úkraínumenn að þeir safni liði í suðri og reyni að sækja fram að Ásóvhafi og skera á birgðalínur Rússa til Krímskaga. Úkraínumenn hafa reynt það undanfarnar vikur og mánuði en það hefur reynst erfitt. Er það að miklu leyti vegna umfangsmikilla jarðsprengjusvæða Rússa sem hafa gert Úkraínumönnum erfitt að sækja fram. Það leiddi til þess að Úkraínumenn breyttu um stefnu í sumar og reyna frekar að draga hægt og rólega úr mætti Rússa, sem hafa þó töluverða yfirburði varðandi mannafla og hergögn. Til þessa hafa Úkraínumenn notast við stórskotaliðsárásir, HIMARS- og GMLRS-eldflaugar og Storm Shadow stýriflaugar. Árásir hafa verið gerðar á birgðastöðvar Rússa, vopnageymslur og stjórnstöðvar, auk þess sem Úkraínumenn segjast hafa einbeitt sér að því að gera árásir á staði þar sem margir rússneskir hermenn hafi komið saman. Sjá einnig: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Samkvæmt frétt NYT hafa bandarískir herforingjar ráðlagt Úkraínumönnum að einbeita sér að sókninni að Melítópól, jafnvel þó Úkraínumenn missi fleiri hermenn og skrið- og bryndreka. Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, Tony Radakin, formaður herforingjaráðs Bretlands, og Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, funduðu fyrr í mánuðinum með Varelí Salúsjní, yfirmanni úkraínska hersins, og ráðlögðu honum að einbeita sér að einni víglínu í stað nokkurra. Samkvæmt heimildarmönnum NYT sagðist Salúsnjí vera sammála þeirri ráðleggingu. Þá eiga að hafa sést ummerki um að Úkraínumenn séu byrjaðir að flytja marga af sínum reyndustu herdeildum frá austurhluta Úkraínu til Saporisjíahéraðs. Þessar hersveitir hafa þó orðið fyrir miklu mannfalli. Undanfarna daga hafa þó borist fregnir af góðum árangri Úkraínumanna nærri bænum Robotyne og í honum. Mid-Day #Ukraine Map Update:Geolocated combat footage indicates that Ukrainian forces continue to make territorial gains in and around #Robotyne as of the morning of August 22. https://t.co/nWJkG3YJtW https://t.co/v1x0ifU4iO pic.twitter.com/bZiOYsqAau— ISW (@TheStudyofWar) August 22, 2023 Washington Post hafði eftir sínum heimildarmönnum í leyniþjónustu Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum að talið væri að Úkraínumenn myndu ekki ná til Melítópól. Sjá einnig: Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Áherslan á Bakhmut vekur furðu Samkvæmt NYT hefur það vakið nokkra furðu vestanhafs hve miklu púðri Úkraínumenn hafa varið í að berjast um Bakmút í Dónetskhéraði. Borgin féll í hendur Rússa fyrr á árinu, eftir mikla bardaga í marga mánuði, en síðan þá hafa Úkraínumenn verið að sækja fram norður og suður af Bakmút. Þar hafa harðir bardagar geysað en Bandaríkjamenn eru sagðir telja að Úkraínumenn þurfi eingöngu að hafa nægilega marga hermenn þar til að tryggja að Rússar geti ekki sótt lengra fram. Aðra hermenn sé hægt að senda til suðurs. Rússar hafa sömuleiðis lagt mikla áherslu á Bakhmut og hafa meðal annars sent fallhlífarhermenn til að verja svæðið en þær herdeildir eru taldar með þeim best búnu og þjálfuðu í rússneska hernum. Blaðamenn NYT taka þó fram að núverandi kynslóð bandarískra herforingja hafi aldrei upplifað stríð af þessari stærðargráðu og að aldrei hafi reynt á bandarískar stríðskenningar við aðstæður eins og þessar. Aðstæður þar sem mikið sé um truflanir á samskiptum og staðsetningarbúnaði og þar sem hvorug fylking hafi getað tryggt sér yfirráð í lofti. Rússar eru einnig sagðir eiga í miklum vandræðum. Þeir eiga í vandræðum með birgðaflutninga og aga, svo eitthvað sé nefnt. Í síðasta mánuði var rússneskur herforingi sem leiddi varnir Rússa á stórum hluta víglínunnar í suðri rekinn, eftir að hann kvartaði yfir slæmum aðstæðum hermanna. Í kjölfarið sendi hann frá sér skilaboð þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. 21. ágúst 2023 09:42 Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið. 18. ágúst 2023 07:19 Tugir slasaðir í sprengingu í rússneskri verksmiðju Mikil sprenging varð á athafnasvæði verksmiðju sem framleiðir sjóntæki fyrir rússneska herinn nærri Moskvu í dag. Á fimmta tug manna eru slasaðir, þar af sex alvarlega. Orsakir sprengingarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 9. ágúst 2023 12:20 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum og annars staðar á Vesturlöndum. Í frétt miðilsins segir að Bandaríkjamenn hafi lagt til við Úkraínumenn að þeir safni liði í suðri og reyni að sækja fram að Ásóvhafi og skera á birgðalínur Rússa til Krímskaga. Úkraínumenn hafa reynt það undanfarnar vikur og mánuði en það hefur reynst erfitt. Er það að miklu leyti vegna umfangsmikilla jarðsprengjusvæða Rússa sem hafa gert Úkraínumönnum erfitt að sækja fram. Það leiddi til þess að Úkraínumenn breyttu um stefnu í sumar og reyna frekar að draga hægt og rólega úr mætti Rússa, sem hafa þó töluverða yfirburði varðandi mannafla og hergögn. Til þessa hafa Úkraínumenn notast við stórskotaliðsárásir, HIMARS- og GMLRS-eldflaugar og Storm Shadow stýriflaugar. Árásir hafa verið gerðar á birgðastöðvar Rússa, vopnageymslur og stjórnstöðvar, auk þess sem Úkraínumenn segjast hafa einbeitt sér að því að gera árásir á staði þar sem margir rússneskir hermenn hafi komið saman. Sjá einnig: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Samkvæmt frétt NYT hafa bandarískir herforingjar ráðlagt Úkraínumönnum að einbeita sér að sókninni að Melítópól, jafnvel þó Úkraínumenn missi fleiri hermenn og skrið- og bryndreka. Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, Tony Radakin, formaður herforingjaráðs Bretlands, og Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, funduðu fyrr í mánuðinum með Varelí Salúsjní, yfirmanni úkraínska hersins, og ráðlögðu honum að einbeita sér að einni víglínu í stað nokkurra. Samkvæmt heimildarmönnum NYT sagðist Salúsnjí vera sammála þeirri ráðleggingu. Þá eiga að hafa sést ummerki um að Úkraínumenn séu byrjaðir að flytja marga af sínum reyndustu herdeildum frá austurhluta Úkraínu til Saporisjíahéraðs. Þessar hersveitir hafa þó orðið fyrir miklu mannfalli. Undanfarna daga hafa þó borist fregnir af góðum árangri Úkraínumanna nærri bænum Robotyne og í honum. Mid-Day #Ukraine Map Update:Geolocated combat footage indicates that Ukrainian forces continue to make territorial gains in and around #Robotyne as of the morning of August 22. https://t.co/nWJkG3YJtW https://t.co/v1x0ifU4iO pic.twitter.com/bZiOYsqAau— ISW (@TheStudyofWar) August 22, 2023 Washington Post hafði eftir sínum heimildarmönnum í leyniþjónustu Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum að talið væri að Úkraínumenn myndu ekki ná til Melítópól. Sjá einnig: Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Áherslan á Bakhmut vekur furðu Samkvæmt NYT hefur það vakið nokkra furðu vestanhafs hve miklu púðri Úkraínumenn hafa varið í að berjast um Bakmút í Dónetskhéraði. Borgin féll í hendur Rússa fyrr á árinu, eftir mikla bardaga í marga mánuði, en síðan þá hafa Úkraínumenn verið að sækja fram norður og suður af Bakmút. Þar hafa harðir bardagar geysað en Bandaríkjamenn eru sagðir telja að Úkraínumenn þurfi eingöngu að hafa nægilega marga hermenn þar til að tryggja að Rússar geti ekki sótt lengra fram. Aðra hermenn sé hægt að senda til suðurs. Rússar hafa sömuleiðis lagt mikla áherslu á Bakhmut og hafa meðal annars sent fallhlífarhermenn til að verja svæðið en þær herdeildir eru taldar með þeim best búnu og þjálfuðu í rússneska hernum. Blaðamenn NYT taka þó fram að núverandi kynslóð bandarískra herforingja hafi aldrei upplifað stríð af þessari stærðargráðu og að aldrei hafi reynt á bandarískar stríðskenningar við aðstæður eins og þessar. Aðstæður þar sem mikið sé um truflanir á samskiptum og staðsetningarbúnaði og þar sem hvorug fylking hafi getað tryggt sér yfirráð í lofti. Rússar eru einnig sagðir eiga í miklum vandræðum. Þeir eiga í vandræðum með birgðaflutninga og aga, svo eitthvað sé nefnt. Í síðasta mánuði var rússneskur herforingi sem leiddi varnir Rússa á stórum hluta víglínunnar í suðri rekinn, eftir að hann kvartaði yfir slæmum aðstæðum hermanna. Í kjölfarið sendi hann frá sér skilaboð þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. 21. ágúst 2023 09:42 Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið. 18. ágúst 2023 07:19 Tugir slasaðir í sprengingu í rússneskri verksmiðju Mikil sprenging varð á athafnasvæði verksmiðju sem framleiðir sjóntæki fyrir rússneska herinn nærri Moskvu í dag. Á fimmta tug manna eru slasaðir, þar af sex alvarlega. Orsakir sprengingarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 9. ágúst 2023 12:20 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. 21. ágúst 2023 09:42
Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið. 18. ágúst 2023 07:19
Tugir slasaðir í sprengingu í rússneskri verksmiðju Mikil sprenging varð á athafnasvæði verksmiðju sem framleiðir sjóntæki fyrir rússneska herinn nærri Moskvu í dag. Á fimmta tug manna eru slasaðir, þar af sex alvarlega. Orsakir sprengingarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 9. ágúst 2023 12:20