Eru bókhaldsfyrirtæki góðir ráðgjafar? Signý Jóhannesdóttir skrifar 22. ágúst 2023 11:31 Á langri ævi sem starfsmaður stéttarfélags hef ég oft fengið að heyra hjá launagreiðendum að þeir séu sko að kaupa þjónustu og ráðgjöf frá bókhaldsfyrirtæki. Fullyrðingin sett fram með þjósti til að láta mig vita að hjá þeim sé nú allt á hreinu. Þetta kemur venjulega í kjölfar þess að gerðar eru athugasemdir við launagreiðslur, s.s. að launin sem greidd eru standast ekki kröfur um lágmarkskjör, vinnutímar í engu samræmi við kjarasamninga eða lög um hvíldartíma, ekki greiddar viðbótargreiðslur eins og desember og orlofsuppbætur, leiga er dregin af launum, án fyrirliggjandi samnings o.fl. og fl. þ.e. flest brotið sem hægt er að brjóta á starfsmanni. Stundum allt þetta en stundum þó bara sumt. Nú veit ég ekki hvaða samtal fer fram á skrifstofu bókhaldsþjónustna þegar atvinnurekandi kemur og semur um viðskipti. Ég myndi gjarnan vilja vera þar fluga á vegg. Við sem störfum hjá stéttarfélögunum höfum oft rætt skort á fræðslu fyrir þá sem vilja hefja atvinnurekstur. Fræðslu um réttindi og skyldur við launafólk og ríkiskassann. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að t.d. hlutir eins og lög um félagsaðild og starfskjaralögin í heild eru flókin fyrirbæri og getur verið snúið að túlka. Ég tala nú ekki um goðsögnina um félagafrelsið, réttinn til að velja sér stéttarfélag og lífeyrissjóð. Það leynast reyndar líka skúrkar í röðum stéttarfélaganna, sem ekki stunda eðlilega samskiptahætti og telja sig vera í samkeppnisrekstri. Það er efni í aðra grein. Aftur að litlu fyrirtækjunum og ráðgjöfunum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef bent launagreiðendum á að þeir þurfi að kynna sér hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Er það bara aðstoð við að reikna út laun um hver mánaðarmót, burt séð frá lögum eða kjarasamningum, eða er það ráðgjöf við að gera ráðningarsamninga í samræmi við kjarasamninga og lög. Upplýsingar um hvaða réttindi fyrirtækið þarf að standa við gagnvart starfsmönnum. Rétturinn til greiðslu launa í veikindum og vinnuslysum, tryggingar sem fyrirtækið þarf að kaupa o.s. frv.. Sé starfsmanni boðin einhver hlunnindi, hvernig standa skuli að uppgjöri á þeim gagnvart skatti. Hvaða reglur gilda um öryggismál og hvað þurfi að leggja starfsmanni til, samkvæmt reglum vinnueftirlitssins. Upptalningin gæti verið mun lengri en læt þetta duga. Erfiðustu dæmin sem inn á borð stéttarfélaganna koma eru þegar einyrkjar halda að það sé sama hvort þeir reka sína starfsemi á eigin kennitölu eða stofna fyrirtæki um reksturinn, hf. e.h.f. eða s.f. . Stundum er mönnum svolítil vorkunn. Pabbinn eða jafnvel afinn hóf atvinnurekstur og vann hörðum höndum og allt gekk vel. Enginn lenti í slysi eða varð alvarlega veikur. Svo líða árin og einhverjir t.d. ættingjar bætast í hópinn sem vinna hjá litla fyrirtækinu. Stundum er greitt í stéttarfélag af því að það er fínt að fá styrk til að kaupa gleraugu, fyrir ræktinni og tala nú ekki um sumarbústaðina. Já og nú eru víst líka fræðslustyrkir. Svo koma allt í einu upp vandamál, einhverjir verða veikir eða lenda í slysi. Þá þarf fyrirtækið sem rekið er t.d. sem ehf. að standa skil á launum samkvæmt lögum og kjarasamningum e.t.v. í allt að sjö mánuði, áður en sjúkrasjóður stéttarfélagsins tekur við. Enginn ráðlagði fyrirtækinu að kaupa veikinda- og slysatryggingar hjá tryggingafélagi. Flestir hafa heyrt af skyldutryggingu vegna slysa en fæstir huga að tryggingu eða einhverjum ráðstöfunum vegna réttar til launa í veikindum. Því geta þessir mánuðir sem líða frá því að veikindi koma upp og þar til að stéttarfélagið tekur við verið þungir. Þar á við hið fornkveðna: Þú tryggir ekki eftirá! En ég spyr: Hver ber þá ábyrgð á ráðgjöfinni sem ekki var veitt? Höfundur er eftirlitsfulltrúi og fræðsluerindreki Stéttarfélags Vesturlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Signý Jóhannesdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á langri ævi sem starfsmaður stéttarfélags hef ég oft fengið að heyra hjá launagreiðendum að þeir séu sko að kaupa þjónustu og ráðgjöf frá bókhaldsfyrirtæki. Fullyrðingin sett fram með þjósti til að láta mig vita að hjá þeim sé nú allt á hreinu. Þetta kemur venjulega í kjölfar þess að gerðar eru athugasemdir við launagreiðslur, s.s. að launin sem greidd eru standast ekki kröfur um lágmarkskjör, vinnutímar í engu samræmi við kjarasamninga eða lög um hvíldartíma, ekki greiddar viðbótargreiðslur eins og desember og orlofsuppbætur, leiga er dregin af launum, án fyrirliggjandi samnings o.fl. og fl. þ.e. flest brotið sem hægt er að brjóta á starfsmanni. Stundum allt þetta en stundum þó bara sumt. Nú veit ég ekki hvaða samtal fer fram á skrifstofu bókhaldsþjónustna þegar atvinnurekandi kemur og semur um viðskipti. Ég myndi gjarnan vilja vera þar fluga á vegg. Við sem störfum hjá stéttarfélögunum höfum oft rætt skort á fræðslu fyrir þá sem vilja hefja atvinnurekstur. Fræðslu um réttindi og skyldur við launafólk og ríkiskassann. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að t.d. hlutir eins og lög um félagsaðild og starfskjaralögin í heild eru flókin fyrirbæri og getur verið snúið að túlka. Ég tala nú ekki um goðsögnina um félagafrelsið, réttinn til að velja sér stéttarfélag og lífeyrissjóð. Það leynast reyndar líka skúrkar í röðum stéttarfélaganna, sem ekki stunda eðlilega samskiptahætti og telja sig vera í samkeppnisrekstri. Það er efni í aðra grein. Aftur að litlu fyrirtækjunum og ráðgjöfunum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef bent launagreiðendum á að þeir þurfi að kynna sér hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Er það bara aðstoð við að reikna út laun um hver mánaðarmót, burt séð frá lögum eða kjarasamningum, eða er það ráðgjöf við að gera ráðningarsamninga í samræmi við kjarasamninga og lög. Upplýsingar um hvaða réttindi fyrirtækið þarf að standa við gagnvart starfsmönnum. Rétturinn til greiðslu launa í veikindum og vinnuslysum, tryggingar sem fyrirtækið þarf að kaupa o.s. frv.. Sé starfsmanni boðin einhver hlunnindi, hvernig standa skuli að uppgjöri á þeim gagnvart skatti. Hvaða reglur gilda um öryggismál og hvað þurfi að leggja starfsmanni til, samkvæmt reglum vinnueftirlitssins. Upptalningin gæti verið mun lengri en læt þetta duga. Erfiðustu dæmin sem inn á borð stéttarfélaganna koma eru þegar einyrkjar halda að það sé sama hvort þeir reka sína starfsemi á eigin kennitölu eða stofna fyrirtæki um reksturinn, hf. e.h.f. eða s.f. . Stundum er mönnum svolítil vorkunn. Pabbinn eða jafnvel afinn hóf atvinnurekstur og vann hörðum höndum og allt gekk vel. Enginn lenti í slysi eða varð alvarlega veikur. Svo líða árin og einhverjir t.d. ættingjar bætast í hópinn sem vinna hjá litla fyrirtækinu. Stundum er greitt í stéttarfélag af því að það er fínt að fá styrk til að kaupa gleraugu, fyrir ræktinni og tala nú ekki um sumarbústaðina. Já og nú eru víst líka fræðslustyrkir. Svo koma allt í einu upp vandamál, einhverjir verða veikir eða lenda í slysi. Þá þarf fyrirtækið sem rekið er t.d. sem ehf. að standa skil á launum samkvæmt lögum og kjarasamningum e.t.v. í allt að sjö mánuði, áður en sjúkrasjóður stéttarfélagsins tekur við. Enginn ráðlagði fyrirtækinu að kaupa veikinda- og slysatryggingar hjá tryggingafélagi. Flestir hafa heyrt af skyldutryggingu vegna slysa en fæstir huga að tryggingu eða einhverjum ráðstöfunum vegna réttar til launa í veikindum. Því geta þessir mánuðir sem líða frá því að veikindi koma upp og þar til að stéttarfélagið tekur við verið þungir. Þar á við hið fornkveðna: Þú tryggir ekki eftirá! En ég spyr: Hver ber þá ábyrgð á ráðgjöfinni sem ekki var veitt? Höfundur er eftirlitsfulltrúi og fræðsluerindreki Stéttarfélags Vesturlands.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun