Hvað er að gerast í Níger? Vaxandi spenna í Afríku í kjölfar herforingjabyltingar í landinu Gylfi Páll Hersir skrifar 22. ágúst 2023 09:00 Fyrir rétt tæpum mánuði steypti hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani, forseta Níger Mohamed Bazoum af stóli. Lífsskilyrði milljóna verkafólks og bænda hafa farið síversnandi og árásir íslamskra hryðjuverkahópa aukist. Valdaránið leiddi til vaxandi spennu milli ráðastéttar frönsku heimsvaldasinnanna sem studdu Bazoum og Rússlandsstjórnar sem hefur aukið umsvif sín á Sahel svæðinu undanfarið. Það er svæðið milli Sahara eyðimerkurinnar og gróðurlendisins í suðri og nær yfir Burkina Faso, Kamerún, Chad, Gambíu, Guineu, Mauritaníu, Malí, Níger, Nígeríu og Senegal. Ríkisstjórnir landa sem liggja að Níger hótuðu innrás í landið, með stuðningi Bandaríkjastjórnar, til þess að snúa valdaskiptunum við. Tchiani nam stjórnarskrána úr gildi og hrakti ríkisstjórnina frá völdum. Herforingjastjórn hans hyggst ákæra Bazoum fyrir landráð vegna samstarfs hans við erlendar ríkisstjórnir. Frakkar, nýlenduherrarnir fyrrverandi, eru með 1.500 manna herlið í Níger. Í Níger er verulegt magn af úrani sem gegnir lykilhlutverki í orkuframleiðslu Frakklands því rafmagn í landinu er mestanpart framleitt í kjarnorkuverkum. Auk þess flytur Frakkland út orku til Þýskalands eftir að gasútflutningur frá Rússlandi lagðist þar af í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Bandaríkin eru með tvær herstöðvar í Níger og 1.100 hermenn. Þeir þjálfuðu og unnu sem hernaðarráðgjafar fyrir sérsveitir Bouzoum fyrir valdaránið. Bandaríkin gerðu drónaárásir á Líbýu frá Níger og flugu þaðan könnunarflugi um nágrannalöndin. Ráðastéttirnar í Frakklandi og Bandaríkjunum hafa lengi reynt að koma sér fyrir í löndunum á Sahel svæðinu til þess að gæta hagsmuna sinna eigin ráðastétta. Báðar réttlæta þær veru sína þarna með því að þær séu að reyna að stöðva framrás Íslamista sem hafa tekið yfir stór landsvæði í Malí og víðar og neytt milljónir manna til þess að yfirgefa heimili sín. Árangurinn er lítill. Á síðasta ári kvað Bandaríkjastjórn Níger vera „meginstoð stöðugleika á Sahel svæðinu”. Þetta var eftir valdaránið í Malí og Burkina Faso sem leiddi til brottvísunar hersveita Frakka og opnaði nýja möguleika fyrir Rússa. Leiðtogar valdaránsins í Níger lýstu því yfir að hernaðarsamvinnu við ríkisstjórn Frakklands væri lokið. Hersveitum Frakka tókst ekki að stemma stigu við hryðjuverkahópum Íslamista frá Malí. Það jók á fjandskap almennings í báðum löndum í garð Frakka. Tchiani ákvað líka að binda enda á sameiginlegar heræfingar með Bandaríkjaher. Þúsundir mótmæltu 11. ágúst við herstöð Frakka nærri Niamey, höfuðborg Níger og hrópuðu: „Niður með Frakkland! Niður með ECOWAS!” ECOWAS er efnahagsbandalag 15 ríkja í Vestur-Afríku sem hefur hótað innrás í landið til þess að stöðva valdaránið. Bandalagið er undir forystu Nígeríu sem vinnur náið með Bandaríkjastjórn. Nýju stjórnvöldin í Níger ásamt leiðtogum valdaránsins í Burkina Faso og Malí tala eins og andheimsvaldasinnar til þess að afla sér frekari stuðnings almennings. Ríkisstjórnir Frakklands og Bandaríkjanna skrúfuðu fyrir fjárhagsaðstoð til Níger eftir valdaránið. Um helmingur innkomu ríkisins er erlend fjárhagsaðstoð. Áratugum saman hefur Níger notað CFA frankann, gjaldmiðil sem komið var á fót og er enn stýrt af Frakklandi. Fjórtán Afríkuríki treysta á CFA frankann. Þessi pólitíska óreiða leggst ofan á efnahagslega örbirgð almennings og vaxandi ógn af hálfu íslamskra afla. Flestir í landinu eru sjálfsþurftarbændur með lítið jarðnæði og þurfa jafnframt að kljást við tíða þurrka. Um 21 milljón af 25 milljónum íbúanna hafa engan aðgang að rafmagni. Einungis 13% íbúa til sveita hafa aðgang að lágmarks hreinlætisaðstöðu. Matvælaverð hefur hækkað og fæðuskortur aukist undanfarið vegna alþjóðlegrar kreppu kapítalismans. Það er áhyggjuefni fyrir ráðastéttina í Níger og einkum bandamenn hennar til langs tíma í Frakklandi og síðar Bandaríkjunum, að valdaránið hefur skerpt samkeppnina um námaauðæfi Nígers og væntanlegan stórgróða. Níger ræður yfir töluverðu magni af kolum, olíu og gulli. Kínverskir auðmenn hagnast á olíu og úrani í landinu og eru að byggja olíuleiðslur í suðausturhluta landsins. Vladimir Pútin forseti Rússlands vill auka áhrif Rússa, viðskipti og herstyrk á svæðinu með því að nýta sér vaxandi erfiðleika Frakklands og Bandaríkjanna. Spenna milli Bandaríkjanna og Rússlands hefur aukist eftir innrásina í Úkraínu og viðskiptaþvingarnir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Pútin hefur sent Wagner málaliða til að taka þátt í átökum í Afríku allt frá 2017. Þeir eru nú í Malí og Líbýu, sem liggja bæði að Níger, og einnig í Mið-Afríkulýðveldinu og Súdan. Yevgeny Prigozhin yfirmaður Wagner-sveitanna fagnaði valdaráninu og kvað það sigur í baráttu „alþýðu Níger gegn nýlenduherrunum”. Hann vonast til þess að valdaránið muni auka ítök Wagner-sveitanna á Sahel svæðinu. Pútin bauð Afríkuleiðtogum til fundar í Pétursborg skömmu eftir að hann lýsti því yfir að herinn myndi ekki lengur leyfa skipaflutning korns frá Úkraínu til Afríku. Daginn eftir valdaránið lofaði hann að senda korn frá Rússlandi og bauð jafnframt hernaðaraðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning við stríðið í Úkraínu. Prigozhin sótti fundinn og talaði við fundargesti. Utanríkisráðherra Rússlands fordæmdi hótanir leiðtoga ECOWAS um að ráðast inn í Níger. Eftir valdaránið hafa ríkisstjórnir landanna sem eru í ECOWAS sett viðskiptabann á Níger. Bannið gerir lífið mun erfiðara fyrir alþýðu manna. Fólk sem býr við landamæri Nígers og Nígeríu treystir á viðskipti með nauðþurftir yfir landamærin. Ríkisstjórn Nígeríu hefur stöðvað orkuflutning til Nígers en þaðan kom 70% af rafmagnsnotkun landsins. Þótt löndin í ECOWAS hafi ekki enn gert innrás í Níger eru herir þeirra tilbúnir. Herforingjastjórnirnar í Malí og Burkina Faso fordæma hótanir forystu ECOWAS og segjast munu koma nýrri stjórn Nígers til aðstoðar. Höfundur er áhugasamur um það sem gerist í heiminum og hefur heimsótt löndin í Austur-Afríku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Níger Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir rétt tæpum mánuði steypti hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani, forseta Níger Mohamed Bazoum af stóli. Lífsskilyrði milljóna verkafólks og bænda hafa farið síversnandi og árásir íslamskra hryðjuverkahópa aukist. Valdaránið leiddi til vaxandi spennu milli ráðastéttar frönsku heimsvaldasinnanna sem studdu Bazoum og Rússlandsstjórnar sem hefur aukið umsvif sín á Sahel svæðinu undanfarið. Það er svæðið milli Sahara eyðimerkurinnar og gróðurlendisins í suðri og nær yfir Burkina Faso, Kamerún, Chad, Gambíu, Guineu, Mauritaníu, Malí, Níger, Nígeríu og Senegal. Ríkisstjórnir landa sem liggja að Níger hótuðu innrás í landið, með stuðningi Bandaríkjastjórnar, til þess að snúa valdaskiptunum við. Tchiani nam stjórnarskrána úr gildi og hrakti ríkisstjórnina frá völdum. Herforingjastjórn hans hyggst ákæra Bazoum fyrir landráð vegna samstarfs hans við erlendar ríkisstjórnir. Frakkar, nýlenduherrarnir fyrrverandi, eru með 1.500 manna herlið í Níger. Í Níger er verulegt magn af úrani sem gegnir lykilhlutverki í orkuframleiðslu Frakklands því rafmagn í landinu er mestanpart framleitt í kjarnorkuverkum. Auk þess flytur Frakkland út orku til Þýskalands eftir að gasútflutningur frá Rússlandi lagðist þar af í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Bandaríkin eru með tvær herstöðvar í Níger og 1.100 hermenn. Þeir þjálfuðu og unnu sem hernaðarráðgjafar fyrir sérsveitir Bouzoum fyrir valdaránið. Bandaríkin gerðu drónaárásir á Líbýu frá Níger og flugu þaðan könnunarflugi um nágrannalöndin. Ráðastéttirnar í Frakklandi og Bandaríkjunum hafa lengi reynt að koma sér fyrir í löndunum á Sahel svæðinu til þess að gæta hagsmuna sinna eigin ráðastétta. Báðar réttlæta þær veru sína þarna með því að þær séu að reyna að stöðva framrás Íslamista sem hafa tekið yfir stór landsvæði í Malí og víðar og neytt milljónir manna til þess að yfirgefa heimili sín. Árangurinn er lítill. Á síðasta ári kvað Bandaríkjastjórn Níger vera „meginstoð stöðugleika á Sahel svæðinu”. Þetta var eftir valdaránið í Malí og Burkina Faso sem leiddi til brottvísunar hersveita Frakka og opnaði nýja möguleika fyrir Rússa. Leiðtogar valdaránsins í Níger lýstu því yfir að hernaðarsamvinnu við ríkisstjórn Frakklands væri lokið. Hersveitum Frakka tókst ekki að stemma stigu við hryðjuverkahópum Íslamista frá Malí. Það jók á fjandskap almennings í báðum löndum í garð Frakka. Tchiani ákvað líka að binda enda á sameiginlegar heræfingar með Bandaríkjaher. Þúsundir mótmæltu 11. ágúst við herstöð Frakka nærri Niamey, höfuðborg Níger og hrópuðu: „Niður með Frakkland! Niður með ECOWAS!” ECOWAS er efnahagsbandalag 15 ríkja í Vestur-Afríku sem hefur hótað innrás í landið til þess að stöðva valdaránið. Bandalagið er undir forystu Nígeríu sem vinnur náið með Bandaríkjastjórn. Nýju stjórnvöldin í Níger ásamt leiðtogum valdaránsins í Burkina Faso og Malí tala eins og andheimsvaldasinnar til þess að afla sér frekari stuðnings almennings. Ríkisstjórnir Frakklands og Bandaríkjanna skrúfuðu fyrir fjárhagsaðstoð til Níger eftir valdaránið. Um helmingur innkomu ríkisins er erlend fjárhagsaðstoð. Áratugum saman hefur Níger notað CFA frankann, gjaldmiðil sem komið var á fót og er enn stýrt af Frakklandi. Fjórtán Afríkuríki treysta á CFA frankann. Þessi pólitíska óreiða leggst ofan á efnahagslega örbirgð almennings og vaxandi ógn af hálfu íslamskra afla. Flestir í landinu eru sjálfsþurftarbændur með lítið jarðnæði og þurfa jafnframt að kljást við tíða þurrka. Um 21 milljón af 25 milljónum íbúanna hafa engan aðgang að rafmagni. Einungis 13% íbúa til sveita hafa aðgang að lágmarks hreinlætisaðstöðu. Matvælaverð hefur hækkað og fæðuskortur aukist undanfarið vegna alþjóðlegrar kreppu kapítalismans. Það er áhyggjuefni fyrir ráðastéttina í Níger og einkum bandamenn hennar til langs tíma í Frakklandi og síðar Bandaríkjunum, að valdaránið hefur skerpt samkeppnina um námaauðæfi Nígers og væntanlegan stórgróða. Níger ræður yfir töluverðu magni af kolum, olíu og gulli. Kínverskir auðmenn hagnast á olíu og úrani í landinu og eru að byggja olíuleiðslur í suðausturhluta landsins. Vladimir Pútin forseti Rússlands vill auka áhrif Rússa, viðskipti og herstyrk á svæðinu með því að nýta sér vaxandi erfiðleika Frakklands og Bandaríkjanna. Spenna milli Bandaríkjanna og Rússlands hefur aukist eftir innrásina í Úkraínu og viðskiptaþvingarnir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Pútin hefur sent Wagner málaliða til að taka þátt í átökum í Afríku allt frá 2017. Þeir eru nú í Malí og Líbýu, sem liggja bæði að Níger, og einnig í Mið-Afríkulýðveldinu og Súdan. Yevgeny Prigozhin yfirmaður Wagner-sveitanna fagnaði valdaráninu og kvað það sigur í baráttu „alþýðu Níger gegn nýlenduherrunum”. Hann vonast til þess að valdaránið muni auka ítök Wagner-sveitanna á Sahel svæðinu. Pútin bauð Afríkuleiðtogum til fundar í Pétursborg skömmu eftir að hann lýsti því yfir að herinn myndi ekki lengur leyfa skipaflutning korns frá Úkraínu til Afríku. Daginn eftir valdaránið lofaði hann að senda korn frá Rússlandi og bauð jafnframt hernaðaraðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning við stríðið í Úkraínu. Prigozhin sótti fundinn og talaði við fundargesti. Utanríkisráðherra Rússlands fordæmdi hótanir leiðtoga ECOWAS um að ráðast inn í Níger. Eftir valdaránið hafa ríkisstjórnir landanna sem eru í ECOWAS sett viðskiptabann á Níger. Bannið gerir lífið mun erfiðara fyrir alþýðu manna. Fólk sem býr við landamæri Nígers og Nígeríu treystir á viðskipti með nauðþurftir yfir landamærin. Ríkisstjórn Nígeríu hefur stöðvað orkuflutning til Nígers en þaðan kom 70% af rafmagnsnotkun landsins. Þótt löndin í ECOWAS hafi ekki enn gert innrás í Níger eru herir þeirra tilbúnir. Herforingjastjórnirnar í Malí og Burkina Faso fordæma hótanir forystu ECOWAS og segjast munu koma nýrri stjórn Nígers til aðstoðar. Höfundur er áhugasamur um það sem gerist í heiminum og hefur heimsótt löndin í Austur-Afríku.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar