„Af því verður maður ríkastur“ Máni Snær Þorláksson skrifar 20. ágúst 2023 09:00 Æðarbóndinn og listmálarinn eru perluvinir og eyða sumrunum saman í Loðmundarfirði. Vísir/RAX Þýskur listmálari og íslenskur æðarbóndi sem skilja ekki tungumál hvors annars láta það ekki setja stein í götu vinskaparins. Síðan þeir kynntust hefur æðarbóndinn orðið að aðalgagnrýnanda listmálarans sem lætur nú ekkert frá sér nema bóndinn sé búinn að sjá það. Afskekktur eyðifjörður á Austurlandi tengir listmálarann Bernd Koberling og bóndann Ólaf Aðalsteinsson saman. Ólafur hefur verið við æðavarp í 43 ár og síðustu 23 ár hefur hann verið í Loðmundarfirði. Koberling kynntist Loðmundarfirði fyrst á áttunda áratugi síðustu aldar. Þá kynntist hann svissneska listamanninum Dieter Roth sem sagðist ætla að fara til Íslands að ári. Roth vildi sýna Koberling fjörð sem hann hafði sjálfur dvalið í á Íslandi. „Þetta var í júní árið 1977, ég man mjög vel eftir þessu. Við tókum bátinn frá Seyðisfirði, sjórinn var eins og spegill. Við fórum inn í Loðmundarfjörð og tveir hvalir syntu samhliða bátnum okkar um tíma. Ég var þar einn eftirmiðdag, fékk mér kaffi og tók ákvörðun: Ég ætlaði að koma aftur að ári,“ segir Koberling sem stóð við orð sín og kom aftur að ári liðnu. Bernd Koberling er listmálari frá Þýskalandi og er hvað þekktastur fyrir vatnslitamyndir sínar.Vísir/RAX Raunar hefur Koberling komið aftur í fjörðinn og dvalið þar á sumrin á nánast hverju einasta ári síðan þá. „Fyrir utan tvö ár, þá komst ég ekki út af stóru verkefni.“ Listmálarinn segist ekki verða þreyttur á staðnum, þvert á móti. „Ég dýrka endurtekninguna,“ segir hann. „Á hverju ári sé ég eitthvað öðruvísi. Það er mjög áhugavert að sjá hvernig maður sjálfur breytist þegar umheimurinn helst eins á meðan.“ Þá líður honum eins og hann sé „aðeins nær alheiminum“ þegar hann er staddur í Loðmundarfirði. Koberling finnst gott að vera í eyðifirðinum, þar sé hann aðeins nær alheiminum.Vísir/RAX Kynntust betur þegar jörðin var seld Leiðir listmálarans og bóndans lágu fyrst saman á níunda áratuginum. „Það er þannig að ég sá Bernd Koperling fyrst í Loðmundarfirði 1984 en það var nú svo sem bara smá hittingur af því hann kann ekki íslensku og ég kann ekki ensku,“ segir Ólafur. Samband þeirra var slitrótt þar til árið 2007. Koberling hafði dvalið á jörð í Loðmundarfirði og haft þar aðsetur á sumrin til að stunda sína málaralist. „Svo er sú jörð seld undan honum þannig ég leyfi honum að koma niður á Sævarenda og þar er hann búinn að vera síðan 2007 á jörð sem ég er með.“ Ólafur leyfði Koberling að vera hjá sér þegar jörðin var seld undan málaranum.Vísir/RAX Ólafur segir að vinskapur þeirra tveggja hafi byrjað strax við fyrstu kynni. Hann hafi svo alltaf ágerst síðan þá og í dag eru þeir perluvinir. „Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Ólafur. Aldrei verið vesen að skilja hvor annan Þrátt fyrir að þeir tali ekki tungumál hvors annars þá hefur það ekki slæm áhrif á vinskapinn. Þeir segjast skilja hvorn annan og fara ýmsar leiðir til að koma hugsunum sínum og skoðunum áleiðis. „Það hefur aldrei verið neitt vesen að skilja hvor annan,“ segir Ólafur. Synir Koberling, sem dvöldu jafnan með honum í firðinum á sumrin þegar þeir voru yngri, veltust yfirleitt um af hlátri þegar faðir þeirra og íslenski bóndinn áttu í samskiptum. Þó þeir Koberling og Ólafur tali ekki sama tungumálið þá ná þeir vel saman.Vísir/RAX „Ég botnaði aldrei í því af hverju það var, af því þeir skildu náttúrulega ekkert hvað pabbi þeirra var að segja og ekkert hvað ég var að segja. Því ég talaði bara íslensku og hann reyndi að tala íslensku líka. Það var náttúrulega ekkert íslenska en þegar það er vinskapur þá er hægt að skilja allt.“ Koberling segir að það komi honum sjálfum á óvart hvað þeir ná að eiga í góðum samskiptum. Sjálfur noti hann sín hálf íslensku orð og Ólafur sé með sínar leiðir til að útskýra hvað honum finnst um listaverkin sem verða til á vinnustofunni í Loðmundarfirði. Situr ekki á skoðunum sínum Síðan Koberling fór að dvelja á jörð Ólafs hefur sá síðarnefndi einmitt orðið að helsta gagnrýnanda málarans. „Koberling spurði mig í upphafi, það eru mörg ár síðan, hvað mér fyndist um þessar myndir. Ég sagði bara það sem mér fannst, sumar fallegar og aðrar ljótar.“ Ólafur er óhræddur við að segja Koberling hvað honum finnst um myndirnar hans.Vísir/RAX Ólafur segir að listmálarinn hafi virt hans skoðanir á listaverkunum algjörlega. „Eins og á að gera. Það getur vel verið að einhverjum öðrum finnist hún falleg, ég er ekki nokkurn skapaðan hlut að skipta mér af því hvað öðrum finnst. Hann var bara að spyrja mig hvað mér fannst.“ Koberling fór í kjölfarið að spyrja Ólaf oftar hvað honum fannst og taka meira mark á því sem hann sagði. „Núna er það þannig hjá honum að hann lætur enga mynd frá sér nema ég sé búinn að dæma hana.“ Það fer engin mynd frá málaranum fyrr en æðarbóndinn er búinn að leggja sitt mat á hana.Vísir/RAX Með það sem ekki er hægt að læra Það er óhætt að segja að Ólafur sé ekki reynslumikill þegar kemur að málaralistinni. „Nei ég kann ekki einu sinni að halda á blýanti,“ segir hann um hæfileika sína þar. Það breytir því þó ekki að Koberling kann virkilega að meta það sem honum finnst um verkin. „Það getur verið kostur að hafa ekki farið í listaskóla og lært fullt af hlutum sem eru kannski ekki endilega réttir,“ segir Koberling. Koberling ber mikla virðingu fyrir Ólafi og hrósar hæfileikum hans í hástert.Vísir/RAX Listmálarinn hækkar svo örlítið róminn og talar með gífurlegri ástríðu um hvað Ólafur sé með mikla meðfædda hæfileika. „Hann er með mikla og raunverulega sjónræna greind og ég sá það frá upphafi,“ segir hann og minnist þess þegar hann uppgötvaði hæfileika Ólafs. „Ég var að mála uppi í hrauninu og hann var á leiðinni í Borgarfjörð þegar hann keyrði framhjá mér með eiginkonu sinni, Jóhönnu. Hann kom til mín því hann vildi sjá hvað ég var að gera, var með kaffi og köku með sér.“ Koberling sýndi Ólafi þá það sem hann var að vinna að og segir að bóndinn hafi skilið það á stundinni. „Þetta er mjög einfalt, sumt fólk er með þetta og annað fólk er ekki með þetta. Þau sem eru ekki með þetta þau munu aldrei fatta þetta, jafnvel þó þau eyði hundrað árum í að læra.“ Koberling segir að Ólafur sé með meðfæddar gáfur sem erfitt sé að læra.Vísir/RAX Sjaldgæft samband Þegar rætt er við listmálarann og æðabóndann er ljóst að það ríkir mikil gagnkvæm virðing á milli þeirra og vinátta þeirra er mikil. Ólafur segir að vinskapurinn sé svo traustur að hann eigi eftir að enda ævina út. „Ég get ekki ímyndað mér annað.“ Koberling er á sömu blaðsíðu og segir að það sé sjaldgæft að fólk myndi sambönd í líkingu við það sem þeir Ólafur eiga. „Það gerist ekki oft í lífinu.“ Samband í líkingu við það sem Ólafur og Koberling eiga er sjaldgæft að sögn þess síðarnefnda.Vísir/RAX Hann minnist þess að eitt árið hafi Ólafur sagt við sig hversu hamingjusamur hann væri að það væri einhver með honum í firðinum á sumrin að gera fallegar myndir. „Það gerði mig virkilega hamingjusaman.“ Ólafur segir að síðan hann hóf að vera við æðavarp í Loðmundarfirði hafi hann eignast marga góða vini sem koma í heimsókn til hans þangað. „Mér finnst það vera mælikvarði á vináttu að leggja á sig að koma í eyðifjörð til að hitta vini sína,“ segir Ólafur sem bætir því við að það séu mikil verðmæti í vinskap. „Af því verður maður ríkastur.“ Það gerði Koberling hamingjusaman að heyra hversu ánægður Ólafur var með veru hans í firðinum á sumrin.Vísir/RAX Myndlist Fjarðabyggð Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Afskekktur eyðifjörður á Austurlandi tengir listmálarann Bernd Koberling og bóndann Ólaf Aðalsteinsson saman. Ólafur hefur verið við æðavarp í 43 ár og síðustu 23 ár hefur hann verið í Loðmundarfirði. Koberling kynntist Loðmundarfirði fyrst á áttunda áratugi síðustu aldar. Þá kynntist hann svissneska listamanninum Dieter Roth sem sagðist ætla að fara til Íslands að ári. Roth vildi sýna Koberling fjörð sem hann hafði sjálfur dvalið í á Íslandi. „Þetta var í júní árið 1977, ég man mjög vel eftir þessu. Við tókum bátinn frá Seyðisfirði, sjórinn var eins og spegill. Við fórum inn í Loðmundarfjörð og tveir hvalir syntu samhliða bátnum okkar um tíma. Ég var þar einn eftirmiðdag, fékk mér kaffi og tók ákvörðun: Ég ætlaði að koma aftur að ári,“ segir Koberling sem stóð við orð sín og kom aftur að ári liðnu. Bernd Koberling er listmálari frá Þýskalandi og er hvað þekktastur fyrir vatnslitamyndir sínar.Vísir/RAX Raunar hefur Koberling komið aftur í fjörðinn og dvalið þar á sumrin á nánast hverju einasta ári síðan þá. „Fyrir utan tvö ár, þá komst ég ekki út af stóru verkefni.“ Listmálarinn segist ekki verða þreyttur á staðnum, þvert á móti. „Ég dýrka endurtekninguna,“ segir hann. „Á hverju ári sé ég eitthvað öðruvísi. Það er mjög áhugavert að sjá hvernig maður sjálfur breytist þegar umheimurinn helst eins á meðan.“ Þá líður honum eins og hann sé „aðeins nær alheiminum“ þegar hann er staddur í Loðmundarfirði. Koberling finnst gott að vera í eyðifirðinum, þar sé hann aðeins nær alheiminum.Vísir/RAX Kynntust betur þegar jörðin var seld Leiðir listmálarans og bóndans lágu fyrst saman á níunda áratuginum. „Það er þannig að ég sá Bernd Koperling fyrst í Loðmundarfirði 1984 en það var nú svo sem bara smá hittingur af því hann kann ekki íslensku og ég kann ekki ensku,“ segir Ólafur. Samband þeirra var slitrótt þar til árið 2007. Koberling hafði dvalið á jörð í Loðmundarfirði og haft þar aðsetur á sumrin til að stunda sína málaralist. „Svo er sú jörð seld undan honum þannig ég leyfi honum að koma niður á Sævarenda og þar er hann búinn að vera síðan 2007 á jörð sem ég er með.“ Ólafur leyfði Koberling að vera hjá sér þegar jörðin var seld undan málaranum.Vísir/RAX Ólafur segir að vinskapur þeirra tveggja hafi byrjað strax við fyrstu kynni. Hann hafi svo alltaf ágerst síðan þá og í dag eru þeir perluvinir. „Það er ekki hægt að segja annað,“ segir Ólafur. Aldrei verið vesen að skilja hvor annan Þrátt fyrir að þeir tali ekki tungumál hvors annars þá hefur það ekki slæm áhrif á vinskapinn. Þeir segjast skilja hvorn annan og fara ýmsar leiðir til að koma hugsunum sínum og skoðunum áleiðis. „Það hefur aldrei verið neitt vesen að skilja hvor annan,“ segir Ólafur. Synir Koberling, sem dvöldu jafnan með honum í firðinum á sumrin þegar þeir voru yngri, veltust yfirleitt um af hlátri þegar faðir þeirra og íslenski bóndinn áttu í samskiptum. Þó þeir Koberling og Ólafur tali ekki sama tungumálið þá ná þeir vel saman.Vísir/RAX „Ég botnaði aldrei í því af hverju það var, af því þeir skildu náttúrulega ekkert hvað pabbi þeirra var að segja og ekkert hvað ég var að segja. Því ég talaði bara íslensku og hann reyndi að tala íslensku líka. Það var náttúrulega ekkert íslenska en þegar það er vinskapur þá er hægt að skilja allt.“ Koberling segir að það komi honum sjálfum á óvart hvað þeir ná að eiga í góðum samskiptum. Sjálfur noti hann sín hálf íslensku orð og Ólafur sé með sínar leiðir til að útskýra hvað honum finnst um listaverkin sem verða til á vinnustofunni í Loðmundarfirði. Situr ekki á skoðunum sínum Síðan Koberling fór að dvelja á jörð Ólafs hefur sá síðarnefndi einmitt orðið að helsta gagnrýnanda málarans. „Koberling spurði mig í upphafi, það eru mörg ár síðan, hvað mér fyndist um þessar myndir. Ég sagði bara það sem mér fannst, sumar fallegar og aðrar ljótar.“ Ólafur er óhræddur við að segja Koberling hvað honum finnst um myndirnar hans.Vísir/RAX Ólafur segir að listmálarinn hafi virt hans skoðanir á listaverkunum algjörlega. „Eins og á að gera. Það getur vel verið að einhverjum öðrum finnist hún falleg, ég er ekki nokkurn skapaðan hlut að skipta mér af því hvað öðrum finnst. Hann var bara að spyrja mig hvað mér fannst.“ Koberling fór í kjölfarið að spyrja Ólaf oftar hvað honum fannst og taka meira mark á því sem hann sagði. „Núna er það þannig hjá honum að hann lætur enga mynd frá sér nema ég sé búinn að dæma hana.“ Það fer engin mynd frá málaranum fyrr en æðarbóndinn er búinn að leggja sitt mat á hana.Vísir/RAX Með það sem ekki er hægt að læra Það er óhætt að segja að Ólafur sé ekki reynslumikill þegar kemur að málaralistinni. „Nei ég kann ekki einu sinni að halda á blýanti,“ segir hann um hæfileika sína þar. Það breytir því þó ekki að Koberling kann virkilega að meta það sem honum finnst um verkin. „Það getur verið kostur að hafa ekki farið í listaskóla og lært fullt af hlutum sem eru kannski ekki endilega réttir,“ segir Koberling. Koberling ber mikla virðingu fyrir Ólafi og hrósar hæfileikum hans í hástert.Vísir/RAX Listmálarinn hækkar svo örlítið róminn og talar með gífurlegri ástríðu um hvað Ólafur sé með mikla meðfædda hæfileika. „Hann er með mikla og raunverulega sjónræna greind og ég sá það frá upphafi,“ segir hann og minnist þess þegar hann uppgötvaði hæfileika Ólafs. „Ég var að mála uppi í hrauninu og hann var á leiðinni í Borgarfjörð þegar hann keyrði framhjá mér með eiginkonu sinni, Jóhönnu. Hann kom til mín því hann vildi sjá hvað ég var að gera, var með kaffi og köku með sér.“ Koberling sýndi Ólafi þá það sem hann var að vinna að og segir að bóndinn hafi skilið það á stundinni. „Þetta er mjög einfalt, sumt fólk er með þetta og annað fólk er ekki með þetta. Þau sem eru ekki með þetta þau munu aldrei fatta þetta, jafnvel þó þau eyði hundrað árum í að læra.“ Koberling segir að Ólafur sé með meðfæddar gáfur sem erfitt sé að læra.Vísir/RAX Sjaldgæft samband Þegar rætt er við listmálarann og æðabóndann er ljóst að það ríkir mikil gagnkvæm virðing á milli þeirra og vinátta þeirra er mikil. Ólafur segir að vinskapurinn sé svo traustur að hann eigi eftir að enda ævina út. „Ég get ekki ímyndað mér annað.“ Koberling er á sömu blaðsíðu og segir að það sé sjaldgæft að fólk myndi sambönd í líkingu við það sem þeir Ólafur eiga. „Það gerist ekki oft í lífinu.“ Samband í líkingu við það sem Ólafur og Koberling eiga er sjaldgæft að sögn þess síðarnefnda.Vísir/RAX Hann minnist þess að eitt árið hafi Ólafur sagt við sig hversu hamingjusamur hann væri að það væri einhver með honum í firðinum á sumrin að gera fallegar myndir. „Það gerði mig virkilega hamingjusaman.“ Ólafur segir að síðan hann hóf að vera við æðavarp í Loðmundarfirði hafi hann eignast marga góða vini sem koma í heimsókn til hans þangað. „Mér finnst það vera mælikvarði á vináttu að leggja á sig að koma í eyðifjörð til að hitta vini sína,“ segir Ólafur sem bætir því við að það séu mikil verðmæti í vinskap. „Af því verður maður ríkastur.“ Það gerði Koberling hamingjusaman að heyra hversu ánægður Ólafur var með veru hans í firðinum á sumrin.Vísir/RAX
Myndlist Fjarðabyggð Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið