Menntafléttan - aðgengileg starfsþróun fyrir kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 13:31 Í næstu viku hefst kennsla í flestum grunn- og framhaldsskólum, og í leikskólum hafa elstu börnin verið kvödd og nýir leikskólanemar stíga sín fyrstu skref í fjölbreyttu skólastarfi. Fátt er mikilvægara en sá grunnur sem lagður er að menntun og farsæld barna og ungmenna í skólum landsins, og á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Árið 2019 ákvað Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, að fjárfesta í fagþróun kennara og fagfólks í menntakerfinu. Hún setti á laggirnar Menntafléttuna, opna og aðgengilega starfsþróun á landsvísu, í samvinnu við Kennarasamband Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Menntafléttan er nú að hefja sitt þriðja starfsár, og stendur kennurum og fagfólki úr skóla- og frístundastarfi til boða að taka þátt í opnum og aðgengilegum vefnámskeiðum, víkka út tengslanet sitt og nýta menntarannsóknir og jafningjastuðning til að efla eigið starf. Starfsþróun byggð á rannsóknum Námskeið Menntafléttunnar fylgja hugmyndafræði leiðtoganáms og þróun námssamfélags og taka mið af rannsóknum á því hvernig starfsþróun getur best stutt við kennara í starfi. Hugmyndafræði leiðtoganáms gengur í stuttu máli út á það að þátttakendur á námskeiðunum, kallaðir leiðtogar, vinna með viðfangsefni námskeiðanna í námssamfélagi í eigin skóla, með samkennurum eða samstarfsfólki. Hvert námskeið er búið til í samvinnu fræðafólks og fagfólks og byggir á nýjustu þekkingu á viðfangsefninu. Námsefnið er allt aðgengilegt á neti, m.a. stuttar greinar og myndbönd, en áhersla er á gagnvirk samtöl milli sérfræðinga og þátttakenda. Hagnýt netnámskeið óháð staðsetningu Á hverju Menntafléttunámskeiði er lögð áhersla á að flétta viðfangsefnið saman við daglegt starf þátttakenda. Raunar er lagt upp með að þátttakendur velji námskeið sem tengist því sem er í deiglunni í viðkomandi skóla eða menntastofnun. Á námskeiðunum eru kynnt til sögunnar verkfæri og kveikjur sem tengjast því að styðja við þróun námssamfélags og verkfæri tengd viðfangsefni námskeiðsins. Námskeiðin ná yfir skólaárið og byggja yfirleitt á fjórum til sex lotum, sem alla jafna fara fram á neti og henta því landsbyggð einkar vel. Námssamfélag og efling menntunarEinn af rauðu þráðum Menntafléttunnar er að styðja við námssamfélög, bæði innan hvers námskeiðs en ekki síður á vinnustöðum þátttakenda. Gert er ráð fyrir að leiðtoginn nýti efnivið námskeiðs inn í þverfaglegt samstarf á sínum vinnustað og leiði þannig fag- og skólaþróun. Á námskeiðum Menntafléttu verður einnig til vettvangur til samtals milli leiðtoga þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Eitt af höfuðmarkmiðum Menntafléttu er efling menntunar og að valdefla kennara, skólastjórnendur og fagfólk um allt land í þágu náms og þroska nemenda.Skráning stendur yfir – taktu þátt!Opnuð hefur verið ný vefsíða, menntaflettan.is. Á henni má finna yfirlit yfir öll námskeið, bæði ný námskeið en einnig vinsæl námskeið sem eru aftur í boði. Meðal annars er fjallað um: fjölbreytileika og farsæld í skólastarfi – fjölmenning og fjöltyngi – talna- og aðgerðaskilning- bókmenntir, samþættingu og skapandi skil – kennarann sem rannsakanda – og margt fleira. Nýjung er hin svokallaða Opna Menntaflétta sem hefst í september, en það eru námskeið sem fagfólk getur tekið sjálft og með samstarfsfólki, á eigin hraða og forsendum hvers skóla. Vonandi er Menntafléttan komin til að vera, en fjármögnun tryggir starfsemi út komandi skólaár. Ég hvet því skólastjórnendur, kennara og fagfólk á sviði menntunar til að kynna sér framboðið og nýta námskeið Menntafléttunnar á því skólaári sem nú er að hefjast.Höfundur er formaður stýrihóps Menntafléttu og forseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku hefst kennsla í flestum grunn- og framhaldsskólum, og í leikskólum hafa elstu börnin verið kvödd og nýir leikskólanemar stíga sín fyrstu skref í fjölbreyttu skólastarfi. Fátt er mikilvægara en sá grunnur sem lagður er að menntun og farsæld barna og ungmenna í skólum landsins, og á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Árið 2019 ákvað Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, að fjárfesta í fagþróun kennara og fagfólks í menntakerfinu. Hún setti á laggirnar Menntafléttuna, opna og aðgengilega starfsþróun á landsvísu, í samvinnu við Kennarasamband Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Menntafléttan er nú að hefja sitt þriðja starfsár, og stendur kennurum og fagfólki úr skóla- og frístundastarfi til boða að taka þátt í opnum og aðgengilegum vefnámskeiðum, víkka út tengslanet sitt og nýta menntarannsóknir og jafningjastuðning til að efla eigið starf. Starfsþróun byggð á rannsóknum Námskeið Menntafléttunnar fylgja hugmyndafræði leiðtoganáms og þróun námssamfélags og taka mið af rannsóknum á því hvernig starfsþróun getur best stutt við kennara í starfi. Hugmyndafræði leiðtoganáms gengur í stuttu máli út á það að þátttakendur á námskeiðunum, kallaðir leiðtogar, vinna með viðfangsefni námskeiðanna í námssamfélagi í eigin skóla, með samkennurum eða samstarfsfólki. Hvert námskeið er búið til í samvinnu fræðafólks og fagfólks og byggir á nýjustu þekkingu á viðfangsefninu. Námsefnið er allt aðgengilegt á neti, m.a. stuttar greinar og myndbönd, en áhersla er á gagnvirk samtöl milli sérfræðinga og þátttakenda. Hagnýt netnámskeið óháð staðsetningu Á hverju Menntafléttunámskeiði er lögð áhersla á að flétta viðfangsefnið saman við daglegt starf þátttakenda. Raunar er lagt upp með að þátttakendur velji námskeið sem tengist því sem er í deiglunni í viðkomandi skóla eða menntastofnun. Á námskeiðunum eru kynnt til sögunnar verkfæri og kveikjur sem tengjast því að styðja við þróun námssamfélags og verkfæri tengd viðfangsefni námskeiðsins. Námskeiðin ná yfir skólaárið og byggja yfirleitt á fjórum til sex lotum, sem alla jafna fara fram á neti og henta því landsbyggð einkar vel. Námssamfélag og efling menntunarEinn af rauðu þráðum Menntafléttunnar er að styðja við námssamfélög, bæði innan hvers námskeiðs en ekki síður á vinnustöðum þátttakenda. Gert er ráð fyrir að leiðtoginn nýti efnivið námskeiðs inn í þverfaglegt samstarf á sínum vinnustað og leiði þannig fag- og skólaþróun. Á námskeiðum Menntafléttu verður einnig til vettvangur til samtals milli leiðtoga þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Eitt af höfuðmarkmiðum Menntafléttu er efling menntunar og að valdefla kennara, skólastjórnendur og fagfólk um allt land í þágu náms og þroska nemenda.Skráning stendur yfir – taktu þátt!Opnuð hefur verið ný vefsíða, menntaflettan.is. Á henni má finna yfirlit yfir öll námskeið, bæði ný námskeið en einnig vinsæl námskeið sem eru aftur í boði. Meðal annars er fjallað um: fjölbreytileika og farsæld í skólastarfi – fjölmenning og fjöltyngi – talna- og aðgerðaskilning- bókmenntir, samþættingu og skapandi skil – kennarann sem rannsakanda – og margt fleira. Nýjung er hin svokallaða Opna Menntaflétta sem hefst í september, en það eru námskeið sem fagfólk getur tekið sjálft og með samstarfsfólki, á eigin hraða og forsendum hvers skóla. Vonandi er Menntafléttan komin til að vera, en fjármögnun tryggir starfsemi út komandi skólaár. Ég hvet því skólastjórnendur, kennara og fagfólk á sviði menntunar til að kynna sér framboðið og nýta námskeið Menntafléttunnar á því skólaári sem nú er að hefjast.Höfundur er formaður stýrihóps Menntafléttu og forseti Menntavísindasviðs.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar