Frelsi til að vera Ingvar P. Guðbjörnsson skrifar 11. ágúst 2023 17:01 Fljótlega eftir að ég kom út úr skápnum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan fékk ég stundum spurningar þess eðlis hvernig ég gæti verið hinsegin og hægri maður. Þá upplifði ég að einhverjum aðilum finndist þetta ekki fara saman en fékk aldrei neinn botn í ástæður þess enda aldrei í vandræðum með svörin. Í mínum huga voru þeir sem þessar spurningar settu frem ekki nægilega vel upplýstir – ekki frekar en allt of margir almennt í gegnum áranna rás hafa ekki verið nægilega vel upplýstir þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Sem betur fer hefur allt þetta breyst og nokkuð hratt. Nú eru þeir sem hafa fordóma í miklu minnihluta. Ég er umburðarlindur í eðli mínu og kaus því alltaf að svara málefnalega og gefa fólki þann tíma sem það þurfti til að sjá samhengi hlutanna. Að hjóla ekki í manninn – heldur frekar að útskýra og reyna mitt til að fólk væri betur upplýst. Staðreyndin er sú að hinsegin fólk er allskonar þegar kemur að pólitískri sýn. Rétt eins og gagnkynhneigt fólk er allskonar. Og við eigum öll rétt á að vera allskonar. Ég hóf ungur þátttöku í stjórnmálum og hef alltaf verið mikill talsmaður frelsis. Var það áður en ég áttaði mig á því að ég væri samkynhneigður. Mín pólitíska mótun átti sér því stað löngu áður en ég kom út úr skápnum og það skemmtilega var að þegar það svo loks gerðist áttaði ég mig á því að þau mál sem ég hafði verið að berjast fyrir í minni pólitík studdu öll sérstaklega vel við þá baráttu sem hinsegin fólk hefur háð í rúmlega fjóra áratugi. Þar er einstaklingsfrelsið kjarninn. Enginn flokkur hefur í raun barist jafn mikið fyrir einstaklingsfrelsinu og sá flokkur sem ég hef stutt alla mína tíð. Ég er stoltur af því og stoltur af sögu flokksins þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Það er þó ekki þar með sagt að öll sagan sé enn skrifuð. Í dag eru a.m.k. tveir sveitarstjórnarmenn flokksins hinsegin. Flokkurinn hefur átt hinsegin aðstoðarmann ráðherra, hluti af starfsliði flokksins er og hefur verið hinsegin. Hinsegin fólk hefur valist í allskonar trúnaðarstörf innan flokksins. Það er ekki spurt að kynhneigð þegar fólk gefur kost á sér til starfa. Ég trúi því að einn daginn muni ég upplifa að flokkurinn eigi hinsegin þingmann, hinsegin ráðherra og að hinsegin einstaklingur veljist til æðstu forystustarfa í flokknum. Ég geri það þó ekki sem kröfu – enda snýst mín pólitík um að velja hverju sinni hæfustu einstaklingana til starfa og þar ræður kynhnegð ekki för. Ég bara veit að það eru engar slíkar hindranir og að þegar réttu einstaklingarnir ákveða að gefa kost á sér muni þeir njóta stuðnings út frá hæfileikum þeirra og skoðunum. Rétt eins og þeir hafa gert hingað til. Enda hvers vegna ætti hinsegin fólk ekki að geta valist til slíkra starfa í Sjálfstæðisflokknum þegar sagan er skoðuð? Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrsta kvenþingmanninn, fyrsta kvenráðherrann, fyrsta kvenborgarstjórann. Konur í sveitarstjórnum á vegum Sjálfstæðisflokksins í dag eru fleiri samanlagt en heildar fjöldi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum nokkurs annars stjórnmálaflokks. Fleiri konur skipa ráðherraembætti flokksins í dag en karlar. Jafnrétti og frelsi eru ein af aðalgildum flokksins. Þessi orð eru ekki sett á blað til að kasta rýrð á aðra stjórnmálaflokka og ég geri ekki lítið úr framlagi þeirra til baráttu hinsegin fólks. En það hefur blundað í mér í að verða tvo áratugi afhverju sumt fólk sér ekki fara saman að hinsegin fólk taki fullan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og hvenær er betri tími til að vekja athygli á þessum málum en akkúrat í þeirri viku ársins þegar landsmenn fagna frelsinu, fagna fjölbreytileikanum, fagna umburðarlyndinu og mannkærleikanum? Ef allir stjórnmálaflokkar legðu jafnt í orði og á borði til frelsisbaráttunnar í landinu yrði Ísland ekki bara besta land í heimi – heldur langbesta land í heimi. Þar sem við lítum svo á að með því að gefa öllum færi á að blómstra í eigin skinni, að njóta hæfileika sinna og fulls einstaklings- og athafnafrelsis sköpum við besta samfélag sem völ er á og fáum það besta út úr hverjum og einum sem framlag til þess samfélags. Við höfum sýnt marg oft að við getum allt ef við tökum réttar ákvarðanir og rétt skref. Ef við stöndum saman. Barátta hinsegin fólks er ekki bara spurningin um að leyfa fólki eitthvað sem það á að hafa fullan rétt á með því einu að hafa fæðst og að vera til. Baráttan hefur ekki síður snúist um sýnileikann – að þora að vera. En á Íslandi á enginn að þurfa að þora að vera. Þar liggur lausnin í frelsinu. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fljótlega eftir að ég kom út úr skápnum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan fékk ég stundum spurningar þess eðlis hvernig ég gæti verið hinsegin og hægri maður. Þá upplifði ég að einhverjum aðilum finndist þetta ekki fara saman en fékk aldrei neinn botn í ástæður þess enda aldrei í vandræðum með svörin. Í mínum huga voru þeir sem þessar spurningar settu frem ekki nægilega vel upplýstir – ekki frekar en allt of margir almennt í gegnum áranna rás hafa ekki verið nægilega vel upplýstir þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Sem betur fer hefur allt þetta breyst og nokkuð hratt. Nú eru þeir sem hafa fordóma í miklu minnihluta. Ég er umburðarlindur í eðli mínu og kaus því alltaf að svara málefnalega og gefa fólki þann tíma sem það þurfti til að sjá samhengi hlutanna. Að hjóla ekki í manninn – heldur frekar að útskýra og reyna mitt til að fólk væri betur upplýst. Staðreyndin er sú að hinsegin fólk er allskonar þegar kemur að pólitískri sýn. Rétt eins og gagnkynhneigt fólk er allskonar. Og við eigum öll rétt á að vera allskonar. Ég hóf ungur þátttöku í stjórnmálum og hef alltaf verið mikill talsmaður frelsis. Var það áður en ég áttaði mig á því að ég væri samkynhneigður. Mín pólitíska mótun átti sér því stað löngu áður en ég kom út úr skápnum og það skemmtilega var að þegar það svo loks gerðist áttaði ég mig á því að þau mál sem ég hafði verið að berjast fyrir í minni pólitík studdu öll sérstaklega vel við þá baráttu sem hinsegin fólk hefur háð í rúmlega fjóra áratugi. Þar er einstaklingsfrelsið kjarninn. Enginn flokkur hefur í raun barist jafn mikið fyrir einstaklingsfrelsinu og sá flokkur sem ég hef stutt alla mína tíð. Ég er stoltur af því og stoltur af sögu flokksins þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Það er þó ekki þar með sagt að öll sagan sé enn skrifuð. Í dag eru a.m.k. tveir sveitarstjórnarmenn flokksins hinsegin. Flokkurinn hefur átt hinsegin aðstoðarmann ráðherra, hluti af starfsliði flokksins er og hefur verið hinsegin. Hinsegin fólk hefur valist í allskonar trúnaðarstörf innan flokksins. Það er ekki spurt að kynhneigð þegar fólk gefur kost á sér til starfa. Ég trúi því að einn daginn muni ég upplifa að flokkurinn eigi hinsegin þingmann, hinsegin ráðherra og að hinsegin einstaklingur veljist til æðstu forystustarfa í flokknum. Ég geri það þó ekki sem kröfu – enda snýst mín pólitík um að velja hverju sinni hæfustu einstaklingana til starfa og þar ræður kynhnegð ekki för. Ég bara veit að það eru engar slíkar hindranir og að þegar réttu einstaklingarnir ákveða að gefa kost á sér muni þeir njóta stuðnings út frá hæfileikum þeirra og skoðunum. Rétt eins og þeir hafa gert hingað til. Enda hvers vegna ætti hinsegin fólk ekki að geta valist til slíkra starfa í Sjálfstæðisflokknum þegar sagan er skoðuð? Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrsta kvenþingmanninn, fyrsta kvenráðherrann, fyrsta kvenborgarstjórann. Konur í sveitarstjórnum á vegum Sjálfstæðisflokksins í dag eru fleiri samanlagt en heildar fjöldi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum nokkurs annars stjórnmálaflokks. Fleiri konur skipa ráðherraembætti flokksins í dag en karlar. Jafnrétti og frelsi eru ein af aðalgildum flokksins. Þessi orð eru ekki sett á blað til að kasta rýrð á aðra stjórnmálaflokka og ég geri ekki lítið úr framlagi þeirra til baráttu hinsegin fólks. En það hefur blundað í mér í að verða tvo áratugi afhverju sumt fólk sér ekki fara saman að hinsegin fólk taki fullan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og hvenær er betri tími til að vekja athygli á þessum málum en akkúrat í þeirri viku ársins þegar landsmenn fagna frelsinu, fagna fjölbreytileikanum, fagna umburðarlyndinu og mannkærleikanum? Ef allir stjórnmálaflokkar legðu jafnt í orði og á borði til frelsisbaráttunnar í landinu yrði Ísland ekki bara besta land í heimi – heldur langbesta land í heimi. Þar sem við lítum svo á að með því að gefa öllum færi á að blómstra í eigin skinni, að njóta hæfileika sinna og fulls einstaklings- og athafnafrelsis sköpum við besta samfélag sem völ er á og fáum það besta út úr hverjum og einum sem framlag til þess samfélags. Við höfum sýnt marg oft að við getum allt ef við tökum réttar ákvarðanir og rétt skref. Ef við stöndum saman. Barátta hinsegin fólks er ekki bara spurningin um að leyfa fólki eitthvað sem það á að hafa fullan rétt á með því einu að hafa fæðst og að vera til. Baráttan hefur ekki síður snúist um sýnileikann – að þora að vera. En á Íslandi á enginn að þurfa að þora að vera. Þar liggur lausnin í frelsinu. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar