Frelsi og umburðarlyndi Friðjón Friðjónsson skrifar 11. ágúst 2023 10:30 Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra. Borgarfulltrúarnir munu með þátttöku í göngunni, hvar sem þeir eru í flokki, taka undir þær áherslur sem borgin setur um að sýna samstöðu og stuðning við trans fólk og hinsegin fræðslu í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Fyrir okkur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fellur slíkur stuðningur sérstaklega vel að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðasta vetur þar sem við tókum fram að við viljum áfram vera í fararbroddi þeirra sem vilja tryggja mannréttindi og auka réttindi hinsegin fólks. Við tókum líka fram að þarft sé að stíga áfram skref sem tryggja jöfn réttindi og jafna stöðu hinsegin fólks. Stjórnvöld þurfi að móta sér heildstæða stefnu í málefnum hinsegin fólks, í samstarfi við samtök þeirra og sérstaklega verði skoðað að styrkja stöðu hinsegin fjölskyldna, einkum með tilliti til ættleiðinga, skráningar og sjálfkrafa viðurkenningar samkynja foreldra og að setja þurfi skýra stefnu um hinsegin fólk í leit að alþjóðlegri vernd. Þá ályktaði landsfundur að Ísland sé, og eigi ávallt að vera, í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Að lokum var samþykkt á einum fjölmennasta landsfundi síðari ára, að fólki eigi að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild. Fólki á að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild er setning sem fellur sérstaklega vel að grunngildum Sjálfstæðisflokksins, sem eru frelsi og trú á einstaklinginn. Það eru 94 ár síðan Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður og þessi grunngildi hafa ávallt verið hluti af stefnu okkar. Nokkuð sem okkur öllum sem gegna trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokksinn er vert að muna og við eigum líka að nota tækifærið og minna fólk á, sama hvar það stendur, á hvaða grunni við stöndum. Sjálfstæðisstefnan er umburðarlynd og bjartsýn fyrir þjóðina og við í Sjálfstæðisflokknum stöndum með öllum einstaklingum óháð skoðunum, óháð trú og óháð kynhneigð. Fyrir mér er frelsið grunnstef allra mannréttinda og á að vera mælikvarði allra athafna okkar sem gegna opinberum hlutverkum. Það á við í smáu sem stóru. Það er holur hljómur í orðum þeirra sem segjast styðja mannréttindi og frelsi en bæta svo alltaf við að nú sé ekki rétti tíminn, að aðstæður hér á landi séu sérstakar eða hlutirnir hafi nú bara alltaf verið svona og óþarfi sé að breyta. Réttindabarátta hinsegin fólks er frelsisbarátta, hún snýst um frelsi til að elska og frelsi til að vera. Þess vegna er það stefna Sjálfstæðisflokksins að styðja við hinsegin fólk, nú og til framtíðar. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sjálfstæðisflokkurinn Friðjón Friðjónsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra. Borgarfulltrúarnir munu með þátttöku í göngunni, hvar sem þeir eru í flokki, taka undir þær áherslur sem borgin setur um að sýna samstöðu og stuðning við trans fólk og hinsegin fræðslu í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Fyrir okkur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fellur slíkur stuðningur sérstaklega vel að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðasta vetur þar sem við tókum fram að við viljum áfram vera í fararbroddi þeirra sem vilja tryggja mannréttindi og auka réttindi hinsegin fólks. Við tókum líka fram að þarft sé að stíga áfram skref sem tryggja jöfn réttindi og jafna stöðu hinsegin fólks. Stjórnvöld þurfi að móta sér heildstæða stefnu í málefnum hinsegin fólks, í samstarfi við samtök þeirra og sérstaklega verði skoðað að styrkja stöðu hinsegin fjölskyldna, einkum með tilliti til ættleiðinga, skráningar og sjálfkrafa viðurkenningar samkynja foreldra og að setja þurfi skýra stefnu um hinsegin fólk í leit að alþjóðlegri vernd. Þá ályktaði landsfundur að Ísland sé, og eigi ávallt að vera, í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Að lokum var samþykkt á einum fjölmennasta landsfundi síðari ára, að fólki eigi að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild. Fólki á að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild er setning sem fellur sérstaklega vel að grunngildum Sjálfstæðisflokksins, sem eru frelsi og trú á einstaklinginn. Það eru 94 ár síðan Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður og þessi grunngildi hafa ávallt verið hluti af stefnu okkar. Nokkuð sem okkur öllum sem gegna trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokksinn er vert að muna og við eigum líka að nota tækifærið og minna fólk á, sama hvar það stendur, á hvaða grunni við stöndum. Sjálfstæðisstefnan er umburðarlynd og bjartsýn fyrir þjóðina og við í Sjálfstæðisflokknum stöndum með öllum einstaklingum óháð skoðunum, óháð trú og óháð kynhneigð. Fyrir mér er frelsið grunnstef allra mannréttinda og á að vera mælikvarði allra athafna okkar sem gegna opinberum hlutverkum. Það á við í smáu sem stóru. Það er holur hljómur í orðum þeirra sem segjast styðja mannréttindi og frelsi en bæta svo alltaf við að nú sé ekki rétti tíminn, að aðstæður hér á landi séu sérstakar eða hlutirnir hafi nú bara alltaf verið svona og óþarfi sé að breyta. Réttindabarátta hinsegin fólks er frelsisbarátta, hún snýst um frelsi til að elska og frelsi til að vera. Þess vegna er það stefna Sjálfstæðisflokksins að styðja við hinsegin fólk, nú og til framtíðar. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar