Uppskeran Ragnar Erling Hermannsson skrifar 1. ágúst 2023 20:00 Þessi pistill er tileinkaður minningu Sinéad O´Connor og hugrekki hennar að segja sannleikann. Öll sjáum við árangur í mismunandi ljósi. Það sem þú kallar velgengni gæti litið allt öðruvísi út fyrir mig. Oftar en ekki minnist fólk á að það sem virkar fyrir mig sé ekki endilega það sem muni hjálpa öllum. Hér erum við komin á stað þar sem nauðsynlegt er að skilgreina skilning þessa viðfangsefnis. Það er eins og góður maður minnti oftar en ekki á þar sem hann hélt fyrirlestra fyrir fólk með vímuefnavanda að : „Við getum átt okkar eigin skoðanir en ekki okkar eigin sannleika.“ Þér gæti fundist peysan sem ég er í ekkert svo falleg en mér unaðsleg. Þrátt fyrir báðar skoðanir breytir það aldrei þeirri staðreynd að þetta er samt alltaf peysa!“ Mér þykir hjálplegt að hugsa um mótora , vélar , skipavélar , bílvélar. Í grunninn virka þær allar eins með stimpla og þörf fyrir smurningu . Munurinn er augljóslega hvað þær voru hannaðar til að knýja áfram. Það sama gildir um sammannlega þætti sem eru grunnur að byggja á til þess að geta tjáð persónu okkar sem er alltaf einstök og frábrugðin öllum öðrum á plánetunni. Mjög svo vitur kona sagði að til þess að eitthvað geti virkað í lífi mínu þyrfti ég að sjá til þess að grunnurinn (my foundation) væri í lagi. Ekkert vex nema í góðum jarðvegi og vel hirt. Vélarnar þurfa allar smurningu og eldsneyti sama hvert þær munu flytja okkur. Þetta er kjarni málsins! Áður en við getum hugsað um drauma okkar og komið þeim í verk og hvað annað sem okkur þyrstir fyrir líf okkar verðum við að eiga möguleika á því að eiga mat , húsnæði o.s.frv. Engin mannvera mun þrífast án þessa. Ef þessum þörfum er ekki mætt mun engin árangur hljótast á öðrum sviðum lífs okkar. Það sem Sinéad vissi var að kerfið sem við búum við í dag var hannað til þess að taka frá okkur grunninn. Skömm sektarkennd og ótti eru þau stjórntæki sem kirkjan og kerfið í heild sinni notaði til þess að bæla niður allt sem mannlegt var , sköpun og frjálsa hugsun. Í mínum huga er velgengni hugrekki til þess að mega og þora að segja sannleikann! Það er fólki eins og Sinéad að þakka að ég get sagt það sem segja þarf án þess að vera niðurlægður á opinberum vettvangi. Sinéad var svo hugrökk að hún fór upp á móti stofnun sem var búin , mjög svo kerfisbundið að niðurlægja og þagga niður í því afli sem kirkjan óttaðist mest. Hinu kvenlega. Kirkjan vissi nákvæmlega að konur myndu aldrei samþykkja þá vesöld sem þeir buðu mannkyni upp á. Ég hef verið svo forréttinda mikill að fá að kynnast Írlandi og menningu þess á þessu ári og hvað kaþólska kirkjan hefur aðhafst í gegnum árin. Sú saga mun koma hvaða siðferðislega heilbrigðu manneskju til að brotna saman. Það er brautryðjendum líkt og Sinéad að þakka að grýttur jarðvegur var ruddur svo við gætum sáð fræjum nýja samfélagsins. Uppskeran er sú að sannleikurinn fær loksins að lýta dagsins ljós. Mig langar nú .. þar sem eyru ykkar fyrir sannleikanum eru opin að minnast Sinéad sem hreinu hugrekki. Hvað er skilgreining hugrekkis fyrir mér? Að fórna lífi og geðheilsu til þess að ryðja grjótinu í burt sama hvað það kosta því vissan um að komandi kynslóðir munu hagnast á því er algjör. Þess vegna býð ég öllum nú að heiðra minningu Sinéad og segja sannleikann! Það er grunnur sem ég er að byggja á í dag og býð ykkur að treysta mér þegar ég segi og vitna í fallegt brasilískt lag sem ég held mikið upp á: „Raunin er að í upphafi er vegferðin frekar bitur á bragðið en sigurinn ber hunangskeim í endann!“ Þegar við sjáum óréttlæti .. tökum það upp á myndband og skellum því á samfélagsmiðla eða heyrum í fjölmiðlum. Skrifum pistla á Fésið! Með vitneskju um sannleikann munum við sjá hvernig frelsið hellist yfir okkur .. kynslóðirnar munu minnast þessa tíma með miklu þakklæti líkt og ég geri nú fyrir þá kynslóð sem ruddi veginn. Sannleikurinn er grunnurinn .. alltaf ! Hvíl í friði þú mikla ljós vera .. ég tek ofan fyrir þér Sinéad .. takk! Með von og kærleika Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Þessi pistill er tileinkaður minningu Sinéad O´Connor og hugrekki hennar að segja sannleikann. Öll sjáum við árangur í mismunandi ljósi. Það sem þú kallar velgengni gæti litið allt öðruvísi út fyrir mig. Oftar en ekki minnist fólk á að það sem virkar fyrir mig sé ekki endilega það sem muni hjálpa öllum. Hér erum við komin á stað þar sem nauðsynlegt er að skilgreina skilning þessa viðfangsefnis. Það er eins og góður maður minnti oftar en ekki á þar sem hann hélt fyrirlestra fyrir fólk með vímuefnavanda að : „Við getum átt okkar eigin skoðanir en ekki okkar eigin sannleika.“ Þér gæti fundist peysan sem ég er í ekkert svo falleg en mér unaðsleg. Þrátt fyrir báðar skoðanir breytir það aldrei þeirri staðreynd að þetta er samt alltaf peysa!“ Mér þykir hjálplegt að hugsa um mótora , vélar , skipavélar , bílvélar. Í grunninn virka þær allar eins með stimpla og þörf fyrir smurningu . Munurinn er augljóslega hvað þær voru hannaðar til að knýja áfram. Það sama gildir um sammannlega þætti sem eru grunnur að byggja á til þess að geta tjáð persónu okkar sem er alltaf einstök og frábrugðin öllum öðrum á plánetunni. Mjög svo vitur kona sagði að til þess að eitthvað geti virkað í lífi mínu þyrfti ég að sjá til þess að grunnurinn (my foundation) væri í lagi. Ekkert vex nema í góðum jarðvegi og vel hirt. Vélarnar þurfa allar smurningu og eldsneyti sama hvert þær munu flytja okkur. Þetta er kjarni málsins! Áður en við getum hugsað um drauma okkar og komið þeim í verk og hvað annað sem okkur þyrstir fyrir líf okkar verðum við að eiga möguleika á því að eiga mat , húsnæði o.s.frv. Engin mannvera mun þrífast án þessa. Ef þessum þörfum er ekki mætt mun engin árangur hljótast á öðrum sviðum lífs okkar. Það sem Sinéad vissi var að kerfið sem við búum við í dag var hannað til þess að taka frá okkur grunninn. Skömm sektarkennd og ótti eru þau stjórntæki sem kirkjan og kerfið í heild sinni notaði til þess að bæla niður allt sem mannlegt var , sköpun og frjálsa hugsun. Í mínum huga er velgengni hugrekki til þess að mega og þora að segja sannleikann! Það er fólki eins og Sinéad að þakka að ég get sagt það sem segja þarf án þess að vera niðurlægður á opinberum vettvangi. Sinéad var svo hugrökk að hún fór upp á móti stofnun sem var búin , mjög svo kerfisbundið að niðurlægja og þagga niður í því afli sem kirkjan óttaðist mest. Hinu kvenlega. Kirkjan vissi nákvæmlega að konur myndu aldrei samþykkja þá vesöld sem þeir buðu mannkyni upp á. Ég hef verið svo forréttinda mikill að fá að kynnast Írlandi og menningu þess á þessu ári og hvað kaþólska kirkjan hefur aðhafst í gegnum árin. Sú saga mun koma hvaða siðferðislega heilbrigðu manneskju til að brotna saman. Það er brautryðjendum líkt og Sinéad að þakka að grýttur jarðvegur var ruddur svo við gætum sáð fræjum nýja samfélagsins. Uppskeran er sú að sannleikurinn fær loksins að lýta dagsins ljós. Mig langar nú .. þar sem eyru ykkar fyrir sannleikanum eru opin að minnast Sinéad sem hreinu hugrekki. Hvað er skilgreining hugrekkis fyrir mér? Að fórna lífi og geðheilsu til þess að ryðja grjótinu í burt sama hvað það kosta því vissan um að komandi kynslóðir munu hagnast á því er algjör. Þess vegna býð ég öllum nú að heiðra minningu Sinéad og segja sannleikann! Það er grunnur sem ég er að byggja á í dag og býð ykkur að treysta mér þegar ég segi og vitna í fallegt brasilískt lag sem ég held mikið upp á: „Raunin er að í upphafi er vegferðin frekar bitur á bragðið en sigurinn ber hunangskeim í endann!“ Þegar við sjáum óréttlæti .. tökum það upp á myndband og skellum því á samfélagsmiðla eða heyrum í fjölmiðlum. Skrifum pistla á Fésið! Með vitneskju um sannleikann munum við sjá hvernig frelsið hellist yfir okkur .. kynslóðirnar munu minnast þessa tíma með miklu þakklæti líkt og ég geri nú fyrir þá kynslóð sem ruddi veginn. Sannleikurinn er grunnurinn .. alltaf ! Hvíl í friði þú mikla ljós vera .. ég tek ofan fyrir þér Sinéad .. takk! Með von og kærleika
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar