Loforð leystu FH úr banninu Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 13:31 Morten Beck Guldsmed lék með FH á árunum 2019-2021 en lagði svo skóna á hilluna. vísir/hag Karlalið FH í fótbolta er laust úr félagaskiptabanni eftir að það hafði staðið frá sunnudeginum 16. júlí. En hvernig losnaði félagið úr banninu? Það var að minnsta kosti án aðkomu eða með vitund Mortens Beck Guldsmed, leikmannsins sem kærði sína gömlu vinnuveitendur. Morten lék með FH á árunum 2019-2021 og hefur deila hans við FH snúist um laun seinni hluta árs 2020 og árið 2021. Daninn kærði FH til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ eftir þá niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefnd sambandsins að samningur hans við félagið hefði verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og FH hélt fram. Aganefndin dæmdi FH svo í félagaskiptabann, og til sektar upp á 150.000 krónur, og áfrýjunardómstóllinn staðfesti þann dóm, en FH gat komist hjá refsingunni með því að ganga frá uppgjöri innan 30 daga, eða fyrir 15. júlí. En uppgjöri við hvern? Það má nefnilega segja að skuld FH-inga hafi fyrst og fremst verið við ríkissjóð því það var félagið sem samkvæmt dómnum átti að bera ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjaldi auk lífeyrissjóðsgreiðslna. Upphafleg krafa Mortens upp á 24,3 milljónir, í viðræðum við FH-inga í janúar þar sem reyna átti að ná sátt í málinu, tók mið af því að það væri hann sem þyrfti að standa skil á skattgreiðslum og öðru. Ábyrgjast greiðslur til Skattsins og lífeyrissjóðs Svo fór hins vegar ekki. Samkvæmt upplýsingum Vísis sendi FH tilkynningu til Skattsins og Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, með leiðréttum skilagreinum vegna launa Mortens, og sagði félagið ábyrgt fyrir því að standa skil á greiðslum vegna þeirra. Áfrýjunardómstóll fékk afrit sem sýndu móttöku þessara bréfa og byggði ákvörðun sína á því. Það er því ekki víst að FH hafi enn þurft að greiða krónu í uppgjör vegna málsins, þrátt fyrir að banninu hafi verið aflétt, en ljóst að loforðin liggja fyrir. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á laugardag ekki vilja gefa upp hve mikið FH þyrfti að greiða vegna málsins. Hins vegar væri ljóst að engin bein greiðsla færi til Mortens Beck fyrir utan að hann fengi greidd lífeyrisréttindi samkvæmt því að um launþegasamning væri að ræða. Klippa: Davíð Þór um bannið sem FH losnaði úr Féllu á tíma en banninu samt aflétt Áfrýjunardómstóll KSÍ sendi FH bréf á föstudaginn til staðfestingar á því að félagið væri laust úr banni. Bréfið var í styttri kantinum, eins og sjá má á vef KSÍ þar sem það var birt í dag. Þar segir að samkvæmt bréfi sem Viðar Halldórsson, formaður FH, sendi þessum æðsta dómstóli KSÍ í síðustu viku verði ekki annað séð en að FH hafi fullnægt forsendum úr dómi áfrýjunardómstóls frá 15. júní og banninu sé því aflétt. Þær forsendur voru að FH „skyldi ganga frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að dómur þessi er kveðinn upp.“ FH féll hins vegar á tíma og því tók félagaskiptabannið gildi, en miðað við bréfið sem áfrýjunardómstóll sendi á föstudaginn gera agareglur FIFA (e. FIFA Disciplinary Code) kleift að aflétta banni eftir að það er hafið. Áfrýjunardómstóllinn vísar hins vegar ekki með neinum frekari hætti í það nákvæmlega hvaða ákvæði úr agareglum FIFA, eða í lögum og reglum KSÍ, eru nýtt til að aflétta banninu. FH-ingar biðu hins vegar ekki boðanna eftir að banninu var aflétt og tryggðu sér tvo nýja leikmenn, þá Grétar Snæ Gunnarsson sem kom frá KR og Arnór Borg Guðjohnsen sem kom að láni frá Víkingi Reykjavík. Morten ekki látinn vita Eftir stendur hins vegar Morten Beck Guldsmed sem upphaflega mun hafa farið að skoða málið eftir að ljóst varð að hann hefði ekki öðlast nein réttindi til greiðslna úr fæðingarorlofssjóði. Ætla má að hann hafi einnig orðið af orlofsgreiðslum, auk vaxta og dráttarvaxta, en samkvæmt upplýsingum Vísis hefur ekkert samkomulag verið gert á milli Mortens og FH og virðist það því ekki hafa verið talin forsenda fyrir því að áfrýjunardómstóll gæti aflétt banninu. Raunar var ekkert samband haft við Morten eða fulltrúa hans áður en eða eftir að áfrýjunardómstóll tók sína ákvörðun, þrátt fyrir að það hafi verið hann sem kærði FH til aga- og úrskurðarnefndar og hafi svo verið varnaraðili þegar FH áfrýjaði málinu til áfrýjunardómstólsins. Þetta staðfesti Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens, í stuttu samtali við Vísi en kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki náðist í fulltrúa FH við vinnslu greinarinnar. Feldís Lilja Óskarsdóttir, formaður áfrýjunardómstóls KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið. Besta deild karla FH Tengdar fréttir Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. 15. júní 2023 17:29 FH áfrýjar dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Morten Beck Knattspyrnudeild FH ætlar sér að áfrýja dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Mortens Beck Guldsmed til Áfrýjunardómstóls KSÍ. 31. mars 2023 20:36 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Morten lék með FH á árunum 2019-2021 og hefur deila hans við FH snúist um laun seinni hluta árs 2020 og árið 2021. Daninn kærði FH til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ eftir þá niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefnd sambandsins að samningur hans við félagið hefði verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og FH hélt fram. Aganefndin dæmdi FH svo í félagaskiptabann, og til sektar upp á 150.000 krónur, og áfrýjunardómstóllinn staðfesti þann dóm, en FH gat komist hjá refsingunni með því að ganga frá uppgjöri innan 30 daga, eða fyrir 15. júlí. En uppgjöri við hvern? Það má nefnilega segja að skuld FH-inga hafi fyrst og fremst verið við ríkissjóð því það var félagið sem samkvæmt dómnum átti að bera ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjaldi auk lífeyrissjóðsgreiðslna. Upphafleg krafa Mortens upp á 24,3 milljónir, í viðræðum við FH-inga í janúar þar sem reyna átti að ná sátt í málinu, tók mið af því að það væri hann sem þyrfti að standa skil á skattgreiðslum og öðru. Ábyrgjast greiðslur til Skattsins og lífeyrissjóðs Svo fór hins vegar ekki. Samkvæmt upplýsingum Vísis sendi FH tilkynningu til Skattsins og Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, með leiðréttum skilagreinum vegna launa Mortens, og sagði félagið ábyrgt fyrir því að standa skil á greiðslum vegna þeirra. Áfrýjunardómstóll fékk afrit sem sýndu móttöku þessara bréfa og byggði ákvörðun sína á því. Það er því ekki víst að FH hafi enn þurft að greiða krónu í uppgjör vegna málsins, þrátt fyrir að banninu hafi verið aflétt, en ljóst að loforðin liggja fyrir. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á laugardag ekki vilja gefa upp hve mikið FH þyrfti að greiða vegna málsins. Hins vegar væri ljóst að engin bein greiðsla færi til Mortens Beck fyrir utan að hann fengi greidd lífeyrisréttindi samkvæmt því að um launþegasamning væri að ræða. Klippa: Davíð Þór um bannið sem FH losnaði úr Féllu á tíma en banninu samt aflétt Áfrýjunardómstóll KSÍ sendi FH bréf á föstudaginn til staðfestingar á því að félagið væri laust úr banni. Bréfið var í styttri kantinum, eins og sjá má á vef KSÍ þar sem það var birt í dag. Þar segir að samkvæmt bréfi sem Viðar Halldórsson, formaður FH, sendi þessum æðsta dómstóli KSÍ í síðustu viku verði ekki annað séð en að FH hafi fullnægt forsendum úr dómi áfrýjunardómstóls frá 15. júní og banninu sé því aflétt. Þær forsendur voru að FH „skyldi ganga frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að dómur þessi er kveðinn upp.“ FH féll hins vegar á tíma og því tók félagaskiptabannið gildi, en miðað við bréfið sem áfrýjunardómstóll sendi á föstudaginn gera agareglur FIFA (e. FIFA Disciplinary Code) kleift að aflétta banni eftir að það er hafið. Áfrýjunardómstóllinn vísar hins vegar ekki með neinum frekari hætti í það nákvæmlega hvaða ákvæði úr agareglum FIFA, eða í lögum og reglum KSÍ, eru nýtt til að aflétta banninu. FH-ingar biðu hins vegar ekki boðanna eftir að banninu var aflétt og tryggðu sér tvo nýja leikmenn, þá Grétar Snæ Gunnarsson sem kom frá KR og Arnór Borg Guðjohnsen sem kom að láni frá Víkingi Reykjavík. Morten ekki látinn vita Eftir stendur hins vegar Morten Beck Guldsmed sem upphaflega mun hafa farið að skoða málið eftir að ljóst varð að hann hefði ekki öðlast nein réttindi til greiðslna úr fæðingarorlofssjóði. Ætla má að hann hafi einnig orðið af orlofsgreiðslum, auk vaxta og dráttarvaxta, en samkvæmt upplýsingum Vísis hefur ekkert samkomulag verið gert á milli Mortens og FH og virðist það því ekki hafa verið talin forsenda fyrir því að áfrýjunardómstóll gæti aflétt banninu. Raunar var ekkert samband haft við Morten eða fulltrúa hans áður en eða eftir að áfrýjunardómstóll tók sína ákvörðun, þrátt fyrir að það hafi verið hann sem kærði FH til aga- og úrskurðarnefndar og hafi svo verið varnaraðili þegar FH áfrýjaði málinu til áfrýjunardómstólsins. Þetta staðfesti Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens, í stuttu samtali við Vísi en kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki náðist í fulltrúa FH við vinnslu greinarinnar. Feldís Lilja Óskarsdóttir, formaður áfrýjunardómstóls KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið.
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. 15. júní 2023 17:29 FH áfrýjar dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Morten Beck Knattspyrnudeild FH ætlar sér að áfrýja dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Mortens Beck Guldsmed til Áfrýjunardómstóls KSÍ. 31. mars 2023 20:36 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. 15. júní 2023 17:29
FH áfrýjar dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Morten Beck Knattspyrnudeild FH ætlar sér að áfrýja dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Mortens Beck Guldsmed til Áfrýjunardómstóls KSÍ. 31. mars 2023 20:36
FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45