Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2023 19:40 Skógareldarnir á Rhodes eru algerlega stjórnlausir og langt í frá að menn nái tökum á þeim. AP/Argyris Mantikos Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. Tæplega 20 þúsund ferðamenn voru fluttir til á Rhodos í gær og í dag reyna tugir þúsunda að komast burt frá eyjunni og til síns heima.AP/Argyris Mantikos Skógareldar loga nú á rúmlega 80 stöðum í Grikklandi og af þeim kviknuðu eldar á 64 stöðum um helgina. Eldar loga skammt frá byggð á Corfu og Rhodes sem kviknuðu vegna mikils hita á svæðinu en í dag mældist hitinn á Rhodes 38 gráður. Fólk hefur verið flutt frá báðum eyjunum. Yannis Artopoios talsmaður Slökkviliðsins í Grikklandi segir að um 19 þúsund manns, aðallega ferðamenn, hafi verið fluttir til á Rhodes eyju um helgina eftir að eldarnir nálguðust strandsvæði. „Þetta er stærsta verkefni við að flytja íbúa og ferðamenn sem hefur nokkru sinni verið ráðist í í þessu landi," segir Artopoios. Sumarparadísin Rhodes hefur breyst í brennandi helvíti. Ferðamenn hafa nú fluið strandirnar vegna skógareldanna. Veður er mjög óhagstætt næstu daga. Áframhaldandi mikill hiti og vindur.AP/Rhodes.Rodos Vindasamt hefur verið á svæðinu þannig að eldarnir ná að breiða hratt úr sér. Evrópusambandið og fjölmörg ríki hafa sent tæki og mannskap til aðstoðar Grikkjum. Þeirra á meðal Slóvakar, Króatar, Frakkar og Tyrkir. Tyrkir hafa meðal annars sent flugvélar og þyrlur sem geta varpað vatni á eldana. Í dag bættist síðan við liðsauki frá Rúmeníu sem sendi slökkvilið og fjölda slökkvibíla og til Rhodes. Algert öngþveiti ríkir á flugvellinum á Rhodes þar sem fjöldi ferðamanna reynir að komast heim til sín. Bretar hafa komið á eins konar loftbrú til að flytja sína þegna heim frá Rhodes. Rishi Sunak forsætisráðherra segir fulltrúa utanríkisráðuneytisins hafa verið senda til Rhodes til að skipulegga flutningana. „Mikilvægast er að fólk sé í sambandi við ferðaskrifstofur sínar. Það eru margar flugferðir til að flytja fólk heim og fólk fær nauðsynlegar upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum," sagði Sunak í dag. Gróðureldar í Grikklandi Veður Grikkland Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Tæplega 20 þúsund ferðamenn voru fluttir til á Rhodos í gær og í dag reyna tugir þúsunda að komast burt frá eyjunni og til síns heima.AP/Argyris Mantikos Skógareldar loga nú á rúmlega 80 stöðum í Grikklandi og af þeim kviknuðu eldar á 64 stöðum um helgina. Eldar loga skammt frá byggð á Corfu og Rhodes sem kviknuðu vegna mikils hita á svæðinu en í dag mældist hitinn á Rhodes 38 gráður. Fólk hefur verið flutt frá báðum eyjunum. Yannis Artopoios talsmaður Slökkviliðsins í Grikklandi segir að um 19 þúsund manns, aðallega ferðamenn, hafi verið fluttir til á Rhodes eyju um helgina eftir að eldarnir nálguðust strandsvæði. „Þetta er stærsta verkefni við að flytja íbúa og ferðamenn sem hefur nokkru sinni verið ráðist í í þessu landi," segir Artopoios. Sumarparadísin Rhodes hefur breyst í brennandi helvíti. Ferðamenn hafa nú fluið strandirnar vegna skógareldanna. Veður er mjög óhagstætt næstu daga. Áframhaldandi mikill hiti og vindur.AP/Rhodes.Rodos Vindasamt hefur verið á svæðinu þannig að eldarnir ná að breiða hratt úr sér. Evrópusambandið og fjölmörg ríki hafa sent tæki og mannskap til aðstoðar Grikkjum. Þeirra á meðal Slóvakar, Króatar, Frakkar og Tyrkir. Tyrkir hafa meðal annars sent flugvélar og þyrlur sem geta varpað vatni á eldana. Í dag bættist síðan við liðsauki frá Rúmeníu sem sendi slökkvilið og fjölda slökkvibíla og til Rhodes. Algert öngþveiti ríkir á flugvellinum á Rhodes þar sem fjöldi ferðamanna reynir að komast heim til sín. Bretar hafa komið á eins konar loftbrú til að flytja sína þegna heim frá Rhodes. Rishi Sunak forsætisráðherra segir fulltrúa utanríkisráðuneytisins hafa verið senda til Rhodes til að skipulegga flutningana. „Mikilvægast er að fólk sé í sambandi við ferðaskrifstofur sínar. Það eru margar flugferðir til að flytja fólk heim og fólk fær nauðsynlegar upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum," sagði Sunak í dag.
Gróðureldar í Grikklandi Veður Grikkland Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54
Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47