Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 23:31 Ættingjar Travis King segjast hafa miklar áhyggjur af honum. Hann er talinn hafa hlaupið yfir landamærin til Norður-Kóreu. EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. Hermaðurinn, Travis King, var handsamaður þar sem hann var staddur í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði Norður-og Suður-Kóreu í þorpinu Panmunjom við landamæri ríkjanna tveggja síðastliðinn þriðjudag. „Pentagon hefur reynt að ná sambandi við yfirvöld í Norður-Kóreu. Eftir því sem ég kemst næst hefur þeim tilraunum ekki verið svarað,“ hefur breski miðillinn Guardian eftir Matthew Miller, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Miller segir bandarísk yfirvöld nú vinna að því að nálgast upplýsingar um líðan hermannsins, né hvar hann sé niðurkominn. Hermanninn ætluðu bandarísk yfirvöld sér að flytja af landi brott og átti hann að vera á leið á flugvöllinn þegar í ljós kom að hann var ekki þar, heldur hafði hann laumað sér í kynningarferð til Panmunjom. Átti að fara til Bandaríkjanna Ástæða þess að flytja átti King úr landi var sú að hann hafði setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna líkamsárásar og skemmdir á lögreglubíl. Til stóð að svipta King titlum sínum í bandaríska hernum og þá beið hans frekari refsing heima fyrir. Vitni hafa sagt að King hafi hlaupið sjálfviljugur yfir landamærin til Norður-Kóreu þar sem hann var staddur í kynningarferðinni. Þetta hefur þó ekki tekist að fá staðfest að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Miðillinn hefur eftir Christine Wormuth, hermálaráðherra Bandaríkjanna, að King hafi að öllum líkindum ekki verið á góðum stað andlega þegar hann hafi farið yfir landamærin. Mál hans hafi tekið á hann. „Það getur verið að hann hafi ekki hugsað málin til enda, án þess að við vitum nokkuð um það. Það veldur mér miklum áhyggjum að hann sé í höndum Norður-Kóreumanna. Ég óttast það hvernig þeir munu koma fram við hann.“ Fyrsti Bandaríkjamaðurinn í haldi í fimm ár Enginn Bandaríkjamaður hefur verið í haldi Norður-Kóreumanna síðan að þau slepptu Bruce Byron Lowrance árið 2018. Undanfarna áratugi hafa Norður-Kóreumenn reglulega haft bandaríska ríkisborgara í haldi. Þá voru dæmi um það í kalda stríðinu að bandarískir hermenn færu yfir landamærin til Norður-Kóreu sjálfviljugir. Voru þeir síðar notaðir í norður-kóreskum áróðursmyndum. Guardian hefur eftir Leif-Eric Easley, prófessor við Ewha háskóla í Seoul í Suður-Kóreu, að norður-kóresk yfirvöld muni að öllum líkindum ekki sleppa takinu af King svo glatt. Þeirra bíði hinsvegar hörð viðurlög haldi þau honum til lengri tíma og ólíklegt að þau telji það sér í hag til eilífðarnóns. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Hermaðurinn, Travis King, var handsamaður þar sem hann var staddur í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði Norður-og Suður-Kóreu í þorpinu Panmunjom við landamæri ríkjanna tveggja síðastliðinn þriðjudag. „Pentagon hefur reynt að ná sambandi við yfirvöld í Norður-Kóreu. Eftir því sem ég kemst næst hefur þeim tilraunum ekki verið svarað,“ hefur breski miðillinn Guardian eftir Matthew Miller, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Miller segir bandarísk yfirvöld nú vinna að því að nálgast upplýsingar um líðan hermannsins, né hvar hann sé niðurkominn. Hermanninn ætluðu bandarísk yfirvöld sér að flytja af landi brott og átti hann að vera á leið á flugvöllinn þegar í ljós kom að hann var ekki þar, heldur hafði hann laumað sér í kynningarferð til Panmunjom. Átti að fara til Bandaríkjanna Ástæða þess að flytja átti King úr landi var sú að hann hafði setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna líkamsárásar og skemmdir á lögreglubíl. Til stóð að svipta King titlum sínum í bandaríska hernum og þá beið hans frekari refsing heima fyrir. Vitni hafa sagt að King hafi hlaupið sjálfviljugur yfir landamærin til Norður-Kóreu þar sem hann var staddur í kynningarferðinni. Þetta hefur þó ekki tekist að fá staðfest að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Miðillinn hefur eftir Christine Wormuth, hermálaráðherra Bandaríkjanna, að King hafi að öllum líkindum ekki verið á góðum stað andlega þegar hann hafi farið yfir landamærin. Mál hans hafi tekið á hann. „Það getur verið að hann hafi ekki hugsað málin til enda, án þess að við vitum nokkuð um það. Það veldur mér miklum áhyggjum að hann sé í höndum Norður-Kóreumanna. Ég óttast það hvernig þeir munu koma fram við hann.“ Fyrsti Bandaríkjamaðurinn í haldi í fimm ár Enginn Bandaríkjamaður hefur verið í haldi Norður-Kóreumanna síðan að þau slepptu Bruce Byron Lowrance árið 2018. Undanfarna áratugi hafa Norður-Kóreumenn reglulega haft bandaríska ríkisborgara í haldi. Þá voru dæmi um það í kalda stríðinu að bandarískir hermenn færu yfir landamærin til Norður-Kóreu sjálfviljugir. Voru þeir síðar notaðir í norður-kóreskum áróðursmyndum. Guardian hefur eftir Leif-Eric Easley, prófessor við Ewha háskóla í Seoul í Suður-Kóreu, að norður-kóresk yfirvöld muni að öllum líkindum ekki sleppa takinu af King svo glatt. Þeirra bíði hinsvegar hörð viðurlög haldi þau honum til lengri tíma og ólíklegt að þau telji það sér í hag til eilífðarnóns.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira