Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 11:28 Myndirnar gætu ekki verið ólíkari en eru frumsýndar á sama degi og hafa því bundist órjúfanlegum böndum í hugum kvikmyndahúsagesta. Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. Bandaríski dægurmiðillinn IGN hefur eftir Paul að hann muni ekki eftir annarri eins umræðu. Hann segist hafa greint gögn um miðasölur í áraraðir og aldrei séð annað eins. Myndirnar eru forsýndar í dag hér á landi og frumsýndar á morgun, á sama tíma og vestanhafs. Myndirnar gætu ekki verið ólíkari, eins og Paul bendir á. Í Barbie fer Margot Robbie með hlutverk Barbie dúkku í tilvistarkreppu á meðan Cillian Murphy fer með hlutverk vísindamannsins sem er áhrifamestur við gerð kjarnorkusprengjunnar í Oppenheimer. Hífa hvor aðra upp „Ég hef fylgst með og greint gögn yfir miðasölutekjur kvikmynda í þrjátíu ár núna og ég hef ekki séð svona áður,“ hefur IGN eftir Paul. Segir miðillinn að tugir þúsundir miða hafi selst í forsölu á báðar myndirnar og er búist við að þær muni raka inn tekjum. „Markaðsteymi þessara mynda eiga mikið lof skilið og hafa grætt vel á því að frumsýna myndirnar á sama tíma,“ segir Paul og vísar sérstaklega til þeirra miklu eftirvæntingar sem ríkt hefur eftir myndunum í netheimum. „Það að þetta séu svo ólíkar myndir magnar svo upp þessi áhrif og vekur enn meiri athygli á myndunum. Það eru dæmi um að fólk sé að kaupa sér miða á frumsýningardegi á báðar þessar myndir og þetta er fólk sem er ekki einu sinni það áhugasamt allajafna um kvikmyndir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a> Hann segir ótrúlegt hvernig myndirnar hífi hvor aðra upp. Barbie sé markaðssett fyrir allt annan hóp en Oppenheimer. Forsvarsmenn þeirrar myndar vilji helst laða að sér alvöru kvikmyndanörda, á meðan búist er við að Barbie geti fallið vel í kramið hjá venjulegu fólki. „Allajafna ættu svo stórar myndir sem gefnar eru út á sama tíma að hafa skaðleg áhrif á vinsældir hvor annarrar og í raun „éta“ vinsældir hvor annarrar. En í þessu tilviki bæta þær hvor aðra upp.“ Hann segir ljóst að „Barbenheimer“ hafi orðið að sérstökum viðburði fyrir slysni. Það sé helsta ástæða þess hve vel hafi tekist til við markaðssetningu myndanna. „Ég held að þess vegna hafi þetta gengið svo vel, vegna þess að þetta virkar mjög náttúrulegt og eðlilegt. Nema við séum bara leiksoppar,“ hefur IGN eftir sérfræðingnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bK6ldnjE3Y0">watch on YouTube</a> Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríski dægurmiðillinn IGN hefur eftir Paul að hann muni ekki eftir annarri eins umræðu. Hann segist hafa greint gögn um miðasölur í áraraðir og aldrei séð annað eins. Myndirnar eru forsýndar í dag hér á landi og frumsýndar á morgun, á sama tíma og vestanhafs. Myndirnar gætu ekki verið ólíkari, eins og Paul bendir á. Í Barbie fer Margot Robbie með hlutverk Barbie dúkku í tilvistarkreppu á meðan Cillian Murphy fer með hlutverk vísindamannsins sem er áhrifamestur við gerð kjarnorkusprengjunnar í Oppenheimer. Hífa hvor aðra upp „Ég hef fylgst með og greint gögn yfir miðasölutekjur kvikmynda í þrjátíu ár núna og ég hef ekki séð svona áður,“ hefur IGN eftir Paul. Segir miðillinn að tugir þúsundir miða hafi selst í forsölu á báðar myndirnar og er búist við að þær muni raka inn tekjum. „Markaðsteymi þessara mynda eiga mikið lof skilið og hafa grætt vel á því að frumsýna myndirnar á sama tíma,“ segir Paul og vísar sérstaklega til þeirra miklu eftirvæntingar sem ríkt hefur eftir myndunum í netheimum. „Það að þetta séu svo ólíkar myndir magnar svo upp þessi áhrif og vekur enn meiri athygli á myndunum. Það eru dæmi um að fólk sé að kaupa sér miða á frumsýningardegi á báðar þessar myndir og þetta er fólk sem er ekki einu sinni það áhugasamt allajafna um kvikmyndir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a> Hann segir ótrúlegt hvernig myndirnar hífi hvor aðra upp. Barbie sé markaðssett fyrir allt annan hóp en Oppenheimer. Forsvarsmenn þeirrar myndar vilji helst laða að sér alvöru kvikmyndanörda, á meðan búist er við að Barbie geti fallið vel í kramið hjá venjulegu fólki. „Allajafna ættu svo stórar myndir sem gefnar eru út á sama tíma að hafa skaðleg áhrif á vinsældir hvor annarrar og í raun „éta“ vinsældir hvor annarrar. En í þessu tilviki bæta þær hvor aðra upp.“ Hann segir ljóst að „Barbenheimer“ hafi orðið að sérstökum viðburði fyrir slysni. Það sé helsta ástæða þess hve vel hafi tekist til við markaðssetningu myndanna. „Ég held að þess vegna hafi þetta gengið svo vel, vegna þess að þetta virkar mjög náttúrulegt og eðlilegt. Nema við séum bara leiksoppar,“ hefur IGN eftir sérfræðingnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bK6ldnjE3Y0">watch on YouTube</a>
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið