Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2023 23:13 Úkraínskir borgarar voru þvingaðir til að grafa skotgrafir fyrir Rússa. AP/Peter Hamlin Rússar halda þúsundum óbreyttra úkraínskra borgara í fangelsum, bæði á yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og í Rússlandi. Verið er að undirbúa mögulega fangelsun þúsunda Úkraínumanna til viðbótar en margir borgarar eru þvingaðir til þrælkunarvinnu. Pyntingar, nauðganir og annarskonar ofbeldi er títt í þessum fangelsum. Samkvæmt opinberu skjali sem blaðamenn AP fréttaveitunnar komu höndum yfir stendur til að reisa 25 nýjar fanganýlendur og sex annars konar fangelsi á hernumdum svæðum í Úkraínu. Fréttaveitan birti í morgun grein eftir langa rannsóknarvinnu í Úkraínu og í Rússlandi, þar sem rætt var við tugi manna og farið yfir ýmis gögn eins og gervihnattamyndir og opinber skjöl. Fréttaveitan segir marga hafa verið handtekna fyrir það eitt að tala úkraínsku eða það að vera ungir menn. Margir eru ákærðir fyrir að vera hryðjuverkamenn, vígamenn eða fyrir mótspyrnu gegn hinni sértæku hernaðaraðgerð. Þá er mörgum einnig haldið án nokkurskonar ákæru. Fjölmargir borgarar hafa verið þvingaðir til þrælkunarvinnu við að grafa skotgrafir, annars konar varnir og fjöldagrafir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í maí undir forsetatilskipun sem leyfir Rússum að senda fólk frá hernumdum svæðum í Úkraínu á önnur héruð Úkraínu í höndum Rússa svæði og til Rússlands. Þetta hefur gert Rússum kleift að flytja fjölda fólks á brott frá heimilum þeirra. Pyntingar tíðar Pyntingar eru tíðar í umræddum fangelsum, þar sem borgarar eru beittir raflosti, barðir og kæfðir. Margir fyrrverandi fangar sögðu blaðamönnum AP að þeir hefðu séð fólk deyja í fangelsunum. Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í síðasta mánuði að vísbendingar hefðu fundist um að minnst 77 óbreyttir borgarar hafi verið teknir af lífi af rússneskum hermönnum og að minnst einn maður hafi verið pyntaður til dauða. Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að óbreyttir borgarar hafi mögulega verið notaðir til að skýla rússneskum hermönnum. Yfirvöld í Rússlandi neita því að óbreyttir borgarar hafi verið fangelsaðir en samkvæmt upplýsingum AP stendur meðal annars til að nota þá í viðræðum um fangaskipti í framtíðinni. Meðferð þessi á óbreyttum borgurum er skýrt brot á Genfarsáttmálanum um framgöngu í stríði. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni þar sem meðal annars er rætt við úkraínska borgara sem var haldið í fangelsunum og lýsa þeim ódæðum sem þau urðu vör við. Nærri því allir sem sloppið hafa úr þessum fangelsum segjast hafa upplifað eða orðið vitni að pyntingum og flestir sögðust hafa verið fluttir milli fangelsa án útskýringa. Margir eru sagðir hafa horfið og hafa ekki sést í rúmt ár. Blaðamenn AP og sérfræðingar hafa borið kennsl á minnst fjörutíu fangelsi í Rússlandi og minnst 63 í Úkraínu, þar sem úkraínskir borgarar eru í haldi. Erfitt að segja til um fjölda Ómögulegt er að segja hve mörgum úkraínskum borgurum er haldið á þessum stöðum en aðgerðasinninn Vladimír Osetjikin, sem kom að stofnun miðilsins Gulagu.net, sem fjallar um fangelsismál í Rússlandi, segir minnst fjögur þúsund úkraínska borgara í haldi í Rússlandi og minnst sambærilega marga á hernumdum svæðum í Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu telja að um tíu þúsund manns geti verið í haldi Rússa. Teiknuð mynd af kennaranum Viktoriia Andrusha, sem var handsömuð af Rússum.AP/Peter Hamlin Barin og þvinguð í viðtal Olena Yahupova, sem er ein af konunum sem sést á myndefninu hér að ofan, var handsömuð í október í Saporisíjahéraði. Hún veit ekki af hverju en telur það hafa verið vegna þess að maður hennar er hermaður. Hún var krafin upplýsinga um mann hennar og segir hermenn hafa sett poka yfir höfuð hennar og barið hennar. Þá var hún dregin upp í bíl og beðin um að benda á hús fólks sem væri gegn hernámi Rússa. Seinna meir segist hún hafa verið dregin úr klefa sínum og sett fyrir framan myndavél og fréttafólk og tilkynnt að hún ætti að vera í viðtali. Byssu var beint að henni og hermaður sagði að henni yrði sleppt ef hún svaraði spurningum rússneska blaðamannsins rétt. Hún segist ekki hafa vitað hver þau svör væru svo hún endaði aftur í fangaklefa. Þremur mánuðum eftir það var hún færð úr fangaklefanum og flutt að krossgötum þar sem aðrir myndatökumenn biðu. Yahupova var skipað að halda í hendur tveggja manna og látin ganga með þeim. Hún segir að þar hafi Rússar verið að taka upp myndband sem átti að sýna að verið væri að sleppa borgurum. Þeim var þó ekki sleppt heldur var þeim þremur keyrt að öðrum krossgötum, þar sem þeim voru réttar skóflur og þeim sagt að grafa skotgrafir. Ásamt nokkrum öðrum úkraínskum borgurum gróf Yahupova skotgrafir þar til í mars og var þeim einnig gert að grafa fjöldagröf. Einn af mönnunum sem var með henni staðfesti frásögn hennar og gervihnattamyndir sýna skotgrafir þar sem Yahupova sagðist hafa grafið þær. Hann sagði einnig að minnst einn maður hefði verið skotinn fyrir að neita að vinna og benda myndir til þess að finna megi gröf þar sem maðurinn segir að hinn maðurinn hafi verið skotinn. Yahupova slapp eftir meira en fimm mánuði í haldi. Hún sneri aftur heim og var þá búið að stela öllu heima hjá henni og skjóta hundinn hennar. Þá þurfti hún að fara langa leið í gegnum Rússland, til Eystrasaltsríkjanna og þaðan aftur til Úkraínu, þar sem Rússar eru ekki. Þar hitti hún eiginmann sinn aftur. Sakaðir um ódæði víða Rússneskir hermenn hafa ítrekað verið sakaðir um ýmiss ódæði í Úkraína, frá því þeir réðust inn í landið í febrúar í fyrra. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um kerfisbundnar pyntingar, nauðganir og morð. Þá hafa rússneskir hermenn tekið sig upp á myndband taka Úkraínska fanga af lífi, skera undan þeim og jafnvel skera af þeim höfuðið. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir „Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“ Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið. 13. júlí 2023 08:26 Einn lést í drónaárás á Kænugarð Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir. 13. júlí 2023 07:29 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Pyntingar, nauðganir og annarskonar ofbeldi er títt í þessum fangelsum. Samkvæmt opinberu skjali sem blaðamenn AP fréttaveitunnar komu höndum yfir stendur til að reisa 25 nýjar fanganýlendur og sex annars konar fangelsi á hernumdum svæðum í Úkraínu. Fréttaveitan birti í morgun grein eftir langa rannsóknarvinnu í Úkraínu og í Rússlandi, þar sem rætt var við tugi manna og farið yfir ýmis gögn eins og gervihnattamyndir og opinber skjöl. Fréttaveitan segir marga hafa verið handtekna fyrir það eitt að tala úkraínsku eða það að vera ungir menn. Margir eru ákærðir fyrir að vera hryðjuverkamenn, vígamenn eða fyrir mótspyrnu gegn hinni sértæku hernaðaraðgerð. Þá er mörgum einnig haldið án nokkurskonar ákæru. Fjölmargir borgarar hafa verið þvingaðir til þrælkunarvinnu við að grafa skotgrafir, annars konar varnir og fjöldagrafir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í maí undir forsetatilskipun sem leyfir Rússum að senda fólk frá hernumdum svæðum í Úkraínu á önnur héruð Úkraínu í höndum Rússa svæði og til Rússlands. Þetta hefur gert Rússum kleift að flytja fjölda fólks á brott frá heimilum þeirra. Pyntingar tíðar Pyntingar eru tíðar í umræddum fangelsum, þar sem borgarar eru beittir raflosti, barðir og kæfðir. Margir fyrrverandi fangar sögðu blaðamönnum AP að þeir hefðu séð fólk deyja í fangelsunum. Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í síðasta mánuði að vísbendingar hefðu fundist um að minnst 77 óbreyttir borgarar hafi verið teknir af lífi af rússneskum hermönnum og að minnst einn maður hafi verið pyntaður til dauða. Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að óbreyttir borgarar hafi mögulega verið notaðir til að skýla rússneskum hermönnum. Yfirvöld í Rússlandi neita því að óbreyttir borgarar hafi verið fangelsaðir en samkvæmt upplýsingum AP stendur meðal annars til að nota þá í viðræðum um fangaskipti í framtíðinni. Meðferð þessi á óbreyttum borgurum er skýrt brot á Genfarsáttmálanum um framgöngu í stríði. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni þar sem meðal annars er rætt við úkraínska borgara sem var haldið í fangelsunum og lýsa þeim ódæðum sem þau urðu vör við. Nærri því allir sem sloppið hafa úr þessum fangelsum segjast hafa upplifað eða orðið vitni að pyntingum og flestir sögðust hafa verið fluttir milli fangelsa án útskýringa. Margir eru sagðir hafa horfið og hafa ekki sést í rúmt ár. Blaðamenn AP og sérfræðingar hafa borið kennsl á minnst fjörutíu fangelsi í Rússlandi og minnst 63 í Úkraínu, þar sem úkraínskir borgarar eru í haldi. Erfitt að segja til um fjölda Ómögulegt er að segja hve mörgum úkraínskum borgurum er haldið á þessum stöðum en aðgerðasinninn Vladimír Osetjikin, sem kom að stofnun miðilsins Gulagu.net, sem fjallar um fangelsismál í Rússlandi, segir minnst fjögur þúsund úkraínska borgara í haldi í Rússlandi og minnst sambærilega marga á hernumdum svæðum í Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu telja að um tíu þúsund manns geti verið í haldi Rússa. Teiknuð mynd af kennaranum Viktoriia Andrusha, sem var handsömuð af Rússum.AP/Peter Hamlin Barin og þvinguð í viðtal Olena Yahupova, sem er ein af konunum sem sést á myndefninu hér að ofan, var handsömuð í október í Saporisíjahéraði. Hún veit ekki af hverju en telur það hafa verið vegna þess að maður hennar er hermaður. Hún var krafin upplýsinga um mann hennar og segir hermenn hafa sett poka yfir höfuð hennar og barið hennar. Þá var hún dregin upp í bíl og beðin um að benda á hús fólks sem væri gegn hernámi Rússa. Seinna meir segist hún hafa verið dregin úr klefa sínum og sett fyrir framan myndavél og fréttafólk og tilkynnt að hún ætti að vera í viðtali. Byssu var beint að henni og hermaður sagði að henni yrði sleppt ef hún svaraði spurningum rússneska blaðamannsins rétt. Hún segist ekki hafa vitað hver þau svör væru svo hún endaði aftur í fangaklefa. Þremur mánuðum eftir það var hún færð úr fangaklefanum og flutt að krossgötum þar sem aðrir myndatökumenn biðu. Yahupova var skipað að halda í hendur tveggja manna og látin ganga með þeim. Hún segir að þar hafi Rússar verið að taka upp myndband sem átti að sýna að verið væri að sleppa borgurum. Þeim var þó ekki sleppt heldur var þeim þremur keyrt að öðrum krossgötum, þar sem þeim voru réttar skóflur og þeim sagt að grafa skotgrafir. Ásamt nokkrum öðrum úkraínskum borgurum gróf Yahupova skotgrafir þar til í mars og var þeim einnig gert að grafa fjöldagröf. Einn af mönnunum sem var með henni staðfesti frásögn hennar og gervihnattamyndir sýna skotgrafir þar sem Yahupova sagðist hafa grafið þær. Hann sagði einnig að minnst einn maður hefði verið skotinn fyrir að neita að vinna og benda myndir til þess að finna megi gröf þar sem maðurinn segir að hinn maðurinn hafi verið skotinn. Yahupova slapp eftir meira en fimm mánuði í haldi. Hún sneri aftur heim og var þá búið að stela öllu heima hjá henni og skjóta hundinn hennar. Þá þurfti hún að fara langa leið í gegnum Rússland, til Eystrasaltsríkjanna og þaðan aftur til Úkraínu, þar sem Rússar eru ekki. Þar hitti hún eiginmann sinn aftur. Sakaðir um ódæði víða Rússneskir hermenn hafa ítrekað verið sakaðir um ýmiss ódæði í Úkraína, frá því þeir réðust inn í landið í febrúar í fyrra. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um kerfisbundnar pyntingar, nauðganir og morð. Þá hafa rússneskir hermenn tekið sig upp á myndband taka Úkraínska fanga af lífi, skera undan þeim og jafnvel skera af þeim höfuðið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir „Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“ Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið. 13. júlí 2023 08:26 Einn lést í drónaárás á Kænugarð Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir. 13. júlí 2023 07:29 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
„Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“ Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið. 13. júlí 2023 08:26
Einn lést í drónaárás á Kænugarð Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir. 13. júlí 2023 07:29
Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37