Milka: Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 11:01 Viðtalið við Domynikas Milka var tekið fyrir framan bikarskápinn í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Domynikas Milka skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Njarðvík og mun því færa sig á milli erkifjendanna í Reykjanesbæ. Milka hefur spilað með nágrönnunum í Keflavík undanfarin fjögur tímabil. Þessi vistaskipti komu örugglega mjög mörgum á óvart enda ekki algengt að leikmenn færi sig á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. „Stundum þurfa góðir hlutir að enda og það var komi tími á að loka þessum kafla. Árin mín fjögur í Keflavík voru nokkuð góð og ég stóð mig nokkuð vel. Liðið átti sínar hæðir og lægðir en nú er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Domynikas Milka í viðtali á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Milka spilaði alls 86 deildarleiki fyrir Keflavík og var með 19,0 stig og 10,4 fráköst, 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann var yfir tuttugu stig og tíu fráköst í leik fyrstu tvö tímabilin en ekki undanfarin tvö. Á síðasta tímabili var hann með 17,0 stig og 9,2 fráköst í leik. En af hverju erkifjendurnir í Njarðvík? „Af hverju að fara langt í burtu, norður á land eða eitthvað svoleiðis? Það er frábær klúbbur í næsta húsi. Hjá Njarðvík snýst þetta um að vinna titla og það er stórt ár fram undan,“ sagði Milka. Býst við því að þeir bláu hreyti einhverju í hann „Þjálfarinn kom með tilboð og við ræddum málin, bæði hvað ég kem með til liðsins og hvernig ég get hjálpað liðinu. Ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Milka. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að fá hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum hans gamla félags. „Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum. Ef þú spilar fyrir eitt lið þá ertu elskaður þar en allir aðrir hata þig. Nú munu þau grænu hvetja mig áfram en þau í bláu hreyta einhverju í mig. Það skiptir mig engu. Hjá mér snýst þetta allt um að njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Milka. Lofar fleiri þriggja stiga skotum Má búast við einhverju nýju hjá Milka nú þegar hann er kominn til Njarðvíkur. „Logi er hættur þannig að það eru svona sjö þriggja stiga skot á lausu í hverjum leik. Ég mun líklega taka meira af þriggja stiga skotum og það var í samningnum. Kannski skora ég því meira af þristum á næstu leiktíð,“ sagði Milka. Hann tók alls 78 þriggja stiga skot í 86 deildarleikjum með Keflavík og hitti úr 22 þeirra sem gerir 28 prósent nýtingu. Hann skaut 0,9 þrista að meðaltali í leik. Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Þessi vistaskipti komu örugglega mjög mörgum á óvart enda ekki algengt að leikmenn færi sig á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. „Stundum þurfa góðir hlutir að enda og það var komi tími á að loka þessum kafla. Árin mín fjögur í Keflavík voru nokkuð góð og ég stóð mig nokkuð vel. Liðið átti sínar hæðir og lægðir en nú er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Domynikas Milka í viðtali á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Milka spilaði alls 86 deildarleiki fyrir Keflavík og var með 19,0 stig og 10,4 fráköst, 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann var yfir tuttugu stig og tíu fráköst í leik fyrstu tvö tímabilin en ekki undanfarin tvö. Á síðasta tímabili var hann með 17,0 stig og 9,2 fráköst í leik. En af hverju erkifjendurnir í Njarðvík? „Af hverju að fara langt í burtu, norður á land eða eitthvað svoleiðis? Það er frábær klúbbur í næsta húsi. Hjá Njarðvík snýst þetta um að vinna titla og það er stórt ár fram undan,“ sagði Milka. Býst við því að þeir bláu hreyti einhverju í hann „Þjálfarinn kom með tilboð og við ræddum málin, bæði hvað ég kem með til liðsins og hvernig ég get hjálpað liðinu. Ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Milka. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að fá hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum hans gamla félags. „Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum. Ef þú spilar fyrir eitt lið þá ertu elskaður þar en allir aðrir hata þig. Nú munu þau grænu hvetja mig áfram en þau í bláu hreyta einhverju í mig. Það skiptir mig engu. Hjá mér snýst þetta allt um að njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Milka. Lofar fleiri þriggja stiga skotum Má búast við einhverju nýju hjá Milka nú þegar hann er kominn til Njarðvíkur. „Logi er hættur þannig að það eru svona sjö þriggja stiga skot á lausu í hverjum leik. Ég mun líklega taka meira af þriggja stiga skotum og það var í samningnum. Kannski skora ég því meira af þristum á næstu leiktíð,“ sagði Milka. Hann tók alls 78 þriggja stiga skot í 86 deildarleikjum með Keflavík og hitti úr 22 þeirra sem gerir 28 prósent nýtingu. Hann skaut 0,9 þrista að meðaltali í leik.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira