Project Lindarhvoll Björn Leví Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 12:30 Greinargerð ríkisendurskoðanda sýnir hvernig helsti ráðgjafi fjármálaráðuneytisins mætir á fyrsta stjórnarfund Lindarhvols með prókúru á bankareikning félagsins og drög að samningi við sjálfan sig. Þannig er lagt af stað í það verkefni að selja stöðugleikaeignir hrunbankanna á útsölu - verkefni sem átti að vera til fyrirmyndar þar sem andvirði eignanna væri hámarkað. Gagnsæi og jafnræði væru í hávegum höfð og pólitísk áhrif væru ómöguleg. Armslengdin væri svo löng. Við tók fimm ára feluleikur með greinargerð eftirlitsaðila þar sem helstu leikendur voru forseti Alþingis, ríkisstjórnin og arftakar setts ríkisendurskoðanda. „Project Lindarhvoll“ „Fyrsti stjórnarfundur Lindarhvols ehf. var haldinn 28. apríl 2016. Eftirfarandi gögn lágu fyrri fundinum til kynningar og/eða samþykktar: 1. „Project Lindarhvoll“ ásamt fylgigögnum. 2. Samningur um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaframlagseigna 3. Gögn varðandi fyrirhugaða starfshætti félagsins (samþykktir á fundinum): a) Starfsreglur stjórnar. b) Reglur um umsýslu, fullnustu og sölu eigna. c) Reglur og viðmið vegna lánamála d) Siðareglur. [...] Auk kjörinna stjórnarmanna sat Steinar Þ. Guðgeirsson hrl., eigandi Lögmannsstofunnar Íslaga ehf., fyrsta stjórnarfund Lindarhvols ehf. Steinar hafði verið ráðgjafi Seðlabanka Íslands og Fjármála- og efnahagsráðuneytisins við undirbúning að stofnun Lindarhvols ehf. Steinar var skipaður ritari fundarins, jafnframt hafði hann framsögu og kynnti stjórn félagsins ofangreind gögn, þ.m.t. samning um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaframlagseigna og reglur um starfshætti félagsins. Þá var Steinar þegar kominn með prókúruumboð fyrir bankareikning Lindarhvols ehf. í Landsbankanum.” Í þessum orðum setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, er að finna uppskriftina að því sem fór úrskeiðis. Hér er í raun verið að lýsa þeim blekkingum sem áttu sér stað innan Lindarhvols. Það er ekki augljóst en vísbendinguna er að finna í orðunum: „Þá var Steinar þegar kominn með prókúruumboð fyrir bankareikning Lindarhvols“. Gagnsæisskreyting Þegar stofnað var til þessa ehf sem er kallað svo viðeigandi nafni á fyrsta stjórnarfundi “Project Lindarhvoll” þá var ætlunin að reyna að halda sem mestri fjarlægð á milli ráðherra og framkvæmd þess að selja stöðugleikaframlagseignirnar. Þar var hin margrædda “armslengd” talin mjög mikilvæg. Skiljanlega meira að segja. Það gekk meira að segja svo langt að Ríkisendurskoðun fékk það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd samnings milli ríkisins og Lindarhvols. En vegna þess að þáverandi ríkisendurskoðandi var bróðir formanns Lindarhvols þá var Sigurður Þórðarsson skipaður til þess að sinna þessu eftirliti með framkvæmd samningsins við Lindarhvol. Það leit út fyrir að það ætti að sinna þessu verkefni á faglegan hátt með gagnsæi að leiðarljósi, eða eins og stendur í athugasemdum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis: “Þá er hvorki gert ráð fyrir að ráðherra né Seðlabankinn komi að einstökum ákvörðunum félagsins, þ.m.t. meðferð eða sölu eigna. Með þessu fyrirkomulagi er ætlunin að tryggja hlutlæga og faglega ákvarðanatöku. Þá er áréttað að jafnræðis og gangsæis skuli gætt við sölu eigna þannig að allir líklegir kaupendur hafi jafna möguleika á því að gera tilboð. Einnig skal félagið tryggja að salan sé hagkvæm, þ.e. að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs á hverjum tíma.” Uppsetningin er semsagt sú að það er búið til félag sem heyrir beint undir fjármála- og efnahagsráðuneytið (fjármála- og efnahagsráðherra heldur á hlutabréfi félagsins), ráðherra skipar stjórn félagsins og gerir samning við félagið um það hvernig á að standa að sölu eigna. Svo er ríkisendurskoðun sett í að fylgjast með framkvæmdinni. Til viðbótar var félaginu gefnar 150 milljónir króna til þess að standa straum af kostnaði við t.d. verðmætamat, auglýsingar og lögfræðiþjónustu. Hluti af þeim skilyrðum sem Lindarhvoll átti að fara eftir var að ef tvær leiðir stæðu til boða við ráðstöfun á eignum þá skyldi velja þá leið sem væri gagnsærri. Einnig var áréttað að ákvæði stjórnsýslulaga og upplýsingalaga skyldu lögð til grundvallar starfsemi félagsins eftir því sem við ætti og að lokum að ársfjórðungslega yrði nefndum þingsins veittar upplýsingar um framgang verkefnisins. Allt virtist vera sett upp á eins faglegan hátt og hægt var að hafa en skýrsla setts ríkiendurskoðanda afhjúpar að blekkingum var beitt. Lindarhvoll var leikrit sem sett var á fót með leikmyndum af gagnsæi og fagmennsku en um leið og skyggnst er á bak við tjöldin og kíkt inn, þá eru þar í gangi sömu gömlu vinnubrögðin og stælarnir sem þrífast á bak við luktar dyr viðskiptaleyndar. Gagnsæi er brandari og auðfengið fé er mikilvægara en fagleg og sparsöm vinnubrögð. Vísbendinguna er að finna í orðunum: „Þá var Steinar þegar kominn með prókúruumboð fyrir bankareikning Lindarhvols“. Ríkisendurskoðandi hafði einmitt áhuga á aðkomu Steinars og spurði ráðuneytið hvort það hefði hlutast til um ráðningu Steinars til að gera drög að samningi um umsýslu eignanna sem var lagður fram á fyrsta stjórnarfundinum. Ráðuneytið svaraði því með: „Af hálfu ráðuneytisins verður að ætla að sú ákvörðun stjórnarinnar að veita umræddum aðilum (formanni og einum meðstjórnanda að ræða við Steinar um daglegan rekstur félagsins) heimild til slíkra viðræðna hafi byggst á því mati stjórnar að Steinar Þór Guðgeirsson væri ákjósanlegur kostur enda hafi hann unnið umtalsvert að máli þessu í aðdraganda þess og hafði þegar fengið umboð fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að móttaka umræddar eignir í janúar sama ár.“ Þá vekur settur ríkisendurskoðandi athygli á því að í stjórn félagsins voru meðal annars skipaðir skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands. Þessa aðila skipaði fjármálaráðherra í stjórn félagsins sem átti að vera í armslengd frá bæði ráðherra og Seðlabankanum - og það sem gerist á fyrsta stjórnarfundi er að helsti ráðgjafi ráðuneytisins mætir þangað með prókúru á bankareikning félagsins og drög að samningi við sjálfan sig. Leikskólabarn gæti séð að armslengdarsjónarmið eru brandari í þessu samhengi. Eða eins og kom fram í nefndaráliti: „Þá er hvorki gert ráð fyrir að ráðherra né Seðlabankinn komi að einstökum ákvörðunum félagsins, þ.m.t. meðferð eða sölu eigna.” Tæknilega séð kom hvorki ráðherra né Seðlabankinn að einstökum ákvörðunum, en fulltrúar þeirra voru greinilega á staðnum til þess að taka allar ákvarðanirnar. Bæði í stjórn félagsins og ráðnir með verktakasamningi. Þetta er svo skýrt dæmi um gagnsæisskreytingu og gerfiarmslengd að það ætti að fara í kennslubækur. Bak við luktar dyr viðskiptaleyndar Fjármálaráðherra gerði voðalega fínan samning við Lindarhvol um hvernig ætti að hámarka verðmæti eignanna og um hvernig ætti að huga að gagnsæi og jafnræði. Öll fallegu orðin sem þarf að nefna voru í samningnum en eins og sést á greinargerð setts ríkisendurskoðanda þá uppfyllti framkvæmdin hvergi nærri fögru fyrirheitin. Settur ríkisendurskoðandi orðar þetta faglega í sinni greinargerð: „Ekki verður séð hvaða tilgangi ofangreint stjórnskipulag á að þjóna. Allt bókhald, daglegur rekstur og lögfræðileg málefni voru öll útvistuð af hálfu félagsins. Þá er rétt að benda á að enginn starfsmaður hefur starfað hjá félaginu.“ Á mannamáli mætti orða þetta nokkurn vegin svona: „Hvað voruð þið að pæla?“ Settur ríkisendurskoðandi rekur svo tengsl Steinars við hin ýmsu félög og verkefni sem má færa rök fyrir að hafi búið til hagsmunaárekstur við verkefni Lindarhvols. „Fyrir utan daglega framkvæmdastjórn og lögfræðilega ráðgjöf sinnti Steinar eftirfarandi viðfangsefnum fyrir Lindarhvol ehf., Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanka Íslands: Skipaður í stjórn fjögurra félaga á vegum Lindarhvols ehf. Skipaður í stjórn Lindarhvols ehf. sem samskiptaaðili við Arion banka í tengslum við sölu bankans. Skipaður af Seðlabanka Íslands, Fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Lindarhvoli ehf. sem eftirlitsmaður með umsýslu slitabúanna vegna fjársópseigna og varasjóða í umsjón þeirra. Stjórnarmaður í 11 félögum í slitameðferð sem voru hluti af stöðugleikaeignum slitabúanna. Ritari stjórnar Lindarhvols ehf. Fundarstjóri stjórnar Lindarhvols ehf. Lögmannsstofan Íslög hf. hafði umsjón í umboði stjórnar Lindarhvols ehf. með sölu á tilteknum stöðugleikaeignum.” Þið munið hvernig ráðuneytið og Seðlabankinn áttu ekki að koma nálægt neinu. Samt er eiginlegur framkvæmdastjóri Lindarhvols skipaður fram og til baka af ráðuneytinu og Seðlabanka í tengd verkefni. Eða eins og settur ríkisendurskoðandi orðar það á sinn yfirvegaða og faglega hátt: „er það mat Ríkisendurskoðunar, að þessi skipan hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til krafna um aðskilnað starfa, ábyrgðar og innra eftirlits sem hefði átt að vera til staðar við framkvæmd verkefnisins.“ Það er nefnilega stundum dálítið erfitt að lesa hversu alvarlegar ábendingar koma frá yfirveguðum og faglegum aðilum. Þetta er, fyrir alla sem skilja mikilvægi aðskilnaðs, ábyrgðar og innra eftirlits, rosalega alvarleg athugasemd. Að fara vel með almannaeigur „Tryggja skal hagkvæmni við sölu eigna. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignirnar.“ Settur ríkisendurskoðandi spurðist fyrir um hvaða verklag var viðhaft af hálfu Lindarhvols við mat á lágmarksverði eignanna sem átti að selja. Einfalda útgáfan af svarinu var að notað var bókfært virði þeirra. Það hljómar kannski sem skynsamlegt viðmið, en Alþingi veitti félaginu fjármagn upp á 150 milljónir króna sem átti meðal annars að standa undir kostnaði við verðmætamat eignanna. Það var greinilega ekki farið vel með það fé. En skynsamlega viðmiðið er dálítið gallað. Eins og kemur fram á bls. 20 í greinargerð setts ríkisendurskoðanda kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið endurmat virði stöðugleikaeignanna áður en þær voru settar í Lindarhvol. Mat ráðuneytinsin hljóðaði upp á samtals 384,3 milljarða króna. Ríkisendurskoðandi bendir á að erfitt hafi reynst að sannreyna matið út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir og skoðaði Ríkisendurskoðun því ársreikninga slitabúanna fyrir árin 2015 og 2016 og komst að því að verði samkvæmt ársreikningum hafi verið alls 413,1 milljarður króna. Næstum 29 milljörðum kónum hærra en mat fjármálaráðuneytisins. Þetta skiptir máli af því að þetta mat ráðuneytisins var notað sem viðmiðunarverð við sölu eignanna hjá Lindarhvoli. Ef það fékkst hærra tilboð en mat ráðuneytisins hljóðaði upp á þá var tilboði tekið og allir klöppuðu sér á bakið fyrir vel unnin störf, að hafa fengið hærra verð en miðað var við. Það er auðvitað auðveldara að fá hærra verð þegar eignirnar eru undirverðlagðar. Um þetta snýst síðasti kafli greinargerðar setts ríkisendurskoðanda. Þar sem verðþróun nokkurra eigna er skoðuð í kjölfar sölu Lindarhvols. Meðalgengi Reita hækkaði um rúmlega 14%. Sjóvá-Almennar hækkaði um tæplega 29%. Síminn um rúmlega 11% og Eimskip hf. hækkaði um tæplega 19%. Ég lærði það af fyrri Íslandsbankasölunni að allir aðilar, bæði seljendur og kaupendur séu ánægðir ef eignin sem er seld hækki um svona 5%. Þegar hækkunin er 10% og yfir þá er það tiltölulega augljóst að söluaðilinn gerði einhver mistök í verðmætamati sínu. Íslandsbanki hækkaði um 60% eða svo frá útboðsgengi - sem segir sitt um mistökin sem voru gerð í fyrsta Íslandsbankaútboðinu. En aftur að Lindarhvol. Settur ríkisendurskoðandi rekur þarna dæmi um vanmat á virði eignanna sem seldar voru. Eignir ríkisins voru bókstaflega seldar á útsöluverði. Ábyrgð ráðherra? Alþingi setti kröfur um armslengd, gagnsæi og jafnræði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn áttu hvergi að koma nálægt sölu eignanna - en stjórnskipunarlega séð verður það að vera fjármálaráðuneytið og fjármálaráðherra sem gerir samninga og skipar stjórn. Hjá því verður ekki komist. Það lítur því út fyrir að ábyrgð ráðherra í þessu máli ætti að vera í algjöru lágmarki. En eins og með gagnsæisskreytingarnar þá er erfitt að horfa fram hjá því hversu tengda aðila ráðherra setur inn í Lindarhvol. Skrifstofustjóra úr ráðuneytinu sínu og aðila frá Seðlabankanum, þrátt fyrir að þessir aðilar áttu hvergi að koma nærri. Svo er það kórónað með því að koma helsta ráðgjafa ráðuneytisins fyrir sem eiginlegum framkvæmdastjóra félagsins. Aðila sem mætir með prókúru á bankareikning félagsins á fyrsta stjórnarfund þess. Prókúru sem einungis ráðherra getur veitt. Hugtakið „fjarstýring“ verður óþægilega nákvæm lýsing á því sem gerðist þarna. Armslengdin var álíka löng og á grameðlu. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Starfsemi Lindarhvols Píratar Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Greinargerð ríkisendurskoðanda sýnir hvernig helsti ráðgjafi fjármálaráðuneytisins mætir á fyrsta stjórnarfund Lindarhvols með prókúru á bankareikning félagsins og drög að samningi við sjálfan sig. Þannig er lagt af stað í það verkefni að selja stöðugleikaeignir hrunbankanna á útsölu - verkefni sem átti að vera til fyrirmyndar þar sem andvirði eignanna væri hámarkað. Gagnsæi og jafnræði væru í hávegum höfð og pólitísk áhrif væru ómöguleg. Armslengdin væri svo löng. Við tók fimm ára feluleikur með greinargerð eftirlitsaðila þar sem helstu leikendur voru forseti Alþingis, ríkisstjórnin og arftakar setts ríkisendurskoðanda. „Project Lindarhvoll“ „Fyrsti stjórnarfundur Lindarhvols ehf. var haldinn 28. apríl 2016. Eftirfarandi gögn lágu fyrri fundinum til kynningar og/eða samþykktar: 1. „Project Lindarhvoll“ ásamt fylgigögnum. 2. Samningur um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaframlagseigna 3. Gögn varðandi fyrirhugaða starfshætti félagsins (samþykktir á fundinum): a) Starfsreglur stjórnar. b) Reglur um umsýslu, fullnustu og sölu eigna. c) Reglur og viðmið vegna lánamála d) Siðareglur. [...] Auk kjörinna stjórnarmanna sat Steinar Þ. Guðgeirsson hrl., eigandi Lögmannsstofunnar Íslaga ehf., fyrsta stjórnarfund Lindarhvols ehf. Steinar hafði verið ráðgjafi Seðlabanka Íslands og Fjármála- og efnahagsráðuneytisins við undirbúning að stofnun Lindarhvols ehf. Steinar var skipaður ritari fundarins, jafnframt hafði hann framsögu og kynnti stjórn félagsins ofangreind gögn, þ.m.t. samning um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaframlagseigna og reglur um starfshætti félagsins. Þá var Steinar þegar kominn með prókúruumboð fyrir bankareikning Lindarhvols ehf. í Landsbankanum.” Í þessum orðum setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, er að finna uppskriftina að því sem fór úrskeiðis. Hér er í raun verið að lýsa þeim blekkingum sem áttu sér stað innan Lindarhvols. Það er ekki augljóst en vísbendinguna er að finna í orðunum: „Þá var Steinar þegar kominn með prókúruumboð fyrir bankareikning Lindarhvols“. Gagnsæisskreyting Þegar stofnað var til þessa ehf sem er kallað svo viðeigandi nafni á fyrsta stjórnarfundi “Project Lindarhvoll” þá var ætlunin að reyna að halda sem mestri fjarlægð á milli ráðherra og framkvæmd þess að selja stöðugleikaframlagseignirnar. Þar var hin margrædda “armslengd” talin mjög mikilvæg. Skiljanlega meira að segja. Það gekk meira að segja svo langt að Ríkisendurskoðun fékk það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd samnings milli ríkisins og Lindarhvols. En vegna þess að þáverandi ríkisendurskoðandi var bróðir formanns Lindarhvols þá var Sigurður Þórðarsson skipaður til þess að sinna þessu eftirliti með framkvæmd samningsins við Lindarhvol. Það leit út fyrir að það ætti að sinna þessu verkefni á faglegan hátt með gagnsæi að leiðarljósi, eða eins og stendur í athugasemdum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis: “Þá er hvorki gert ráð fyrir að ráðherra né Seðlabankinn komi að einstökum ákvörðunum félagsins, þ.m.t. meðferð eða sölu eigna. Með þessu fyrirkomulagi er ætlunin að tryggja hlutlæga og faglega ákvarðanatöku. Þá er áréttað að jafnræðis og gangsæis skuli gætt við sölu eigna þannig að allir líklegir kaupendur hafi jafna möguleika á því að gera tilboð. Einnig skal félagið tryggja að salan sé hagkvæm, þ.e. að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs á hverjum tíma.” Uppsetningin er semsagt sú að það er búið til félag sem heyrir beint undir fjármála- og efnahagsráðuneytið (fjármála- og efnahagsráðherra heldur á hlutabréfi félagsins), ráðherra skipar stjórn félagsins og gerir samning við félagið um það hvernig á að standa að sölu eigna. Svo er ríkisendurskoðun sett í að fylgjast með framkvæmdinni. Til viðbótar var félaginu gefnar 150 milljónir króna til þess að standa straum af kostnaði við t.d. verðmætamat, auglýsingar og lögfræðiþjónustu. Hluti af þeim skilyrðum sem Lindarhvoll átti að fara eftir var að ef tvær leiðir stæðu til boða við ráðstöfun á eignum þá skyldi velja þá leið sem væri gagnsærri. Einnig var áréttað að ákvæði stjórnsýslulaga og upplýsingalaga skyldu lögð til grundvallar starfsemi félagsins eftir því sem við ætti og að lokum að ársfjórðungslega yrði nefndum þingsins veittar upplýsingar um framgang verkefnisins. Allt virtist vera sett upp á eins faglegan hátt og hægt var að hafa en skýrsla setts ríkiendurskoðanda afhjúpar að blekkingum var beitt. Lindarhvoll var leikrit sem sett var á fót með leikmyndum af gagnsæi og fagmennsku en um leið og skyggnst er á bak við tjöldin og kíkt inn, þá eru þar í gangi sömu gömlu vinnubrögðin og stælarnir sem þrífast á bak við luktar dyr viðskiptaleyndar. Gagnsæi er brandari og auðfengið fé er mikilvægara en fagleg og sparsöm vinnubrögð. Vísbendinguna er að finna í orðunum: „Þá var Steinar þegar kominn með prókúruumboð fyrir bankareikning Lindarhvols“. Ríkisendurskoðandi hafði einmitt áhuga á aðkomu Steinars og spurði ráðuneytið hvort það hefði hlutast til um ráðningu Steinars til að gera drög að samningi um umsýslu eignanna sem var lagður fram á fyrsta stjórnarfundinum. Ráðuneytið svaraði því með: „Af hálfu ráðuneytisins verður að ætla að sú ákvörðun stjórnarinnar að veita umræddum aðilum (formanni og einum meðstjórnanda að ræða við Steinar um daglegan rekstur félagsins) heimild til slíkra viðræðna hafi byggst á því mati stjórnar að Steinar Þór Guðgeirsson væri ákjósanlegur kostur enda hafi hann unnið umtalsvert að máli þessu í aðdraganda þess og hafði þegar fengið umboð fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að móttaka umræddar eignir í janúar sama ár.“ Þá vekur settur ríkisendurskoðandi athygli á því að í stjórn félagsins voru meðal annars skipaðir skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands. Þessa aðila skipaði fjármálaráðherra í stjórn félagsins sem átti að vera í armslengd frá bæði ráðherra og Seðlabankanum - og það sem gerist á fyrsta stjórnarfundi er að helsti ráðgjafi ráðuneytisins mætir þangað með prókúru á bankareikning félagsins og drög að samningi við sjálfan sig. Leikskólabarn gæti séð að armslengdarsjónarmið eru brandari í þessu samhengi. Eða eins og kom fram í nefndaráliti: „Þá er hvorki gert ráð fyrir að ráðherra né Seðlabankinn komi að einstökum ákvörðunum félagsins, þ.m.t. meðferð eða sölu eigna.” Tæknilega séð kom hvorki ráðherra né Seðlabankinn að einstökum ákvörðunum, en fulltrúar þeirra voru greinilega á staðnum til þess að taka allar ákvarðanirnar. Bæði í stjórn félagsins og ráðnir með verktakasamningi. Þetta er svo skýrt dæmi um gagnsæisskreytingu og gerfiarmslengd að það ætti að fara í kennslubækur. Bak við luktar dyr viðskiptaleyndar Fjármálaráðherra gerði voðalega fínan samning við Lindarhvol um hvernig ætti að hámarka verðmæti eignanna og um hvernig ætti að huga að gagnsæi og jafnræði. Öll fallegu orðin sem þarf að nefna voru í samningnum en eins og sést á greinargerð setts ríkisendurskoðanda þá uppfyllti framkvæmdin hvergi nærri fögru fyrirheitin. Settur ríkisendurskoðandi orðar þetta faglega í sinni greinargerð: „Ekki verður séð hvaða tilgangi ofangreint stjórnskipulag á að þjóna. Allt bókhald, daglegur rekstur og lögfræðileg málefni voru öll útvistuð af hálfu félagsins. Þá er rétt að benda á að enginn starfsmaður hefur starfað hjá félaginu.“ Á mannamáli mætti orða þetta nokkurn vegin svona: „Hvað voruð þið að pæla?“ Settur ríkisendurskoðandi rekur svo tengsl Steinars við hin ýmsu félög og verkefni sem má færa rök fyrir að hafi búið til hagsmunaárekstur við verkefni Lindarhvols. „Fyrir utan daglega framkvæmdastjórn og lögfræðilega ráðgjöf sinnti Steinar eftirfarandi viðfangsefnum fyrir Lindarhvol ehf., Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanka Íslands: Skipaður í stjórn fjögurra félaga á vegum Lindarhvols ehf. Skipaður í stjórn Lindarhvols ehf. sem samskiptaaðili við Arion banka í tengslum við sölu bankans. Skipaður af Seðlabanka Íslands, Fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Lindarhvoli ehf. sem eftirlitsmaður með umsýslu slitabúanna vegna fjársópseigna og varasjóða í umsjón þeirra. Stjórnarmaður í 11 félögum í slitameðferð sem voru hluti af stöðugleikaeignum slitabúanna. Ritari stjórnar Lindarhvols ehf. Fundarstjóri stjórnar Lindarhvols ehf. Lögmannsstofan Íslög hf. hafði umsjón í umboði stjórnar Lindarhvols ehf. með sölu á tilteknum stöðugleikaeignum.” Þið munið hvernig ráðuneytið og Seðlabankinn áttu ekki að koma nálægt neinu. Samt er eiginlegur framkvæmdastjóri Lindarhvols skipaður fram og til baka af ráðuneytinu og Seðlabanka í tengd verkefni. Eða eins og settur ríkisendurskoðandi orðar það á sinn yfirvegaða og faglega hátt: „er það mat Ríkisendurskoðunar, að þessi skipan hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til krafna um aðskilnað starfa, ábyrgðar og innra eftirlits sem hefði átt að vera til staðar við framkvæmd verkefnisins.“ Það er nefnilega stundum dálítið erfitt að lesa hversu alvarlegar ábendingar koma frá yfirveguðum og faglegum aðilum. Þetta er, fyrir alla sem skilja mikilvægi aðskilnaðs, ábyrgðar og innra eftirlits, rosalega alvarleg athugasemd. Að fara vel með almannaeigur „Tryggja skal hagkvæmni við sölu eigna. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignirnar.“ Settur ríkisendurskoðandi spurðist fyrir um hvaða verklag var viðhaft af hálfu Lindarhvols við mat á lágmarksverði eignanna sem átti að selja. Einfalda útgáfan af svarinu var að notað var bókfært virði þeirra. Það hljómar kannski sem skynsamlegt viðmið, en Alþingi veitti félaginu fjármagn upp á 150 milljónir króna sem átti meðal annars að standa undir kostnaði við verðmætamat eignanna. Það var greinilega ekki farið vel með það fé. En skynsamlega viðmiðið er dálítið gallað. Eins og kemur fram á bls. 20 í greinargerð setts ríkisendurskoðanda kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið endurmat virði stöðugleikaeignanna áður en þær voru settar í Lindarhvol. Mat ráðuneytinsin hljóðaði upp á samtals 384,3 milljarða króna. Ríkisendurskoðandi bendir á að erfitt hafi reynst að sannreyna matið út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir og skoðaði Ríkisendurskoðun því ársreikninga slitabúanna fyrir árin 2015 og 2016 og komst að því að verði samkvæmt ársreikningum hafi verið alls 413,1 milljarður króna. Næstum 29 milljörðum kónum hærra en mat fjármálaráðuneytisins. Þetta skiptir máli af því að þetta mat ráðuneytisins var notað sem viðmiðunarverð við sölu eignanna hjá Lindarhvoli. Ef það fékkst hærra tilboð en mat ráðuneytisins hljóðaði upp á þá var tilboði tekið og allir klöppuðu sér á bakið fyrir vel unnin störf, að hafa fengið hærra verð en miðað var við. Það er auðvitað auðveldara að fá hærra verð þegar eignirnar eru undirverðlagðar. Um þetta snýst síðasti kafli greinargerðar setts ríkisendurskoðanda. Þar sem verðþróun nokkurra eigna er skoðuð í kjölfar sölu Lindarhvols. Meðalgengi Reita hækkaði um rúmlega 14%. Sjóvá-Almennar hækkaði um tæplega 29%. Síminn um rúmlega 11% og Eimskip hf. hækkaði um tæplega 19%. Ég lærði það af fyrri Íslandsbankasölunni að allir aðilar, bæði seljendur og kaupendur séu ánægðir ef eignin sem er seld hækki um svona 5%. Þegar hækkunin er 10% og yfir þá er það tiltölulega augljóst að söluaðilinn gerði einhver mistök í verðmætamati sínu. Íslandsbanki hækkaði um 60% eða svo frá útboðsgengi - sem segir sitt um mistökin sem voru gerð í fyrsta Íslandsbankaútboðinu. En aftur að Lindarhvol. Settur ríkisendurskoðandi rekur þarna dæmi um vanmat á virði eignanna sem seldar voru. Eignir ríkisins voru bókstaflega seldar á útsöluverði. Ábyrgð ráðherra? Alþingi setti kröfur um armslengd, gagnsæi og jafnræði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn áttu hvergi að koma nálægt sölu eignanna - en stjórnskipunarlega séð verður það að vera fjármálaráðuneytið og fjármálaráðherra sem gerir samninga og skipar stjórn. Hjá því verður ekki komist. Það lítur því út fyrir að ábyrgð ráðherra í þessu máli ætti að vera í algjöru lágmarki. En eins og með gagnsæisskreytingarnar þá er erfitt að horfa fram hjá því hversu tengda aðila ráðherra setur inn í Lindarhvol. Skrifstofustjóra úr ráðuneytinu sínu og aðila frá Seðlabankanum, þrátt fyrir að þessir aðilar áttu hvergi að koma nærri. Svo er það kórónað með því að koma helsta ráðgjafa ráðuneytisins fyrir sem eiginlegum framkvæmdastjóra félagsins. Aðila sem mætir með prókúru á bankareikning félagsins á fyrsta stjórnarfund þess. Prókúru sem einungis ráðherra getur veitt. Hugtakið „fjarstýring“ verður óþægilega nákvæm lýsing á því sem gerðist þarna. Armslengdin var álíka löng og á grameðlu. Höfundur er þingmaður Pírata.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun