Ólafur Stefáns er fimmtugur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2023 09:30 Ólafur Stefánsson átti langan og sigursælan feril inn á handboltavellinum. Getty/Jan Christensen/ Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson fæddist 3. júlí 1973 og heldur því upp á fimmtugsafmælið sitt í dag. Ólafur er eins og er aðstoðarþjálfari þýska liðsins Erlangen en hann lagði handboltaskóna á hilluna árið 2013. Ólafur er einn farsælasti íþróttamaður Íslandssögunnar og var á sínum tíma fjórum sinnum kosinn Íþróttamaður ársins eða árin 2002, 2003, 2008 og 2009. Ólafur var í aðalhlutverki þegar íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á ÓLympíuleikum (silfur í Peking 2008), á Evrópumeistaramóti (brons í Austurríki 2010) og á heimsmeistaramóti (fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997). Ólafur skoraði 1511 mörk í 318 landsleikjum og átti lengi markamet landsliðsins áður en Guðjón Valur Sigurðsson tók það af honum. Ólafur er líka einn sigursælasti handboltamaður Íslands þegar kemur að árangri með félagsliðum. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann vann bæði þýsku deildina, Meistaradeildina og EHF-bikarinn með Magdeburg. Hann spilaði með þremur liðum í Bundesligunni, bestu deild í heimi, og var þar með 1245 mörk í 257 leikjum. Sigursælustu árin átti hann hjá Ciudad Real á Spáni þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum, spænsku deildina fjórum sinnum og sex bikartitla á Spáni. Ólafur náði einnig að verða bæði Danmerkurmeistari með AG frá Kaupmannahöfn og meistari með Lekhwiya Sports Club Doha í Katar. Ólafur varð markakóngur á EM 2002 í Svíþjóð þar sem íslenska landsliðið endaði í fjórða sæti. Hann var fjórum sinnum valinn í úrvalslið á stórmótum, tvisvar á EM (2002 og 2010) og tvisvar á Ólympíuleikum (2004 og 2008). Til hamingju með afmælið Ólafur. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira
Ólafur er eins og er aðstoðarþjálfari þýska liðsins Erlangen en hann lagði handboltaskóna á hilluna árið 2013. Ólafur er einn farsælasti íþróttamaður Íslandssögunnar og var á sínum tíma fjórum sinnum kosinn Íþróttamaður ársins eða árin 2002, 2003, 2008 og 2009. Ólafur var í aðalhlutverki þegar íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á ÓLympíuleikum (silfur í Peking 2008), á Evrópumeistaramóti (brons í Austurríki 2010) og á heimsmeistaramóti (fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997). Ólafur skoraði 1511 mörk í 318 landsleikjum og átti lengi markamet landsliðsins áður en Guðjón Valur Sigurðsson tók það af honum. Ólafur er líka einn sigursælasti handboltamaður Íslands þegar kemur að árangri með félagsliðum. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann vann bæði þýsku deildina, Meistaradeildina og EHF-bikarinn með Magdeburg. Hann spilaði með þremur liðum í Bundesligunni, bestu deild í heimi, og var þar með 1245 mörk í 257 leikjum. Sigursælustu árin átti hann hjá Ciudad Real á Spáni þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum, spænsku deildina fjórum sinnum og sex bikartitla á Spáni. Ólafur náði einnig að verða bæði Danmerkurmeistari með AG frá Kaupmannahöfn og meistari með Lekhwiya Sports Club Doha í Katar. Ólafur varð markakóngur á EM 2002 í Svíþjóð þar sem íslenska landsliðið endaði í fjórða sæti. Hann var fjórum sinnum valinn í úrvalslið á stórmótum, tvisvar á EM (2002 og 2010) og tvisvar á Ólympíuleikum (2004 og 2008). Til hamingju með afmælið Ólafur. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg)
Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira