Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 14:34 Nefndin spurði fulltrúa Seðlabankans spjörunum úr. Vísir/Vilhelm Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. Fundarefni er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum. Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sátu fyrir svörum. „Það hefur örlað á því í umræðunni um þetta mál að fjármálakerfið í heild sé undir og ýjað að því að mögulega sé sama staða uppi annars staðar eða í annarri starfsemi,“ sagði Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðguleikasviðs Seðlabanka Íslands. „Stærsti hluti starfsemi þessara banka lýtur að viðskiptabankastarfsemi og það eru engar vísbendingar um að þar sé að finna sambærilega annmarka líkt og getið er um í þessari sátt,“ sagði Gunnar og sagði mikilvægt að geta þess að hægt væri að hafa fullt traust á fjármálakerfinu þrátt fyrir Íslandsbankamálið. Ekki sátt heldur játning Þá voru fulltrúar Seðlabankans meðal annars spurðir af því af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmanni Flokks fólksins, hvort að þeim fyndist það eðlilegt að starfsmenn bankans væru algjörlega stikkfrí í málinu og hvort hægt hefði verið að beita persónulegum sektargreiðslum gegn þeim. Spurði hún einnig hvers vegna sáttaleið hefði verið farin. „Íslandsbanki óskar sjálfur eftir því að ljúka málinu með þessum hætti. Aðili viðurkennir að hann hafi brotið af sér og ræðst í úrbætur. Bæði hefur bankinn óskað eftir sáttinni, gengst við brotum og hefur þegar hafið úrbætur,“ svaraði Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits. Hún segir bankann eiga eftir að skila úttekt á úrbótum sínum í haust sem eftirlit verði með og tryggt að verði fullnægjandi. Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, segir að Seðlabankinn hafi ekki úrræði til þess að gera starfsmenn bankans persónulega ábyrga fyrir greiðslu sektarinnar. Þá segir Gunnar Jakobsson að það lýsi málinu ekki endilega nægilega vel að tala um sátt. „Það er að þvælast fyrir okkur þegar við tölum um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu og þeim atvikalýsingum á þeim brotum sem hafa verið framin. Mitt mat er að það sé heppilegt að ljúka málum með játningu í stað þess að fara með mál fyrri dóm.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fundarefni er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum. Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sátu fyrir svörum. „Það hefur örlað á því í umræðunni um þetta mál að fjármálakerfið í heild sé undir og ýjað að því að mögulega sé sama staða uppi annars staðar eða í annarri starfsemi,“ sagði Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðguleikasviðs Seðlabanka Íslands. „Stærsti hluti starfsemi þessara banka lýtur að viðskiptabankastarfsemi og það eru engar vísbendingar um að þar sé að finna sambærilega annmarka líkt og getið er um í þessari sátt,“ sagði Gunnar og sagði mikilvægt að geta þess að hægt væri að hafa fullt traust á fjármálakerfinu þrátt fyrir Íslandsbankamálið. Ekki sátt heldur játning Þá voru fulltrúar Seðlabankans meðal annars spurðir af því af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmanni Flokks fólksins, hvort að þeim fyndist það eðlilegt að starfsmenn bankans væru algjörlega stikkfrí í málinu og hvort hægt hefði verið að beita persónulegum sektargreiðslum gegn þeim. Spurði hún einnig hvers vegna sáttaleið hefði verið farin. „Íslandsbanki óskar sjálfur eftir því að ljúka málinu með þessum hætti. Aðili viðurkennir að hann hafi brotið af sér og ræðst í úrbætur. Bæði hefur bankinn óskað eftir sáttinni, gengst við brotum og hefur þegar hafið úrbætur,“ svaraði Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits. Hún segir bankann eiga eftir að skila úttekt á úrbótum sínum í haust sem eftirlit verði með og tryggt að verði fullnægjandi. Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, segir að Seðlabankinn hafi ekki úrræði til þess að gera starfsmenn bankans persónulega ábyrga fyrir greiðslu sektarinnar. Þá segir Gunnar Jakobsson að það lýsi málinu ekki endilega nægilega vel að tala um sátt. „Það er að þvælast fyrir okkur þegar við tölum um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu og þeim atvikalýsingum á þeim brotum sem hafa verið framin. Mitt mat er að það sé heppilegt að ljúka málum með játningu í stað þess að fara með mál fyrri dóm.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira