„Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er“ Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júní 2023 23:04 Pútín ávarpaði Rússland í kvöld. EPA/GAVRIIL GRIGOROV Forseti Rússlands segir að uppreisn Wagner-hópsins um helgina hafi sýnt að allar tilraunir til að brjóta stjórn Rússlands niður að innan muni enda með tapi. Hann segist ætla að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt þegar kemur að skipuleggjendum uppreisnarinnar. Þetta er á meðal þess sem kom fram í ávarpi Vladimír Pútín til rússnesku þjóðarinnar í kvöld. Samkvæmt BBC nefndi hann Jevgení Prigozhin, eiganda málaliðahersins Wagner-hópsins, ekki sérstaklega á nafn. Prigozhin hefur sagt að markmiðið með uppreisninni yhafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp. Ekki hafi verið um valdarán að ræða. Skilaboð Pútíns í kvöld voru þó sú að þeir sem skipulögðu uppreisnina hefðu svikið land sitt og þjóð. Þeir væru að vinna vinnu óvinarins með því að reyna að sundra Rússlandi og draga það inn í blóðbað. Pútín sagði samstöðu borgaranna í uppreisninni um helgina hafa sýnt að allar tilraunir til að kúga eða skipuleggja valdarán muni enda með tapi. „Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er,“ hefur CNN eftir honum. Pútín þakkaði þá Wagner-liðum fyrir að stöðva uppreisnina áður en blóðsúthellingar hófust. Hann segist ætla að standa við loforð sín um að leyfa þeim að snúa aftur til Hvíta Rússlands, eða Belarús. Einnig þakkaði hann Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta Rússlands, en sá er sagður hafa átt heiðurinn af því að samið var um að binda enda á uppreisnina á friðsaman hátt. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í ávarpi Vladimír Pútín til rússnesku þjóðarinnar í kvöld. Samkvæmt BBC nefndi hann Jevgení Prigozhin, eiganda málaliðahersins Wagner-hópsins, ekki sérstaklega á nafn. Prigozhin hefur sagt að markmiðið með uppreisninni yhafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp. Ekki hafi verið um valdarán að ræða. Skilaboð Pútíns í kvöld voru þó sú að þeir sem skipulögðu uppreisnina hefðu svikið land sitt og þjóð. Þeir væru að vinna vinnu óvinarins með því að reyna að sundra Rússlandi og draga það inn í blóðbað. Pútín sagði samstöðu borgaranna í uppreisninni um helgina hafa sýnt að allar tilraunir til að kúga eða skipuleggja valdarán muni enda með tapi. „Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er,“ hefur CNN eftir honum. Pútín þakkaði þá Wagner-liðum fyrir að stöðva uppreisnina áður en blóðsúthellingar hófust. Hann segist ætla að standa við loforð sín um að leyfa þeim að snúa aftur til Hvíta Rússlands, eða Belarús. Einnig þakkaði hann Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta Rússlands, en sá er sagður hafa átt heiðurinn af því að samið var um að binda enda á uppreisnina á friðsaman hátt.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira