Með veika móður og einhverfa dóttur en fær ekki hæli Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 09:00 Mariangel Garcia hefur dvalið á Íslandi í átta mánuði. Vísir/Dúi Umsókn venesúelskrar konu og einhverfrar dóttur hennar um hæli hér á landi var nýlega hafnað. Hún segir ástandið í heimalandinu mun verra en fólk hér á landi átti sig á. Lágmarksmánaðarlaun þar samsvara fjórum íslenskum krónum í tímakaup. Mariangel kemur frá Venesúela en hún flúði til Íslands fyrir átta mánuðum síðan vegna ástandsins þar í landi. Hún kom hingað með dóttur sinni sem er einhverf og móður sinni sem þjáist að lungnasjúkdómi. Umsókn hennar um hæli hefur þó verið hafnað og verður henni því að öllum líkindum vísað úr landi á næstunni. Hún segir ástandið í Venesúela vera mun verra en fólk geri sér grein fyrir. Hún til að mynda átti þar lítið fyrirtæki en þurfti að loka því eftir að henni fóru að berast líflátshótanir. „Ég átti verslun, litla verslun sem seldi helstu nauðsynjar. Þeir fjárkúguðu mig og ég gat ekki tilkynnt það til lögreglunnar af því þessir sömu lögregluþjónar eru þeir sem hvetja til fjárkúgunarinnar,“ segir Mariangel. Mariangel starfar sem sjálfboðaliði í Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en er menntuð sem hjúkrunarfræðingur. Hún segir að það yrði erfitt fyrir hana að sjá um móður sína yrðu þær sendar aftur til Venesúela en lágmarkslaun þar á mánuði samsvara um sex hundruð og fimmtíu íslenskum krónum. Vinni maður þar í fjörutíu tíma á viku yrði tímakaupið um fjórar krónur. Mariangel hefur eignast marga vini hér á landi. Vísir/Dúi „Launin í Venesúela eru mjög lág, lífsskilyrðin í Venesúela eru mjög slæm,“ segir Mariangel. Hún biðlar til stjórnvalda um að samþykkja umsókn hennar en hún hefur þegar áfrýjað höfnuninni. „Ég, líkt og margir aðrir Venesúelamenn, er búin að vera meira en átta mánuði hér á landi og við höfum reynt að aðlagast. Ég vil ekki vera byrði fyrir þetta land. Ég bið bara um tækifæri til að gefa móður minni og dóttur gott líf,“ segir Mariangel. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Mariangel kemur frá Venesúela en hún flúði til Íslands fyrir átta mánuðum síðan vegna ástandsins þar í landi. Hún kom hingað með dóttur sinni sem er einhverf og móður sinni sem þjáist að lungnasjúkdómi. Umsókn hennar um hæli hefur þó verið hafnað og verður henni því að öllum líkindum vísað úr landi á næstunni. Hún segir ástandið í Venesúela vera mun verra en fólk geri sér grein fyrir. Hún til að mynda átti þar lítið fyrirtæki en þurfti að loka því eftir að henni fóru að berast líflátshótanir. „Ég átti verslun, litla verslun sem seldi helstu nauðsynjar. Þeir fjárkúguðu mig og ég gat ekki tilkynnt það til lögreglunnar af því þessir sömu lögregluþjónar eru þeir sem hvetja til fjárkúgunarinnar,“ segir Mariangel. Mariangel starfar sem sjálfboðaliði í Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en er menntuð sem hjúkrunarfræðingur. Hún segir að það yrði erfitt fyrir hana að sjá um móður sína yrðu þær sendar aftur til Venesúela en lágmarkslaun þar á mánuði samsvara um sex hundruð og fimmtíu íslenskum krónum. Vinni maður þar í fjörutíu tíma á viku yrði tímakaupið um fjórar krónur. Mariangel hefur eignast marga vini hér á landi. Vísir/Dúi „Launin í Venesúela eru mjög lág, lífsskilyrðin í Venesúela eru mjög slæm,“ segir Mariangel. Hún biðlar til stjórnvalda um að samþykkja umsókn hennar en hún hefur þegar áfrýjað höfnuninni. „Ég, líkt og margir aðrir Venesúelamenn, er búin að vera meira en átta mánuði hér á landi og við höfum reynt að aðlagast. Ég vil ekki vera byrði fyrir þetta land. Ég bið bara um tækifæri til að gefa móður minni og dóttur gott líf,“ segir Mariangel.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira