Hugðust gera árás á Pride-gönguna í Vín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 07:51 Frá Pride-göngunni í fyrra. AP/Theresa Wey Lögregluyfirvöld í Austurríki handtóku þrjá menn um helgina sem eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um árás á árlegu LGBTQ+ Pride-gönguna í Vín, sem fram fór á laugardag. Yfir 300 þúsund manns eru sagðir hafa tekið þátt í eða fylgst með göngunni. Mennirnir sem voru handteknir voru 14 ára, 17 ára og 20 ára. Litlar upplýsingar liggja fyrir um handtökurnar, aðrar en að lagt var hald á hnífa, öxi og loftbyssur. Boðað var til blaðamannafundar í gær þar sem greint var frá málinu en yfirvöld sögðust hafa viljað bíða með að tilkynna um handtökurnar þar til eftir að gangan væri yfirstaðin. Markmið hryðjuverkamanna væri að sá ótta meðal almennings og það væri hlutverk lögreglu að koma í veg fyrir það. Samkvæmt fregnum af málinu eru mennirnir með austurrískt ríkisfang en eiga uppruna sinn að rekja til Bosníu og Tjétjéníu. Þeir virðast mögulega hafa verið að svara ákalli Ríkis íslam um árásir í Evrópu en einn þeirra hafði áður komið við sögu hjá lögreglu. Síðasta árásin í Austurríki sem var tengd Ríki íslam átti sér stað í nóvember árið 2020 þegar byssumaður lét til skarar skríða „á djamminu“ í Vín. Fjórir létust í árásinni og 23 slösuðust. Austurríki Hinsegin Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira
Yfir 300 þúsund manns eru sagðir hafa tekið þátt í eða fylgst með göngunni. Mennirnir sem voru handteknir voru 14 ára, 17 ára og 20 ára. Litlar upplýsingar liggja fyrir um handtökurnar, aðrar en að lagt var hald á hnífa, öxi og loftbyssur. Boðað var til blaðamannafundar í gær þar sem greint var frá málinu en yfirvöld sögðust hafa viljað bíða með að tilkynna um handtökurnar þar til eftir að gangan væri yfirstaðin. Markmið hryðjuverkamanna væri að sá ótta meðal almennings og það væri hlutverk lögreglu að koma í veg fyrir það. Samkvæmt fregnum af málinu eru mennirnir með austurrískt ríkisfang en eiga uppruna sinn að rekja til Bosníu og Tjétjéníu. Þeir virðast mögulega hafa verið að svara ákalli Ríkis íslam um árásir í Evrópu en einn þeirra hafði áður komið við sögu hjá lögreglu. Síðasta árásin í Austurríki sem var tengd Ríki íslam átti sér stað í nóvember árið 2020 þegar byssumaður lét til skarar skríða „á djamminu“ í Vín. Fjórir létust í árásinni og 23 slösuðust.
Austurríki Hinsegin Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fleiri fréttir Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Sjá meira