„Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. júní 2023 10:01 Sigþrúður Ármann Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, vaknar svo snemma á morgnana að það mætti halda að hún væri alltaf að fara til útlanda. Hún viðurkennir hins vegar að hún sé svo kvöldsvæf að hún sé nánast óviðræðuhæf eftir klukkan tíu á kvöldin. Vísir/Vilhelm Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt snemma á morgnana, um klukkan sex. Ég grínast stundum með það að það mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni því ég vakna svo snemma. Það er svo gefandi að vakna og hlusta á fuglasönginn og njóta fallegu birtunnar. Það er ekki alveg eins auðvelt að vakna svona snemma á veturna í myrkri og frosti en eins undarlegt og það kann að hljóma þá kemst það upp í vana og hefur ákveðinn sjarma.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst æðislegt að hreyfa mig snemma á morgnana og fer oftast út að skokka við Vífilsstaðavatn eða í jóga. Það gefur mér mikla orku og ég fer í framhaldinu hress inn í daginn.“ Þegar þú varst lítil hvað hélstu eða dreymdir um að þú yrðir þegar þú værir orðin stór? Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða flugstjóri. Mér fannst það spennandi. Ég man að ég var ekki ánægð með að það var frekar gert ráð fyrir að stelpur yrðu flugfreyjur og strákar flugstjórar. Strax sem stelpa hugsaði ég um að konur gætu verið í efstu stöðum í öllu atvinnulífinu. Að alast upp með frú Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta og eiga æðislega foreldra hafði mikil og jákvæð áhrif á mig.“ Sigþrúður segist vera orðin meðvitaðri um það í dag að láta símann og samfélagsmiðla ekki taka af sér öll völd og hefur verið að reyna að minnka notkun þeirra. Í skipulagi býr hún sér til aðgerðarlista og segir einnig að til að afkasta sem mestu skipti góð næring, hreyfing og góður svefn gríðarlega miklu máli. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Controlant og er á fullu að kynnast þessu flotta fyrirtæki og öllu frábæra fólkinu sem þar vinnur. Það er virkilega lærdómsríkt. Ég er einnig stjórnarformaður Exedra sem er vettvangur umræðna fyrir öflugan hóp kvenna og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar sem er ein stærsta harðfiskframleiðsla landsins. Þannig að verkefnin mín eru fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég forgangsraða verkefnum og bý til aðgerðarlista. Hjá Controlant hef ég verið að læra á mikið að nýjum kerfum sem hjálpa mér meðal annars að hafa yfirsýn yfir verkefnin og forgangsraða þeim. Ég er orðin meðvitaðri um að láta símann og samfélagsmiðla ekki taka af mér öll völd og hef verið að minnka notkun þeirra. Til að ná að afkasta sem mestu skiptir máli að vera full af orku og ég finn hvað góð næring, hreyfing og góður svefn skipta gríðarlega miklu máli.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er mjög kvöldsvæf og er eiginlega óviðræðuhæf eftir klukkan tú á kvöldin. Ég vel að fara snemma sofa til að geta vaknað fersk á morgnana. Hins vegar finnst mér sólsetrið og birtan á kvöldin á þessum árstíma mjög heillandi og skal alveg viðurkenna að ég á erfiðara með að fara snemma að sofa á sumrin en á veturna.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00 Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01 Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01 Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01 Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt snemma á morgnana, um klukkan sex. Ég grínast stundum með það að það mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni því ég vakna svo snemma. Það er svo gefandi að vakna og hlusta á fuglasönginn og njóta fallegu birtunnar. Það er ekki alveg eins auðvelt að vakna svona snemma á veturna í myrkri og frosti en eins undarlegt og það kann að hljóma þá kemst það upp í vana og hefur ákveðinn sjarma.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst æðislegt að hreyfa mig snemma á morgnana og fer oftast út að skokka við Vífilsstaðavatn eða í jóga. Það gefur mér mikla orku og ég fer í framhaldinu hress inn í daginn.“ Þegar þú varst lítil hvað hélstu eða dreymdir um að þú yrðir þegar þú værir orðin stór? Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða flugstjóri. Mér fannst það spennandi. Ég man að ég var ekki ánægð með að það var frekar gert ráð fyrir að stelpur yrðu flugfreyjur og strákar flugstjórar. Strax sem stelpa hugsaði ég um að konur gætu verið í efstu stöðum í öllu atvinnulífinu. Að alast upp með frú Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta og eiga æðislega foreldra hafði mikil og jákvæð áhrif á mig.“ Sigþrúður segist vera orðin meðvitaðri um það í dag að láta símann og samfélagsmiðla ekki taka af sér öll völd og hefur verið að reyna að minnka notkun þeirra. Í skipulagi býr hún sér til aðgerðarlista og segir einnig að til að afkasta sem mestu skipti góð næring, hreyfing og góður svefn gríðarlega miklu máli. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Controlant og er á fullu að kynnast þessu flotta fyrirtæki og öllu frábæra fólkinu sem þar vinnur. Það er virkilega lærdómsríkt. Ég er einnig stjórnarformaður Exedra sem er vettvangur umræðna fyrir öflugan hóp kvenna og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar sem er ein stærsta harðfiskframleiðsla landsins. Þannig að verkefnin mín eru fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég forgangsraða verkefnum og bý til aðgerðarlista. Hjá Controlant hef ég verið að læra á mikið að nýjum kerfum sem hjálpa mér meðal annars að hafa yfirsýn yfir verkefnin og forgangsraða þeim. Ég er orðin meðvitaðri um að láta símann og samfélagsmiðla ekki taka af mér öll völd og hef verið að minnka notkun þeirra. Til að ná að afkasta sem mestu skiptir máli að vera full af orku og ég finn hvað góð næring, hreyfing og góður svefn skipta gríðarlega miklu máli.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er mjög kvöldsvæf og er eiginlega óviðræðuhæf eftir klukkan tú á kvöldin. Ég vel að fara snemma sofa til að geta vaknað fersk á morgnana. Hins vegar finnst mér sólsetrið og birtan á kvöldin á þessum árstíma mjög heillandi og skal alveg viðurkenna að ég á erfiðara með að fara snemma að sofa á sumrin en á veturna.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00 Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01 Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01 Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01 Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00
Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01
Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01
Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01
Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00