97.000.000.000.000 gígabæt Ríkarður Ríkarðsson og Tinna Traustadóttir skrifa 17. júní 2023 08:00 Rúmlega fimm milljarðar manna eru virkir á netinu. Á hverjum degi bætist við gagnamagnið sem þarf að geyma og vinna úr fyrir framtíðina - hundruð milljóna tölvupósta, stöðuuppfærslna, tísta, mynda, myndbanda, skjala og skráa en einnig líkana fyrir veðurspár, heilbrigðisþjónustu, menntaþjónustu, framleiðslukerfi, samgöngukerfi, samskiptakerfi og fleira sem nútímasamfélag okkar byggir á. Í fyrra voru framleiddir 97 þúsund milljarðar gígabæta, hátt í helmingur allrar gagnaframleiðslu mannkyns fram að því ári. Þessi gríðarlega gagnaframleiðsla hefur skapað nýjan iðnað og nágrannaríki okkar keppast nú við að reyna að laða til sín fyrirtæki á þessu sviði. Ástæða þess er að gagnaver gegna lykilhlutverki í fjórðu iðnbyltingunni og geta haft mikil áhrif á samkeppnishæfni, velsæld og öryggi þjóða. Gagnaver ≠ gagnaver Það er þó ekki hægt að setja öll gagnaver undir sama hatt. Sum gagnaver á Íslandi hafa hýst umtalsvert magn rafmyntagraftar en hafa lýst því yfir að þau stefni í hefðbundnari gagnaversstarfsemi eftir því sem fyrirtækin þróast. Sökum þess að rafmyntagröftur er í eðli sínu afar áhættusamur eru gagnaver sem hýsa slíka starfsemi ekki áhugaverð sem langtíma viðskiptavinir Landsvirkjunar. Hvers vegna er þá verið að selja gagnaverum sem stunda rafmyntagröft orku? Til að svara því er mikilvægt að hafa í huga að hvorki orkuframleiðsla né -notkun á Íslandi er fasti. Framleiðslan er háð náttúruöflunum og notkunin háð aðstæðum á markaði, veðurfari og ýmsu fleiru. Þeir viðskiptavinir sem hafa samið um örugga orkuafhendingu, svokallaða forgangsorku, geta treyst því að fá hana allan ársins hring, óháð öllu öðru. Það kemur þó fyrir að þeir nýti ekki alla þá orku sem þeir hafa tryggt sér og þá geta aðrir viðskiptavinir keypt hana. Einnig getur meiri orka orðið til í kerfinu þegar vatnsbúskapur er góður – en samningum þeirra viðskiptavina sem treysta á mögulega aukaorku fylgir sú áhætta að lítið eða ekkert framboð verði af henni, til dæmis í slæmu vatnsári. Öll orka nýtt Landsvirkjun selur ekki forgangsorku til rafmyntagraftar og hefur frá árinu 2021 hafnað öllum slíkum fyrirspurnum. Fyrirtækið hefur hins vegar selt skerðanlega orku sem ekki nýtist öðrum viðskiptavinum til gagnavera sem stunda rafmyntagröft, og þá í skammtímasamningum til nokkurra mánaða í senn. Sveiflur geta verið miklar í framboði á skerðanlegri orku en Landsvirkjun selur um þessar mundir innan við 100 MW til gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Ef það hefði ekki verið gert hefði sú orka að mestu runnið ónýtt til sjávar. Landsvirkjun ber að hámarka afrakstur þeirra auðlinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir og því einhlítt að selja orku sem annars hefði ekki nýst. Raforkukerfi Landsvirkjunar er nú fulllestað. Stórir viðskiptavinir nýta sína samninga að mestu til fulls og því er engin forgangsorka í boði fyrir gagnaver sem stunda rafmyntagröft. Mögulegt er að selja orku til þeirra sem eingöngu er afhent í góðum vatnsárum og þeim samningum fylgja fullar skerðingarheimildir sem Landsvirkjun getur nýtt sér fyrirvaralaust, til dæmis ef aflstöðvar fara úr rekstri eða horfur í vatnsbúskap versna. Aðrir viðskiptavinir Landsvirkjunar sætta sig yfirleitt ekki við þessa tegund raforkusamninga. Aukin eftirspurn eftir forgangsorku Undanfarin ár hafa fiskimjölsverksmiðjur verið stærsti kaupandi skerðanlegrar orku. Í tilfelli skerðinga hafa verksmiðjurnar skipt tímabundið yfir í notkun olíu með tilheyrandi losun koldíoxíðs. Landsvirkjun hefur undanfarið átt í samtali við forsvarsaðila þess iðnaðar um að færa hluta orkunotkunar þeirra yfir í forgangsorku. Verði það raunin verður áfram eitthvert rými í kerfinu fyrir aðra kaupendur skerðanlegrar orku til að hámarka afrakstur orkukerfisins. Á næstu árum er fyrirsjánleg aukin eftirspurn eftir orku. Þessari eftirspurn verður ekki mætt án nýrra virkjana. Hvammsvirkjun, næsta virkjun Landsvirkjunar, mun í fyrsta lagi hefja orkuframleiðslu árið 2027. Fram að þeim tíma verður mjög flókið að mæta þörfum samfélagsins fyrir forgangsorku sem mun fara vaxandi á næstu árum. Sú skerðanlega orka sem gagnaver með starfsemi í rafmyntagreftri kaupa í dag mun ekki nýtast til þess. Ríkarður Ríkarðsson er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá LandsvirkjunTinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Rúmlega fimm milljarðar manna eru virkir á netinu. Á hverjum degi bætist við gagnamagnið sem þarf að geyma og vinna úr fyrir framtíðina - hundruð milljóna tölvupósta, stöðuuppfærslna, tísta, mynda, myndbanda, skjala og skráa en einnig líkana fyrir veðurspár, heilbrigðisþjónustu, menntaþjónustu, framleiðslukerfi, samgöngukerfi, samskiptakerfi og fleira sem nútímasamfélag okkar byggir á. Í fyrra voru framleiddir 97 þúsund milljarðar gígabæta, hátt í helmingur allrar gagnaframleiðslu mannkyns fram að því ári. Þessi gríðarlega gagnaframleiðsla hefur skapað nýjan iðnað og nágrannaríki okkar keppast nú við að reyna að laða til sín fyrirtæki á þessu sviði. Ástæða þess er að gagnaver gegna lykilhlutverki í fjórðu iðnbyltingunni og geta haft mikil áhrif á samkeppnishæfni, velsæld og öryggi þjóða. Gagnaver ≠ gagnaver Það er þó ekki hægt að setja öll gagnaver undir sama hatt. Sum gagnaver á Íslandi hafa hýst umtalsvert magn rafmyntagraftar en hafa lýst því yfir að þau stefni í hefðbundnari gagnaversstarfsemi eftir því sem fyrirtækin þróast. Sökum þess að rafmyntagröftur er í eðli sínu afar áhættusamur eru gagnaver sem hýsa slíka starfsemi ekki áhugaverð sem langtíma viðskiptavinir Landsvirkjunar. Hvers vegna er þá verið að selja gagnaverum sem stunda rafmyntagröft orku? Til að svara því er mikilvægt að hafa í huga að hvorki orkuframleiðsla né -notkun á Íslandi er fasti. Framleiðslan er háð náttúruöflunum og notkunin háð aðstæðum á markaði, veðurfari og ýmsu fleiru. Þeir viðskiptavinir sem hafa samið um örugga orkuafhendingu, svokallaða forgangsorku, geta treyst því að fá hana allan ársins hring, óháð öllu öðru. Það kemur þó fyrir að þeir nýti ekki alla þá orku sem þeir hafa tryggt sér og þá geta aðrir viðskiptavinir keypt hana. Einnig getur meiri orka orðið til í kerfinu þegar vatnsbúskapur er góður – en samningum þeirra viðskiptavina sem treysta á mögulega aukaorku fylgir sú áhætta að lítið eða ekkert framboð verði af henni, til dæmis í slæmu vatnsári. Öll orka nýtt Landsvirkjun selur ekki forgangsorku til rafmyntagraftar og hefur frá árinu 2021 hafnað öllum slíkum fyrirspurnum. Fyrirtækið hefur hins vegar selt skerðanlega orku sem ekki nýtist öðrum viðskiptavinum til gagnavera sem stunda rafmyntagröft, og þá í skammtímasamningum til nokkurra mánaða í senn. Sveiflur geta verið miklar í framboði á skerðanlegri orku en Landsvirkjun selur um þessar mundir innan við 100 MW til gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Ef það hefði ekki verið gert hefði sú orka að mestu runnið ónýtt til sjávar. Landsvirkjun ber að hámarka afrakstur þeirra auðlinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir og því einhlítt að selja orku sem annars hefði ekki nýst. Raforkukerfi Landsvirkjunar er nú fulllestað. Stórir viðskiptavinir nýta sína samninga að mestu til fulls og því er engin forgangsorka í boði fyrir gagnaver sem stunda rafmyntagröft. Mögulegt er að selja orku til þeirra sem eingöngu er afhent í góðum vatnsárum og þeim samningum fylgja fullar skerðingarheimildir sem Landsvirkjun getur nýtt sér fyrirvaralaust, til dæmis ef aflstöðvar fara úr rekstri eða horfur í vatnsbúskap versna. Aðrir viðskiptavinir Landsvirkjunar sætta sig yfirleitt ekki við þessa tegund raforkusamninga. Aukin eftirspurn eftir forgangsorku Undanfarin ár hafa fiskimjölsverksmiðjur verið stærsti kaupandi skerðanlegrar orku. Í tilfelli skerðinga hafa verksmiðjurnar skipt tímabundið yfir í notkun olíu með tilheyrandi losun koldíoxíðs. Landsvirkjun hefur undanfarið átt í samtali við forsvarsaðila þess iðnaðar um að færa hluta orkunotkunar þeirra yfir í forgangsorku. Verði það raunin verður áfram eitthvert rými í kerfinu fyrir aðra kaupendur skerðanlegrar orku til að hámarka afrakstur orkukerfisins. Á næstu árum er fyrirsjánleg aukin eftirspurn eftir orku. Þessari eftirspurn verður ekki mætt án nýrra virkjana. Hvammsvirkjun, næsta virkjun Landsvirkjunar, mun í fyrsta lagi hefja orkuframleiðslu árið 2027. Fram að þeim tíma verður mjög flókið að mæta þörfum samfélagsins fyrir forgangsorku sem mun fara vaxandi á næstu árum. Sú skerðanlega orka sem gagnaver með starfsemi í rafmyntagreftri kaupa í dag mun ekki nýtast til þess. Ríkarður Ríkarðsson er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá LandsvirkjunTinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun