Draumurinn úti hjá Domino's í Danmörku Árni Sæberg skrifar 13. júní 2023 21:47 Aðdáendur Domino's ættu að forðast ferðalög til Danmerkur. Francis Dean/Getty Öllum 27 veitingastöðum alþjóðlegu pitsukeðjunnar Domino's í Danmörku hefur verið lokað. „Því miður er kominn tími á að við kveðjum. Öllum útibúum okkar hefur nú verið lokað,“ segir í tilkynningu Kellie Taylor, svæðisyfirmanns Domino's í Danmörku, á vef fyrirtækisins. Domino's í Danmörku var rekið af sérleyfishafa keðjunnar í Ástralíu, Australia's Domino's Pizza Enterprises. Hlutabréf félagsins lækkuðu um 11,9 prósent í dag, mest allra félaga í áströlsku kauphöllinni. Félagið tók við rekstri veitingastaðanna í Danmörku eftir að fyrri sérleyfishafar fóru á hausinn árið 2019. Keðjan hafði átt í vök að verjast um nokkurt skeið eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins Operation X, sem sýndur var í september árið 2019 á TV2. Þar kom meðal annars fram að Domino's hafi notast við gamalt hráefni og falsaðar dagsetningar á matvælum. Þá var einnig minnst á rottugang og óþrifnað. Sjónvarpsþátturinn notaðist við flugumann sem sankaði að sér heimildum um misferli Domino's mánuðum saman. Í tilkynningunni segir að með innreið sinni á Danmerkurmarkað hafi fyrirtækið viljað færa Dönum ferskar pitsur í hæsta gæðaflokki og á viðráðanlegu verði. Þannig hafi fyrirtækinu tekist að endurheimta traust viðskiptavina á Domino's. „Þrátt fyrir að með samstilltu átaki starfsfólks hafi okkur tekist að ná viðskiptavinum aftur á okkar band og skapa hóp dyggra fastakúnna, var það ekki nóg til þess að tryggja sjálfbæran rekstur til frambúðar,“ segir í tilkynningu. Danmörk Veitingastaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
„Því miður er kominn tími á að við kveðjum. Öllum útibúum okkar hefur nú verið lokað,“ segir í tilkynningu Kellie Taylor, svæðisyfirmanns Domino's í Danmörku, á vef fyrirtækisins. Domino's í Danmörku var rekið af sérleyfishafa keðjunnar í Ástralíu, Australia's Domino's Pizza Enterprises. Hlutabréf félagsins lækkuðu um 11,9 prósent í dag, mest allra félaga í áströlsku kauphöllinni. Félagið tók við rekstri veitingastaðanna í Danmörku eftir að fyrri sérleyfishafar fóru á hausinn árið 2019. Keðjan hafði átt í vök að verjast um nokkurt skeið eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins Operation X, sem sýndur var í september árið 2019 á TV2. Þar kom meðal annars fram að Domino's hafi notast við gamalt hráefni og falsaðar dagsetningar á matvælum. Þá var einnig minnst á rottugang og óþrifnað. Sjónvarpsþátturinn notaðist við flugumann sem sankaði að sér heimildum um misferli Domino's mánuðum saman. Í tilkynningunni segir að með innreið sinni á Danmerkurmarkað hafi fyrirtækið viljað færa Dönum ferskar pitsur í hæsta gæðaflokki og á viðráðanlegu verði. Þannig hafi fyrirtækinu tekist að endurheimta traust viðskiptavina á Domino's. „Þrátt fyrir að með samstilltu átaki starfsfólks hafi okkur tekist að ná viðskiptavinum aftur á okkar band og skapa hóp dyggra fastakúnna, var það ekki nóg til þess að tryggja sjálfbæran rekstur til frambúðar,“ segir í tilkynningu.
Danmörk Veitingastaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira