„Það er enn engin hjálp“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 10:34 Fólki bjargað á vesturbakka Dnipróár. AP/Libkos Fólk sem situr fast í húsum á austurbakka Dnipróár í Úkraínu segir litla hjálp berast frá Rússum. Fólk sem hefur reynt að koma öðrum til bjargar segist hafa lent í því að rússneskir hermenn taki báta þeirra. Aðrir segja að hermennirnir hjálpi ekki fólki nema þau hafi rússnesk vegabréf. Stór svæði eru undir vatni eftir að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði brast í vikunni. Stíflan var undir stjórn Rússa og var líklega sprengd upp. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Áætlað er að um sex hundruð ferkílómetrar í Kherson-héraði hafi farið undir vatn eftir að stíflan brast og þar af eru um tveir þriðju svæðisins undir stjórn Rússa. Talið er að þúsundir manna sitji enn fastir á þessu svæði en stíflan brast á aðfaranótt þriðjudagsins. Blaðamenn AP ræddu við hina nítján ára gömlu Jektaríun Bút, sem hafði þá setið föst á háalofti húss með 83 ára afa hennar og tveimur öðrum eldri borgurum. Þau höfðu engan aðgang að vatni, mat né rafmagni og sími hennar var að verða rafmagnslaus. „Við óttumst að enginn muni vita af okkur þegar við deyjum,“ sagði Bút við AP. „Það er allt á floti í kringum okkur. Það er enn engin hjálp.“ Þau eru föst í bænum Oleshky, þar sem um 24 þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa í fyrra. Einnig var rætt við konu sem á ættingja á svæðinu en er stödd í Þýskalandi. Hún sagði blaðamönnum að ættingjar hennar væru meðal á annan tug manna sem hefðu leitað sér hæð á efri hæð tveggja hæða húss. Þau sögðu henni að rússneskir hermenn hefðu komið til þeirra á báti en neitað að hjálpa fólki sem væri ekki með rússnesk vegabréf. Frá Kherson-borg. Stórir hlutar hennar fóru undir vatn.AP/Libkos Blaðamenn AP segjast ekki hafa getað sannreynt þessa frásögn en hún sé í takt við það sem sjálfstæðir rússneskir miðlar hafi sagt frá. Á vesturbakka Dnipróár hafa yfirvöld Úkraínu unnið hörðum höndum að því að koma fólki til bjargar og flytja það á brott. Björgunarsveitir á svæðinu urðu þó fyrir stórskotaliðsárásum frá austurbakkanum í gær. Vitað er að fimm hafi dáið og er minnst þrettán saknað, samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu. Minna er vitað um ástandið á austurbakkanum Fjölmargir hafa misst heimili sín og tugir þúsunda eru án hreins drykkjarvatns. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45 Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17 Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Stór svæði eru undir vatni eftir að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði brast í vikunni. Stíflan var undir stjórn Rússa og var líklega sprengd upp. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Áætlað er að um sex hundruð ferkílómetrar í Kherson-héraði hafi farið undir vatn eftir að stíflan brast og þar af eru um tveir þriðju svæðisins undir stjórn Rússa. Talið er að þúsundir manna sitji enn fastir á þessu svæði en stíflan brast á aðfaranótt þriðjudagsins. Blaðamenn AP ræddu við hina nítján ára gömlu Jektaríun Bút, sem hafði þá setið föst á háalofti húss með 83 ára afa hennar og tveimur öðrum eldri borgurum. Þau höfðu engan aðgang að vatni, mat né rafmagni og sími hennar var að verða rafmagnslaus. „Við óttumst að enginn muni vita af okkur þegar við deyjum,“ sagði Bút við AP. „Það er allt á floti í kringum okkur. Það er enn engin hjálp.“ Þau eru föst í bænum Oleshky, þar sem um 24 þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa í fyrra. Einnig var rætt við konu sem á ættingja á svæðinu en er stödd í Þýskalandi. Hún sagði blaðamönnum að ættingjar hennar væru meðal á annan tug manna sem hefðu leitað sér hæð á efri hæð tveggja hæða húss. Þau sögðu henni að rússneskir hermenn hefðu komið til þeirra á báti en neitað að hjálpa fólki sem væri ekki með rússnesk vegabréf. Frá Kherson-borg. Stórir hlutar hennar fóru undir vatn.AP/Libkos Blaðamenn AP segjast ekki hafa getað sannreynt þessa frásögn en hún sé í takt við það sem sjálfstæðir rússneskir miðlar hafi sagt frá. Á vesturbakka Dnipróár hafa yfirvöld Úkraínu unnið hörðum höndum að því að koma fólki til bjargar og flytja það á brott. Björgunarsveitir á svæðinu urðu þó fyrir stórskotaliðsárásum frá austurbakkanum í gær. Vitað er að fimm hafi dáið og er minnst þrettán saknað, samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu. Minna er vitað um ástandið á austurbakkanum Fjölmargir hafa misst heimili sín og tugir þúsunda eru án hreins drykkjarvatns.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45 Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17 Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45
Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43
600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17
Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30