Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2023 14:45 Þorpið Dnipryany, sem er austan megin við Dnipró og í höndum Rússa. AP Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. Starfsmenn AP fréttaveitunnar flugu dróna yfir Kakhovka-stífluna í Kherson-héraði í Úkraínu í gær, degi eftir að stíflan brast. Einnig náðu þeir myndum af byggðum bólum neðar með Dnipróánni. Stíflan var líklega sprengd upp aðfaranótt þriðjudagsins en hún hefur verið undir stjórn Rússa frá fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Stíflan gæti hafa brostið vegna fyrri skemmda og álags en sérfræðingar segja það ólíklegt. Rússar hafa haldið því fram að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás en myndefni af þeim byggingum sem standa enn sýna engin ummerki slíkrar árásar, samkvæmt frétt AP. Embættismenn í Úkraínu sögðu í morgun að um 600 ferkílómetrar lands hefðu farið undir vatn í kjölfar þess að stíflan brast. Þar á meðal er mikið af ræktunarlandi og munu flóðin og hvarf uppistöðulónsins við stífluna hafa miklar afleiðingar fyrir landbúnað á svæðinu til lengri tíma. Íbúar á svæðinu vesturbakka Dnipró hafa eftir nágrönnum sínum á hinum bakkanum, sem Rússar stjórna, að rússneskir hermenn hafi flúið vegna flóðanna en hafi ekki aðstoðað óbreytta borgara með nokkrum hætti. Starfsmaður Rauða krossins sagði símalínur hjálparsamtakanna loga vegna símtala frá austurbakkanum þar sem fólk hafi verið að biðja um hjálp vegna flóðanna. This is the lower Dnieper river valley in #Kherson region, south #Ukraine, flooded following the destruction of #Kakhovka dam by #Russia|n invaders: pic.twitter.com/EiUT9f3mEr— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 8, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Starfsmenn AP fréttaveitunnar flugu dróna yfir Kakhovka-stífluna í Kherson-héraði í Úkraínu í gær, degi eftir að stíflan brast. Einnig náðu þeir myndum af byggðum bólum neðar með Dnipróánni. Stíflan var líklega sprengd upp aðfaranótt þriðjudagsins en hún hefur verið undir stjórn Rússa frá fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Stíflan gæti hafa brostið vegna fyrri skemmda og álags en sérfræðingar segja það ólíklegt. Rússar hafa haldið því fram að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás en myndefni af þeim byggingum sem standa enn sýna engin ummerki slíkrar árásar, samkvæmt frétt AP. Embættismenn í Úkraínu sögðu í morgun að um 600 ferkílómetrar lands hefðu farið undir vatn í kjölfar þess að stíflan brast. Þar á meðal er mikið af ræktunarlandi og munu flóðin og hvarf uppistöðulónsins við stífluna hafa miklar afleiðingar fyrir landbúnað á svæðinu til lengri tíma. Íbúar á svæðinu vesturbakka Dnipró hafa eftir nágrönnum sínum á hinum bakkanum, sem Rússar stjórna, að rússneskir hermenn hafi flúið vegna flóðanna en hafi ekki aðstoðað óbreytta borgara með nokkrum hætti. Starfsmaður Rauða krossins sagði símalínur hjálparsamtakanna loga vegna símtala frá austurbakkanum þar sem fólk hafi verið að biðja um hjálp vegna flóðanna. This is the lower Dnieper river valley in #Kherson region, south #Ukraine, flooded following the destruction of #Kakhovka dam by #Russia|n invaders: pic.twitter.com/EiUT9f3mEr— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 8, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira