Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2023 12:45 Eigandi Wagner Group segir rússneska hermenn hafa lokað málaliða sína inn á jarðsprengjusvæði og skotið á þá. Yevgeny Prigozhin birti í gær myndband af rússneskum undirofursta sem hafði verið fangaður af málaliðunum. Telegram Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana. Umræddur undirofursti heitir Roman Venevitin og leiðir 72. stórfylki rússneska hersins. Á myndbandi sem málaliðar Wagner tóku upp, segir Venevitin, með brotið nef, að hann hafi verið ölvaður og skipað mönnum sínum að skjóta á bílalest Wagner. Það hafi hann gert vegna þess hve illa honum væri við málaliðana og baðst hann afsökunar á myndbandinu. Starfsmenn fyrirtækis Yevgeny Prigozhin, sem rekur Wagner Group, birti myndbandið á netinu í gærkvöldi. Sjá má þýdda útgáfu af því í spilaranum hér að neðan. PMC Wagner detained and interrogated no other but the commander of the 72nd Brigade, Roman Venevitin. Wagner and the 72nd Brigade shared positions in Bakhmut. They detained the man, beat him, broke his nose, and forced to record a video admitting to firing at a car of PMC pic.twitter.com/BY3PhEV60q— Dmitri (@wartranslated) June 4, 2023 Þetta er í kjölfar þess að Prigozhin kvartaði sáran yfir því að þegar menn hans voru að yfirgefa Bakhmut, eftir að hafa varið um tíu mánuðum í að ná borginni úr höndum Úkraínumenn, hefðu þurft að grafa sig í gegnum jarðsprengjusvæði sem rússneski herinn hafi lagt fyrir aftan víglínu málaliðahópsins. Sjá einnig: Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Undanfarnar vikur og mánuði hefur Prigozhin verið mjög harðorður í garð forsvarsmanna rússneska hersins. Hann hefur sakaði þá um ýmis klúður tengd stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og um að grafa vísvitandi undan Wagner. Þar að auki hefur hann sakað þá um landráð. Auðjöfurinn rússneski hefur verið hávær á samfélagsmiðlum með þessa gangrýni sína og hafa fregnir borist af því að hann hafi reitt valdamikið fólk í Moskvu til reiði. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Wagner málaliðahópurinn er umsvifamikill í Afríku og í Mið-Austurlöndum, þar sem málaliðar hans hafa verið sakaðir um ýmis ódæði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. 25. maí 2023 07:37 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Umræddur undirofursti heitir Roman Venevitin og leiðir 72. stórfylki rússneska hersins. Á myndbandi sem málaliðar Wagner tóku upp, segir Venevitin, með brotið nef, að hann hafi verið ölvaður og skipað mönnum sínum að skjóta á bílalest Wagner. Það hafi hann gert vegna þess hve illa honum væri við málaliðana og baðst hann afsökunar á myndbandinu. Starfsmenn fyrirtækis Yevgeny Prigozhin, sem rekur Wagner Group, birti myndbandið á netinu í gærkvöldi. Sjá má þýdda útgáfu af því í spilaranum hér að neðan. PMC Wagner detained and interrogated no other but the commander of the 72nd Brigade, Roman Venevitin. Wagner and the 72nd Brigade shared positions in Bakhmut. They detained the man, beat him, broke his nose, and forced to record a video admitting to firing at a car of PMC pic.twitter.com/BY3PhEV60q— Dmitri (@wartranslated) June 4, 2023 Þetta er í kjölfar þess að Prigozhin kvartaði sáran yfir því að þegar menn hans voru að yfirgefa Bakhmut, eftir að hafa varið um tíu mánuðum í að ná borginni úr höndum Úkraínumenn, hefðu þurft að grafa sig í gegnum jarðsprengjusvæði sem rússneski herinn hafi lagt fyrir aftan víglínu málaliðahópsins. Sjá einnig: Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Undanfarnar vikur og mánuði hefur Prigozhin verið mjög harðorður í garð forsvarsmanna rússneska hersins. Hann hefur sakaði þá um ýmis klúður tengd stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og um að grafa vísvitandi undan Wagner. Þar að auki hefur hann sakað þá um landráð. Auðjöfurinn rússneski hefur verið hávær á samfélagsmiðlum með þessa gangrýni sína og hafa fregnir borist af því að hann hafi reitt valdamikið fólk í Moskvu til reiði. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Wagner málaliðahópurinn er umsvifamikill í Afríku og í Mið-Austurlöndum, þar sem málaliðar hans hafa verið sakaðir um ýmis ódæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. 25. maí 2023 07:37 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01
Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. 25. maí 2023 07:37
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49