Sök bítur... Sigursteinn Másson skrifar 5. júní 2023 08:00 Í rúman aldarfjórðung hef ég fjallað um hegðun fólks við mismunandi kringumstæður. Þótt ég sé búinn að koma að gerð samtals hátt í hundrað sakamálaþátta fyrir sjónvarp og hljóðbókaveituna Storytel þá er ég enginn sérstakur áhugamaður um sakamál út af fyrir sig. Það sem heillar mig er annars vegar að reyna að skilja gjörðir fólks og viðbrögð við sérstakar aðstæður og hins vegar að rýna í tiltekin smáatriði sem stundum reynast skipta meira máli en virðist í fljótu bragði. Af hverju gerir fólk það sem það gerir? Hvað er það sem drífur það áfram jafnvel þótt framganga þess sé í andstöðu við almenna réttlætis- og stundum siðferðiskennd. Frá ársbyrjun 2003 held ég að áhugi minn á því að endir verði bundinn á hvalveiðar hafi, fyrir utan aðdáun mína á dýrunum, öðrum þræði verið sprottinn af þessum sömu pælingum. Þegar eftirlitsmyndbönd Matvælastofnunar eru skoðuð fer ekkert á milli mála að niðurstaða stofnunarinnar um að stór hluti veiðanna sé óásættanlegur á við gild rök að styðjast og að veiðarnar eru ekki í samræmi við markmið laga um dýravelferð. Engu að síður er það svo að Hvalur hf er með gilt leyfi út þetta ár sem verður ekki með lögmætum hætti dregið til baka. Í lögum um hvalveiðar frá 1949 er ekkert fjallað um stjórnsýsluviðurlög eins og sviptingu veiðileyfis eftir að veiðileyfi hefur verið veitt. Ákvörðun um sviptingu leyfis til hvalveiða væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem yrði að eiga sér skýra stoð í lögum. Sú lagaheimild er ekki fyrir hendi. Ekki er heldur hægt að afturkalla leyfið á grundvelli stjórnsýslulaga frá 1993. Hins vegar er í gömlu hvalveiðilögunum gert ráð fyrir því að brot á ákvæðum laganna varði sektum, upptöku búnaðar eða jafnvel fangelsi ef sakir eru miklar eða um ítrekið brot er að ræða. Skoðum þetta nánar aðeins síðar. Matvælastofnun segir merkilegt nokk að langreyðarveiðarnar séu ekki ólöglegar, þar sem stuðst sé við bestu þekkingu, búnað og reynslu en lýsir fullri ábyrgð á hendur Hval hf. að bregðast við þeim alvarlegu aðfinnslum við veiðarnar sem stofnunin setur fram. Eðlileg viðbrögð væru þau að aðaleigandi Hvals hf hætti við að halda til veiða í sumar. Þá ákvörðun ætti hann að taka í ljósi þess að það er engin þekkt leið að tryggja skjótan dauðdaga þessara risastóru dýra í hafinu og það er nú staðfest. Hann stendur hins vegar keikur og steitir hnefann framan í heiminn og stefnir að því að bæta raflosti við sprengiskutlana. Það breytir hins vegar engu um dauðatímann en eykur bara á þjáningu dýranna. Alþjóðahvalveiðiráðið úrskurðaði á tíunda áratugnum að raflost við hvalveiðar væri hvorki viðunandi né viðurkennd aðferð. Frá 1930 voru slíkar aðferðir margprófaðar en gengu aldrei. Dr Egil Ole Oen, norskur sérfræðingur í sprengiskutlum sem kom að rannsókn á dauðatíma hvala við Ísland árið 2014, segir að veiðar með raflosti séu mjög ófullkomnar enda sé afar erfitt að hæfa þau líffæri sem nauðsynlegt er til að slíkt virki. Egil segir að hættan á lömun og hægfara þjáningafullum dauða sé umtalsverð jafnvel með betrumbótum. Niðurstaða hans er sú að út frá dýravelferðarsjónarmiði sé ekki hægt að þróa raflost sem ásættanlega drápsaðferð á hvölum. Það getur verið rétt mat að fram til þessa hafi Hvalur hf ekki brotið lög með ómannúðlegum hvalveiðum. Hins vegar er ljóst að með því að hefja veiðar að nýju í sumar, þvert á gagnrýni MAST um óásættanlegar veiðar og hvalir verða píndir til dauða tímunum saman, að þá verður ekki annað ályktað en að kristján Loftsson sýni einbeittan brotavilja. Þá reynir á MAST og Matvælaráðuneytið að bregðast við í samræmi við alvarleika brotsins. Brot eiga samkvæmt lögum að leiða til sektar, sviptingu búnaðar eða fangelsis. Best væri ef lagalega hefði verið fært að koma í veg fyrir veiðar í sumar og ég skil vel þá óþreyju sem ríkir um að ljúka þessu strax. Það er hins vegar ekki mögulegt nema að Kristján Loftsson fáist til þess hætta því Matvælaráðherra er bundinn því að fara að lögum. Gott væri ef andstæðingar hvalveiða gætu nú einbeitt sér að því sem er mögulegt í stöðunni gagnlegast í því skyni að setja púnktinn aftan við þessa sögu. Það gleymist í umræðunni að hvalveiðileyfið er aðeins einn hluti málsins. Brýnt er auðvitað að ekki verði gefið út nýtt leyfi til næstu fimm ára en enn mikilvægara er að afnema hin úreltu hvalveiðilög og kynna nýjar áherslur Íslands með afgerandi hætti innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þetta þrennt og sameiginlega endar hvalveiðarnar í eitt skipti fyrir öll en útgáfa veiðileyfis er undir hverjum og einum ráðherra komið og hægt að taka um það nýja ákvörðun fyrir hádegi. Þ.e.a.s að veita nýtt leyfi en ekki að draga slíkt leyfi til baka eins og við nú verðum vitni að. Árið 2018 tókst að binda enda á hrefnuveiðar við Ísland. Það gerðist ekki af sjálfu sér. Í sex ár þar á undan voru ferðamenn markvisst fræddir um hvalveiðarnar og þannig dregið úr eftirspurn eftir hrefnukjötinu en túristar stóðu undir 70% neyslunnar. Safnað var rúmlega 150.000 undirskriftum gegn veiðunum. Mynduð var opinber samstaða hvalaskoðunarinnar með um hundrað veitingastöðum sem lýstu því yfir að þeir mundu ekki selja hvalkjöt. En það sem mestu máli skipti var að það tókst að fá alla stjórnmálaflokka í borgarstjórn Reykjavíkur til að samþykkja stækkun griðarsvæðis hvala í Faxaflóa til muna og taka þar með hátt í 90% veiðisvæðis hrefnuveiðimanna af þeim. Málið kom til kasta þriggja sjávarútvegsráðherra áður en það var loks í höfn 2018 og veiðarnar lögðust af. Þar með varð Ísland fyrst núverandi hvalveiðiríkja til að vernda hrefnur. Þetta gerðist ekki aðallega með því að berjast á móti veiðunum heldur með því að vinna griðarsvæðinu fylgi. Jákvæð markviss barátta leiddi þannig til jákvæðrar niðurstöðu til lengri tíma. Þann 11. Ágúst 2022 undirritaði Svandís Svavarsdóttir Matvælaráðherra reglugerð um stóraukið eftirlit með hvalveiðum sem fólst aðallega í kvikmyndatökum af hverri einustu eftirför og veiði. Þessi ákvörðun og þær sannanir sem hún hefur leytt fram í dagsljósið hefur vakið fjölda fólks til vitundar um það sem er raunverulega að gerast. Það er eðlilegt að fólk sé öskureitt og noti stór lýsingarorð. Um leið og hef fullan skilning á því eftir tveggja áratuga baráttu með hvalaskoðuninni og alþjóðlegum dýravelferðarsamtökum þá skortir mig orð til að lýsa mikilvægi þess, á þessum tímapúnkti, að baráttan snúist um hið mögulega í stað þess að snúast um hið ómögulega. Hætt er við að barátta fyrir því að Matvælaráðherra geri það sem hún ekki getur gert verði eingöngu til þess að veikja þann ráðherra sjávarútvegsmála sem lengst allra hefur gengið í gagnrýni sinni á hvalveiðar. Þann ráðherra sem tók ákvörðun um myndatökurnar og aukið eftirlit sem framkalllað hefur þessi hörðu viðbrögð nú og sem hefur lýst því yfir að það þurfi ný og mjög sterk rök fyrir því að halda áfram hvalveiðunum. Þau rök eru ekki til. Alveg eins og lok hrefnuveiðanna var ekki tilviljun þá er engin tilviljun að við erum nú í dauðafæri að enda hvalveiðarnar í eitt skipti fyrir öll og það í lok þessa árs. Það hefur ekki gerst af sjálfu sér og það má ekki klúðrast nú. Það er ábyrgðarhluti og hættuspil að ganga of langt í þrýstingi og óraunsæjum kröfum sem á endanum gagnast aðeins einum manni. Manni sem heitir Kristján Loftsson. Ákafur vilji til að enda hvalveiðarnar hér og nú, vilji sem ég vel skil og deili, má ekki leiða til þess að þúsund hvalir, sem annars væru verndaðir, verði veiddir á næstu fimm árum. Og já, þetta snýst um pólitík- dýravelferðarpólitík. Höfundur er ráðgjafi IFAW og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Sigursteinn Másson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Í rúman aldarfjórðung hef ég fjallað um hegðun fólks við mismunandi kringumstæður. Þótt ég sé búinn að koma að gerð samtals hátt í hundrað sakamálaþátta fyrir sjónvarp og hljóðbókaveituna Storytel þá er ég enginn sérstakur áhugamaður um sakamál út af fyrir sig. Það sem heillar mig er annars vegar að reyna að skilja gjörðir fólks og viðbrögð við sérstakar aðstæður og hins vegar að rýna í tiltekin smáatriði sem stundum reynast skipta meira máli en virðist í fljótu bragði. Af hverju gerir fólk það sem það gerir? Hvað er það sem drífur það áfram jafnvel þótt framganga þess sé í andstöðu við almenna réttlætis- og stundum siðferðiskennd. Frá ársbyrjun 2003 held ég að áhugi minn á því að endir verði bundinn á hvalveiðar hafi, fyrir utan aðdáun mína á dýrunum, öðrum þræði verið sprottinn af þessum sömu pælingum. Þegar eftirlitsmyndbönd Matvælastofnunar eru skoðuð fer ekkert á milli mála að niðurstaða stofnunarinnar um að stór hluti veiðanna sé óásættanlegur á við gild rök að styðjast og að veiðarnar eru ekki í samræmi við markmið laga um dýravelferð. Engu að síður er það svo að Hvalur hf er með gilt leyfi út þetta ár sem verður ekki með lögmætum hætti dregið til baka. Í lögum um hvalveiðar frá 1949 er ekkert fjallað um stjórnsýsluviðurlög eins og sviptingu veiðileyfis eftir að veiðileyfi hefur verið veitt. Ákvörðun um sviptingu leyfis til hvalveiða væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem yrði að eiga sér skýra stoð í lögum. Sú lagaheimild er ekki fyrir hendi. Ekki er heldur hægt að afturkalla leyfið á grundvelli stjórnsýslulaga frá 1993. Hins vegar er í gömlu hvalveiðilögunum gert ráð fyrir því að brot á ákvæðum laganna varði sektum, upptöku búnaðar eða jafnvel fangelsi ef sakir eru miklar eða um ítrekið brot er að ræða. Skoðum þetta nánar aðeins síðar. Matvælastofnun segir merkilegt nokk að langreyðarveiðarnar séu ekki ólöglegar, þar sem stuðst sé við bestu þekkingu, búnað og reynslu en lýsir fullri ábyrgð á hendur Hval hf. að bregðast við þeim alvarlegu aðfinnslum við veiðarnar sem stofnunin setur fram. Eðlileg viðbrögð væru þau að aðaleigandi Hvals hf hætti við að halda til veiða í sumar. Þá ákvörðun ætti hann að taka í ljósi þess að það er engin þekkt leið að tryggja skjótan dauðdaga þessara risastóru dýra í hafinu og það er nú staðfest. Hann stendur hins vegar keikur og steitir hnefann framan í heiminn og stefnir að því að bæta raflosti við sprengiskutlana. Það breytir hins vegar engu um dauðatímann en eykur bara á þjáningu dýranna. Alþjóðahvalveiðiráðið úrskurðaði á tíunda áratugnum að raflost við hvalveiðar væri hvorki viðunandi né viðurkennd aðferð. Frá 1930 voru slíkar aðferðir margprófaðar en gengu aldrei. Dr Egil Ole Oen, norskur sérfræðingur í sprengiskutlum sem kom að rannsókn á dauðatíma hvala við Ísland árið 2014, segir að veiðar með raflosti séu mjög ófullkomnar enda sé afar erfitt að hæfa þau líffæri sem nauðsynlegt er til að slíkt virki. Egil segir að hættan á lömun og hægfara þjáningafullum dauða sé umtalsverð jafnvel með betrumbótum. Niðurstaða hans er sú að út frá dýravelferðarsjónarmiði sé ekki hægt að þróa raflost sem ásættanlega drápsaðferð á hvölum. Það getur verið rétt mat að fram til þessa hafi Hvalur hf ekki brotið lög með ómannúðlegum hvalveiðum. Hins vegar er ljóst að með því að hefja veiðar að nýju í sumar, þvert á gagnrýni MAST um óásættanlegar veiðar og hvalir verða píndir til dauða tímunum saman, að þá verður ekki annað ályktað en að kristján Loftsson sýni einbeittan brotavilja. Þá reynir á MAST og Matvælaráðuneytið að bregðast við í samræmi við alvarleika brotsins. Brot eiga samkvæmt lögum að leiða til sektar, sviptingu búnaðar eða fangelsis. Best væri ef lagalega hefði verið fært að koma í veg fyrir veiðar í sumar og ég skil vel þá óþreyju sem ríkir um að ljúka þessu strax. Það er hins vegar ekki mögulegt nema að Kristján Loftsson fáist til þess hætta því Matvælaráðherra er bundinn því að fara að lögum. Gott væri ef andstæðingar hvalveiða gætu nú einbeitt sér að því sem er mögulegt í stöðunni gagnlegast í því skyni að setja púnktinn aftan við þessa sögu. Það gleymist í umræðunni að hvalveiðileyfið er aðeins einn hluti málsins. Brýnt er auðvitað að ekki verði gefið út nýtt leyfi til næstu fimm ára en enn mikilvægara er að afnema hin úreltu hvalveiðilög og kynna nýjar áherslur Íslands með afgerandi hætti innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þetta þrennt og sameiginlega endar hvalveiðarnar í eitt skipti fyrir öll en útgáfa veiðileyfis er undir hverjum og einum ráðherra komið og hægt að taka um það nýja ákvörðun fyrir hádegi. Þ.e.a.s að veita nýtt leyfi en ekki að draga slíkt leyfi til baka eins og við nú verðum vitni að. Árið 2018 tókst að binda enda á hrefnuveiðar við Ísland. Það gerðist ekki af sjálfu sér. Í sex ár þar á undan voru ferðamenn markvisst fræddir um hvalveiðarnar og þannig dregið úr eftirspurn eftir hrefnukjötinu en túristar stóðu undir 70% neyslunnar. Safnað var rúmlega 150.000 undirskriftum gegn veiðunum. Mynduð var opinber samstaða hvalaskoðunarinnar með um hundrað veitingastöðum sem lýstu því yfir að þeir mundu ekki selja hvalkjöt. En það sem mestu máli skipti var að það tókst að fá alla stjórnmálaflokka í borgarstjórn Reykjavíkur til að samþykkja stækkun griðarsvæðis hvala í Faxaflóa til muna og taka þar með hátt í 90% veiðisvæðis hrefnuveiðimanna af þeim. Málið kom til kasta þriggja sjávarútvegsráðherra áður en það var loks í höfn 2018 og veiðarnar lögðust af. Þar með varð Ísland fyrst núverandi hvalveiðiríkja til að vernda hrefnur. Þetta gerðist ekki aðallega með því að berjast á móti veiðunum heldur með því að vinna griðarsvæðinu fylgi. Jákvæð markviss barátta leiddi þannig til jákvæðrar niðurstöðu til lengri tíma. Þann 11. Ágúst 2022 undirritaði Svandís Svavarsdóttir Matvælaráðherra reglugerð um stóraukið eftirlit með hvalveiðum sem fólst aðallega í kvikmyndatökum af hverri einustu eftirför og veiði. Þessi ákvörðun og þær sannanir sem hún hefur leytt fram í dagsljósið hefur vakið fjölda fólks til vitundar um það sem er raunverulega að gerast. Það er eðlilegt að fólk sé öskureitt og noti stór lýsingarorð. Um leið og hef fullan skilning á því eftir tveggja áratuga baráttu með hvalaskoðuninni og alþjóðlegum dýravelferðarsamtökum þá skortir mig orð til að lýsa mikilvægi þess, á þessum tímapúnkti, að baráttan snúist um hið mögulega í stað þess að snúast um hið ómögulega. Hætt er við að barátta fyrir því að Matvælaráðherra geri það sem hún ekki getur gert verði eingöngu til þess að veikja þann ráðherra sjávarútvegsmála sem lengst allra hefur gengið í gagnrýni sinni á hvalveiðar. Þann ráðherra sem tók ákvörðun um myndatökurnar og aukið eftirlit sem framkalllað hefur þessi hörðu viðbrögð nú og sem hefur lýst því yfir að það þurfi ný og mjög sterk rök fyrir því að halda áfram hvalveiðunum. Þau rök eru ekki til. Alveg eins og lok hrefnuveiðanna var ekki tilviljun þá er engin tilviljun að við erum nú í dauðafæri að enda hvalveiðarnar í eitt skipti fyrir öll og það í lok þessa árs. Það hefur ekki gerst af sjálfu sér og það má ekki klúðrast nú. Það er ábyrgðarhluti og hættuspil að ganga of langt í þrýstingi og óraunsæjum kröfum sem á endanum gagnast aðeins einum manni. Manni sem heitir Kristján Loftsson. Ákafur vilji til að enda hvalveiðarnar hér og nú, vilji sem ég vel skil og deili, má ekki leiða til þess að þúsund hvalir, sem annars væru verndaðir, verði veiddir á næstu fimm árum. Og já, þetta snýst um pólitík- dýravelferðarpólitík. Höfundur er ráðgjafi IFAW og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun