Rúnar Kára sjö mörkum frá meti Duranona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 12:30 Rúnar Kárason hefur skorað yfir níu mörk að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu til þessa. Haldi hann því þá mun hann slá markametið. Vísir/Anton Brink Rúnar Kárason er langmarkahæsti leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu í Olís deild karla í handbolta en Eyjamaðurinn hefur skorað ellefu mörkum meira en næstu maður. Rúnar er kominn með 37 mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem gera 9,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins skorað fimm markanna af vítalínunni. Rúnar skoraði mest þrettán mörk í leik og ellefu mörk í leik tvö. Hann skoraði sex mörk í fyrsta leiknum og sjö mörk í síðasta leik. Rúnar er þegar kominn í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn síðan að úrslitakeppnin var tekin upp árið 1992. Metið er í eigu Róberts Julians Duranona sem skoraði 44 mörk í úrslitaeinvígi KA á móti Val árið 1996. Duranona lék þá fjóra leiki og var því 11,0 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði 11 mörk eða meira í þremur af fjórum leikjum sínum en nítján af mörkum hans komu af vítalínunni. Rúnar er því sjö mörkum frá því að jafna met Duranona og átta mörkum frá því að eiga það einn hér eftir. Sigurbergur Sveinsson var nálægt því að jafna metið í úrslitaeinvíginu 2010 þegar hann skoraði 43 mörk í fimm leikjum. Sigurbergur skoraði sex mörk í oddaleiknum þar sem Haukarnir tryggðu sér titilinn. Valdimar Grímsson átti metið áður en Róbert Julian Duranona tók það af honum fyrir 27 árum síðan. Valdimar varð sá fyrsti til að skora yfir fjörutíu mörk í einu úrslitaeinvígi með KA á móti Val í úrslitaeinvíginu árið 1995. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi. Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun frá Eyjum hefst klukkan 18.00 og það verður mikið um dýrðir enda verður húsið troðfullt og mikill áhugi á leiknum. Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014 Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Rúnar er kominn með 37 mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem gera 9,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins skorað fimm markanna af vítalínunni. Rúnar skoraði mest þrettán mörk í leik og ellefu mörk í leik tvö. Hann skoraði sex mörk í fyrsta leiknum og sjö mörk í síðasta leik. Rúnar er þegar kominn í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn síðan að úrslitakeppnin var tekin upp árið 1992. Metið er í eigu Róberts Julians Duranona sem skoraði 44 mörk í úrslitaeinvígi KA á móti Val árið 1996. Duranona lék þá fjóra leiki og var því 11,0 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði 11 mörk eða meira í þremur af fjórum leikjum sínum en nítján af mörkum hans komu af vítalínunni. Rúnar er því sjö mörkum frá því að jafna met Duranona og átta mörkum frá því að eiga það einn hér eftir. Sigurbergur Sveinsson var nálægt því að jafna metið í úrslitaeinvíginu 2010 þegar hann skoraði 43 mörk í fimm leikjum. Sigurbergur skoraði sex mörk í oddaleiknum þar sem Haukarnir tryggðu sér titilinn. Valdimar Grímsson átti metið áður en Róbert Julian Duranona tók það af honum fyrir 27 árum síðan. Valdimar varð sá fyrsti til að skora yfir fjörutíu mörk í einu úrslitaeinvígi með KA á móti Val í úrslitaeinvíginu árið 1995. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi. Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun frá Eyjum hefst klukkan 18.00 og það verður mikið um dýrðir enda verður húsið troðfullt og mikill áhugi á leiknum. Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014
Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira