Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2023 07:46 Repúblikaninn Graham er einn dyggasti stuðningsmaður Úkraínumanna vestanhafs. Getty/Alex Wong Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. Myndskeiðið var birt af skrifstofu Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta eftir fund hans og Graham í Kænugarði á föstudag. Á myndskeiðinu heyrist Gramham kalla fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna til handa Úkraínu bestu fjárfestinguna sem þeir hafa lagt í. Þá minnist hann á að rússneskir hermenn séu að deyja. Graham sagði á Twitter í gær að það hefði glatt hann mjög að heyra hversu mikið stuðningur hans við Úkraínu færi í taugarnar á stjórnvöldum í Moskvu. Þá sagði hann um handtökuskipunina að hann myndi beygja sig undir vald Alþjóðaglæpadómstólsins ef Vladimir Pútín og félagar hans gerðu slíkt hið sama. To know that my commitment to Ukraine has drawn the ire of Putin s regime brings me immense joy. I will continue to stand with and for Ukraine s freedom until every Russian soldier is expelled from Ukrainian territory.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði um ummæli Graham að hann gæti ekki ímyndað sér verri skömm fyrir nokkuð ríki en að eiga öldungadeildarþingmann eins og hann. Eftir að Rússar létu óánægju sína í ljós birtu Úkraínumenn myndskeiðið óklippt en þar mátti sjá að ummælin um fjárhagsaðstoðina annars vegar og dauða rússneskra hermanna hins vegar voru ekki látin falla í samhengi. Þannig var Graham að rifja upp hvernig margir hefðu ekki talið að Úkraínumenn myndu standa í lappirnar nema í nokkra daga eftir innrásina þegar hann sagði að þess í stað væru það nú Rússar sem væru að falla á vígvellinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar láta Graham æsa sig upp en hann vakti mikla reiði í Mosvku í fyrra þegar hann sagði á Twitter að eina leiðin til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu væri að „taka út“ Pútín. Good news and bad news about Russian efforts to arrest and try me for speaking the truth.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Myndskeiðið var birt af skrifstofu Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta eftir fund hans og Graham í Kænugarði á föstudag. Á myndskeiðinu heyrist Gramham kalla fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna til handa Úkraínu bestu fjárfestinguna sem þeir hafa lagt í. Þá minnist hann á að rússneskir hermenn séu að deyja. Graham sagði á Twitter í gær að það hefði glatt hann mjög að heyra hversu mikið stuðningur hans við Úkraínu færi í taugarnar á stjórnvöldum í Moskvu. Þá sagði hann um handtökuskipunina að hann myndi beygja sig undir vald Alþjóðaglæpadómstólsins ef Vladimir Pútín og félagar hans gerðu slíkt hið sama. To know that my commitment to Ukraine has drawn the ire of Putin s regime brings me immense joy. I will continue to stand with and for Ukraine s freedom until every Russian soldier is expelled from Ukrainian territory.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði um ummæli Graham að hann gæti ekki ímyndað sér verri skömm fyrir nokkuð ríki en að eiga öldungadeildarþingmann eins og hann. Eftir að Rússar létu óánægju sína í ljós birtu Úkraínumenn myndskeiðið óklippt en þar mátti sjá að ummælin um fjárhagsaðstoðina annars vegar og dauða rússneskra hermanna hins vegar voru ekki látin falla í samhengi. Þannig var Graham að rifja upp hvernig margir hefðu ekki talið að Úkraínumenn myndu standa í lappirnar nema í nokkra daga eftir innrásina þegar hann sagði að þess í stað væru það nú Rússar sem væru að falla á vígvellinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar láta Graham æsa sig upp en hann vakti mikla reiði í Mosvku í fyrra þegar hann sagði á Twitter að eina leiðin til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu væri að „taka út“ Pútín. Good news and bad news about Russian efforts to arrest and try me for speaking the truth.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira