Leggið við hlustir - það er kallað Jón Steindór Valdimarsson skrifar 28. maí 2023 09:00 Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála. Evrópuhreyfingin lítur svo á að nauðsynlegt sé að almenningur ráði för þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðild er stórt og mikilvægt mál sem ekki á að láta stjórnmálaflokkana eina um. Málið er stærra en stundarhagsmunir þeirra eða þras um myndun ríkisstjórnar á hverjum tíma. Evrópuhreyfingin hefur mótað sér þá stefnu, ekki síst í ljósi sögu Evrópumála hér á landi, að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, sú fyrri um að hefja viðræður að nýju og hin síðari um aðild á grundvelli aðildarsamnings. Þegar sú leið er farin verður að tryggja að stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Alþingi virði og vinni samkvæmt þeim niðurstöðum. Þráður tekinn upp að nýju Það virðist víðtæk pólitísk sátt um að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Forsendur stjórnmálaflokkanna eru mismunandi fyrir þessari afstöðu og eins viðhorf þeirra til þess hvenær eða hvort slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Ekki fer á milli mála að meirihluti þjóðarinnar og um leið meirihluti fylgjenda nær allra stjórnmálaflokkanna er hlynntur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.Maskína hefur í tvígang, í desember 2022 og apríl 2023, spurt eftirfarandi spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB? Í bæði skiptin var niðurstaðan sú að mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en eru henni andvígir og glöggt sést að það er marktæk aukning meðal þeirra sem eru hlynntir og að sama skapi fækkun meðal þeirra sem eru andvígir eða hlutlausir (hvorki hlynntir né andvígir). Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur vaxið verulega og andstaðan að sama skapi minnkað. Meirihlutinn er víða Mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir sem eru andvígir og er þá sama hvort horft er til kyns, aldurs, búsetu eða menntunar. Þeir sem eru hlynntir eru á bilinu 50,5% til 66%, en andvígir á bilinu 13,3% til 24,6%. Loks eru þeir sem eru hlutlausir á bilinu 17,8% til 33,4%. Niðurstaðan er því sú að stuðningurinn er víðtækari og almennari en sumir vilja vera láta. Það blasir því við að þjóðin er síður en svo klofin í herðar niður. Hún vill útkljá hvort haldið skuli af stað að nýju eða ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Mestur munur innan stjórnmálaflokkanna Myndin sem blasir við þegar svör eru greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sýnir meira bil á milli þeirra sem eru hlynntir og þeirra sem eru andvígur, bæði milli flokkanna og innan þeirra. Sjá má að stuðningsmenn í öllum flokkum nema einum eru hlynntari en þeir sem eru andvígir. Þá kemur í ljós að eftir því sem fleiri stuðningsmenn flokks eru andvígir virðast fleiri hlutlausir. Á hinn bóginn eru mun færri hlutlausir þegar flestir stuðningsmenn viðkomandi flokks eru jákvæðir. Listin að hlusta Vaxandi þungi hefur verið í Evrópuumræðunni undanfarin misseri og það er líka augljóst að fleiri og fleiri vilja taka af skarið um framhaldið með þjóðaratkvæði. Það gildir trúlega bæði um andstæðinga og fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar standa vissulega fyrir ákveðna stefnu og sjónarmið og berjast fyrir þeim málefnum og vilja koma þeim sem best til skila. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Þeir verða þó á sama tíma að kunna listina að hlusta eftir kröfum almennings og hleypa honum að ákvörðunum þegar stórmál eiga í hlut. Það gildir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er tími til að hlusta. Vertu með og skráðu þig í Evrópuhreyfinguna á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála. Evrópuhreyfingin lítur svo á að nauðsynlegt sé að almenningur ráði för þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðild er stórt og mikilvægt mál sem ekki á að láta stjórnmálaflokkana eina um. Málið er stærra en stundarhagsmunir þeirra eða þras um myndun ríkisstjórnar á hverjum tíma. Evrópuhreyfingin hefur mótað sér þá stefnu, ekki síst í ljósi sögu Evrópumála hér á landi, að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, sú fyrri um að hefja viðræður að nýju og hin síðari um aðild á grundvelli aðildarsamnings. Þegar sú leið er farin verður að tryggja að stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Alþingi virði og vinni samkvæmt þeim niðurstöðum. Þráður tekinn upp að nýju Það virðist víðtæk pólitísk sátt um að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Forsendur stjórnmálaflokkanna eru mismunandi fyrir þessari afstöðu og eins viðhorf þeirra til þess hvenær eða hvort slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Ekki fer á milli mála að meirihluti þjóðarinnar og um leið meirihluti fylgjenda nær allra stjórnmálaflokkanna er hlynntur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.Maskína hefur í tvígang, í desember 2022 og apríl 2023, spurt eftirfarandi spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB? Í bæði skiptin var niðurstaðan sú að mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en eru henni andvígir og glöggt sést að það er marktæk aukning meðal þeirra sem eru hlynntir og að sama skapi fækkun meðal þeirra sem eru andvígir eða hlutlausir (hvorki hlynntir né andvígir). Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur vaxið verulega og andstaðan að sama skapi minnkað. Meirihlutinn er víða Mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir sem eru andvígir og er þá sama hvort horft er til kyns, aldurs, búsetu eða menntunar. Þeir sem eru hlynntir eru á bilinu 50,5% til 66%, en andvígir á bilinu 13,3% til 24,6%. Loks eru þeir sem eru hlutlausir á bilinu 17,8% til 33,4%. Niðurstaðan er því sú að stuðningurinn er víðtækari og almennari en sumir vilja vera láta. Það blasir því við að þjóðin er síður en svo klofin í herðar niður. Hún vill útkljá hvort haldið skuli af stað að nýju eða ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Mestur munur innan stjórnmálaflokkanna Myndin sem blasir við þegar svör eru greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sýnir meira bil á milli þeirra sem eru hlynntir og þeirra sem eru andvígur, bæði milli flokkanna og innan þeirra. Sjá má að stuðningsmenn í öllum flokkum nema einum eru hlynntari en þeir sem eru andvígir. Þá kemur í ljós að eftir því sem fleiri stuðningsmenn flokks eru andvígir virðast fleiri hlutlausir. Á hinn bóginn eru mun færri hlutlausir þegar flestir stuðningsmenn viðkomandi flokks eru jákvæðir. Listin að hlusta Vaxandi þungi hefur verið í Evrópuumræðunni undanfarin misseri og það er líka augljóst að fleiri og fleiri vilja taka af skarið um framhaldið með þjóðaratkvæði. Það gildir trúlega bæði um andstæðinga og fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar standa vissulega fyrir ákveðna stefnu og sjónarmið og berjast fyrir þeim málefnum og vilja koma þeim sem best til skila. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Þeir verða þó á sama tíma að kunna listina að hlusta eftir kröfum almennings og hleypa honum að ákvörðunum þegar stórmál eiga í hlut. Það gildir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er tími til að hlusta. Vertu með og skráðu þig í Evrópuhreyfinguna á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar