Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2023 19:16 Edgars Rinkēvičs utanríkisráðherra Lettlands tekur við formennsku í Evrópuráðinu og fundarhamri úr höndum Þórdísar Kolbrúar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu. Katrín Jakobsdóttir og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu fylgjast með. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. Edgars Rinkēvičs utanríkisráðherra Lettlands segir vestur Evrópu ekki hafa tekið mikið mark á viðvörunum NATO ríkja í austri við árásar- og landvinnigastefnu Rússa fyrr en eftir innrás þeirra í Úkraínu í febrúar í fyrra. Þá hafi loksins verið hlustað á viðvaranir þessara ríkja sem þekktu vel til kúgunartakta Rússa frá löngu nábyli við þá. Edgars Rinkēvičs segir að Rússar muni ganga á lagið verði samið um frið í Úkraínu áður en Úkraínumönnum hafi tekist að vinna öll landsvæði sín til baka.Vísir/Vilhelm Nú bæri á því að sumir vildu friðþægjast við Rússa og töluðu um að enda þyrfti stríðið fljótlega. Það mætti hins vegar ekki frysta þá hernaðarastöðu sem nú væri, því þá muni Rússar ganga á lagið. „Nokkur tími líður. Rússland lappar upp á her sinn og vopnvæðist á ný. Það kemur hernaðarvél sinni aftur á réttan kjöl, hervæðist og gerir árás á ný. Vegna þess að Rússland mun ekki hætta.“ Hann vari við því að Nato ríkin verði meðvirk málflutningi Rússa. Halda verði áfram að sjá Úkraínu fyrir öllu því sem landið þurfi til sigurs. Ekki væri hægt að treysta Rússum þar sem almenningur byggi ekki við frelsi og lýðræði og Rússland í raun einræðisríki. „Við höfum séð að fjölmiðlafrelsi, sjálfstæði dómstóla, réttur fólks til að mótmæla, að stofna stjórnmálaflokk sem eru í raun óháðir var fyrir borð borinn fyrir mörgum árum. Þetta var stigvaxandi ferli.“ Vesturlönd hafi hundsað þessa þróun og megi ekki bregðast nú því Putin muni ganga eins langt og Vesturlönd hleypi honum. Úkraína hafi sýnt hversu megnug hún væri í vörnum gegn innrás Rússa og ætti heima í NATO. Rinkēvičs telur ólíklegt að samstaða um þetta náist meðal aðildarríkjanna fyrir leiðtogafund NATO í Vilnius í júlí. Enn séu deildar meiningar. NATO ríkin verði hins vegar að leggja Úkraínu til vegvísi að aðild. „Við erum að þrýsta á um skýra leið fyrir Úkraínu til að ganga í NATO. Skýr viðmið, skýran vegvísi. Við sjáum hvernig þetta gengur upp fyrir miðjan júlí,“ segir Edgars Rinkēvičs. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Lettland NATO Tengdar fréttir Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33 Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. 22. maí 2023 23:46 Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Edgars Rinkēvičs utanríkisráðherra Lettlands segir vestur Evrópu ekki hafa tekið mikið mark á viðvörunum NATO ríkja í austri við árásar- og landvinnigastefnu Rússa fyrr en eftir innrás þeirra í Úkraínu í febrúar í fyrra. Þá hafi loksins verið hlustað á viðvaranir þessara ríkja sem þekktu vel til kúgunartakta Rússa frá löngu nábyli við þá. Edgars Rinkēvičs segir að Rússar muni ganga á lagið verði samið um frið í Úkraínu áður en Úkraínumönnum hafi tekist að vinna öll landsvæði sín til baka.Vísir/Vilhelm Nú bæri á því að sumir vildu friðþægjast við Rússa og töluðu um að enda þyrfti stríðið fljótlega. Það mætti hins vegar ekki frysta þá hernaðarastöðu sem nú væri, því þá muni Rússar ganga á lagið. „Nokkur tími líður. Rússland lappar upp á her sinn og vopnvæðist á ný. Það kemur hernaðarvél sinni aftur á réttan kjöl, hervæðist og gerir árás á ný. Vegna þess að Rússland mun ekki hætta.“ Hann vari við því að Nato ríkin verði meðvirk málflutningi Rússa. Halda verði áfram að sjá Úkraínu fyrir öllu því sem landið þurfi til sigurs. Ekki væri hægt að treysta Rússum þar sem almenningur byggi ekki við frelsi og lýðræði og Rússland í raun einræðisríki. „Við höfum séð að fjölmiðlafrelsi, sjálfstæði dómstóla, réttur fólks til að mótmæla, að stofna stjórnmálaflokk sem eru í raun óháðir var fyrir borð borinn fyrir mörgum árum. Þetta var stigvaxandi ferli.“ Vesturlönd hafi hundsað þessa þróun og megi ekki bregðast nú því Putin muni ganga eins langt og Vesturlönd hleypi honum. Úkraína hafi sýnt hversu megnug hún væri í vörnum gegn innrás Rússa og ætti heima í NATO. Rinkēvičs telur ólíklegt að samstaða um þetta náist meðal aðildarríkjanna fyrir leiðtogafund NATO í Vilnius í júlí. Enn séu deildar meiningar. NATO ríkin verði hins vegar að leggja Úkraínu til vegvísi að aðild. „Við erum að þrýsta á um skýra leið fyrir Úkraínu til að ganga í NATO. Skýr viðmið, skýran vegvísi. Við sjáum hvernig þetta gengur upp fyrir miðjan júlí,“ segir Edgars Rinkēvičs.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Lettland NATO Tengdar fréttir Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33 Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. 22. maí 2023 23:46 Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33
Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. 22. maí 2023 23:46
Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24