Forgangsröðunin verið sú að ríkið þjónustar almenning nú margfalt betur Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. maí 2023 07:00 Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir forgangsröðunina í stafrænni vegferð ríkisins að þjónusta almenning margfalt betur en áður og einfalda líf fólks. Sparnaður sé þó mikill og í raun sé stafræn vegferð ríkisins stórt umhverfismál. Vísir/Vilhelm „Lykilþættirnir hingað til hafa verið að þjónusta almenning margfalt betur en áður og einfalda líf fólks,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem síðustu rúm þrjú árin hefur leitt þá vegferð ríkisins að gera sem flesta þjónustu rafræna. „En auðvitað helst þetta allt í hendur í stóru myndinni. Við höfum til að mynda sparað hundruði þúsunda bílferða til sýslumanns síðustu árin og það sama gildir um sparnaðinn sem hlýst af því að vera ekki að prenta út pappír eins og áður. Þannig að fyrst og fremst er þetta líka risastórt umhverfismál.“ Iceland Innovation Week er haldin í þessari viku en þar fara fram um 60 viðburðir í Grósku dagana 22.-26.maí. Þar á meðal loftlagsráðstefna Davíðs Helgasonar fjárfestis sem kallast Ok, bye. Af þessu tilefni fjallar Atvinnulífið um nýsköpun á Íslandi, meðal annars með tilliti til umhverfismála og þess árangurs sem náðst hefur í nýsköpunarumhverfinu síðustu árin. Margt gjörbreyst á Íslandi Þótt Andri hafi starfað fyrir stjórnvöld síðustu þrjú árin er hann löngum kunnugur íslensku nýsköpunarumhverfinu því hann var einn af stofnendum Innovit, nú Klak Icelandic Startups, árið 2008. „Umhverfið í nýsköpun á Íslandi hefur gjörbreyst frá því að ég kynntist því fyrir rúmum 15 árum. Tækniþróunarsjóður hefur til að mynda verið styrktur til muna, skattaívilnanir fyrir rannsóknir og þróunarvinnu eru nú 20%, ýmsir vísissjóðir hafa verið stofnaðir og svo mætti lengi telja,“ segir Andri og bætir við: „Í dag eru fjárfestar og bankar líka að horfa mikið til grænna fjárfestingakosta. Eitthvað sem var ekki einu sinni til eða nokkur þekkti þegar að ég byrjaði í þessu umhverfi síðustu árin fyrir hrun.“ Andri segist sjálfur trúa því að nýsköpun sé lykilatriði í heiminum til að leysa úr loftlagsvandanum. „Það hefur verið frábært að upplifa kraftinn í tækniþróun og nýsköpun, þar sem einkaframtakið hefur farið langt fram úr stjórnvöldum enda leysist fátt með því að bíða bara eftir þeim. Loftslagsváin er þannig að við þurfum að finna snjallar lausnir í sjó, á landi og í lofti. Þar erum við með fjölmörg frábær íslensk nýsköpunarverkefni í gangi og mitt mat er það að í raun gætu Íslendingar tekið ákveðna forystu í þessum efnum.“ Andri segist þó oft líkja nýsköpunarumhverfinu við því sem gerist í fótboltaleik þegar Íslendingar eru yfir og aðeins tíu mínútur eftir af leik. Þá er oft eins og það slakni aðeins á því okkur er að ganga svo vel. En það þýðir ekkert að hugsa þannig. Þótt við séum komin langt og búin að gera margt gott þarf að halda áfram af fullum krafti. Mér finnst stundum eins og hér sé viðhorfið aðeins þannig með nýsköpunarumhverfið á Íslandi að við séum búin að gera svo marga góða hluti undanfarið, að við séum aðeins farin að slaka á. En það má aldrei.“ Stafræn ríki og stóra samhengið Að sögn Andra hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að ríkið hóf sína stafrænu vegferð fyrir rúmum þremur árum. „Þjónusta við almenning hefur gjörbreyst því nú getur fólk með svo margt nálgast sínar upplýsingar eða gengið frá málum rafrænt. Ég nefni sem dæmi Sýslumenn, Skattinn, Þjóðskrá, og Fiskistofu. Um 90% umsókna um fæðingarorlof og um helmingur þinglýsinga hjá sýslumönnum eru núna rafrænar og við erum núna að vinna í því að allt varðandi Tryggingastofnun, Sjúkratryggingar og fleira verði rafrænt,“ segir Andri og bætir við: „Við eigum heilmikið eftir og munum í seinni hálfleik meira fara að horfa til stafrænnar þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. En fram til þessa hefur þjónusta við almenning verið í forgangi.“ Andri segir hagræðinguna og framlegðaraukningu ríkisins vera mikla, þótt eflaust muni það taka meiri tíma að sjá ávinningin skila sér alveg. Í stóra samhenginu segir Andri stafræna vegferð stjórnvalda vera mikilvæga og umhverfisvæna, þótt auðvitað séu það aðrar breytur sem hafi meiri áhrif í loftlagsmálum. „Orkuskiptin vega þar mest. Því fyrr sem við náum að fara í orkuskipti á landi, sjó og lofti því betra.“ Árangur Íslands í samanburði við önnur lönd er hins vegar mjög sýnilegur. En sem dæmi um hversu breytt staðan er þá var Ísland í 19.sæti hvað varðar stafræna þjónustu árið 2020. Í dag erum við í 5.sæti.“ Að sögn Andra eru það litlar þjóðir eins og Danir og Eistland sem hafa lengi skarað fram úr. Í dag er það þó aðeins Danmörk sem er ofar en Ísland á listanum, þótt Ísland og Svíþjóð séu nokkuð jöfn eins og stendur. „En við megum ekki gleyma því að þótt stafræn þróun sem þessi skipti kannski ekki öllu máli í samanburði við stóru breyturnar, skiptir allt máli á endanum. Líka það hversu vel gengur að þjónusta stjórnvalda um allan heim verði rafræn og umhverfisvænni. Það er bara þannig með okkur mannfólkið að okkur tekst of illa að horfa á langtímaávinninginn en ekki skammtímaávinninginn. Að knýja fram breytingar með umhverfis- og loftlagsmálin að leiðarljósi er samt svipað og með heilsuna, fjármálin og svo framvegis: Því fyrr sem við grípum í taumana og því betur sem við höldum utan um málin, því betri árangur næst til langstíma litið.“ Nýsköpun Tækni Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Nýsköpun í lagageiranum: Það á ekki að vera lúxus að leita réttar síns „Ég lít á lögmennskuna sem þjónustustarf. Allt sem við getum gert til að flýta fyrir málsmeðferð, lækka kostnað og auka á gagnsæi fyrir borgarana er því eitthvað sem við eigum stöðugt að vinna að. Því það að standa í málaferlum er oftast eitthvað sem leggst þungt á fólk,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir eigandi og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. 15. maí 2023 07:01 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. 6. september 2022 07:00 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„En auðvitað helst þetta allt í hendur í stóru myndinni. Við höfum til að mynda sparað hundruði þúsunda bílferða til sýslumanns síðustu árin og það sama gildir um sparnaðinn sem hlýst af því að vera ekki að prenta út pappír eins og áður. Þannig að fyrst og fremst er þetta líka risastórt umhverfismál.“ Iceland Innovation Week er haldin í þessari viku en þar fara fram um 60 viðburðir í Grósku dagana 22.-26.maí. Þar á meðal loftlagsráðstefna Davíðs Helgasonar fjárfestis sem kallast Ok, bye. Af þessu tilefni fjallar Atvinnulífið um nýsköpun á Íslandi, meðal annars með tilliti til umhverfismála og þess árangurs sem náðst hefur í nýsköpunarumhverfinu síðustu árin. Margt gjörbreyst á Íslandi Þótt Andri hafi starfað fyrir stjórnvöld síðustu þrjú árin er hann löngum kunnugur íslensku nýsköpunarumhverfinu því hann var einn af stofnendum Innovit, nú Klak Icelandic Startups, árið 2008. „Umhverfið í nýsköpun á Íslandi hefur gjörbreyst frá því að ég kynntist því fyrir rúmum 15 árum. Tækniþróunarsjóður hefur til að mynda verið styrktur til muna, skattaívilnanir fyrir rannsóknir og þróunarvinnu eru nú 20%, ýmsir vísissjóðir hafa verið stofnaðir og svo mætti lengi telja,“ segir Andri og bætir við: „Í dag eru fjárfestar og bankar líka að horfa mikið til grænna fjárfestingakosta. Eitthvað sem var ekki einu sinni til eða nokkur þekkti þegar að ég byrjaði í þessu umhverfi síðustu árin fyrir hrun.“ Andri segist sjálfur trúa því að nýsköpun sé lykilatriði í heiminum til að leysa úr loftlagsvandanum. „Það hefur verið frábært að upplifa kraftinn í tækniþróun og nýsköpun, þar sem einkaframtakið hefur farið langt fram úr stjórnvöldum enda leysist fátt með því að bíða bara eftir þeim. Loftslagsváin er þannig að við þurfum að finna snjallar lausnir í sjó, á landi og í lofti. Þar erum við með fjölmörg frábær íslensk nýsköpunarverkefni í gangi og mitt mat er það að í raun gætu Íslendingar tekið ákveðna forystu í þessum efnum.“ Andri segist þó oft líkja nýsköpunarumhverfinu við því sem gerist í fótboltaleik þegar Íslendingar eru yfir og aðeins tíu mínútur eftir af leik. Þá er oft eins og það slakni aðeins á því okkur er að ganga svo vel. En það þýðir ekkert að hugsa þannig. Þótt við séum komin langt og búin að gera margt gott þarf að halda áfram af fullum krafti. Mér finnst stundum eins og hér sé viðhorfið aðeins þannig með nýsköpunarumhverfið á Íslandi að við séum búin að gera svo marga góða hluti undanfarið, að við séum aðeins farin að slaka á. En það má aldrei.“ Stafræn ríki og stóra samhengið Að sögn Andra hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að ríkið hóf sína stafrænu vegferð fyrir rúmum þremur árum. „Þjónusta við almenning hefur gjörbreyst því nú getur fólk með svo margt nálgast sínar upplýsingar eða gengið frá málum rafrænt. Ég nefni sem dæmi Sýslumenn, Skattinn, Þjóðskrá, og Fiskistofu. Um 90% umsókna um fæðingarorlof og um helmingur þinglýsinga hjá sýslumönnum eru núna rafrænar og við erum núna að vinna í því að allt varðandi Tryggingastofnun, Sjúkratryggingar og fleira verði rafrænt,“ segir Andri og bætir við: „Við eigum heilmikið eftir og munum í seinni hálfleik meira fara að horfa til stafrænnar þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. En fram til þessa hefur þjónusta við almenning verið í forgangi.“ Andri segir hagræðinguna og framlegðaraukningu ríkisins vera mikla, þótt eflaust muni það taka meiri tíma að sjá ávinningin skila sér alveg. Í stóra samhenginu segir Andri stafræna vegferð stjórnvalda vera mikilvæga og umhverfisvæna, þótt auðvitað séu það aðrar breytur sem hafi meiri áhrif í loftlagsmálum. „Orkuskiptin vega þar mest. Því fyrr sem við náum að fara í orkuskipti á landi, sjó og lofti því betra.“ Árangur Íslands í samanburði við önnur lönd er hins vegar mjög sýnilegur. En sem dæmi um hversu breytt staðan er þá var Ísland í 19.sæti hvað varðar stafræna þjónustu árið 2020. Í dag erum við í 5.sæti.“ Að sögn Andra eru það litlar þjóðir eins og Danir og Eistland sem hafa lengi skarað fram úr. Í dag er það þó aðeins Danmörk sem er ofar en Ísland á listanum, þótt Ísland og Svíþjóð séu nokkuð jöfn eins og stendur. „En við megum ekki gleyma því að þótt stafræn þróun sem þessi skipti kannski ekki öllu máli í samanburði við stóru breyturnar, skiptir allt máli á endanum. Líka það hversu vel gengur að þjónusta stjórnvalda um allan heim verði rafræn og umhverfisvænni. Það er bara þannig með okkur mannfólkið að okkur tekst of illa að horfa á langtímaávinninginn en ekki skammtímaávinninginn. Að knýja fram breytingar með umhverfis- og loftlagsmálin að leiðarljósi er samt svipað og með heilsuna, fjármálin og svo framvegis: Því fyrr sem við grípum í taumana og því betur sem við höldum utan um málin, því betri árangur næst til langstíma litið.“
Nýsköpun Tækni Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Nýsköpun í lagageiranum: Það á ekki að vera lúxus að leita réttar síns „Ég lít á lögmennskuna sem þjónustustarf. Allt sem við getum gert til að flýta fyrir málsmeðferð, lækka kostnað og auka á gagnsæi fyrir borgarana er því eitthvað sem við eigum stöðugt að vinna að. Því það að standa í málaferlum er oftast eitthvað sem leggst þungt á fólk,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir eigandi og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. 15. maí 2023 07:01 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. 6. september 2022 07:00 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Nýsköpun í lagageiranum: Það á ekki að vera lúxus að leita réttar síns „Ég lít á lögmennskuna sem þjónustustarf. Allt sem við getum gert til að flýta fyrir málsmeðferð, lækka kostnað og auka á gagnsæi fyrir borgarana er því eitthvað sem við eigum stöðugt að vinna að. Því það að standa í málaferlum er oftast eitthvað sem leggst þungt á fólk,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir eigandi og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. 15. maí 2023 07:01
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01
Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. 6. september 2022 07:00
Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01