Ólafur Egill tekur við formennskunni af Kolbrúnu Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2023 08:48 Ólafur Egill Egilsson og Kolbrún Halldórsdóttir á aðalfundi í gærkvöldi. Facebook Ólafur Egill Egilsson tók í gærkvöldi við embætti formanns Félags leikstjóra á Íslandi. Ólafur tekur við formennsku af Kolbrúnu Halldórsdóttur sem tekur við stöðu formanns BHM síðar í vikunni. Þau Ólafur og Kolbrún segja bæði frá formannsskiptunum í færslum á Facebook en aðalfundur félagsins var haldinn í gærkvöldi þar sem ný stjórn var kjörin. Ólafur þakkar í færslu Kolbrúnu fyrir afar vel unnin störf og óskarhenni jafnframt alls hins besta á komandi vegferð. „Ég hlakka til að starfa með nýrri stjórn að málum leikstjóra og þakka tiltrú minna félagsmanna. Ójá,“ segir Ólafur. Kolbrún hefur um árabil gegnt formennsku í félaginu og hefur á ferli sínum einnig gegnt stöðu forseta BÍL – bandalags íslenskra listamanna. „Tímamót! Keflið afhent nýjum formanni Félags leikstjóra á Íslandi,“ segir Kolbrún á Facebook. Ólafur Egill útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2002 og hefur um árabil starfað sem leikari, handritshöfundur og leikstjóri í bæði leikhúsi og kvikmyndum. Nýja stjórn félagsins skipa þau Ólafur Egill Egilsson formaður, Ástbjörg Rut Jónsdóttir gjaldkeri, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir ritari, Rúnar Guðbrandsson og Helgi Grimur Hermannsosn meðstjórnendur. Varamenn eru Kolfinna Nikulásdóttir og Hallveig Eiríksdóttir. Greint var frá því í apríl síðastliðinn að Kolbrún yrði sjálfkjörin formaður BHM. Hún tekur við stöðunni af Friðriki Jónssyni. Vistaskipti Félagasamtök Stéttarfélög Tengdar fréttir Kolbrún sjálfkjörin formaður BHM Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði. 28. apríl 2023 15:26 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Þau Ólafur og Kolbrún segja bæði frá formannsskiptunum í færslum á Facebook en aðalfundur félagsins var haldinn í gærkvöldi þar sem ný stjórn var kjörin. Ólafur þakkar í færslu Kolbrúnu fyrir afar vel unnin störf og óskarhenni jafnframt alls hins besta á komandi vegferð. „Ég hlakka til að starfa með nýrri stjórn að málum leikstjóra og þakka tiltrú minna félagsmanna. Ójá,“ segir Ólafur. Kolbrún hefur um árabil gegnt formennsku í félaginu og hefur á ferli sínum einnig gegnt stöðu forseta BÍL – bandalags íslenskra listamanna. „Tímamót! Keflið afhent nýjum formanni Félags leikstjóra á Íslandi,“ segir Kolbrún á Facebook. Ólafur Egill útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2002 og hefur um árabil starfað sem leikari, handritshöfundur og leikstjóri í bæði leikhúsi og kvikmyndum. Nýja stjórn félagsins skipa þau Ólafur Egill Egilsson formaður, Ástbjörg Rut Jónsdóttir gjaldkeri, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir ritari, Rúnar Guðbrandsson og Helgi Grimur Hermannsosn meðstjórnendur. Varamenn eru Kolfinna Nikulásdóttir og Hallveig Eiríksdóttir. Greint var frá því í apríl síðastliðinn að Kolbrún yrði sjálfkjörin formaður BHM. Hún tekur við stöðunni af Friðriki Jónssyni.
Vistaskipti Félagasamtök Stéttarfélög Tengdar fréttir Kolbrún sjálfkjörin formaður BHM Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði. 28. apríl 2023 15:26 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Kolbrún sjálfkjörin formaður BHM Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði. 28. apríl 2023 15:26
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið