Enginn atvinnulaus í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2023 12:30 Sigfús Ólafur Guðmundsson, sem vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sextíu fyrirtæki í Skagafirði taka nú þátt í atvinnulífssýningu um helgin á Sauðárkróki en sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði. Auk þess að kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð fyrir heimafólk og gesti. Sýningin, sem heitir „Skagafjörður, heimili Norðursins“ var formlega sett í morgun klukkan 11:00 en hún stendur yfir í dag og á morgun og fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þátttaka á sýninguna er mjög góð en hún er bæði á inni- og á útisvæði. Sigfús Ólafur Guðmundsson vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, sem heldur sýninguna. „Heyrðu, hérna eru bara fyrirtækin og félagasamtök og í rauninni bara allt samfélagið að sýna hversu megnug þau eru. Við erum með fjölbreytta dagskrá á sviðinu líka og ýmsar uppákomur. Það skiptir auðvitað miklu máli fyrir samfélagið að sýna hversu öflugt samfélagið er. Við erum með mjög hátt þjónustustig hér í Skagafirði og með mjög fjölbreytta starfsemi. Okkur vantar alltaf fólk og til að mynda þá skoðaði ég tölur fyrir apríl núna og þá erum við með enga manneskju á atvinnuleysisskrá,“ segir Sigfús Ólafur. Sigfús Ólafur segir að töluvert sé um ný fyrirtæki í Skagafirði, það séu ekki bara gömul fyrirtæki eins og Kaupfélag Skagfirðinga. „Við héldum þessa sýningu síðast 2018 og við erum í rauninni að fjölga sýnendum síðan þá, þannig að það er mikið af nýliðum líka hjá okkur, margir nýir að koma, sprotar og svona minni fyrirtæki.“ Um 60 sýnendur taka þátt í sýningunni um helgina í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og á útisvæði við íþróttahúsið.Aðsend Og er gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði? „Já, það er alveg ótrúlega gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði. Það er stutt út um allt, til dæmis ef þú ætlar að vera með vefverslun á Íslandi, þá er mjög gott að vera í Skagafirði, það er stutt í boðleiðir um allt, við erum fyrir miðju Íslandi,“ segir Sigfús kampakátur með sýninguna. Allar nánari upplýsingar um atvinnulífssýninguna er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Skagafjörður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Sýningin, sem heitir „Skagafjörður, heimili Norðursins“ var formlega sett í morgun klukkan 11:00 en hún stendur yfir í dag og á morgun og fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þátttaka á sýninguna er mjög góð en hún er bæði á inni- og á útisvæði. Sigfús Ólafur Guðmundsson vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, sem heldur sýninguna. „Heyrðu, hérna eru bara fyrirtækin og félagasamtök og í rauninni bara allt samfélagið að sýna hversu megnug þau eru. Við erum með fjölbreytta dagskrá á sviðinu líka og ýmsar uppákomur. Það skiptir auðvitað miklu máli fyrir samfélagið að sýna hversu öflugt samfélagið er. Við erum með mjög hátt þjónustustig hér í Skagafirði og með mjög fjölbreytta starfsemi. Okkur vantar alltaf fólk og til að mynda þá skoðaði ég tölur fyrir apríl núna og þá erum við með enga manneskju á atvinnuleysisskrá,“ segir Sigfús Ólafur. Sigfús Ólafur segir að töluvert sé um ný fyrirtæki í Skagafirði, það séu ekki bara gömul fyrirtæki eins og Kaupfélag Skagfirðinga. „Við héldum þessa sýningu síðast 2018 og við erum í rauninni að fjölga sýnendum síðan þá, þannig að það er mikið af nýliðum líka hjá okkur, margir nýir að koma, sprotar og svona minni fyrirtæki.“ Um 60 sýnendur taka þátt í sýningunni um helgina í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og á útisvæði við íþróttahúsið.Aðsend Og er gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði? „Já, það er alveg ótrúlega gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði. Það er stutt út um allt, til dæmis ef þú ætlar að vera með vefverslun á Íslandi, þá er mjög gott að vera í Skagafirði, það er stutt í boðleiðir um allt, við erum fyrir miðju Íslandi,“ segir Sigfús kampakátur með sýninguna. Allar nánari upplýsingar um atvinnulífssýninguna er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins.
Skagafjörður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira