Aflvaki í skapandi greinum Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Erla Rún Guðmundsdóttir skrifa 19. maí 2023 11:00 Aflvaki merkir kraftur sem örvar menn til dáða. Þann 10. maí 2023 sendi Hagstofa Íslands frá sér nýja og uppfærða menningarvísaog upplýsingarnar sem þar koma fram eru sannarlega örvandi fyrir atvinnuveg sem var fyrst skilgreindur í kortlagningu á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi árið 2011. Þar má sjá að um 15.300 manns starfa í menningu og skapandi greinum og rúmlega 5.000 rekstraraðilar með einhverja starfsemi. Rekstrartekjur voru rúmlega 126 milljarðar árið 2021 og þær tölur ná yfir allar þær rekstrartekjur sem rekstraraðili tiltekur í skattaframtali, þ.m.t. útflutningstekjur og hvers kyns styrki. Þannig aukast rekstrartekjur í geiranum um 2,9% frá árinum 2012, en um 40,3% ef fjölmiðlar og prentun er fráskilið. Í þeim tveimur greinum er mikill samdráttur samkvæmt tölunum. Kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn er stærstur í rekstrartekjum en sveiflukenndur. Mikill vöxtur er í hönnun og arkitektúr þar sem rekstrartekjur hafa tvöfaldast á tíu árum. Sviðslistir dragast saman þegar bornar eru saman tölur frá 2012 og 2021 en aukast ef horft er til 2012-2019, áður en heimsfaraldur skall á. Tölurnar sýna einmitt líka hvaða áhrif heimsfaraldurinn hafði á ólíkar greinar því milli 2019 og 2020 jukust rekstrartekjur í fjórum þeirra, mest í tölvuleikjageiranum um tæp 50%. Á sama tíma hröpuðu rekstrartekjur í tónlist um tæp 45%. Frá 2020 til 2021 jukust þær líka mest í tónlist en höfðu þó ekki náð fyrri hæðum. Rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum, Hagstofa Íslands Hvað vantar? Það er virkilegt gleðiefni að menningarvísar séu uppfærðir núna með reglulegum hætti. Talnaefnið sem þarna liggur að baki eru forsenda þess að hægt sé að rýna stefnur og stoðkerfi sem hafa þróast verulega á undanförnum 25 árum og um leið efla innviði þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir. Hins vegar er ljóst að verulega vantar upp á til að talnaefnið segi alla söguna. Til að mynda er ekki hægt að sjá greiningu á útflutningstekjum í menningu og skapandi greinum, hvorki sem hluta af rekstrartekjum né í öðru talnaefni Hagstofunnar um utanríkisverslun. Með betri upplýsingum eða mælaborði sem sýnir hvernig sú kaka skiptist mætti t.d. skoða hvort áhersluverkefni Íslandsstofu séu liður í vaxtarsprota í þeim efnum? Jafnframt er vitað að í tölum um starfandi eftir skapandi greinum vantar stóran hluta sjálfstætt starfandi. Það verður að teljast afar líklegt að sá hópur sé einmitt sérstaklega stór í menningu og skapandi greinum, og því ákjósanlegt að leita leiða til að ná þeim inn í tölurnar. Auk þess er erfitt er að átta sig á hversu vel sjálfstætt starfandi og minni fyrirtæki skrá ÍSAT númer sem er atvinnugreinaflokkunin sem allt byggir á. Þá er í menningarvísum er ekki hægt að skoða skiptingu eftir landshlutum. Það væri verðugt verkefni að vinna að slíku niðurbroti á tölum þannig að hægt sé að meta menningarstefnu og aðgerðaráætlanir sem gerðar eru reglulega fyrir hvern landshluta. Hér er aðeins fátt eitt nefnt og mikilvæg verkefni framundan við að rýna hvað má bæta og hvernig má þróa menningarvísana enn frekar. Rannsóknasetur skapandi greina Í ágúst 2021 kynnti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaráætlun undir einkunnarorðinu Skapandi Ísland. Í þeirri aðgerðaráætlun var Háskólanum á Bifröst falið að leiða undirbúning að stofnun skapandi greina í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Samtök skapandi greina. Það glittir nú í að setrið líti dagsins ljós. Það verður meðal annars hlutverk slíks seturs að eiga að góðu samtali og samstarfi við Hagstofu Íslands um hvernig megi áfram þróa og bæta þau talnasöfn sem nú er unnið með. Við sem höfum staðið að undirbúningi að stofnun setursins fögnum því að sá tími sé runninn upp að hægt verði að finna því þarfa samtali ákveðinn farveg og um leið efla til dáða þá sem hafa áhuga á rannsóknum á sviði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður undirbúningsstjórnar um stofnun Rannsóknaseturs skapani greinaErla Rún Guðmundsdóttir sérfræðingur í menningartölfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Stjórnsýsla Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Aflvaki merkir kraftur sem örvar menn til dáða. Þann 10. maí 2023 sendi Hagstofa Íslands frá sér nýja og uppfærða menningarvísaog upplýsingarnar sem þar koma fram eru sannarlega örvandi fyrir atvinnuveg sem var fyrst skilgreindur í kortlagningu á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi árið 2011. Þar má sjá að um 15.300 manns starfa í menningu og skapandi greinum og rúmlega 5.000 rekstraraðilar með einhverja starfsemi. Rekstrartekjur voru rúmlega 126 milljarðar árið 2021 og þær tölur ná yfir allar þær rekstrartekjur sem rekstraraðili tiltekur í skattaframtali, þ.m.t. útflutningstekjur og hvers kyns styrki. Þannig aukast rekstrartekjur í geiranum um 2,9% frá árinum 2012, en um 40,3% ef fjölmiðlar og prentun er fráskilið. Í þeim tveimur greinum er mikill samdráttur samkvæmt tölunum. Kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn er stærstur í rekstrartekjum en sveiflukenndur. Mikill vöxtur er í hönnun og arkitektúr þar sem rekstrartekjur hafa tvöfaldast á tíu árum. Sviðslistir dragast saman þegar bornar eru saman tölur frá 2012 og 2021 en aukast ef horft er til 2012-2019, áður en heimsfaraldur skall á. Tölurnar sýna einmitt líka hvaða áhrif heimsfaraldurinn hafði á ólíkar greinar því milli 2019 og 2020 jukust rekstrartekjur í fjórum þeirra, mest í tölvuleikjageiranum um tæp 50%. Á sama tíma hröpuðu rekstrartekjur í tónlist um tæp 45%. Frá 2020 til 2021 jukust þær líka mest í tónlist en höfðu þó ekki náð fyrri hæðum. Rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum, Hagstofa Íslands Hvað vantar? Það er virkilegt gleðiefni að menningarvísar séu uppfærðir núna með reglulegum hætti. Talnaefnið sem þarna liggur að baki eru forsenda þess að hægt sé að rýna stefnur og stoðkerfi sem hafa þróast verulega á undanförnum 25 árum og um leið efla innviði þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir. Hins vegar er ljóst að verulega vantar upp á til að talnaefnið segi alla söguna. Til að mynda er ekki hægt að sjá greiningu á útflutningstekjum í menningu og skapandi greinum, hvorki sem hluta af rekstrartekjum né í öðru talnaefni Hagstofunnar um utanríkisverslun. Með betri upplýsingum eða mælaborði sem sýnir hvernig sú kaka skiptist mætti t.d. skoða hvort áhersluverkefni Íslandsstofu séu liður í vaxtarsprota í þeim efnum? Jafnframt er vitað að í tölum um starfandi eftir skapandi greinum vantar stóran hluta sjálfstætt starfandi. Það verður að teljast afar líklegt að sá hópur sé einmitt sérstaklega stór í menningu og skapandi greinum, og því ákjósanlegt að leita leiða til að ná þeim inn í tölurnar. Auk þess er erfitt er að átta sig á hversu vel sjálfstætt starfandi og minni fyrirtæki skrá ÍSAT númer sem er atvinnugreinaflokkunin sem allt byggir á. Þá er í menningarvísum er ekki hægt að skoða skiptingu eftir landshlutum. Það væri verðugt verkefni að vinna að slíku niðurbroti á tölum þannig að hægt sé að meta menningarstefnu og aðgerðaráætlanir sem gerðar eru reglulega fyrir hvern landshluta. Hér er aðeins fátt eitt nefnt og mikilvæg verkefni framundan við að rýna hvað má bæta og hvernig má þróa menningarvísana enn frekar. Rannsóknasetur skapandi greina Í ágúst 2021 kynnti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaráætlun undir einkunnarorðinu Skapandi Ísland. Í þeirri aðgerðaráætlun var Háskólanum á Bifröst falið að leiða undirbúning að stofnun skapandi greina í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Samtök skapandi greina. Það glittir nú í að setrið líti dagsins ljós. Það verður meðal annars hlutverk slíks seturs að eiga að góðu samtali og samstarfi við Hagstofu Íslands um hvernig megi áfram þróa og bæta þau talnasöfn sem nú er unnið með. Við sem höfum staðið að undirbúningi að stofnun setursins fögnum því að sá tími sé runninn upp að hægt verði að finna því þarfa samtali ákveðinn farveg og um leið efla til dáða þá sem hafa áhuga á rannsóknum á sviði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður undirbúningsstjórnar um stofnun Rannsóknaseturs skapani greinaErla Rún Guðmundsdóttir sérfræðingur í menningartölfræði
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar