Útlit Loreen sláandi líkt persónu Sæmundar Þórs Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 13:25 Eins og sjá má er útlit Loreen og persónunnar Anto López Espinosa sláandi líkt. aðstent Listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason klórar sér nú í kollinum því eins og Loreen birtist á Eurovision-sviðinu í Liverpool var hún útlits nánast eins og persóna hans. Sæmundur Þór skoðar nú réttarstöðu sína. Sæmundur Þór gerði sci-fi stuttmyndina Mantis 2022 en þar er aðalpersónan Anto López Espinosa og sú persóna er nánast alveg eins útlits og Loreen sem vann í Eurovision um helgina eins og lýðum má ljóst vera. Hér neðar má sjá brot úr Mantis þar sem sjá má Anto López Espinosa í öllu sínu veldi. „Þetta er stuttmynd um listakvár sem framleiðir Solar Plexus Pressure Belt™, djúpþrýstingstækni sem dregur úr fjárhagskvíða. Eitt kvöldið er aðalpersónan skyndilega brottnumin af geimverum. Stuttu síðar tekur útlit og skapið hennar að breytast,“ segir Sæmundur Þór. Hann veltir því nú fyrir sér hvort verið geti að um tilviljun sé að ræða. Málið er nú til skoðunar hjá Myndstef, sem annast höfundarréttarmál myndlistarmanna, en víst er að hönnunarstuldur hefur verið vaxandi vandamál á undanförnum árum.aðsend Sæmundur Þór hefur sett sig í samband við Myndstef, sem annast höfundarétt myndlistarmanna, og þeir þar eru að skoða málið. Segja að líkindin séu mikil. Þá segir listamaðurinn, sem er búsettur úti í Hollandi, að þarlendur lögfræðingur sérhæfður í höfundarétti sé að skoða málið. „Sjálfur var ég ekki að horfa á Eurovision,“ segir Sæmundur Þór spurður hvernig honum hafi liðið við að sjá tvífara persónu sinnar birtast á stóra sviðinu? Sæmundur Þór segist ekki vita hvert verður framhald málsins, hann hefur ekki lent í þessu fyrr og ætlar að bíða og sjá hvað Myndstef hefur um málið að segja.aðsend „En svo fóru vinir sem þekktu verk mitt, héðan og þaðan að senda mér skeyti og myndir. Að þetta væri ótrúlega líkt. Fyrst fannst mér fátt um en seinna fór þetta að trufla mig. Að líkindin væru of mikil til að geta verið tilviljun.“ Sæmundur Þór segist ekki vita hvað taki nú við. „Ég er ekki sjóaður í þessu. Í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá mér. Ég ætla að bíða og sjá hvað Myndstef gerir með þetta.“ Eurovision Eurovísir Höfundarréttur Myndlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tíska og hönnun Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Sæmundur Þór gerði sci-fi stuttmyndina Mantis 2022 en þar er aðalpersónan Anto López Espinosa og sú persóna er nánast alveg eins útlits og Loreen sem vann í Eurovision um helgina eins og lýðum má ljóst vera. Hér neðar má sjá brot úr Mantis þar sem sjá má Anto López Espinosa í öllu sínu veldi. „Þetta er stuttmynd um listakvár sem framleiðir Solar Plexus Pressure Belt™, djúpþrýstingstækni sem dregur úr fjárhagskvíða. Eitt kvöldið er aðalpersónan skyndilega brottnumin af geimverum. Stuttu síðar tekur útlit og skapið hennar að breytast,“ segir Sæmundur Þór. Hann veltir því nú fyrir sér hvort verið geti að um tilviljun sé að ræða. Málið er nú til skoðunar hjá Myndstef, sem annast höfundarréttarmál myndlistarmanna, en víst er að hönnunarstuldur hefur verið vaxandi vandamál á undanförnum árum.aðsend Sæmundur Þór hefur sett sig í samband við Myndstef, sem annast höfundarétt myndlistarmanna, og þeir þar eru að skoða málið. Segja að líkindin séu mikil. Þá segir listamaðurinn, sem er búsettur úti í Hollandi, að þarlendur lögfræðingur sérhæfður í höfundarétti sé að skoða málið. „Sjálfur var ég ekki að horfa á Eurovision,“ segir Sæmundur Þór spurður hvernig honum hafi liðið við að sjá tvífara persónu sinnar birtast á stóra sviðinu? Sæmundur Þór segist ekki vita hvert verður framhald málsins, hann hefur ekki lent í þessu fyrr og ætlar að bíða og sjá hvað Myndstef hefur um málið að segja.aðsend „En svo fóru vinir sem þekktu verk mitt, héðan og þaðan að senda mér skeyti og myndir. Að þetta væri ótrúlega líkt. Fyrst fannst mér fátt um en seinna fór þetta að trufla mig. Að líkindin væru of mikil til að geta verið tilviljun.“ Sæmundur Þór segist ekki vita hvað taki nú við. „Ég er ekki sjóaður í þessu. Í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá mér. Ég ætla að bíða og sjá hvað Myndstef gerir með þetta.“
Eurovision Eurovísir Höfundarréttur Myndlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tíska og hönnun Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira