Harden magnaður þegar Philadelphia jafnaði metin eftir framlengdan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 23:01 James Harden fagnar hér með stuðningsmönnum eftir sigurinn í kvöld. Vísir/Getty Stórkostleg frammistaða James Harden leiddi Philadelphia 76´ers til sigurs gegn Boston Celtics í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-2. Boston leiddi einvígið gegn Philadelphia 2-1 fyrir leikinn í kvöld og James Harden þurfti að sanna sig upp á nýtt eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leiknum sem 76´ers vann í Boston. Í síðustu tveimur leikjum einvígisins hafði hann aðeins hitt úr fimm af tuttugu og átta skotum utan af velli og aðeins skorað tvær þriggja stiga körfur. Harden tók áskoruninni heldur betur í kvöld. Hann átti gjörsamlega frábæran leik í 116-115 sigri Philadelphia 76´ers en leikurinn fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 107-107 að loknu venjulegum leiktíma. Harden jafnaði metin þegar rúmar fimmtán sekúndur voru eftir með góðri körfu þar sem hann fór illa með vörn Boston Celtics. JAMES HARDEN WITH 39.SENDS GAME 4 INTO OVERTIME.GET TO ESPN! pic.twitter.com/K5kQ7ZFXe4— NBA (@NBA) May 7, 2023 Framlengingin var æsispennandi. Joel Embiid skoraði tvö stiga af vítalínunni þegar 56 sekúndur voru eftir og kom þá Philadelphia í 113-112 forystu. Jayson Tatum skoraði hins vegar þriggja stiga körfu í næstu sókn Boston og kom gestunum 115-113 yfir þegar rúmar 26 sekúndur voru eftir. James Harden var þó ekki hættur. Þegar 18 sekúndur voru eftir skoraði hann þriggja stiga körfu úr horninu eftir sendingu Embiid og kom Philadelphia aftur einu stigi yfir 116-115. JAMES HARDEN GAME-WINNER.42 POINTS IN THE GAME 4 WIN.SERIES TIED AT 2-2.#PLAYOFFMODE pic.twitter.com/FVG2pYJ9CC— NBA (@NBA) May 7, 2023 Boston fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin. Marcus Smart náði að koma boltanum ofan í körfuna en því miður fyrir hann var tíminn liðinn áður en hann sleppti boltanum. Dómararnir fóru skjáinn til að fá það staðfest og áhorfendur í Wells Fargo Center trylltust af fögnuðu þegar niðurstaðan lá fyrir. Lokatölur 116-115 fyrir Philadelphia 76´ers sem jafnar þar með metin í einvíginu. Smart's three comes after the buzzer.76ers win 116-115 to tie the series at 2-2!Wells Fargo Center is LOUD pic.twitter.com/YGvIRlxOEi— NBA (@NBA) May 7, 2023 James Harden átti magnaðan leik fyrir Philadelphia í kvöld. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal fjórum boltum. Stórkostleg frammistaða. Joel Embiid kom næstur með 34 stig og þrettán fráköst en þeir Jaylen Bowen, Jayson Tatum og Marcus Smart skoruðu allir yfir tuttugu stig fyrir Boston Celtics. NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Leik lokið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Boston leiddi einvígið gegn Philadelphia 2-1 fyrir leikinn í kvöld og James Harden þurfti að sanna sig upp á nýtt eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leiknum sem 76´ers vann í Boston. Í síðustu tveimur leikjum einvígisins hafði hann aðeins hitt úr fimm af tuttugu og átta skotum utan af velli og aðeins skorað tvær þriggja stiga körfur. Harden tók áskoruninni heldur betur í kvöld. Hann átti gjörsamlega frábæran leik í 116-115 sigri Philadelphia 76´ers en leikurinn fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 107-107 að loknu venjulegum leiktíma. Harden jafnaði metin þegar rúmar fimmtán sekúndur voru eftir með góðri körfu þar sem hann fór illa með vörn Boston Celtics. JAMES HARDEN WITH 39.SENDS GAME 4 INTO OVERTIME.GET TO ESPN! pic.twitter.com/K5kQ7ZFXe4— NBA (@NBA) May 7, 2023 Framlengingin var æsispennandi. Joel Embiid skoraði tvö stiga af vítalínunni þegar 56 sekúndur voru eftir og kom þá Philadelphia í 113-112 forystu. Jayson Tatum skoraði hins vegar þriggja stiga körfu í næstu sókn Boston og kom gestunum 115-113 yfir þegar rúmar 26 sekúndur voru eftir. James Harden var þó ekki hættur. Þegar 18 sekúndur voru eftir skoraði hann þriggja stiga körfu úr horninu eftir sendingu Embiid og kom Philadelphia aftur einu stigi yfir 116-115. JAMES HARDEN GAME-WINNER.42 POINTS IN THE GAME 4 WIN.SERIES TIED AT 2-2.#PLAYOFFMODE pic.twitter.com/FVG2pYJ9CC— NBA (@NBA) May 7, 2023 Boston fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin. Marcus Smart náði að koma boltanum ofan í körfuna en því miður fyrir hann var tíminn liðinn áður en hann sleppti boltanum. Dómararnir fóru skjáinn til að fá það staðfest og áhorfendur í Wells Fargo Center trylltust af fögnuðu þegar niðurstaðan lá fyrir. Lokatölur 116-115 fyrir Philadelphia 76´ers sem jafnar þar með metin í einvíginu. Smart's three comes after the buzzer.76ers win 116-115 to tie the series at 2-2!Wells Fargo Center is LOUD pic.twitter.com/YGvIRlxOEi— NBA (@NBA) May 7, 2023 James Harden átti magnaðan leik fyrir Philadelphia í kvöld. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal fjórum boltum. Stórkostleg frammistaða. Joel Embiid kom næstur með 34 stig og þrettán fráköst en þeir Jaylen Bowen, Jayson Tatum og Marcus Smart skoruðu allir yfir tuttugu stig fyrir Boston Celtics.
NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Leik lokið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira