Þegar tjáning eins verður að þjáningu annars Arna Magnea Danks skrifar 6. maí 2023 22:32 Maí er mánuður tileinkaður geðheilbrigði og geðheilbrigðismálum, þar sem við eigum að huga að okkar eigin geðheilbrigði og annarra. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“, segir máltækið, þó oft er það því miður mistúlkað og misnotað, þá þýðir það einfaldlega að koma vel fram við aðra og huga að þeirra tilfinningalegu vellíðan, að valda ekki andlegum sársauka. Það þýðir ekki að við megum ekki vera ósammála um allskonar. Við megum hafa aðrar skoðanir, kjósa mismunandi flokka og samt vera vinir. Jafnvel rökræða og rífast um allt milli himins og jarðar, svo framanlega sem við erum ekki beinlínis að valda skaða með okkar skoðunum, rökræðum og rifrildum. Því um leið og við erum farin að valda öðrum þjáningu, svo ég tali ekki um heilu hópunum af fólki. Þá erum við komin út fyrir hugtakið frelsi, því frelsi eins getur aldrei náð lengra en að frelsi annars. Hér situr hnífurinn í kúnni, eins og þar stendur. Við beitum nefnilega þessari hugmynd um tjáningarfrelsi og málfrelsi óspart á þann veg að við erum að valda skaða og við réttlætum það með lögfræðilegum rökum og oft úreldum viðhorfum og vísindum. Því kemur upp spurningin: af hverju er það svo í hugum svo margra að þeirra réttur til tjáningar sé meiri en réttur annarra til að lifa lífi án ofsókna, áreitis, andlegs og á stundum, líkamlegs ofbeldis? Lög í hverju landi er aldrei heilagur sannleikur og getur aldrei trompað það sem við vitum að er siðferðislega rétt, sama hvað lögin ein og sér segja. Í yfir 70 ríkjum heims er það saknæmt að vera hluti af LGBTQIA+ (að vera hinsegin eins og almennt er talað um það hér á landi). Er það þá í lagi af því að lögin segja það? Auðvitað ekki! Í mörgum fylkjum BNA og víða í heiminum er löglegt að selja og gifta börn í hjónabönd við 12 ára aldurinn. Er það þá í lagi af því lögin segja það? Auðvitað ekki! Víða í heiminum eru réttindi kvenna nær enginn og í BNA er hvert fylkið á fætur öðru að samþykkja lög sem gera þungunarrof ólögleg með öllu eftir 6 viku meðgöngu og er víða farið fram á allt að 99 ára fangelsi yfir konum sem hafa farið í ólöglegt þungunarrof. Er það þá í lagi af því lögin segja það? Auðvitað ekki! Það er því oft þannig að þó að fólk megi haga sér á ákveðin hátt lagalega, þá er hegðun þeirra siðferðislega röng og það á svo sannarlega við þegar fólk nýtir stöðu sína til að ráðast að minnihlutahópi í ræðu og riti í því skyni að gera tilvist umrædds hóp á einhvern hátt grunsamlega og óæskilega og þannig ýta undir útskúfun og ofbeldi. Þó vissulega þau segja það aldrei beint að þau vilji útrýma téðum hópi, þá þarf ekki nema meðal lesskilning til að átta sig á því hvert þau eru að fara með sínum yfirlýsingum. Undanfarið hef ég, og annað trans fólk, heyrt siskynja sjálfskipaða sérfræðinga öskra út í tómið, vitnandi í aðra sjálfskipaða sérfræðinga sem ausa úr skálum fáfræði sinnar á YouTube, allskonar samsæriskenningum um trans fólk. Svo beita þau fyrir sig allskyns gaslýsingum þegar þau eru gagnrýnd fyrir hatursorðræðu, eins og að heimta útskýringar á hvar hatrið sé að finna í þeirra orðum. Hatrið lekur hreinlega af öðru hverju orði, en við, trans fólkið sem verðum fyrir þessu hatri. Við skuldum þeim ekki neina útskýringu. Við sjáum hatrið, við finnum fyrir því á hverjum degi og það er fyrir okkar lífi og frelsi sem við berjumst. Við skuldum þeim sem hata okkur ekkert! Ég ætla ekki að fara yfir allar þessar fáránlegu kenningar, því nóg er hatrið sem við verðum fyrir, þó ég opni nú ekki enn meira á það, eða eins og máltækið segir: „það er óþarfi að æra óstöðugan“. Svo erum við nú þegar, ansi mörg, búin að útskýra og svara þessum fölsku fullyrðingum margsinnis og benda á vísindalegar staðreyndir máli okkar til sönnunar, Í staðinn ætla ég að biðla til allra þeirra sem eflaust þekkja ekki trans manneskju, vita lítið um málefni trans fólks og sveiflast til og frá í hugsunum eftir því hvað síðasta ræðumanneskja sagði. Mig langar svo virkilega að þið hlustið á þær raddir sem vita mest um hvað er að vera trans. Trans fólk sjálft! Við erum agnarsmár hluti af heildarfjölda mannkyns, ca 1 - 2% (ekki nema um 0,02% á Íslandi) og ef við værum fuglar værum við eflaust talin til þeirra fágætustu og dýrmætustu eintaka sem fyndist í flóru fjölbreytileika náttúrunnar, í stað þess að vera talin til furðufugla mannlegrar tilvistar, sem sumir einstaklingar sjá allt til foráttu og vilja hreinlega útrýma. Trans fólk er ekki nein ógn gagnvart sis fólki, en okkur er vissulega ógnað. Hver sem ástæðan er fyrir öllu þessu fári og hatri gegn trans fólki sem fer vaxandi með degi hverjum, þá er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd, að ekkert er auðveldara en að ráðast á agnarsmáan minnihlutahóp sem er ekki nægilega stór einn og sér til að standa gegn slíku áhlaupi haturs og láta sem svo að við séum einhversskonar óvættur, þannig að þið hættið að hugsa um allar þær hættur sem raunverulega steðja að okkur öllum. Þar sem þetta er eitthvað sem kemur alltaf upp á meðal þeirra sem vilja mála okkur upp sem einhversskonar skrímsli, þá já, innan okkar hóps, trans fólks, alveg eins og ykkar hóps, siskynja fólks, er að finna einstaklinga sem fremja voðaverk, en ef það er skoðað í samhengi hlutana, svo dæmi séu tekin, þá eru það í 97,7% tilvika siskynja karlmenn sem fremja vopnuð fjöldamorð í Bandaríkjunum, en 0,11% fólks sem skilgreinir ekki kyn sitt (kemur ekki fram að um trans fólk sé að ræða að öðru leyti en þessu að viðkomandi skilgreindi ekki kyn sitt og aðeins er vitað um eitt staðfest tilvik þar sem vitað var að viðkomandi væri trans). https://apnews.com/article/fact-check-transgender-nashville-shooting-misinformation-cd62492d066d41e820c138256570978c Þannig í öllum rannsóknum, öllum tölfræðilegum heimildum, þá eru gerendur ofbeldis nánast alltaf siskynja, gagnkynhneigðir karlmenn. Samt dæmum við ekki alla karlmenn, dettum það ekki einu sinni í hug, enda er það fáránlegt. Við þekkjum öll fullt af frábærum karlmönnum og viljum alls ekki setja þá undir sama hatt og þessa ofbeldismenn. Af hverju er það þá svo að um leið og það finnst eitt rotið epli í minnihlutahóp eins og trans fólki, þá er það sett fram eins og sönnun fyrir því að allt trans fólk sé hræðilegt? Það sama má reyndar segja um alla minnihlutahópa en það er efni í heilann fyrirlestur. Ég veit líka að þrátt fyrir skrif mín og ræður, þá mun fólkið sem hatar okkur ekki hætta sínum fáránlega áróðri og ég mun halda áfram að fá allskyns miður skemmtileg skilaboð frá enn óskemmtilegra fólki, en ég veit það líka af sárri reynslu að ofbeldi þrífst best í þögninni og því nýti ég mitt málfrelsi, mitt tjáningarfrelsi til að vekja ykkur til umhugsunnar sem eflaust haldið að þetta komi ykkur ekkert við. En þegar minnihlutahópur stendur frammi fyrir útskúfun og hótunum um útrýmingu, þá getur enginn verið hlutlaus. Nú er tíminn til að allt gott fólk standi saman gegn hatrinu. Nú er tíminn til að segja stopp, hingað og ekki lengra, það er komið nóg af því að trans börn, ungmenni og fullorðið fólk, þjáist í fjötrum kvíða og ótta vegna misnotkunar á málfrelsinu. Orð hafa ábyrgð og hverri stétt er í sjálfvald sett að setja sér eigin siðareglur og fylgja þeim, burséð frá landslögum og þegar rætt er um börn og þeirra réttindi, þá skulum við einnig ræða um þau börn sem oft vilja vera útundan í þeirri umræðu. Trans, kynsegin, hinsegin og intersex börn. Þau eiga líka skilið að búa við öryggi og að vera laus við fordóma og hatur í sinn garð. Í Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðana segir í 2 grein: „Öll Börn eru jöfn“. Ekki sum. Ekki sis. Ekki bara þessi en ekki hin. Heldur: „Öll Börn eru Jöfn“. https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/barnasattmali/oll-born-eru-jofn Gegn hatrinu Beiskt er það fólk og biturt Sem bíður fúslega hatrinu heim En vissulega gott fólk og viturt Sem viljugt stendur gegn þeim. *** Endalaust áreiti tekur sinn toll Álfabörn og nettröll í stríði Hjartað grætur hugans hroll Hinsegin ótti, angist og kvíði. *** Frelsi er aldrei fengið með fjötrum Fyrirmyndir fundnar í „löglegu“ hatri Að gálganum við göngum í tötrum Ef gegn hatrinu ei stöndum í snatri. Arna Magnea Danks - 06.05.2023 Höfundur (hún/she) er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari, meistaranemi í kynjafræði og trans kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Maí er mánuður tileinkaður geðheilbrigði og geðheilbrigðismálum, þar sem við eigum að huga að okkar eigin geðheilbrigði og annarra. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“, segir máltækið, þó oft er það því miður mistúlkað og misnotað, þá þýðir það einfaldlega að koma vel fram við aðra og huga að þeirra tilfinningalegu vellíðan, að valda ekki andlegum sársauka. Það þýðir ekki að við megum ekki vera ósammála um allskonar. Við megum hafa aðrar skoðanir, kjósa mismunandi flokka og samt vera vinir. Jafnvel rökræða og rífast um allt milli himins og jarðar, svo framanlega sem við erum ekki beinlínis að valda skaða með okkar skoðunum, rökræðum og rifrildum. Því um leið og við erum farin að valda öðrum þjáningu, svo ég tali ekki um heilu hópunum af fólki. Þá erum við komin út fyrir hugtakið frelsi, því frelsi eins getur aldrei náð lengra en að frelsi annars. Hér situr hnífurinn í kúnni, eins og þar stendur. Við beitum nefnilega þessari hugmynd um tjáningarfrelsi og málfrelsi óspart á þann veg að við erum að valda skaða og við réttlætum það með lögfræðilegum rökum og oft úreldum viðhorfum og vísindum. Því kemur upp spurningin: af hverju er það svo í hugum svo margra að þeirra réttur til tjáningar sé meiri en réttur annarra til að lifa lífi án ofsókna, áreitis, andlegs og á stundum, líkamlegs ofbeldis? Lög í hverju landi er aldrei heilagur sannleikur og getur aldrei trompað það sem við vitum að er siðferðislega rétt, sama hvað lögin ein og sér segja. Í yfir 70 ríkjum heims er það saknæmt að vera hluti af LGBTQIA+ (að vera hinsegin eins og almennt er talað um það hér á landi). Er það þá í lagi af því að lögin segja það? Auðvitað ekki! Í mörgum fylkjum BNA og víða í heiminum er löglegt að selja og gifta börn í hjónabönd við 12 ára aldurinn. Er það þá í lagi af því lögin segja það? Auðvitað ekki! Víða í heiminum eru réttindi kvenna nær enginn og í BNA er hvert fylkið á fætur öðru að samþykkja lög sem gera þungunarrof ólögleg með öllu eftir 6 viku meðgöngu og er víða farið fram á allt að 99 ára fangelsi yfir konum sem hafa farið í ólöglegt þungunarrof. Er það þá í lagi af því lögin segja það? Auðvitað ekki! Það er því oft þannig að þó að fólk megi haga sér á ákveðin hátt lagalega, þá er hegðun þeirra siðferðislega röng og það á svo sannarlega við þegar fólk nýtir stöðu sína til að ráðast að minnihlutahópi í ræðu og riti í því skyni að gera tilvist umrædds hóp á einhvern hátt grunsamlega og óæskilega og þannig ýta undir útskúfun og ofbeldi. Þó vissulega þau segja það aldrei beint að þau vilji útrýma téðum hópi, þá þarf ekki nema meðal lesskilning til að átta sig á því hvert þau eru að fara með sínum yfirlýsingum. Undanfarið hef ég, og annað trans fólk, heyrt siskynja sjálfskipaða sérfræðinga öskra út í tómið, vitnandi í aðra sjálfskipaða sérfræðinga sem ausa úr skálum fáfræði sinnar á YouTube, allskonar samsæriskenningum um trans fólk. Svo beita þau fyrir sig allskyns gaslýsingum þegar þau eru gagnrýnd fyrir hatursorðræðu, eins og að heimta útskýringar á hvar hatrið sé að finna í þeirra orðum. Hatrið lekur hreinlega af öðru hverju orði, en við, trans fólkið sem verðum fyrir þessu hatri. Við skuldum þeim ekki neina útskýringu. Við sjáum hatrið, við finnum fyrir því á hverjum degi og það er fyrir okkar lífi og frelsi sem við berjumst. Við skuldum þeim sem hata okkur ekkert! Ég ætla ekki að fara yfir allar þessar fáránlegu kenningar, því nóg er hatrið sem við verðum fyrir, þó ég opni nú ekki enn meira á það, eða eins og máltækið segir: „það er óþarfi að æra óstöðugan“. Svo erum við nú þegar, ansi mörg, búin að útskýra og svara þessum fölsku fullyrðingum margsinnis og benda á vísindalegar staðreyndir máli okkar til sönnunar, Í staðinn ætla ég að biðla til allra þeirra sem eflaust þekkja ekki trans manneskju, vita lítið um málefni trans fólks og sveiflast til og frá í hugsunum eftir því hvað síðasta ræðumanneskja sagði. Mig langar svo virkilega að þið hlustið á þær raddir sem vita mest um hvað er að vera trans. Trans fólk sjálft! Við erum agnarsmár hluti af heildarfjölda mannkyns, ca 1 - 2% (ekki nema um 0,02% á Íslandi) og ef við værum fuglar værum við eflaust talin til þeirra fágætustu og dýrmætustu eintaka sem fyndist í flóru fjölbreytileika náttúrunnar, í stað þess að vera talin til furðufugla mannlegrar tilvistar, sem sumir einstaklingar sjá allt til foráttu og vilja hreinlega útrýma. Trans fólk er ekki nein ógn gagnvart sis fólki, en okkur er vissulega ógnað. Hver sem ástæðan er fyrir öllu þessu fári og hatri gegn trans fólki sem fer vaxandi með degi hverjum, þá er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd, að ekkert er auðveldara en að ráðast á agnarsmáan minnihlutahóp sem er ekki nægilega stór einn og sér til að standa gegn slíku áhlaupi haturs og láta sem svo að við séum einhversskonar óvættur, þannig að þið hættið að hugsa um allar þær hættur sem raunverulega steðja að okkur öllum. Þar sem þetta er eitthvað sem kemur alltaf upp á meðal þeirra sem vilja mála okkur upp sem einhversskonar skrímsli, þá já, innan okkar hóps, trans fólks, alveg eins og ykkar hóps, siskynja fólks, er að finna einstaklinga sem fremja voðaverk, en ef það er skoðað í samhengi hlutana, svo dæmi séu tekin, þá eru það í 97,7% tilvika siskynja karlmenn sem fremja vopnuð fjöldamorð í Bandaríkjunum, en 0,11% fólks sem skilgreinir ekki kyn sitt (kemur ekki fram að um trans fólk sé að ræða að öðru leyti en þessu að viðkomandi skilgreindi ekki kyn sitt og aðeins er vitað um eitt staðfest tilvik þar sem vitað var að viðkomandi væri trans). https://apnews.com/article/fact-check-transgender-nashville-shooting-misinformation-cd62492d066d41e820c138256570978c Þannig í öllum rannsóknum, öllum tölfræðilegum heimildum, þá eru gerendur ofbeldis nánast alltaf siskynja, gagnkynhneigðir karlmenn. Samt dæmum við ekki alla karlmenn, dettum það ekki einu sinni í hug, enda er það fáránlegt. Við þekkjum öll fullt af frábærum karlmönnum og viljum alls ekki setja þá undir sama hatt og þessa ofbeldismenn. Af hverju er það þá svo að um leið og það finnst eitt rotið epli í minnihlutahóp eins og trans fólki, þá er það sett fram eins og sönnun fyrir því að allt trans fólk sé hræðilegt? Það sama má reyndar segja um alla minnihlutahópa en það er efni í heilann fyrirlestur. Ég veit líka að þrátt fyrir skrif mín og ræður, þá mun fólkið sem hatar okkur ekki hætta sínum fáránlega áróðri og ég mun halda áfram að fá allskyns miður skemmtileg skilaboð frá enn óskemmtilegra fólki, en ég veit það líka af sárri reynslu að ofbeldi þrífst best í þögninni og því nýti ég mitt málfrelsi, mitt tjáningarfrelsi til að vekja ykkur til umhugsunnar sem eflaust haldið að þetta komi ykkur ekkert við. En þegar minnihlutahópur stendur frammi fyrir útskúfun og hótunum um útrýmingu, þá getur enginn verið hlutlaus. Nú er tíminn til að allt gott fólk standi saman gegn hatrinu. Nú er tíminn til að segja stopp, hingað og ekki lengra, það er komið nóg af því að trans börn, ungmenni og fullorðið fólk, þjáist í fjötrum kvíða og ótta vegna misnotkunar á málfrelsinu. Orð hafa ábyrgð og hverri stétt er í sjálfvald sett að setja sér eigin siðareglur og fylgja þeim, burséð frá landslögum og þegar rætt er um börn og þeirra réttindi, þá skulum við einnig ræða um þau börn sem oft vilja vera útundan í þeirri umræðu. Trans, kynsegin, hinsegin og intersex börn. Þau eiga líka skilið að búa við öryggi og að vera laus við fordóma og hatur í sinn garð. Í Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðana segir í 2 grein: „Öll Börn eru jöfn“. Ekki sum. Ekki sis. Ekki bara þessi en ekki hin. Heldur: „Öll Börn eru Jöfn“. https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/barnasattmali/oll-born-eru-jofn Gegn hatrinu Beiskt er það fólk og biturt Sem bíður fúslega hatrinu heim En vissulega gott fólk og viturt Sem viljugt stendur gegn þeim. *** Endalaust áreiti tekur sinn toll Álfabörn og nettröll í stríði Hjartað grætur hugans hroll Hinsegin ótti, angist og kvíði. *** Frelsi er aldrei fengið með fjötrum Fyrirmyndir fundnar í „löglegu“ hatri Að gálganum við göngum í tötrum Ef gegn hatrinu ei stöndum í snatri. Arna Magnea Danks - 06.05.2023 Höfundur (hún/she) er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari, meistaranemi í kynjafræði og trans kona.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar