Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 07:00 Vopnaðir lögreglumenn við Hörpu þegar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Reykjavík árið 2021. Vísir/Vilhelm Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. Um fjörutíu leiðtogar hafa staðfest komu sína á leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Viðburðurinn er sá stærsti af þessu tagi sem haldinn hefur verið á Íslandi. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins. Götum á stóru svæði í miðborginni verður lokað fyrir bílaumferð og svæðinu næst Hörpu fyrir allri umferð almennings. Íslenska lögreglan nýtur aðstoðar norræns lögregluliðs. Ríkisútvarpið sagði frá því í síðasta mánuði að um þrjú hundruð íslenskir lögreglumenn hefðu fengið þjálfun í meðferð skotvopna vegna leiðtogafundarins. Íslensk stjórnvöld standa straum af kostnaði við öryggisgæsluna sem er talinn nema á annan milljarð króna. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis að fest hafi verið kaup á skotvopnum og öðrum búnaði fyrir fundinn. Að öðru leyti veitir embættið ekki upplýsingar um búnað lögreglu vegna fundarins fyrr en að honum loknum og vísað það til öryggisástæðna. Íslenskir lögreglumenn fylgja vopnuðum erlendum kollegum og lífvörðum Varðandi vopnaburð erlendra lögreglumanna segir ríkislögreglustjóraembættið að þeir verði undir stjórn íslenskrar lögreglu. Reglur um meðferð lögreglu á vopnum leyfa ríkislögreglustjóra að heimila erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf hér á landi svo lengi sem þeir starfa undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum hennar um vopnaburð og vopn. Vopnaðir öryggisverðir fylgja einnig sendinefndum sumra ríkjanna á fundinum. Sömu reglur og skilyrði gilda um þá og erlendu lögreglumennina. Ríkislögreglustjóri segir að fyrirkomulagið með þá verði sambærilegt við stakar heimsóknir þjóðarleiðtoga með vopnaða verði á liðnum árum. Verðirnir verði undir stjórn og í fylgd vopnaðra íslenskra lögreglumanna. Lögreglumenn á mótorhjólum í tengslum við heimsókn Mikes Pence, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna árið 2019. Íslenskir lögreglumenn fylgja sendinefndum á ferðum þeirra í borginni. Búast má við umferðarröskunum vegna þeirra ferða í kringum leiðtogafundinn.Vísir/Vilhelm Búast ekki við truflunum vegna öryggisgæslu á hótelum Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins er búist við um níu hundruð fulltrúum á leiðtogafundinn. Langflestir leiðtoganna gisti á hótelum í borginni. Almennir borgarar ættu ekki að verða fyrir miklum truflunum ef einhverjum vegna öryggisgæslu á hótelum utan lokunarsvæðisins, að því er segir í svari embættis ríkislögreglustjóra. Þó megi gera ráð fyrir vopnaðri öryggisgæslu lögreglu í tengslum við fundinn. Möguleg öryggisógn í kringum leiðtogafundinn er ekki aðeins áþreifanleg heldur einnig stafræn. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda varaði við því í gær að ógnahópar og mótmælendur nýttu sér fundinn til þess að vekja athygli á sjálfum sér með netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir, jafnvel þau sem væru alls ótengd fundarhöldunum. Skotvopn Lögreglumál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Um fjörutíu leiðtogar hafa staðfest komu sína á leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Viðburðurinn er sá stærsti af þessu tagi sem haldinn hefur verið á Íslandi. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins. Götum á stóru svæði í miðborginni verður lokað fyrir bílaumferð og svæðinu næst Hörpu fyrir allri umferð almennings. Íslenska lögreglan nýtur aðstoðar norræns lögregluliðs. Ríkisútvarpið sagði frá því í síðasta mánuði að um þrjú hundruð íslenskir lögreglumenn hefðu fengið þjálfun í meðferð skotvopna vegna leiðtogafundarins. Íslensk stjórnvöld standa straum af kostnaði við öryggisgæsluna sem er talinn nema á annan milljarð króna. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis að fest hafi verið kaup á skotvopnum og öðrum búnaði fyrir fundinn. Að öðru leyti veitir embættið ekki upplýsingar um búnað lögreglu vegna fundarins fyrr en að honum loknum og vísað það til öryggisástæðna. Íslenskir lögreglumenn fylgja vopnuðum erlendum kollegum og lífvörðum Varðandi vopnaburð erlendra lögreglumanna segir ríkislögreglustjóraembættið að þeir verði undir stjórn íslenskrar lögreglu. Reglur um meðferð lögreglu á vopnum leyfa ríkislögreglustjóra að heimila erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf hér á landi svo lengi sem þeir starfa undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum hennar um vopnaburð og vopn. Vopnaðir öryggisverðir fylgja einnig sendinefndum sumra ríkjanna á fundinum. Sömu reglur og skilyrði gilda um þá og erlendu lögreglumennina. Ríkislögreglustjóri segir að fyrirkomulagið með þá verði sambærilegt við stakar heimsóknir þjóðarleiðtoga með vopnaða verði á liðnum árum. Verðirnir verði undir stjórn og í fylgd vopnaðra íslenskra lögreglumanna. Lögreglumenn á mótorhjólum í tengslum við heimsókn Mikes Pence, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna árið 2019. Íslenskir lögreglumenn fylgja sendinefndum á ferðum þeirra í borginni. Búast má við umferðarröskunum vegna þeirra ferða í kringum leiðtogafundinn.Vísir/Vilhelm Búast ekki við truflunum vegna öryggisgæslu á hótelum Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins er búist við um níu hundruð fulltrúum á leiðtogafundinn. Langflestir leiðtoganna gisti á hótelum í borginni. Almennir borgarar ættu ekki að verða fyrir miklum truflunum ef einhverjum vegna öryggisgæslu á hótelum utan lokunarsvæðisins, að því er segir í svari embættis ríkislögreglustjóra. Þó megi gera ráð fyrir vopnaðri öryggisgæslu lögreglu í tengslum við fundinn. Möguleg öryggisógn í kringum leiðtogafundinn er ekki aðeins áþreifanleg heldur einnig stafræn. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda varaði við því í gær að ógnahópar og mótmælendur nýttu sér fundinn til þess að vekja athygli á sjálfum sér með netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir, jafnvel þau sem væru alls ótengd fundarhöldunum.
Skotvopn Lögreglumál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29