Líður stundum eins og hann sé ekki alvöru manneskja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. maí 2023 20:01 Haraldur er opinskár með það að hann hafi lengi langað til þess að fá að leika. Draumurinn hefur loksins ræsts. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, lét draum sinn rætast og lék í alþjóðlegri kvikmynd í síðustu viku. Hann segir leiklistina henta sér vel því oft líði honum eins og hann þurfi að leika sig í gegnum hversdaginn. „Ég veit ekkert hvað ég má segja þér,“ segir Halli léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann bætir því svo við hlæjandi að hann hafi reyndar ekki verið beðinn um að halda nein leyndarmál. Kvikmyndin sem Halli leikur í er þýsk og er framleidd af Warner Brothers kvikmyndaverinu. Halli útskýrir að hún heiti Ein milljónir mínútna og byggi á sannsögulegri bók um fjölskylduföður sem ákveður að hætta í vinnunni og ferðast með dóttur sinni og fjölskyldu í einar milljón mínútur. „Þau fara á flakk út um allan heim og myndin er tekin upp í Þýskalandi, Tælandi og síðan á Íslandi. Við vorum við tökur til dæmis á Eyrarbakka, í Hvalfirði og í Laxnesi.“ Halli greinir meðal annars frá nýorðnum leiklistarferli á Twitter. Þar segist hann sérstaklega spenntur fyrir því að taka að sér hlutverk illmennis. Wrapped my first first acting gig in a movie today.For a shy kid this was a major accomplishment. Call me if you re casting. Especially if you have a role for a bad guy. pic.twitter.com/qqlF4uSLv9— Halli (@iamharaldur) April 25, 2023 Halli segist ekki hafa búist við því að fá nokkurn tímann að leika í kvikmynd. Hann steig sín fyrstu skref í síðasta Áramótaskaupi en hafði aldrei leikið neitt að ráði fram að því. „Ég var farinn að hugsa um það hvað það yrði gaman að leika áður en ég kom fram í skaupinu. Síðan hafði þetta kvikmyndateymi samband við mig og þau buðu mér prufu. Svo bara fékk ég hlutverkið, sem kom mjög á óvart!“ segir Haraldur enn hlæjandi. Leikur sig í gegnum daginn Teymið hefur verið hér á landi síðustu vikur við tökur. Alls var Haraldur til staðar á settinu í þrjá daga. Spurður hvort það sé ekki frekar mikið fyrir aukaleikara segir Haraldur á léttum nótum: „Ég veit það ekki, ég hef aldrei verið í bíómynd áður!“ Halli var óhræddur við að slá á létta strengi á meðan tökum stóð. Spent the day on a movie set looking normal. pic.twitter.com/n8XBCxWgn2— Halli (@iamharaldur) April 24, 2023 „Það kom mér mjög á óvart hvað þetta varð stórt hlutverk. Ég fæ alveg nokkrar línur og fæ að tala í frekar djúsí atriðum.“ Talið berst að því hvaðan áhuginn á leiklistinni hafi komið. „Mig hefur oft langað til að prófa að leika því að mér líður oft ekki eins og ég sé alvöru manneskja,“ segir Haraldur og berskjaldar sig á sinn einstaka hátt. „Þá þarf ég stundum að prófa að setja mig í þessi spor og leika mig í gegnum daginn. Þannig mér fannst þetta mjög náttúrulegt.“ Til í að leika meira Halli segir að sér hafi mest komið á óvart það sem komi flestum á óvart sem taka þátt í kvikmyndagerð í fyrsta sinn; Hversu langur tími fer í allar tökur. „Þetta var rosamikil biði og hangs, það er magnað hvað það tekur langan tíma að taka upp til að mynda stutt atriði. Það þarf að íhuga þau á svo marga vegu, taka þau oft upp og þá út frá svo mörgum hliðum.“ Hann bætir því við að kvikmyndateymið hafi verið til fyrirmyndar og samstarfið gengið vel. Mest var Haraldur í tíu tíma í tökum í einu. Ætlarðu að leika meira? „Mér fannst þetta gaman. Þannig að ef einhver vill fá mig í það, þá er ég klár,“ segir Halli léttur í bragði. Haraldur var að sjálfsögðu ekki rekinn að loknum fyrsta degi við tökur. First day acting on a movie set complete.Wasn t fired.Mission accomplished.— Halli (@iamharaldur) April 19, 2023 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 „Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég veit ekkert hvað ég má segja þér,“ segir Halli léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann bætir því svo við hlæjandi að hann hafi reyndar ekki verið beðinn um að halda nein leyndarmál. Kvikmyndin sem Halli leikur í er þýsk og er framleidd af Warner Brothers kvikmyndaverinu. Halli útskýrir að hún heiti Ein milljónir mínútna og byggi á sannsögulegri bók um fjölskylduföður sem ákveður að hætta í vinnunni og ferðast með dóttur sinni og fjölskyldu í einar milljón mínútur. „Þau fara á flakk út um allan heim og myndin er tekin upp í Þýskalandi, Tælandi og síðan á Íslandi. Við vorum við tökur til dæmis á Eyrarbakka, í Hvalfirði og í Laxnesi.“ Halli greinir meðal annars frá nýorðnum leiklistarferli á Twitter. Þar segist hann sérstaklega spenntur fyrir því að taka að sér hlutverk illmennis. Wrapped my first first acting gig in a movie today.For a shy kid this was a major accomplishment. Call me if you re casting. Especially if you have a role for a bad guy. pic.twitter.com/qqlF4uSLv9— Halli (@iamharaldur) April 25, 2023 Halli segist ekki hafa búist við því að fá nokkurn tímann að leika í kvikmynd. Hann steig sín fyrstu skref í síðasta Áramótaskaupi en hafði aldrei leikið neitt að ráði fram að því. „Ég var farinn að hugsa um það hvað það yrði gaman að leika áður en ég kom fram í skaupinu. Síðan hafði þetta kvikmyndateymi samband við mig og þau buðu mér prufu. Svo bara fékk ég hlutverkið, sem kom mjög á óvart!“ segir Haraldur enn hlæjandi. Leikur sig í gegnum daginn Teymið hefur verið hér á landi síðustu vikur við tökur. Alls var Haraldur til staðar á settinu í þrjá daga. Spurður hvort það sé ekki frekar mikið fyrir aukaleikara segir Haraldur á léttum nótum: „Ég veit það ekki, ég hef aldrei verið í bíómynd áður!“ Halli var óhræddur við að slá á létta strengi á meðan tökum stóð. Spent the day on a movie set looking normal. pic.twitter.com/n8XBCxWgn2— Halli (@iamharaldur) April 24, 2023 „Það kom mér mjög á óvart hvað þetta varð stórt hlutverk. Ég fæ alveg nokkrar línur og fæ að tala í frekar djúsí atriðum.“ Talið berst að því hvaðan áhuginn á leiklistinni hafi komið. „Mig hefur oft langað til að prófa að leika því að mér líður oft ekki eins og ég sé alvöru manneskja,“ segir Haraldur og berskjaldar sig á sinn einstaka hátt. „Þá þarf ég stundum að prófa að setja mig í þessi spor og leika mig í gegnum daginn. Þannig mér fannst þetta mjög náttúrulegt.“ Til í að leika meira Halli segir að sér hafi mest komið á óvart það sem komi flestum á óvart sem taka þátt í kvikmyndagerð í fyrsta sinn; Hversu langur tími fer í allar tökur. „Þetta var rosamikil biði og hangs, það er magnað hvað það tekur langan tíma að taka upp til að mynda stutt atriði. Það þarf að íhuga þau á svo marga vegu, taka þau oft upp og þá út frá svo mörgum hliðum.“ Hann bætir því við að kvikmyndateymið hafi verið til fyrirmyndar og samstarfið gengið vel. Mest var Haraldur í tíu tíma í tökum í einu. Ætlarðu að leika meira? „Mér fannst þetta gaman. Þannig að ef einhver vill fá mig í það, þá er ég klár,“ segir Halli léttur í bragði. Haraldur var að sjálfsögðu ekki rekinn að loknum fyrsta degi við tökur. First day acting on a movie set complete.Wasn t fired.Mission accomplished.— Halli (@iamharaldur) April 19, 2023
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 „Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45
Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36
„Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32