Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2023 23:00 Forsvarmsenn Alphabet og Google telja gervigreindir eins og ChatGPT ógna rekstri fyrirtækisins. Getty/Rafael Henrique Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. Gervigreindir eins og ChatGPT og Bing hjá Microsoft eru stærsta ógnin sem Google hefur staðið frammi fyrir í 25 ár, samkvæmt frétt New York Times. Þar kemur fram að starfsmönnum Google hafi brugðið mjög í síðasta mánuði þegar fregnir bárust af því að forsvarsmenn Samsung voru að velta vöngum yfir því að gera Bing, leitarvél Microsoft, að staðalleitarvél snjallsíma fyrirtækisins, í stað Google. Samsung hefur notað Google sem staðalleitarvél um árabil en það að Bing hefur verið tengd við ChatGPT tæknina hefur vakið mikla athygli og gert Bing mun áhugaverðari en áður innan tæknigeirans. NYT vísar í samskipti milli stjórnenda Google og segir ofsahræðslu hafa myndast innan veggja fyrirtækisins vegna fregnanna frá Suður-Kóreu. Google fái um þrjá milljarða dala á ári frá Samsung og sambærilegur tuttugu milljarða samningur sé í húfi hjá Apple en hann rennur út á þessu ári. Sjá einnig: Tólf þúsund manns sagt upp hjá Alphabet Gervigreind með innreið á leitarvélamarkaðinn Gervigreindin ChatGPT hefur notið mikilla vinsælda á internetinu undanfarna mánuði og hefur meðal annars verið látin skrifa heilu ritgerðirnar og semja sögur um hin ýmsu málefni og fólk. ChatGPT byggir á tækni fyrirtækisins OpenAI sem Microsoft hefur fjárfest í fyrir milljarð dala. Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum. Fregnir bárust af því í byrjun árs að starfsmenn Microsoft hefðu í nokkra mánuði unnið að því að innleiða gervigreindartæknina inn í hugbúnað fyrirtækisins. Þar á meðal inn í leitarvélina Bing og kveiktu þær fregnir á viðvörunarbjöllum innan veggja Google fyrr á þessu ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins voru sagðir sjá að mögulega sé komið að því að þróun gervigreindar gæti leitt til mikilla sviptinga á sviði leitarvéla á netinu og kollvarpað rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Þá opinberuðu starfsmenn Google eigin gervigreind sem kallast Bard en hún hefur ekki vakið jafn mikla lukku og Bing og ChatGPT. Meðal þeirra breytinga sem unnið er að hjá Google til skamms tíma er að gera Google leitarvélina meira tengda notendum svo hún og Bard eða önnur gervigreind geti reynt að sjá fyrir þarfir notenda, samkvæmt frétt NYT. Eins og segir í fréttinni hafa milljarðar manna notað Google sem aðalleitarvél sína um árabil og merki leitarvélarinnar og hönnun síðunnar er þekkt um heiminn allan. Breytingar á leitarvélinni gæti haft miklar afleiðingar. NYT segir einnig að þróun nýrrar leitarvélar sé enn skammt á veg komin og ekki sé hægt að segja að svo stöddu hvenær hún yrði opinberuð. Þeirri leitarvél er ætlað að læra á notendur og spjalla við þá, eins og einhvers konar aðstoðarmaður. Google Microsoft Gervigreind Tækni Tengdar fréttir Sá strax að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína. 15. mars 2023 13:10 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gervigreindir eins og ChatGPT og Bing hjá Microsoft eru stærsta ógnin sem Google hefur staðið frammi fyrir í 25 ár, samkvæmt frétt New York Times. Þar kemur fram að starfsmönnum Google hafi brugðið mjög í síðasta mánuði þegar fregnir bárust af því að forsvarsmenn Samsung voru að velta vöngum yfir því að gera Bing, leitarvél Microsoft, að staðalleitarvél snjallsíma fyrirtækisins, í stað Google. Samsung hefur notað Google sem staðalleitarvél um árabil en það að Bing hefur verið tengd við ChatGPT tæknina hefur vakið mikla athygli og gert Bing mun áhugaverðari en áður innan tæknigeirans. NYT vísar í samskipti milli stjórnenda Google og segir ofsahræðslu hafa myndast innan veggja fyrirtækisins vegna fregnanna frá Suður-Kóreu. Google fái um þrjá milljarða dala á ári frá Samsung og sambærilegur tuttugu milljarða samningur sé í húfi hjá Apple en hann rennur út á þessu ári. Sjá einnig: Tólf þúsund manns sagt upp hjá Alphabet Gervigreind með innreið á leitarvélamarkaðinn Gervigreindin ChatGPT hefur notið mikilla vinsælda á internetinu undanfarna mánuði og hefur meðal annars verið látin skrifa heilu ritgerðirnar og semja sögur um hin ýmsu málefni og fólk. ChatGPT byggir á tækni fyrirtækisins OpenAI sem Microsoft hefur fjárfest í fyrir milljarð dala. Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum. Fregnir bárust af því í byrjun árs að starfsmenn Microsoft hefðu í nokkra mánuði unnið að því að innleiða gervigreindartæknina inn í hugbúnað fyrirtækisins. Þar á meðal inn í leitarvélina Bing og kveiktu þær fregnir á viðvörunarbjöllum innan veggja Google fyrr á þessu ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins voru sagðir sjá að mögulega sé komið að því að þróun gervigreindar gæti leitt til mikilla sviptinga á sviði leitarvéla á netinu og kollvarpað rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Þá opinberuðu starfsmenn Google eigin gervigreind sem kallast Bard en hún hefur ekki vakið jafn mikla lukku og Bing og ChatGPT. Meðal þeirra breytinga sem unnið er að hjá Google til skamms tíma er að gera Google leitarvélina meira tengda notendum svo hún og Bard eða önnur gervigreind geti reynt að sjá fyrir þarfir notenda, samkvæmt frétt NYT. Eins og segir í fréttinni hafa milljarðar manna notað Google sem aðalleitarvél sína um árabil og merki leitarvélarinnar og hönnun síðunnar er þekkt um heiminn allan. Breytingar á leitarvélinni gæti haft miklar afleiðingar. NYT segir einnig að þróun nýrrar leitarvélar sé enn skammt á veg komin og ekki sé hægt að segja að svo stöddu hvenær hún yrði opinberuð. Þeirri leitarvél er ætlað að læra á notendur og spjalla við þá, eins og einhvers konar aðstoðarmaður.
Google Microsoft Gervigreind Tækni Tengdar fréttir Sá strax að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína. 15. mars 2023 13:10 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sá strax að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína. 15. mars 2023 13:10
Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01
Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34