Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. apríl 2023 07:00 Það er oft stutt í hlátur og létt grín í spjalli við Magnús Magnússon, ritstjóra Skessuhornsins og oftar en ekki virtist einhver prakkarasvipur birtast á Magnúsi þegar hann svaraði spurningum blaðamanns. Magnús hefur staðið fyrir útgáfu Skessuhornins óslitið í 25 ár og segist enn brenna fyrir blaðamannstarfinu. Honum er þó ekki skemmt þegar hann talar um ábyrgð stjórnmálamanna á því umhverfi sem þeir hafa skapað einkareknum fjölmiðlum, en það var sá partur í viðtalinu sem honum fannst hundleiðinlegt að ræða. „Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands. „Hins vegar villist ég í Kópavogi, ég rata ekkert þar. Og vill meina að íbúafjölgun Kópavogs megi rekja til þess að fólk veit ekkert hvernig það á að komast út úr bænum…“ Það er ekki annað hægt en að skella oft uppúr í skemmtilegu samtali við Magnús Magnússon, ritstjóra Skessuhornsins. Enda í spjallstuði þegar viðtalið er tekið og oft stutt í húmorinn. Jafnvel svartan húmor á köflum. Við skulum kynnast þessum manni sem með þrautseigju og seiglu hefur haldið úti héraðsdagblaði í kvartöld og er eini fjölmiðillinn á Íslandi sem hefur farið í samstarf við Facebook. „Lifandi“ starf að vera skotmaður… Magnús er fæddur og uppalinn í Birkihlíð í Reykholtsdal, þar sem hann átti meira og minna heima fyrstu 25-30 ár ævinnar. Magnús er yngstur fimm systkina, fæddur í apríl árið 1964, en segir að til systkinahópsins megi einnig bæta við einum uppeldisbróður, systursonur hans sem er þremur árum eldri. „Þetta var hefðbundið bú hjá foreldrum mínum eins og þau voru flest á þessum tíma. Aðallega kýr, nokkrar kindur, hænur og hestar. Allt gekk út á mjaltirnar. Maður fór reyndar ekki í fjósið áður en maður fór í skólann á morgnana, en þegar maður kom heim, var fyrsta verk að klára heimalærdóminn en síðan að fara í mjaltir og reyna að gera gagn.“ Eins og lífið var á þessum tíma hjálpuðust krakkar við heima við og þótti sjálfsagt. „Krakkar voru í rauninni hluti af atvinnu foreldra sinna, allir hjálpuðust að. Og öll dagskrá miðaðist við búskapinn. Til dæmis á aðfangadag þá var maður að keppast við að klára mjaltirnar nógu snemma til að það tækist að fara í jólabaðið, borða jólamatinn, opna pakkana en samt að ná í aftansöng í kirkjunni klukkan tíu.“ Svo skemmtilega vill til að um liðna helgi var Magnús á 40 ára árgangsmóti með samnemendum sínum úr Bændaskólanum á Hvanneyri, en gleðin var haldin í húsnæði gamla Húsmæðraskólans í Varmalandi. „Sem er einstaklega skemmtilegt því þangað var stundum verið að stelast úr Bændaskólanum til að kíkja á sætu stelpurnar…,“ segir Magnús og hlær. Hann segir hópinn hinn hressasta þótt allir séu nú um sextugt. Enda aldurinn svo afstæður. Stefndir þú upphaflega að því að verða bóndi? „Nei, ekkert frekar. Það lá bara beinast við að fyrst ég var yngstur þá gæti ég tekið við búinu ef ég vildi. Þess vegna fór ég í Bændaskólann og var lengi á búinu með mömmu og pabba og hjálpaði til. En ég vann alltaf einhver störf samhliða því. Var í sláturhúsinu á haustin, fór á vertíð, vann við fiskeldi í Borgarfirði um tíma, var húsvörður í félagsheimilinu, rak um tíma skóverksmiðju og fleira,“ segir Magnús og bætir við: „Í sláturhúsinu vann ég þrjú haust við að sækja lömbin en tvö ár sem skotmaður. Það var mjög lifandi starf,“ segir Magnús og ekki laust við að prakkarasvipur breiðist yfir andlitið. Að vera skotmaður þýðir í orðsins fyllstu merkingu það sem orðið ber með sér: Að skjóta lömbin. Tveir menn sinntu starfinu og voru um 2800 lömb aflífuð á dag. Fannst þér þetta starf vera ,,lifandi“? Jú sjáðu til, þarna kynntist ég bændunum í landshlutanum og hef reyndar sagt það áður að það sem bjó mig hvað best undir blaðamannastarfið á Skessuhorni er hversu vel ég kynntist landshlutanum, bæði atvinnulífi og menningu, í öllum þessum störfum sem ég sinnti áður. Því um tíma starfaði ég líka sem atvinnuráðgjafi hjá SSV. Og kynntist þá landshlutanum enn betur. Að fara í blaðamennsku eftir að hafa kynnst landshlutanum svona vel lá eiginlega beinast við.“ Eða að fara í pólitík? „Jú vissulega, það hefði allt eins getað orðið og margir sem hafa í gegnum tíðina minnst á það við mig. En ég hef aldrei verið spenntur fyrir því. Sérstaklega ekki vegna þess að vinnustaðurinn væri þá í Reykjavík og þar hefur mig aldrei langað til að vera lengur en í dagspart.“ Magnús ólst upp í sveit og hér má sjá mynd af æskuslóðum: Bæirnir Birkihlíð og Skáney í Reykholtsdal. Fremst á mynd er smáhýsi sem Magnús og eiginkona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir, eru að gera að sælureit í sveitinni. Á neðri mynd má sjá Magnús taka þátt í dráttarvélafimi á Hvanneyrardögum. „Fattaði Gísla Einars“ Á endanum taldist ekki lífvænlegt að halda áfram búskap á jörð foreldra Magnúsar enda þróunin sú að í dag eru þau fá kúabúin sem eftir eru og þau sem eftir eru bæði stór og tæknivædd. Magnús átti á yngri árum danska unnustu og bjó í þrjú ár í Danmörku. Hann segir að þar hafi jafnvel enn meira safnast í reynslubankann fyrir blaðamannastarfið. Það þroski alla að búa um tíma erlendis því þá sjá menn bæði kosti og galla við landið okkar. Í Danmörku kynntist hann iðnaðinum, starfaði þar sem vélstjóri í tveimur ólíkum verksmiðjum: Fyrst í sykurpökkun og síðan við íspinnaframleiðslu. Sambandið við dönsku unnustuna entist ekki, en þegar Magnús sá auglýsingu frá Samvinnukólanum á Bifröst ákvað hann að skella sér í nám þangað, því það kallaði ekki á að hann þyrfti að hafa lokið stúdentsprófi. Frumgreinadeildin þar var einskonar hraðferð á stúdentsnáminu. Magnús flutti því aftur heim á frón og eftir að hafa útskrifast úr háskólanámi tók við áðurnefnt starf atvinnuráðgjafans. Allt þar til ungur maður að nafni Gísli Einarsson kom að máli við hann og stakk upp á að þeir færu að gefa út héraðsdagblað. Ertu að tala um hinn eina sanna Gísla Einarsson eða? „Já, já. Það var eiginlega ég sem fattaði Gísla Einars sjáðu til,“ segir Magnús og skellihlær og bætir við að þá hafi Gísli verið starfandi sem landbúnaðarverkamaður en búið yfir hæfileikum sem full ástæða var til að virkja. Þannig var að sjónvarpsmaðurinn góðkunnugi og Magnús voru fyrstu árin útgefendur Skessuhornsins. Blaðið gerði fljótlega samning við Kára Jónasson, þáverandi fréttastjóra RÚV, um að vera fréttaritarar. „Það átti betur við Gísla að vera fyrir framan myndavélina en mig,“ segir Magnús og aftur má sjá prakkarasvipinn í andlitinu. En að öllu gamni slepptu segir Magnús þetta samstarf reyndar hafa orðið til þess að Gísli fékk alvarlega bakteríu fyrir ljósvakamiðlinum. Byrjaði með þættina Út og suður og er nú ritstjóri Landans. Sjálfur segist Magnús alltaf haft gaman af því að skrifa. Það hafi komið sér vel í fyrri störfum og í félagsstarfi í skólanum. Þá kom það sér afar vel í blaðamannastarfinu að þekkja Vesturlandið svona út og inn og segist Magnús enn brenna fyrir blaðamannastarfinu. Það er óhætt að mæla með Skessuhorni! segir Magnús til útskýringar á efstu mynd til vinstri. Skessuhornið varð 25 ára í febrúar síðastliðnum og þá kom Sævar Freyr Þráinsson fyrrum bæjarstjóri á Akranesi færandi hendi. Á neðri myndum má sjá Magnús og Guðbjörgu annars vegar og Magnús að glugga í jólaútgáfu blaðsins hins vegar. Ábyrgð stjórnmálamanna og hundleiðinlegt tal Fyrsta blað Skessuhornsins kom út 18. febrúar árið 1998 og hefur Skessuhornið komið út samfleytt síðan. Við byrjuðum fyrsta árið sem fríblað á öllu Vesturlandi og ég held ég geti sagt að því hafi fylgt þokkalegt tap á rekstrinum. Síðan færðum við okkur yfir í að vera áskriftarblað og fengum kór til að fara í allsherjar áskriftarátak með úthringingum. Enn í dag, 25 árum síðar, erum við með nokkur hundruð áskrifendur að Skessuhorni sem urðu áskrifendur í því átaki, hafa fylgt okkur alla tíð.“ Að reka fjölmiðil á Íslandi er þó langt frá því að vera auðveldur rekstur. Enda sá geiri þar sem ríkið sjálft stendur fyrir miklum mismun á markaði. „Það er nánast enginn grundvöllur fyrir því að reka fjölmiðil á Íslandi vegna fámennis okkar. Það verður að segjast að stjórnmálamenn hafa verið alltof seinir að bregðast við versnandi skilyrðum fjölmiðla. Bara á þessu ári erum við búin að sjá fjölmiðlum fækka um þrjá og þeim mun örugglega fækka meir ef ekki fer að koma til alvöru aðgerða á vegum stjórnvalda. Því til viðbótar við rekstur ríkisins á RÚV erum við að tala um samfélagsmiðla sem ekki greiða krónu í skatta hér á landi. Sem þýðir að ef þeir fá til sín tekjur af auglýsingum, þurfa þeir ekkert að borga í virðisaukaskatt, en ef við seljum auglýsingu þá þurfum við að innheimta 24% virðisaukaskatt!“ Þótt Magnúsi sé augljóslega heitt í hamsi, er þetta þó sá kafli samtalsins sem hann er hvað minnst spenntastur fyrir. „Æi, nú erum við kominn í þetta blessaða tal um pólitíkina sem er einmitt svo leiðinleg….,“ segir Magnús. En ættum við ekki bara að klára þann kafla strax? Magnús dæsir, kinkar kolli og segir: „Ef við horfum á tímalínuna síðustu fimm árin þá má rifja það upp þegar Lilja Alfreðsdóttir byrjaði í Menntamálaráðuneytinu og lýsti því yfir að hún vildi fara í alvöru aðgerðir til þess að tryggja að sjálfstæðir fjölmiðlar lifðu áfram. Vandamálið er bara það að þessar aðgerðir hafa útþynnst svo rosalega að á endanum er þetta ekki neitt neitt sem úr varð,“ segir Magnús og bætir við: „Ég er þó ekki að vanþakka þann styrk sem einkareknu fjölmiðlarnir hafa nú fengið úthlutað úr sameiginlegum potti í þrjú skipti. Hins vegar útþynntist þetta þannig að potturinn, sem þó er ekki stór, er að útdeilast á aðila sem tæpt er að tala um að teljist til 4. valdsins sem fjölmiðlar. Ég nefni sem dæmi vefsíðuna fotbolti.net. Með fullri virðingu fyrir þeim þá er það vefur sem fjallar um eina boltaíþrótt sem ég legg ekki til jafns við fréttastofu annarra ritstýrðra fjölmiðla. Nú er svo komið að allir stóru miðlarnir eru hagsmunatengdir með einum eða öðrum hætti, með fáum undantekningum. Allavega flokkast ekki Skessuhorn eða Víkurfréttir undir slíka skilgreiningu.“ Og Magnús heldur áfram. Maður veltir fyrir sér þessum seinagangi stjórnmálamanna og það var ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum síðan að Sigríður Dögg formaður Blaðamannafélags Íslands þorði að segja upphátt það sem virðist vera helsta meinið og það er einfaldlega þetta: Það eru öfl í landinu sem vilja ekki að stutt verði við einkarekna fjölmiðla. Það bara blasir við. Þess vegna tók það tvö ár að koma fjölmiðlafrumvarpinu í gegnum þingið og þá með semingi. Og orðið svona útþynnt.“ Magnús segist telja að ef áfram heldur sem horfir verði enginn grundvöllur á endanum fyrir einkarekna fjölmiðla. „Sem þýðir að við endum með eina ríkisstöð og verðum að treysta á þá duttlunga sem þar ríkja til að annast það eftirlitshlutverk sem 4. valdið á að veita í samfélaginu. Ég hef einfaldlega stórar áhyggjur af þessari þróun.“ Í samstarf við Facebook Eigendur Skessuhornsins í dag eru Magnús og eiginkona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir. En hún er skrifstofustjóri, sér um bókhald, dreifingu, fjármálastjórn og fleira. Fyrir um tveimur árum síðan tóku þau ákvörðun um að breyta vefsíðunni skessuhorn.is í áskriftarvef. „Við vissum alveg að þetta yrði dýrt verkefni fyrir lítinn rekstur eins og okkar. En ef sú staða kemur upp að það verður einhvern tíma of óhagstætt að gefa út á prenti, þá verður maður að horfa til framtíðar. Unga fólkið er líka ekki að lesa nein blöð, það les bara efni á vefnum. Með því að breyta vefnum í áskriftarvef erum við að sækja tekjur frá nýjum markhópi áskrifenda, sem hingað til hefur ekki verið að skila neinum tekjum til okkar þótt fólk hafi verið að lesa efnið okkar á netinu.“ Í febrúar á þessu ári var áskriftarvefurinn opnaður og þá tengt 25 ára afmæli Skessuhornsins. En hefur reksturinn aldrei staðið á bjargbrún með að lifa af yfir höfuð? „Jú oft og mörgum sinnum og það er öllum óhætt að trúa því að þetta starf er ekki hálaunastarf. Ef ég myndi reikna út tímakaupið mitt miðað við vinnuframlag væru launin mín eflaust svipuð og í skúringum eða rútuakstri. Við vorum komin mjög nálægt skuldleysi með reksturinn fyrir tveimur árum þegar að við ákváðum að ráðast í þessar breytingar á vefsíðunni en í dag má segja að skuldir félagsins nemi einni mánaðarveltu eða svo. Það er þó ekki meira en það.“ Þrjú tímabil standa þó uppúr sem erfið í huga Magnúsar. „Ég myndi nefna fall upplýsingatæknifyrirtækja um aldamótin og þær breytingar sem urðu á öllu umhverfinu þá, bankahrunið og síðan Covid,“ segir Magnús. Hann segir tímann eftir bankahrunið þó hafa verið mikilvægan tíma hjá fjölmiðlum, þar sem fólk treysti á og þurfti að fá miklar upplýsingar. Það sama hafi gerst í Covid. „Þessi tvö tímabil jókst lesturinn hjá okkur í báðum tilvikum, þótt tekjurnar hafi hrunið því auglýsingasalan varð lítil sem engin.“ Svo skemmtilega vill þó til að af öllum íslenskum fjölmiðlum er Skessuhorn eini fjölmiðillinn sem hefur farið í samstarf við Facebook. „Þeir auglýstu námskeið, svokallaðan viðskiptahraðal, þar sem þeir kölluðu eftir samstarfsaðilum á Íslandi sem þeir vildu efla í að breyta miðlum sínum; auka vefmiðlun. Við sóttum um og komumst í gegnum nálaraugað. Þeir borguðu okkur fyrir að taka þátt. Þetta var fyrir um tveimur árum síðan og í kjölfarið ákváðum við að breyta vefsíðunni okkar í áskriftarmiðil.“ Voru fleiri sem sóttu um? „Já, það voru nokkrir íslenskir fjölmiðlar sem vildu taka þátt. Ég held samt að þeir hafi valið okkur vegna þess að við höfum verið lengi í útgáfu, hversu breitt tekjumódelið okkar er, en eflaust líka vegna þeirrar samfélagsstöðu sem Skessuhorn hefur sem héraðsblað.“ Magnús segir fátt betra en að komast upp á Arnarvatnsheiði og veiða silung en berjaferðir síðsumars eru líka í uppáhaldi. Á mynd úr berjamó má sjá Guðbjörgu og tengdamóður Magnúsar, en það var einmitt hún sem keypti gamla fjármark Magnúsar: stíft og tveir bitar aftan vinstra. Sem Magnús segir hafa verið lævísa leið til að tryggja að hann kæmi alltaf að hjálpa til í réttum. Á neðri mynd má sjá Brynhildi Björk dóttur Magnúsar og Guðbjargar með væna gimbur í Þverárrétt í Borgarfirði og loks mynd af Magnúsi að aflokinni veiðiferð með þyrsklinga veiddan utan við stofugluggan á Langasandi þar sem þau hjónin búa. Lífið utan vinnu Magnús og Guðbjörg búa á Akranesi og segir Magnús húsið þeirra á svo fallegum útsýnisstað við Jaðarsbrautina að það hreinlega teljist til þess fegursta á Skaganum. Magnús og Guðbjörg eiga saman eina dóttur en fyrir átti Guðbjörg tvö börn. „Við erum nú ekki verri en það að þau eiga öll heima hérna á Skaganum,“ segir Magnús stoltur. Dóttir þeirra, Brynhildur Björk, er 21 árs háskólanemi og býr enn í foreldrahúsum. Sonur Guðbjargar heitir Þórarinn Ingi og starfar sem forritari hjá Origo og miðjubarnið er Heiður Dögg og er í hjúkrunarfræðinámi. Barnabörnin eru orðin fjögur. Afahlutverkið leggst vel í Magnús. „Það er heilmikið að gera í þessu. Fjögur tápmikil barnabörn á aldrinum tveggja til níu ára eru alveg verkefni. Það þarf að skutla og sækja og svona og amman er dugleg við það. Ekki síst vegna þess að börnin eru öll í vinnu og í námi,“ segir Magnús. Hann viðurkennir að það sé hægara sagt en gert að aðskilja vinnu og einkalíf hjá þeim hjónum. „Ég skal alveg viðurkenna að vinnan tekur ansi mikinn toll hjá mér. En frídagurinn minn er tæknilega séð laugardagar því ég vinn alltaf á sunnudögum. Þá er ég einn í vinnunni og næ þá að vinna úr ýmsum erindum, lesa inn efni frá blaðamönnum og fréttariturum okkar og slíkt.“ En hvað með áhugamál utan vinnu? „Jú ég er í skemmtilegasta bridgefélagi landsins og síðan á ég bát með tveimur mágum mínum sem við sjósetjum venjulega í apríl og getum siglt á miðin hér skammt undan landi í góðu veðri á sumrin,“ segir Magnús og bætir hlæjandi við: „Báturinn heitir reyndar Landsýn AK. Því okkur finnst mikilvægt að gleyma því aldrei að siglandi á honum þýðir að við þurfum alltaf að sjá til lands, hann er nú ekki fullkomnari bátur en það og öryggisbúnaður lítill!“ Hjónin hafa lengi átt landskika í Reykholtsdal og fyrir ekki svo löngu síðan komu þau fyrir litlum kofa á lóð sinni þar sem ætlunin er að byggja upp og gera að, smíða pall og slíkt. „Við sjáum fyrir okkur að fara að vera meira þarna upp í sveit, rækta kartöflur og dunda okkur í góða veðrinu sem einmitt einkennir Reykholtdalinn. Ætlum að koma þar upp heitum potti í sumar og vera duglegri að skreppa í sveitina. Enda er ekki nema þrjú korter þangað upp eftir á þeim árstímum sem túristarnir eru ekki of margir og tefja fyrir í umferðinni.“ Á haustin er síðan alltaf tekið þátt í réttunum og segir Magnús það mega þakka útsjónarsemi tengdamömmu hans meðal annars. Jú sjáðu til. Fjármarkmið sem ég átti í gamla daga var stíft og tveir bitar aftan vinstra, sem er gott mark því það er svo auðvelt að þekkja það úr fjarska. Þegar við skiluðum þessu marki inn, var tengdamamma svo sniðug að festa sér það og notar það í dag á tvílembingana. Sem mér hefur alltaf þótt mjög sniðugt hjá henni því auðvitað þýðir þetta að ég myndi aldrei svíkjast undan því að hjálpa til í réttunum!“ Og aftur skellihlær Magnús. Það er hins vegar komið að lokum samtalsins. Enda margt framundan hjá Magnúsi, ekki bara í vinnu heldur að undirbúa sig undir gleðina í Varmalandi um helgina. „Þetta verður skemmtilegt. Ekki síst vegna þess að í þetta sinn höfum við fullt leyfi til að vera á gamla húsmæðraskólanum,“ segir Magnús og hlær. Fjölmiðlar Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Hins vegar villist ég í Kópavogi, ég rata ekkert þar. Og vill meina að íbúafjölgun Kópavogs megi rekja til þess að fólk veit ekkert hvernig það á að komast út úr bænum…“ Það er ekki annað hægt en að skella oft uppúr í skemmtilegu samtali við Magnús Magnússon, ritstjóra Skessuhornsins. Enda í spjallstuði þegar viðtalið er tekið og oft stutt í húmorinn. Jafnvel svartan húmor á köflum. Við skulum kynnast þessum manni sem með þrautseigju og seiglu hefur haldið úti héraðsdagblaði í kvartöld og er eini fjölmiðillinn á Íslandi sem hefur farið í samstarf við Facebook. „Lifandi“ starf að vera skotmaður… Magnús er fæddur og uppalinn í Birkihlíð í Reykholtsdal, þar sem hann átti meira og minna heima fyrstu 25-30 ár ævinnar. Magnús er yngstur fimm systkina, fæddur í apríl árið 1964, en segir að til systkinahópsins megi einnig bæta við einum uppeldisbróður, systursonur hans sem er þremur árum eldri. „Þetta var hefðbundið bú hjá foreldrum mínum eins og þau voru flest á þessum tíma. Aðallega kýr, nokkrar kindur, hænur og hestar. Allt gekk út á mjaltirnar. Maður fór reyndar ekki í fjósið áður en maður fór í skólann á morgnana, en þegar maður kom heim, var fyrsta verk að klára heimalærdóminn en síðan að fara í mjaltir og reyna að gera gagn.“ Eins og lífið var á þessum tíma hjálpuðust krakkar við heima við og þótti sjálfsagt. „Krakkar voru í rauninni hluti af atvinnu foreldra sinna, allir hjálpuðust að. Og öll dagskrá miðaðist við búskapinn. Til dæmis á aðfangadag þá var maður að keppast við að klára mjaltirnar nógu snemma til að það tækist að fara í jólabaðið, borða jólamatinn, opna pakkana en samt að ná í aftansöng í kirkjunni klukkan tíu.“ Svo skemmtilega vill til að um liðna helgi var Magnús á 40 ára árgangsmóti með samnemendum sínum úr Bændaskólanum á Hvanneyri, en gleðin var haldin í húsnæði gamla Húsmæðraskólans í Varmalandi. „Sem er einstaklega skemmtilegt því þangað var stundum verið að stelast úr Bændaskólanum til að kíkja á sætu stelpurnar…,“ segir Magnús og hlær. Hann segir hópinn hinn hressasta þótt allir séu nú um sextugt. Enda aldurinn svo afstæður. Stefndir þú upphaflega að því að verða bóndi? „Nei, ekkert frekar. Það lá bara beinast við að fyrst ég var yngstur þá gæti ég tekið við búinu ef ég vildi. Þess vegna fór ég í Bændaskólann og var lengi á búinu með mömmu og pabba og hjálpaði til. En ég vann alltaf einhver störf samhliða því. Var í sláturhúsinu á haustin, fór á vertíð, vann við fiskeldi í Borgarfirði um tíma, var húsvörður í félagsheimilinu, rak um tíma skóverksmiðju og fleira,“ segir Magnús og bætir við: „Í sláturhúsinu vann ég þrjú haust við að sækja lömbin en tvö ár sem skotmaður. Það var mjög lifandi starf,“ segir Magnús og ekki laust við að prakkarasvipur breiðist yfir andlitið. Að vera skotmaður þýðir í orðsins fyllstu merkingu það sem orðið ber með sér: Að skjóta lömbin. Tveir menn sinntu starfinu og voru um 2800 lömb aflífuð á dag. Fannst þér þetta starf vera ,,lifandi“? Jú sjáðu til, þarna kynntist ég bændunum í landshlutanum og hef reyndar sagt það áður að það sem bjó mig hvað best undir blaðamannastarfið á Skessuhorni er hversu vel ég kynntist landshlutanum, bæði atvinnulífi og menningu, í öllum þessum störfum sem ég sinnti áður. Því um tíma starfaði ég líka sem atvinnuráðgjafi hjá SSV. Og kynntist þá landshlutanum enn betur. Að fara í blaðamennsku eftir að hafa kynnst landshlutanum svona vel lá eiginlega beinast við.“ Eða að fara í pólitík? „Jú vissulega, það hefði allt eins getað orðið og margir sem hafa í gegnum tíðina minnst á það við mig. En ég hef aldrei verið spenntur fyrir því. Sérstaklega ekki vegna þess að vinnustaðurinn væri þá í Reykjavík og þar hefur mig aldrei langað til að vera lengur en í dagspart.“ Magnús ólst upp í sveit og hér má sjá mynd af æskuslóðum: Bæirnir Birkihlíð og Skáney í Reykholtsdal. Fremst á mynd er smáhýsi sem Magnús og eiginkona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir, eru að gera að sælureit í sveitinni. Á neðri mynd má sjá Magnús taka þátt í dráttarvélafimi á Hvanneyrardögum. „Fattaði Gísla Einars“ Á endanum taldist ekki lífvænlegt að halda áfram búskap á jörð foreldra Magnúsar enda þróunin sú að í dag eru þau fá kúabúin sem eftir eru og þau sem eftir eru bæði stór og tæknivædd. Magnús átti á yngri árum danska unnustu og bjó í þrjú ár í Danmörku. Hann segir að þar hafi jafnvel enn meira safnast í reynslubankann fyrir blaðamannastarfið. Það þroski alla að búa um tíma erlendis því þá sjá menn bæði kosti og galla við landið okkar. Í Danmörku kynntist hann iðnaðinum, starfaði þar sem vélstjóri í tveimur ólíkum verksmiðjum: Fyrst í sykurpökkun og síðan við íspinnaframleiðslu. Sambandið við dönsku unnustuna entist ekki, en þegar Magnús sá auglýsingu frá Samvinnukólanum á Bifröst ákvað hann að skella sér í nám þangað, því það kallaði ekki á að hann þyrfti að hafa lokið stúdentsprófi. Frumgreinadeildin þar var einskonar hraðferð á stúdentsnáminu. Magnús flutti því aftur heim á frón og eftir að hafa útskrifast úr háskólanámi tók við áðurnefnt starf atvinnuráðgjafans. Allt þar til ungur maður að nafni Gísli Einarsson kom að máli við hann og stakk upp á að þeir færu að gefa út héraðsdagblað. Ertu að tala um hinn eina sanna Gísla Einarsson eða? „Já, já. Það var eiginlega ég sem fattaði Gísla Einars sjáðu til,“ segir Magnús og skellihlær og bætir við að þá hafi Gísli verið starfandi sem landbúnaðarverkamaður en búið yfir hæfileikum sem full ástæða var til að virkja. Þannig var að sjónvarpsmaðurinn góðkunnugi og Magnús voru fyrstu árin útgefendur Skessuhornsins. Blaðið gerði fljótlega samning við Kára Jónasson, þáverandi fréttastjóra RÚV, um að vera fréttaritarar. „Það átti betur við Gísla að vera fyrir framan myndavélina en mig,“ segir Magnús og aftur má sjá prakkarasvipinn í andlitinu. En að öllu gamni slepptu segir Magnús þetta samstarf reyndar hafa orðið til þess að Gísli fékk alvarlega bakteríu fyrir ljósvakamiðlinum. Byrjaði með þættina Út og suður og er nú ritstjóri Landans. Sjálfur segist Magnús alltaf haft gaman af því að skrifa. Það hafi komið sér vel í fyrri störfum og í félagsstarfi í skólanum. Þá kom það sér afar vel í blaðamannastarfinu að þekkja Vesturlandið svona út og inn og segist Magnús enn brenna fyrir blaðamannastarfinu. Það er óhætt að mæla með Skessuhorni! segir Magnús til útskýringar á efstu mynd til vinstri. Skessuhornið varð 25 ára í febrúar síðastliðnum og þá kom Sævar Freyr Þráinsson fyrrum bæjarstjóri á Akranesi færandi hendi. Á neðri myndum má sjá Magnús og Guðbjörgu annars vegar og Magnús að glugga í jólaútgáfu blaðsins hins vegar. Ábyrgð stjórnmálamanna og hundleiðinlegt tal Fyrsta blað Skessuhornsins kom út 18. febrúar árið 1998 og hefur Skessuhornið komið út samfleytt síðan. Við byrjuðum fyrsta árið sem fríblað á öllu Vesturlandi og ég held ég geti sagt að því hafi fylgt þokkalegt tap á rekstrinum. Síðan færðum við okkur yfir í að vera áskriftarblað og fengum kór til að fara í allsherjar áskriftarátak með úthringingum. Enn í dag, 25 árum síðar, erum við með nokkur hundruð áskrifendur að Skessuhorni sem urðu áskrifendur í því átaki, hafa fylgt okkur alla tíð.“ Að reka fjölmiðil á Íslandi er þó langt frá því að vera auðveldur rekstur. Enda sá geiri þar sem ríkið sjálft stendur fyrir miklum mismun á markaði. „Það er nánast enginn grundvöllur fyrir því að reka fjölmiðil á Íslandi vegna fámennis okkar. Það verður að segjast að stjórnmálamenn hafa verið alltof seinir að bregðast við versnandi skilyrðum fjölmiðla. Bara á þessu ári erum við búin að sjá fjölmiðlum fækka um þrjá og þeim mun örugglega fækka meir ef ekki fer að koma til alvöru aðgerða á vegum stjórnvalda. Því til viðbótar við rekstur ríkisins á RÚV erum við að tala um samfélagsmiðla sem ekki greiða krónu í skatta hér á landi. Sem þýðir að ef þeir fá til sín tekjur af auglýsingum, þurfa þeir ekkert að borga í virðisaukaskatt, en ef við seljum auglýsingu þá þurfum við að innheimta 24% virðisaukaskatt!“ Þótt Magnúsi sé augljóslega heitt í hamsi, er þetta þó sá kafli samtalsins sem hann er hvað minnst spenntastur fyrir. „Æi, nú erum við kominn í þetta blessaða tal um pólitíkina sem er einmitt svo leiðinleg….,“ segir Magnús. En ættum við ekki bara að klára þann kafla strax? Magnús dæsir, kinkar kolli og segir: „Ef við horfum á tímalínuna síðustu fimm árin þá má rifja það upp þegar Lilja Alfreðsdóttir byrjaði í Menntamálaráðuneytinu og lýsti því yfir að hún vildi fara í alvöru aðgerðir til þess að tryggja að sjálfstæðir fjölmiðlar lifðu áfram. Vandamálið er bara það að þessar aðgerðir hafa útþynnst svo rosalega að á endanum er þetta ekki neitt neitt sem úr varð,“ segir Magnús og bætir við: „Ég er þó ekki að vanþakka þann styrk sem einkareknu fjölmiðlarnir hafa nú fengið úthlutað úr sameiginlegum potti í þrjú skipti. Hins vegar útþynntist þetta þannig að potturinn, sem þó er ekki stór, er að útdeilast á aðila sem tæpt er að tala um að teljist til 4. valdsins sem fjölmiðlar. Ég nefni sem dæmi vefsíðuna fotbolti.net. Með fullri virðingu fyrir þeim þá er það vefur sem fjallar um eina boltaíþrótt sem ég legg ekki til jafns við fréttastofu annarra ritstýrðra fjölmiðla. Nú er svo komið að allir stóru miðlarnir eru hagsmunatengdir með einum eða öðrum hætti, með fáum undantekningum. Allavega flokkast ekki Skessuhorn eða Víkurfréttir undir slíka skilgreiningu.“ Og Magnús heldur áfram. Maður veltir fyrir sér þessum seinagangi stjórnmálamanna og það var ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum síðan að Sigríður Dögg formaður Blaðamannafélags Íslands þorði að segja upphátt það sem virðist vera helsta meinið og það er einfaldlega þetta: Það eru öfl í landinu sem vilja ekki að stutt verði við einkarekna fjölmiðla. Það bara blasir við. Þess vegna tók það tvö ár að koma fjölmiðlafrumvarpinu í gegnum þingið og þá með semingi. Og orðið svona útþynnt.“ Magnús segist telja að ef áfram heldur sem horfir verði enginn grundvöllur á endanum fyrir einkarekna fjölmiðla. „Sem þýðir að við endum með eina ríkisstöð og verðum að treysta á þá duttlunga sem þar ríkja til að annast það eftirlitshlutverk sem 4. valdið á að veita í samfélaginu. Ég hef einfaldlega stórar áhyggjur af þessari þróun.“ Í samstarf við Facebook Eigendur Skessuhornsins í dag eru Magnús og eiginkona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir. En hún er skrifstofustjóri, sér um bókhald, dreifingu, fjármálastjórn og fleira. Fyrir um tveimur árum síðan tóku þau ákvörðun um að breyta vefsíðunni skessuhorn.is í áskriftarvef. „Við vissum alveg að þetta yrði dýrt verkefni fyrir lítinn rekstur eins og okkar. En ef sú staða kemur upp að það verður einhvern tíma of óhagstætt að gefa út á prenti, þá verður maður að horfa til framtíðar. Unga fólkið er líka ekki að lesa nein blöð, það les bara efni á vefnum. Með því að breyta vefnum í áskriftarvef erum við að sækja tekjur frá nýjum markhópi áskrifenda, sem hingað til hefur ekki verið að skila neinum tekjum til okkar þótt fólk hafi verið að lesa efnið okkar á netinu.“ Í febrúar á þessu ári var áskriftarvefurinn opnaður og þá tengt 25 ára afmæli Skessuhornsins. En hefur reksturinn aldrei staðið á bjargbrún með að lifa af yfir höfuð? „Jú oft og mörgum sinnum og það er öllum óhætt að trúa því að þetta starf er ekki hálaunastarf. Ef ég myndi reikna út tímakaupið mitt miðað við vinnuframlag væru launin mín eflaust svipuð og í skúringum eða rútuakstri. Við vorum komin mjög nálægt skuldleysi með reksturinn fyrir tveimur árum þegar að við ákváðum að ráðast í þessar breytingar á vefsíðunni en í dag má segja að skuldir félagsins nemi einni mánaðarveltu eða svo. Það er þó ekki meira en það.“ Þrjú tímabil standa þó uppúr sem erfið í huga Magnúsar. „Ég myndi nefna fall upplýsingatæknifyrirtækja um aldamótin og þær breytingar sem urðu á öllu umhverfinu þá, bankahrunið og síðan Covid,“ segir Magnús. Hann segir tímann eftir bankahrunið þó hafa verið mikilvægan tíma hjá fjölmiðlum, þar sem fólk treysti á og þurfti að fá miklar upplýsingar. Það sama hafi gerst í Covid. „Þessi tvö tímabil jókst lesturinn hjá okkur í báðum tilvikum, þótt tekjurnar hafi hrunið því auglýsingasalan varð lítil sem engin.“ Svo skemmtilega vill þó til að af öllum íslenskum fjölmiðlum er Skessuhorn eini fjölmiðillinn sem hefur farið í samstarf við Facebook. „Þeir auglýstu námskeið, svokallaðan viðskiptahraðal, þar sem þeir kölluðu eftir samstarfsaðilum á Íslandi sem þeir vildu efla í að breyta miðlum sínum; auka vefmiðlun. Við sóttum um og komumst í gegnum nálaraugað. Þeir borguðu okkur fyrir að taka þátt. Þetta var fyrir um tveimur árum síðan og í kjölfarið ákváðum við að breyta vefsíðunni okkar í áskriftarmiðil.“ Voru fleiri sem sóttu um? „Já, það voru nokkrir íslenskir fjölmiðlar sem vildu taka þátt. Ég held samt að þeir hafi valið okkur vegna þess að við höfum verið lengi í útgáfu, hversu breitt tekjumódelið okkar er, en eflaust líka vegna þeirrar samfélagsstöðu sem Skessuhorn hefur sem héraðsblað.“ Magnús segir fátt betra en að komast upp á Arnarvatnsheiði og veiða silung en berjaferðir síðsumars eru líka í uppáhaldi. Á mynd úr berjamó má sjá Guðbjörgu og tengdamóður Magnúsar, en það var einmitt hún sem keypti gamla fjármark Magnúsar: stíft og tveir bitar aftan vinstra. Sem Magnús segir hafa verið lævísa leið til að tryggja að hann kæmi alltaf að hjálpa til í réttum. Á neðri mynd má sjá Brynhildi Björk dóttur Magnúsar og Guðbjargar með væna gimbur í Þverárrétt í Borgarfirði og loks mynd af Magnúsi að aflokinni veiðiferð með þyrsklinga veiddan utan við stofugluggan á Langasandi þar sem þau hjónin búa. Lífið utan vinnu Magnús og Guðbjörg búa á Akranesi og segir Magnús húsið þeirra á svo fallegum útsýnisstað við Jaðarsbrautina að það hreinlega teljist til þess fegursta á Skaganum. Magnús og Guðbjörg eiga saman eina dóttur en fyrir átti Guðbjörg tvö börn. „Við erum nú ekki verri en það að þau eiga öll heima hérna á Skaganum,“ segir Magnús stoltur. Dóttir þeirra, Brynhildur Björk, er 21 árs háskólanemi og býr enn í foreldrahúsum. Sonur Guðbjargar heitir Þórarinn Ingi og starfar sem forritari hjá Origo og miðjubarnið er Heiður Dögg og er í hjúkrunarfræðinámi. Barnabörnin eru orðin fjögur. Afahlutverkið leggst vel í Magnús. „Það er heilmikið að gera í þessu. Fjögur tápmikil barnabörn á aldrinum tveggja til níu ára eru alveg verkefni. Það þarf að skutla og sækja og svona og amman er dugleg við það. Ekki síst vegna þess að börnin eru öll í vinnu og í námi,“ segir Magnús. Hann viðurkennir að það sé hægara sagt en gert að aðskilja vinnu og einkalíf hjá þeim hjónum. „Ég skal alveg viðurkenna að vinnan tekur ansi mikinn toll hjá mér. En frídagurinn minn er tæknilega séð laugardagar því ég vinn alltaf á sunnudögum. Þá er ég einn í vinnunni og næ þá að vinna úr ýmsum erindum, lesa inn efni frá blaðamönnum og fréttariturum okkar og slíkt.“ En hvað með áhugamál utan vinnu? „Jú ég er í skemmtilegasta bridgefélagi landsins og síðan á ég bát með tveimur mágum mínum sem við sjósetjum venjulega í apríl og getum siglt á miðin hér skammt undan landi í góðu veðri á sumrin,“ segir Magnús og bætir hlæjandi við: „Báturinn heitir reyndar Landsýn AK. Því okkur finnst mikilvægt að gleyma því aldrei að siglandi á honum þýðir að við þurfum alltaf að sjá til lands, hann er nú ekki fullkomnari bátur en það og öryggisbúnaður lítill!“ Hjónin hafa lengi átt landskika í Reykholtsdal og fyrir ekki svo löngu síðan komu þau fyrir litlum kofa á lóð sinni þar sem ætlunin er að byggja upp og gera að, smíða pall og slíkt. „Við sjáum fyrir okkur að fara að vera meira þarna upp í sveit, rækta kartöflur og dunda okkur í góða veðrinu sem einmitt einkennir Reykholtdalinn. Ætlum að koma þar upp heitum potti í sumar og vera duglegri að skreppa í sveitina. Enda er ekki nema þrjú korter þangað upp eftir á þeim árstímum sem túristarnir eru ekki of margir og tefja fyrir í umferðinni.“ Á haustin er síðan alltaf tekið þátt í réttunum og segir Magnús það mega þakka útsjónarsemi tengdamömmu hans meðal annars. Jú sjáðu til. Fjármarkmið sem ég átti í gamla daga var stíft og tveir bitar aftan vinstra, sem er gott mark því það er svo auðvelt að þekkja það úr fjarska. Þegar við skiluðum þessu marki inn, var tengdamamma svo sniðug að festa sér það og notar það í dag á tvílembingana. Sem mér hefur alltaf þótt mjög sniðugt hjá henni því auðvitað þýðir þetta að ég myndi aldrei svíkjast undan því að hjálpa til í réttunum!“ Og aftur skellihlær Magnús. Það er hins vegar komið að lokum samtalsins. Enda margt framundan hjá Magnúsi, ekki bara í vinnu heldur að undirbúa sig undir gleðina í Varmalandi um helgina. „Þetta verður skemmtilegt. Ekki síst vegna þess að í þetta sinn höfum við fullt leyfi til að vera á gamla húsmæðraskólanum,“ segir Magnús og hlær.
Fjölmiðlar Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01
„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02
Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00