Höfðar mál gegn meðlimi Backstreet Boys fyrir nauðgun Máni Snær Þorláksson skrifar 12. apríl 2023 12:00 Nick Carter hefur verið kærður fyrir nauðgun. Getty/Desiree Navarro Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans. Í bloggfærslu sem Schuman birti árið 2017 sagði hún Carter hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í íbúð hans í Santa Monica í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. „Hann var vægðarlaus og tók ekki neitunum mínum sem svari,“ sagði hún meðal annars í færslunni. Carter þvertók fyrir ásakanir Schuman í yfirlýsingu. Þar sagði hann að Schuman hafi „aldrei tjáð sér á meðan þau voru saman eða á nokkrum tíma“ að eitthvað sem þau gerðu hafi ekki verið gert með samþykki beggja aðila. Ný lög Schuman fór með málið til lögreglunnar í Santa Monica árið 2017. Carter var ekki ákærður sökum þess að of langur tími var liðinn síðan meint brot hafði átt sér stað. Kalifornía felldi niður fyrningu kynferðisbrota árið 2016 en það var þó ekki gert afturvirkt. Ný lög um kynferðisbrot tóku þó gildi í ríkinu fyrr á árinu og eiga þessi nýju lög að virka aftur í tímann. Í kjölfar þess hefur Schuman ákveðið að stefna Carter. Stefnir til baka Sem fyrr segir hefur Carter neitað ásökunum Schuman. Í yfirlýsingu sem Liane K. Wakayama, lögmaður Carter, sendi Rolling Stone í tengslum við málið segir hún að Carter standi ennþá við það sem hann sagði á sínum tíma. Carter hefur ekki bara neitað ásökununum heldur hefur hann stefnt Schuman til baka fyrir rógburð og kúgun. Hann sakar aðra konu að nafni Shannon Ruth um slíkt hið sama en hún ásakaði hann um nauðgun í desember í fyrra. Ruth sakar Carter um að hafa beitt sig ofbeldi í rútu hljómsveitarinnar árið 2001, þegar hún var sautján ára gömul. Á leiðinni til Íslands Nick Carter er væntanlegur til Íslands eftir um tvær vikur þar sem strákarnir í Backstreet Boys halda tónleika í Laugardalshöll þann 28. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur hingað til lands. Uppselt er á B-svæði tónleikanna. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Carter hafi verið kærður en rétt er að honum var stefnt. Kynferðisofbeldi Tónlist Hollywood Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Í bloggfærslu sem Schuman birti árið 2017 sagði hún Carter hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í íbúð hans í Santa Monica í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. „Hann var vægðarlaus og tók ekki neitunum mínum sem svari,“ sagði hún meðal annars í færslunni. Carter þvertók fyrir ásakanir Schuman í yfirlýsingu. Þar sagði hann að Schuman hafi „aldrei tjáð sér á meðan þau voru saman eða á nokkrum tíma“ að eitthvað sem þau gerðu hafi ekki verið gert með samþykki beggja aðila. Ný lög Schuman fór með málið til lögreglunnar í Santa Monica árið 2017. Carter var ekki ákærður sökum þess að of langur tími var liðinn síðan meint brot hafði átt sér stað. Kalifornía felldi niður fyrningu kynferðisbrota árið 2016 en það var þó ekki gert afturvirkt. Ný lög um kynferðisbrot tóku þó gildi í ríkinu fyrr á árinu og eiga þessi nýju lög að virka aftur í tímann. Í kjölfar þess hefur Schuman ákveðið að stefna Carter. Stefnir til baka Sem fyrr segir hefur Carter neitað ásökunum Schuman. Í yfirlýsingu sem Liane K. Wakayama, lögmaður Carter, sendi Rolling Stone í tengslum við málið segir hún að Carter standi ennþá við það sem hann sagði á sínum tíma. Carter hefur ekki bara neitað ásökununum heldur hefur hann stefnt Schuman til baka fyrir rógburð og kúgun. Hann sakar aðra konu að nafni Shannon Ruth um slíkt hið sama en hún ásakaði hann um nauðgun í desember í fyrra. Ruth sakar Carter um að hafa beitt sig ofbeldi í rútu hljómsveitarinnar árið 2001, þegar hún var sautján ára gömul. Á leiðinni til Íslands Nick Carter er væntanlegur til Íslands eftir um tvær vikur þar sem strákarnir í Backstreet Boys halda tónleika í Laugardalshöll þann 28. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur hingað til lands. Uppselt er á B-svæði tónleikanna. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Carter hafi verið kærður en rétt er að honum var stefnt.
Kynferðisofbeldi Tónlist Hollywood Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira